Vísir - 13.08.1958, Blaðsíða 1

Vísir - 13.08.1958, Blaðsíða 1
Miðvikudaginn 13. ágúst 1958 226. tbl A8. árg. 81 þjóð fektsr þátt í auka- funcEi alisherjarþings S.þj. Eisenhower fiytur fyrstu ræðuna, er þingið ketnur sarnan í dag. Fulltrúar 81 þjóðar sækja Gromyko krefst aukafund allsherjarþings Sam- brottflutnings herflokka, ■einuðu þjóðanna um ástandið tafarlaust; i löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs sem Iiefst í New York í dag. Eisenhower Bandaríkjafor- :seti hefur nú ákveðið að vera viðstaddur, sem þjóðhöfðingi, er þingið kemur saman, en það hefur í för með sér, að honum verður fylgt í fundarsalinn af forseta þingsins og fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, en þingfulltrúar munu rísa úr sætum á meðan. Stjórnmálalegt öryggi og góður efnahagur. Síðan mun forsetinn taka til máls og er gengið út frá því sem vísu, að ræða hans verði ekki aðeins formleg setningar- ræða, heldur muni Eisenhower jafnframt gera grein fyrir stefnu bandarísku stjórnarinn- ar í vandamálum þeirra landa sem um ræðir svo og tillögum hennar til lausnar þeirra. Eins og áður hefur verið skýrt frá, leggja Bandaríkja- menn mesta áherzlu á þau tvö {itriði, að stjórnmálalegt öryggi Jandanna verði tryggt og efna- hagur þeirra bættur. — Mun Eisenhower gera grein fyrir, hvernig Bandaríkjamenn telja að þessi tvíþætta takmarki yerði náð á farsælastan hátt. Eisenhower kom til New York York í gærkvöldi en mun að ræðu sinni lokinni halda aftur til Washington og tekur Dulles þá við forystu banda- rísku nefndarinnar á þinginu. Næstur á mælendaskrá auka- fundarins er Gromyko, formað- ur sovézku sendinefndarinnar, cg mun hann leggja fram á- lyktunartillögu um tafaflausan brottflutning brezkra og bandarískra herflokka af um- ræddu svæði. Það hefur vakið athygli fréttamanna vestra, hve vægilega tillaga Gromykos er orðuð', en taísmenn Sovét- stjórnarinnar hafa sem kunn- ugt er látið mörg stóryrði sér um munn fara í málum þessum upp á síðkastið. í tillögu Grom- ykos mun vera gert ráð fyrir þvf að eftirlitssveit Sameinuðu þjóðanna taki upp eftirlitsstörf Frh. á 11. síðu. „Skate" sigldi undir ísa norðurskautsins. „IXIautilus44 fagnað ■ Portland. Annar bandarískur kjarn- orki^kafbátur, „SKATE“, hefur nú siglt undir ísbreið- ur norðurskautsins. „Skate“ lagði af stað frá New London þ. 30. f. m. og var á heimskautinu síðast- liðið mánudagskvöld. Kaf- báturinn mun halda áfram rannsóknum undir ísnum. „Nautilus“ kom til hafnar í Portland á Englandi í gær og var fagnað af þúsundum manna. Áhöfnin öll var sæind heiðursmerkjum og sýnd margvísleg virðing. ’íJppreistarmenn í Libanon hafa ekki enn lagt niður vopn, og nýlega fór' blaðaljósmyndari í lieimsókn í stöðvar þeirra til fjalla. Þar liefur verið komið fyrir vatnsgeymi, scm gerður er úr tveim tunnmn, og meðan einn úr hópnum rakar sig, standa félagar hans vörð. Comet IV flaug á 6 kl.st 16 mín. frá New York til London. ttfraðasÉa flut/ farþogaflugvétar yfir Atlantshaf frant til þessa. ~ COMET IV farþegaþota flaug i gær frá New York til Lon- don á 6 kl.st. 16 mín. og hefur engin farþegaflugvél flogið þessa vegalengd á skemmri tíma. Comet IV, sem er fullkomn- asta gerð þessara kunnu far- þegaþota, flaug frá Idlewild flugvellinum í New York í ein- um áfanga með 558 mílna með- alhraða til flugvallarins í Hat- field á Englandi, þar sem de Havilland flugvélaverksmiðj- umar, framleiðendur þoturinar, hafa aSsetur sitt. Þessi ferð 'Comet IV tók 1 kl.st. 28 mín. skemmri tíma en flug brezku Britannia farþegaflugvélarinn- ar frá