Vísir - 13.08.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 13.08.1958, Blaðsíða 4
6 V f S I B Mi^vikudaginn 13. ágúst WÍSIWL D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í íngólfsstræti 3. Bitstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Visir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 "úntakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Landhelgismálið. Málgagn utanríkisráðherra hef- ir nú gefið nokkra skýringu á því, sem verið hefir að ger- ast að undanförnu í land- helgismálinu — á erlendum vettvangi. Birti blaðið fregn- ir um þetta á laugardaginn, og voru þær bersýnilega runnar undan rifjum ráð- herrans, þótt hann væri ekki i' borinn fyrir þeim. Voru þær á þá leið, að undanfarið hefði verið unnið að því að skýra 1 afstöðu Islendinga fyrir út- lendingum, svo að þeir létu sér skiljast, að íslendingar | gætu ekki gert annað en að stækka landhelgina og féllu frá mótstöðu gegn henni. Blaðið segir ennfremur, að þetta hafi ekki borið næg- an árangur enn, því að rík- isstjórnirnar, sem eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu — en við þær hefir fyrst og fremst verið talað — telji einhliða stækkun landhelg- innar ólöglega og þær við- urkenni ekki slíkar aðgerðir. • En þessum tilraunum verður haldið áfram, segir blaðið — þeim er engan veginn lokið enn, eins og það kemst að orði — og er helzt á því að skilja, að það telji nokkra von til þess, að unnt verði að leysa málið innan sam- taka Atlantshafsbandalags- ins. Það er vafalaust gott og blessað að ræða málið á þessum vettvangi, en þó hlýtur sú sprning að leita á menn, hvort ekki sé hægt að ræða það víðar, og þá þar sem hægt er að ná-til yfirboðara þeirra fulltrúa, sem rætt er við innan bandalagsins. Er , ekki rétta leiðin að tala við ríkisstjórnirnar sjálfar en ekki fulltrúa í fjarlægri borg, ; fulltrúa, sem getur að vísu VEGIR n VEGLEYSER EFTIR Víðförla Verzlunamiannahelgin er orð-[ar helgar á okkar stutta sumri, in til stórra vandræða, og það | okkur veitir ekkert af þvi, við komið boðum áleiðis en , aldrei talað eða tekið á- kvarðanir eins og yfirboðar- ar þeirra. Við eigum að ræða við þá, sem segja fyrir verkum, ekki hina, er taka aðeins við fyrirmælum. Mönnum er það enn í fersku minni, hvernig fór á land- helgisráðstefnunni í Geneve. Fulltrúar fslands stóðu sig þar ágætlega, því að þeir börðust eins og þeir gátu, en málið var ekki nógu vel und- irbúið. Að vísu lögðu tveir ráðherrar það á sig að fara á fundinn til að vera þar stutta stund en þeim kom ekki til hugar að tala áður við þá menn í hinum ýmsu höfuð- borgum er sögðu þingfull- trúum fyrir verkum. Svo Itom líka reiðarslagið, þegar .bandaríska nefndin sneri snögglega við blaðinu. Þá var rokið í að lesa yfir full- trúa Bandaríkjastjórnar hér, en það var eins og hvert ann- að vindhögg. Utanríkisráðherrann hefir nú látið til sín heyra varð- andi málið og gefið almenn- ingi nokkra skýringu á því, sem hefir verið að gerast að úndanförnu. Hann hefir ekki getað sagt frá neinum sigri, enda munu menn ekki hafa gert ráð fyrir því, þegar höfð eru í huga ýmis þau atvik, sem gerzt hafa á sviði utan- ríkismálanna að undan- förnu. Því er óhætt að segja með sanni, að betur má ef duga skal, og breyta um starfsaðferðir, ef þær, sem beitt hefir verið, teljast ekki bera nægan árangur. Nú er aðeins rúmur hálfur mánuð- ur, þar til reglugerðin um landhelgina gengur í gildi, og vel verður að halda á spil- unum, ef ekki á illa að fara. verður að leita einhverra ráða til úrbóta. Um þessa einu löngu helgi sumarsins leggja allir land undir fót, það fara allir að ferð- ast. Útkoman verður svo sú að á þjóðvegunum eykst umferða- hættan stórlega, á hótelum og veitingastöðum er svo mikið að gera að engu tauti verður við ættum að bæta einni við í byrj- un júlí og annarri í byrjun sept- ember. 