Vísir - 05.08.1958, Page 8

Vísir - 05.08.1958, Page 8
Bkkert blað er ódýrara I áskrift ea Yislr. .LátiS hana færa yður fréttir og annað leitrarefnl helm — án fyrirhafnar af yðar hálfn.. .. ,4 Sími 1-16-60. YlSS.lt Munið, að þeir, sem gerast áskrifendor Vísli eftir 10. hvers mánaðar, fá blaStl ókeypis til mánaðamóta. Simi 1-16-60. Þriðjudaginn 5. ágúst 1958 Crivas boðar stöðvun aðgerða gegn Breturn og Tyrkjum. Áframhald er þó enn á morðöldinni. Þegar skortur var á flestu í Þýzkalandi á fyrri heimsstyrjaldarárunum, gerðu Þjóðverjar til- raunir með að byggja hús úr leir, og var nokkn>,m slíkum tilraunahúsum komið upp í grennd við Stuttgart. Til J>ess að verja þau eftir mætti fyrir veðri og vindum, voru þau byggð undir járnbrautarbrúm, eins og myndin sýnir. Húsin reyndust svo vel, að þau standa enn, og íbúarnir eru fyrir löngu búnir að venjast gnýnum frá járnbrautarlestunum, sem bruna yfir þá við og við. Þjóðhátíðin í Eyjum hefst næstkomandi föstudag. Undirbúningi um það bil að Ijúka. Þessa dagana er unniö af miklu kappi við undirbúning að Þjóðhátíð Vestmannaeyja, en hún hefst næstkomandi föstu- dag og stendur í þrjá daga. Eins og venjulega er búizt við miklum fjölda á hátíðina og gerir Flugfélag íslands sérstak- ar ráðstafanir til þess að anna flutningi þess fólks, er hyggst leggja leið sína til Eyja þessa hátíðisdaga. Valtýr Snæbjörnsson, form. Þórs, og Stefán Runólfsson, gjaldkeri félagsins, áttu tal við fréttamenn um helgina og skýrðu frá þeim undirbúningi, sem gerður hefur verið. Kom- ið'hefur verið upp danspöllum, brú á tjörnina, lagðar sérstak- ar tjaldgötur, reistur stór bál- köstur o. fl. Síðar verða settar upp ýmsar skreytingar, þ. á m. ljósaskreytingar er ná þvert yf- ir Herjólfsdal milli Blátinds og Molda. Þjóðhátíðin hefst með messu kl. 2 á föstudag. Þá verður háð keppni í íþróttum og um kvöld- ið verður skemmtun, og lýkur henni með brennu. Hátíðin hefst á ný kl. 2 á laugardag og verð- Atlas-skeyti skotið í loft upp. Frfegn barst um það s.l. laugar- dag, að Bandaríkjamenn hefðu skotið þriggja hólfa Atlas-eld- flaUg í loft' upp. Er þetta fyrsta tilraun þeirra moð Atlasskeyti, sem heppnast hefur fyllilega. ur þá m. a. sýnt bjargsig. Báða dagana verður dansað til kl. 4 að morgni. Á sunnudag lýkur hátíðinni. Þetta er 82. Þjóðhátíð Vest- mannaeyinga og hefur hún nú verið háð árlega síðan 1874, að tveimur árum undanskildum. Vinsældir þessarar hátíðar hafa farið vaxandi meðal fólks víða um land undanfarin ár, og enn sem fyrr er það ætlun Flugfélags íslands að anna þeim flutningum, sem til kunna að falla, og takmarkið er, að allir komist, sem vilja. SKAK: Röð keppenda í Portoros. Borizt hefur fréttaskeyti frá Júgóslavíu, þar sem skýrt er frá töluröð keppenda á milli- svæðamótinu í skák, sem nú er að hefjast í Portoroz. Röðin er þessh 1. Rosseto, 2. Benkö, 3. Fisher, 4. Bronstein, 5. Aver- bach, 6. Larsen, 7 Sanguinetti, 8. Panno, 9. Friðrik, 10 Tal, 11. Petrosjan, 12. Scherwin, 13. De Greiff, 14. Szabo, 15. Pach- mann, 16. Matanowic, 17. Filip, 18. Cardoso, 19. Gligoric, 20. Neykirch og 21. Fuerter. í fyrstu umferð teflir Frið- rik því við ungverzka stór- meistarann Szabo og hefur hvítt. Helgi Tómasson, yfir- læknir, látinn. Dr. Helgi Tómasson, yfirlækn- ir að Kleppi andaðist aðfaranótt s.l. laugardags. H'.ifði hann átt við vanheilsu að stríða undan- farna mánuði. Þessa þjóðkunna manns verð- ur getið nánar hér í blaðinu. 10 íþróttamenn taka þátt í EM. Á fundi stjórnar Frjálsíþrótta- sambands íslands 1. ágúst voru eftirtaldir íþróttamenn valdir til keppni í frjálsimi íþróttum á Evrópumeistaraifiótinu i Stokk- hólmi 19.