ísraelska flugfélaginu E1 Al, sem átti gamla metið á þessari flugleið, en sú síðar- nefnda er knúin hverfilhrevfl- um. Comet IV mun væntanlega verða tekin í notkun til reglu- bundins áætlunarflugs yfir Atlantshaf á vegum brezka flugfélagsins BOAC síðar á þessu ári. Q Nýr forseti, Alberto Lleras Camargo, hefur tekið við for- setatign í Kótombiu til f jög- urra ára. Sólríkt í júlímánuði. Veðurfar í júlímánuði síðast- liðnum var einkar hagstætt hér í höfuðstaðnum og hefur tíð- indamaður leitað tölulegra upplýsinga og samanburðar hjá Veðurstofu fslands. Hvorttveggja var góðfúslega í té látið og er sem hér segir (meðaltal síðustu þriggja til sex áratuga er í svigunum); Sólskin — 246 klst. (180,7). Meðalhiti — 12° C (11.7). Meðalloftvog — 1013,7 mb. (1009,9). Úrkoma — 13,2 mm (51). SKÁK: Friðrik í 3.-4. sæti. í 5. umferð millisvæðamóts- ins í Portoroz urðu niðurstöð- urnar sem hér segir: Averbach vann Rossetto, Larsen vann Fuerter, Sangui- netti vann Neykirch, Friðrik vann Cardoso, Tal vann dr. Filip, Petrosjan vann Matano- vic og de Greiff tapaði fyrir Szabo, en í bið fóru skákir Bronstein og Benkö, Panno og Ghgoric svo og Sherwin og Pachmann. Að svo komnu standa leikar þannig, að Averbach og Petro- sjan eru enn efstir með 4 vinn- inga, en næstir koma Friðrik og Tal með 3% vinning hvor; Lar- sen og Sanguinetti hafá 3 vinn- ingst De Gaulle vill létta ómaga- byrði ríkisins. Þriðji hver starfaindi Frakki tekur iaun hjá hinu opinbera. Eitt helzta verkefni stjórnar de Gaulles — ef hann verður kjörinn forseti samkvæmt breyttri stjórnarskrú — verður að draga úr „ómegð“ hins opin- bera. í Frakklandi eru vinnandi karlar og konur — eða fólk, sem telur fram til skatts — talin^21 milljón, og ríkið er farið'að grípa svo inn í efna- hagslífið, að um það bil þriðji hver maður, eða hálf sjöunda milljón, hefir framfæri sitt af ríkinu. Sé bætt við þessa tölu fyrrverandi opinberum starfs- mönnum, sem komnir eru á eftirlaim, fer þessi tala upp í hvorki meira né minna en níu milljónir manna. Enginn vafi leikur á því, að de Gaulle mun njóta stuðnings mikils fjölda manna. er hann tekur sér fyrir hendur að hreinsa þannig til, en gegn þessu verður einnig barizt af þeim, er láta sér líða vel á kostnað hins opinbera. Skriffinnskan er orðin svo mikil í Frakklandi, að hún mun hvergi meiri, þótt víða sé hún mikil og erfið viðureignar. Þannig eru til dæmis 30 mis- munandi styrkþegaflokkar hjá tryggingum ríkisins, en starfs- mönnum á eftirlaunum er greitt samkvæmt tólf flokkum. Það er orðið svo flókið að reikna út laun, uppbætur og eftirlaun opíiiberra starfsmanna, að hið opinbera hefir orðið að setja á stofn sérstaka stjórn- ardeild, sem liefir ekki annað hlutverk en að greiða mönn- um fyrirfram af væntanleg- um launum, meðan unnið er við útreikning á hinni réttu upphæð. Má sjá af þessu, að de Gaulle hefir ærið að gera, ef honum tekst að leggja til atlögu við skrifstofubáknið franska, og herma fregnir, að þegar hann leggi tillögur sínar fyrir þjóð- ina í haust, þá muni menn hans fyrst og fremst hvetja almenn- ing til að bergjast gegn. skrif- stofubákninu. Vísitalan komin á 3. hundraðið. Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. ágúst s.I. og reyndist hún vera 202 stig. Kaupgreiðsluvísitala fyrir tímabilið 1. september til 30. nóvember 1958 er 185 stig samkvæmt ákvæðum 55. gr. laganna nr. 33/1958, um út- flutningssjóð o. fl. Q Áhöfnin á Nautilusi, kjarn- orknkafbátnlim, sem fór yfir norðiirskaiitið undir ísnum, m 119 *ie*ut.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.