1 staðin eigum við að skera niður sum af kirkjufrí- dögunum, sem eru á þeim tíma árs, að lítið gagn er að. Við skul- um í eitt skipti fyrir öll gera okkur grein fyrir því að okkur veitir ekki af því að nota okkar komið, langferðavagnar anna stutta sumar til hollrar útiveru ekki flutningaþörfinni og á ýms- um vinsælum samkomustöðum, víðsvegar um land, safnast sam- an fjölmenni, sem býr í tjöldum, skúrum, sæluhúsum, skólum o. þ. h. hellir í sig áfengi og hefur i fra-mmi alls konar skrilslæti. Margir reyna að halda því fram að þarna sé nær eingöngu um unglinga að ræða en svo er ekki. Unglingar eru þarna í meiri- hluía en fuilorðið fólk á sinn þátt í þessum ófögnuði líka. Blessaðir unglingarnir hafa fengið margt óþvegið að heyra fyrir sína frammistöðu og sann- arlega eiga þeir það skilið. Sjald an hef ég séð eins nöturlegan hóp og þau ungmenni er voru að taka sig upp úr skóginum við Hreðavatn á Verzlunarmanna- frídaginn. Það var auðséð að öl- ið var af könnunni. En einu megum við ekki gleyma Við full- orðna fólkið. Við höfum skapað þessi ungmenni. Heimilin, sem þau hafa alist upp á, skólarnir, sem þau hafa sótt, það umhverfi og andrúmsloft, sem þau haía alizt upp í hefur gert þau það sem þau eru. Máske það sé kom- inn tími til að fara að taka til endurskoðunar frjálsræðis- og lindindarsjónarmiðin, sem upp- eldisfræðingar okkar hafa hamp- að á undanförnum árum. Máske vöndurinn hafi einhvern rétt á sér eftir allt Saman. En livað liinu viðvíkur, vand- ræðunum í sambandi við Verzl- unarhelgina, þá held ég að það væri réttast að hafa fleiri lang- og ferðalaga, og veitinga. og gististöðum veitir ekki af því að viðskiptin dreifist meira á sum- armánuðina. Kirkjuhöfðingjar þessa lands mega ekki halda að ég sé að amast við kristnihaldi með þessari uppástungu minni, síður en svo. Þessir dagar eru ekki síður fallnir til kristnihalds og prestar út um land ættu ein- mitt að nota þá til messugjörð- ar. Keflavíkurvegurinn hefur nokkrum sinnum borið á góma í þessum dálkum, og ekki að á- stæðulausu. 1 vor var þessi veg- ur afleitur og í alt sumar hefur ekkert verið við hann gert nema kasta niður í hann dálitlu af mold, sem nú er að mestu rokin út í veður og vind, nema það sem hefur sezt í vit vegfarenda. En nú er dálítið merkilegt að koma í Ijós á þessum vegi og það eru fornminjar, líklegast frá því hann Sigurður Thoroddsen var vegamáltstjóri hérna um aldamótin. Þessar fornminjar eru gamlir vegkantar, steina- raðir, sem koma upp úr miðjum veginum. Umferðinni hefur tek- izt að spæna upp allan ofaníburð, að minnsta kosti það, sem hefl- unum hefur ekki tekizt að ýla út á kantana og nú standa þessi gömlu mannvirki uppúr, á ein- um stað einar 4—6 tommur. Eg held að það væri ráð að senda Kristján Eldjárn þarna suður til að tímasetja þessar gömlu leyí- ai áður en farið er niður úr þeim líka. Sundurþykkja ráðherranna. Það hefir enn komið í ljós, að ráðherrarnir eru ósammála um það, hvað eigi að gera í landhelgismálinu, og þeir eru einnig ósammála um það, hvernig eigi að fara að því, sem gert verður. Hefir oft verið á það bent hér í blaðinu, að slíkt geti varla talizt sigurstranglegt, en sannleikurinn er líka sá, að sumum ráðherranna stendur nokkurn veginn á sama, hver verður endir málsins, ef þeir telja sig hagnast á því pólitískt. Það er einmitt bölvunin, að hvað sem líður skrafi sumra blaða og manna um það, að nauðsynlegt sé að skapa þjóðareiningu, er hún ekki á- hugamál allra innan ríkis- stjórnarinnar. Áhugi sjávar- útvegsmálaráðherrans kem- ur til dæmis fram í þvi, að hann hefir verið á þeysingi um ríki trúbræðra sinna að undanförnu, og kærir sig kollóttan um það, sem gerist hér heima í þessu mikla máli. Þessa dagana situr hann einmitt austur í Moskvu - til þess að ræðe þar við ráðamenn um það, hvernig hann geti aukið á- hrif þeirra hér á landi — meðal annars með því að ala á úlfúð milli íslendinga og MIMIMISBLAÐ FERÐAMAMIMA: Austurland. Seyðisfjörður. Þarna er gamalt hótel og raunar