—24. ágúst n. k. Björgvin Hólm, iR, til keppni í tugþraut og 4x100 m. boðhlaupi. Gunnar Huseby, KR, til keppni í kúluvarpi. Hallgrímur Jónsson, Á, til keppni í kringlukasti. Heið ar Georgsson,. ÍR til keppni í stangarstökki. Hilmar Þorbjörns Json, Á til keppni í 100 metra og ^ 200 m. hlaupi, enfremur í 4x100 ;m. boðhlaupi. Kristleifur Guð- (björnsson, KR til keppni í 3000 m. hindrunarhlaupi og 1500 m. hlaupi. Pétur Rögnvaldsson, KR til keppni i tugþraut og 110 m. grindahlaupi. Svavar Markússon, KR til keppni í 800 og 1500 m. hlaupi og 4x100 m. boðhlaupi. Valbjörn Þorláksson, iR til keppni í stangarstökki og 4x100 m. boðhlaupi. Vilhjálmur Einars son, ÍR til keppni i þristökki. Fararstjóri verður Jóhannes Sölvason, gjaldkeri FRÍ og þjálf ari Benedikt Jakobsson, iþrótta- kennari. Gert er ráð fyrir að flokkur- inn fari utan. 16. þ m. í yær var dreit't flugmiðuni frá EOKA víða á Kýpur og tilkyimt, að Grivas ofursti, yfirmaður leynifélagsskaparins, hefði fyrirskipað að hætta að- gerðum gegn Bretum og Tyrkj- um, fyrst um sinn til næstu helgar, en héldu Bretar og Kýpur-Tyrkir áfram ögrunum við menn af grískum stofni, áskildu EOKA sér rétt til að hefja árásir af nýjiv. Fréttaritarar segja, að mikíð vafamál sé, hvort morðöldinni muni linna vegna þessarar fyr- irslcipunar, þar sem líkur bendi til, að fjölmargir einstaklingar sem ekki eru í félögum Tyrkja og Grikkja, séu valdir að fjöl- mörgum morðum og íkveikjum í seinni tíð. Á hverri nóttu er kveikt í tugum húsa og m. a. hafa tvær grískar kirkjur brunnið til ösku. í gærmorgun var brezkur liðsforingi skotinn til bana, þar sem hann var að vinna í garði sínum í Limasol, en skömmu áður var myrtur brezkur liðs- foringi, sem leiddi við hönd sér tveggja ára gamlan son sinn. Hafa þessi morð vakið sára gremju í Bretlandi og meðal brezkra hermanna á Kýpur. í gærmorgun var enn sagt frá 6 morðum. í gærkvöldi var sagt frá 8 morðum í fyrradag, en 3 í gær. Handíökur. í morgun var tilkynnt, að tveir menn hefðu verið hand- teknir í gærmoi’gun vegna morðsins á liðsforingjanum, sem var á gangi með lítinn son sinn á götu í Nikosiu. Af ör- yggisástæðum var handtök- unni haldið leyndri þar til í morgun. Annar mannanna hefur nú verið sakaður um að hafa myrt liðsforingjann. Banii við Kýpurdvöl. Brezka hermálaráðuneytið hefur nú staðfest, að fjölskyld- um brezkra hermanna á Kýpur verði ekki leyft að fara þangað til dvalar að óbi'eyttu. Vafi ríkir — I Mikill vafi ríkir um það, að boðskapur Gi'ivasar leiði til þess að moi'ðöldinni linni, en þó er honum tekið fremur vel I brezkum blöðum, sem slá þó þann varnagla, að ekki megi slaka á viðleitninni til að hand- sama Grivas, og eitt' blaðið Daily Mail segir, að vilji Grikk- ir og Tyrkir ekki hjálpa til við leit að moi'ðingjum og bi'ennu- vörgum vei’ði Bretar að vinna verkið einir. Sum telja veika von um, að kyri'ð komist á, og velti þá á miklu, að landstjór- inn geti lagt fram tillögur, sem vei’ði viði’æðugrundvöllur. Kjarnorkuleyndarmál sameiginleg. Margir brezkir kjarnorkusér- fræðingar munu innan skamms fara til Bandaríkjanna, þar sem nú hefst aukin samvinna milli Breta og Bandaríkjamanna, vegna þess að í gilldi er geng- ið samkomulagið um gagn- kvæmar upplýsingar um notk- un kjarnorku til hernuðarþarfa. Samningarnir voru undirrit- aðir fyrir mánuði, en mánuður skyldi líða þar til það gengi í gildi, og hefur nú verið gengið frá öllum formsati’iðum. 'Sam- starf eins og hér um ræðir, var milli Breta og Bandaríkja- manna í styi'jöldinni, en það breyttist eftir síðari heimsstyi'j- öld vegna afstöðu Bandafíkja- manna. Kjai'noi'kuleyndarmálin vei'ða nú sameiginleg. Kjarnorkuráðið fær 300 millj. dollara. Eisenhower foi'seti hefur undii’ritað heimild til Kjarn- orkuráðs um að vei'ja 300 millj. dollara til ýmissa framkvæmda. Hann er þó sagður hafa jafn- framt gagni’ýnt ýmis áform ráðsins. Svifflugu hlekkist á í lendingu á Sandskeiði Það óhapp varð á Sandskeiði síðdegis á sunnudaginn, að tveir menn meiddust, er svif- fluga skemmdist £ lendingu. Samkvæmt upplýsingum, er Vísir hefur aflað sér hjá Frið- ' í'iki Friðleifssyni, formanni Svifflugfélags íslands, átti ó-, happið sér stað urn kl. 17:25 áj sunnudaginn, er verið var að draga á loft þýzka svifflugu afl gerðinni Rhöi'lerche II. Þegar svifflugan var komin í um það t bil 110 m. hæð, slitnaði streng- ur, sem notaður var við drátt- inn, en slikt kemur stundum fyi'ir og er alla jafna hættu- laust. Sá er um stjórnvölinn hélt sveigði svifflugunni þá inn til lendingar aftur, en í þann mund er hún var að lenda rak#t annar vængur hennar í jörðu með þeim afleiðingum, að svif- flugan stakkst á nefið. Tveir menn, sem í svifflug- unni voru, þeir Hörður Magn- ússon, flugumferðarstjóri, og Rafn Thorarensen, slösuðust nokkuð en ekki alvarlega að því talið er og er líðan þeirra góð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.