flest gamalt á þessum stað. Herbergin eru fornfáleg, snyrtiherbergi í svip- uðum stíl. Mat hefi eg fengið þarna sæmilegan og vingjarnlegt viðmót. En margt þarf að breytast. Egilsstaðir. í þessu nýja þorpi þarf nauðsynlega að koma upp sæmilegu gistihúsi. Þetta er svo mikil verzlunar- og samgöngu- miðstöð. Gisting og greiðasala hefur verið rekin þarna um ára- bil í hinum myndarlegu bæjarhúsum og af því farið gott orð. En sá húsakostur er nú orðinn algerlega ófullnægjandi. Gisti- hús þarna á mikla framtíð. Norðfjörður. í þessu mikla uppgangskaupstað er ékkert gisti- hús og síðast er eg var þar ekkert veitingahús. Gistingu mun hægt að fá í heimahúsum og matsala er þar í litlu húsnæði, Eskifjörður. Ástandið er þarna svipað og á Norðfirði, að mér er sagt, en eg hefi ekki komið þarna til dvalar. Reyðarfjörður. Þarna er veitingasala í heldur lélegu húsnæði, gistingu er mér ekki vel kunnugt um, en hún mun þó af mjög skornum skammti. Þarna eru höfuðstöðvar hins mikla Kaup- félags Héraðsbúa og því undarlegt að það skuli ekki vera búið að sjá betur fyrir þessum hlutum. Víðförli. Bergmál Björn Bragi, einn í hópi ungu skáldanna, hefur sent Bergmáli eftirfarandi pistil. „Mig langar til að biðja þátt- inn að birta fyrir mig nokkur orð að svari til „Útvarpshlust- anda“, sem tróð upp í þættinum í dag (laugardag). Mér virðist þessi maður með afbrigðum ó- sanngjarn og órökvís, og full- yrðingum hans verður ekki ó- mótmælt. Þá er fyrst á það að minnast, að hann mælist til að útvarpið hætti að leika rokklög, en segist sjálfur hafa gaman af léttum lögum, og vill hafa þau. Aðdráttarafl íslenzkaútvarpsins. Má ég til að benda honum á þá óhrekjanlegu staðreynd, að rokk- lögin, og önnur fjörug og skemmtileg lög af svipuðu tagi, er hið eina, eða eitt af fáu, sem getur laðað unga fólkið að ís- lenzka útvarpinu á kvöldin. Auk þess má minna á, að rokklögin eru hin skemmtilegu og léttu lög okkar tima, þótt þau hafi auðvitað ekki verið það í hans ungdæmi. Það er hámark allrar ósanngirni, að vilja láta banna allt er að rokkmúsikk lýtur í út- varpinu, því hún er vissulega eitt af því fáa, fjöruga og skemmtilega, sem frá útvarpinu kemur. Kveðjusendingar. Svo vill hann láta leggja niður óskaþætti, sem flytja kveðj- ur til annarra en sjúklinga og sjómanna. Það var skrítin krafa, nema þá að maðurinn sé hvort tveggja. Þá gæti maður e. t. v. reynt að skilja þetta annarlega sjónarmið, en ég sé ekki, að aðr- ir hafi ekki fullt eins mikinn rétt til að senda og fá kveðjur. Hvinileitt og ósmekklegt. Hámark hinnar heimskulegu eigingirni, sem maðurinn virðist haldinn af er þó það, að honum er ilia við að þetta fólk fær að velja sér þau lög, sem það vill. Kallar það hvimleið lög og ó- smekkleg, en ég vil að lokum benda manni þessum á, að mér finnst allt hans bréf fram úr hófi hvimleitt og ósmekklegt, og vona, sjálfs hans vegna, að hann reyni að sætta sig við, að það er langt frá þvi að allir hafi sama smekk og hann, og á meðan unga fólkið hefur gaman af rokki og annarri fjörugri músíkk af svip- uðu tagi, skal enginn fauskur á borð við hann fá að taka það frá því.“ Orðið er laust. Lengra er bréf Bjarnar Braga ekki, en ef til vill vilja einhverjir fleiri taka til máls. Orðið er laust! Handknattlelksmótið í Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Vísis. — Vestm.eyjum í morgun. K.R.-stúlkurnar urðu sigur- vegarar í Islandsmeistaramóti í útihandknattleik sem lauk í Vestmannaeyjum í gær. Keppnin stóð í þrjá daga en síðustu leikir mótsins fóru sem hér segir: Í.B.V.—Í.B.Í. 0:2, Þróttur—Ármann 2:5, K.R.— Í.B.f. 4:2 og Í.B.V.—Ármann 1:8. annara lýðræðisþjóða. Bar- átta þess ráðherra fyrir þjóðareiningu er háð innan veggja Kremls, enda una menn af hans tagi sér bezt á slíkum stað. Sex manns biðu bana, er al- menningsbifreið varð fyrir járnbrautariest í Buenos Air- es í vikunni seon ieið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.