Alþýðublaðið - 22.10.1957, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.10.1957, Blaðsíða 4
höndum, en þýðingu gerði Jón- as Kristjánsson magister. Tjechov er ökkur ekki: ókunn ur sem rithöfúntíur'; margar af sm’ásögum'' 'háns ' hafa vérið. þýddar á islenzku. leikflokkuí’ hefur sýní -einn-, af éinþáttung- um hanSj ;;Bónorðið“. viða Uni land, eitt ->af' stærri' leikritum hans, „Þrjár systUru,- vár valið til afmælíSsýnihgaf ‘LR í Vetur leið, — ög' nu 'er „Kifsuberia- garðurinn" ‘sýntíur f Þjóðléik- Þriðiii(la?ur 22. október 1957 Þj o >J’ 'íhúsið: Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Helgi Sæmundsson Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson ilaðamenn: Björgvin Guðmundsscn og Loftur Guðmundsson Lugl'ýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902 Auglýsingasími: 14906 Afgreiðslusími: 14900 Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8- -10 Stúdentaráðskosningarnar OFT er því haldið fram, að stúdentaráðskosningarn- ar, sem fram fara ár hvert, séu glögg vísbending um stjórnmálaþróunina í land- inu. Þess vegna er mjög fylgzt með úrslitum þeirra. Að þessu sinni þóttu þær venju fremur tíðindum sæta. Nú gafst kostur þess að sann reyna þá fullyrðingu íhalds- blaðanna, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé í mikilli sókn og þess um kominn að fá meirihluta í landinu. Morg- unblaðið lagði líka ríka á- herzlu á mikilvægi stúdenta ráðskosninganna og leit ber- sýnilega á þær sem undan- fara bæjarstjórnarkosning- anna í1 vetur. Enn fremur var þeim óvenju mikill gaumur gefinn vegna þess, að öll stjórnmálafélög há- skólans höfðu sérlista í kjöri að þessu sinni. Og hver reyndust svo úrslitin? Þau urðu heyrinkunn á laugar- dagsfcvöld, og nú bregður svo við, að íhaldsblöðin láta sem minnst á þessum atburði bera. Þau munu hafa orðið fyrir eftirminnilegum von- brigoum og sízt að ástæðu- lausu. Stúdentaráðskosníngam- ar leiða í Ijós, að Sjálf- stæðisflokkurinn er í minni hluta í háskólanum, þó að hann héldi meirihluta í stúdentaráði. Listi hans fékk 314 atkvæði, en and- stöðuflokkar íhaldsins sam anlagt 338 atkvæði. í fyrra urðu úrslitin hins vegar þau, að Sjálfstæðisflokkur- inn hlaut 307 atkvæði í há- skólanum, en sameiginleg- ur listi andstæðinga hans 263 atkvæði. Þannig eru sigurvonir íhaldsins í Ijósi veruleikans, ef taka á slikt mark á stúdentaráðskosn- ingunum, sem Morgunblað ið vildi gera áður en há- skólastúdentar gengu að kjörborðinu og kváðu upp sinn dóm. Sjálfstæðisflokk urinn stendur höllum fæti í þessu aðalvígi sínu og má þakka fyrir að halcta meirihlutanum, þar eð fleiri tóskólastúdentar greiða atkvæði á móti hon- uxn en með. Að öðru leyti leiða stúd- entaráðskosningarnar í Ijós, a5 kommúnistar hafa stór- tapað fylgi í háskólanum, en þar hafa þeir löngum mátt sín mikils undanfarin ár. Unga fólkið, sem þar nemur og býr sig undir ævistarfið, hefur lært af atburðunum í Ungverjalandi og öðrum tíð- indum.af óheillastefnu og ó- fremdarverkum kommúnism ans. Atburðir síðustu mári- aða sýna og sanna, að komm únisminn er' andstæða frels- isins. Æskan vill vera frjáls. : Hún krefst þess að mega hugsa, tala og skrifa eins og •henni býr í brjósti. Hún þrá- ir framfarir og menningu ‘og vill leggja sig fram um. að nýtt og betra þjóðfélag komi til sögunnar. Þess' vegna snýr hún baki við kommún- ‘ ismanum eins og hún for- dæmdi kúgun og harðstjórn nazismans á sínum tíma. En sú þróun verður ekki vátn á myllu Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir áróður hans og of- ríkiskennda baráttu um fylgi og völd. Unga fólkið í há- skólanum hafnar öfgunum til hægri og vinstri. Og þess vegna munu stúdéntaráðs- kosningarnar í ár vekja at- hygli o g þykja tíðindum sæta um allt land. Hitt er svo annaS mál, hvort stúdentaráðskosning arnar í núverandi mynd eru ekki orðnar úreltar og þar af Ieiðandi eins konar vani. Margt mælir gegn því, að stúdentar velji sér málsvara með flokkspóli- tískum kosningum. Þar með er auðvitað ekki sagt að stúdentar eigi að forð- ast afskipti af stjórnmál- um. En þau ættu fremur að einkennast af fræðslu og rökræðum en áróðri og at- kvæðasmölun. Þekking er grundvöllur lýðræðisins, og hennar á sér í lagi að gæta af hálfu þeirra, sem njóta góðrar menntunar og langr ar skólagöngu. Því kynni að vera tímabært að breyía fyrirkomulagi stúdentaráðs kosninganna og láta hinna raunverulegu hagsmuna unga fólksins í háskólanum gæta meii*a en nú er í dansi flokkabaráttunnar, sem skilar. litlum eða engum raunhæfum árangri, Stjórnmálafræðslan er enn. allt of lítil á íslandi. Og sannarlega færi vel á því, að háskólastúdentar hefðu forustu um að auka hana. Þeir munu leggja þjóðínni til marga málsvara og for- ingja í framtíðinni, ef að lík- um lætur. Og undir það hlut verk ættu þeir að búa sig af alvöru og festu. 'vC,-'-- vV i HfH-í ‘i H i UQíU'Uj fanoi: Jónas Kristjánsson. , .KIRSUBER J AGARÐUR- INN“, hið heimskunna leikrít rússneska rithöfundarin's Ant- ons Tjechovs, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastl. laugar- dag að viðstöddum forseta ís- lands og frú hans og íullu hús' áhorfenda'. Leikstjórn hefur Walter Hudd, kunnur, brezkur leíkari og leikh.úsmaður með höndum, en þýðingu as þýddar á íslenzku hefur sýní um .hans, ;;Bónofðið“ land, eitt -■ af stærri húsinu. Leikstjóf n*og öíl s'ViSsething, að einu aíriði, — að vís'u ákaf- lega mikilvægu atriði, — undan skildu, er til mikils menntunar- auka fyrir alla, er njóta mega, áhorfendur sem leikendur. Skiiníngur hins brezka leikhúss manns á þessu verki Tjechovs skal. ekki ræddur hér; hann byggist bersýnilega meira á frásögn Stanislavskvs varðandi það hvern skilning Tjechov lézt ( vilja leggja í verkið en skoðun Stanislavskys sjálfs. Mætti og ’ halda að hver höfundur væri sjálfsagður hæstiréttur hvað það snertir, og vitanlega er svo, - ef höfundur vill eða þorir að skýra verk sitt til hlítar. Tje- chov samdi leikrit sín í skugga zareinræðisins rússneska; eitt leikrit hans, sem hann hafði sjálfur viðurkennt að væri al- varlegs eðlis, féll í ónáð þessa valds og var lagt á það sýninga- bann. Tjechov átti mjóa sillu að feía; hann var heimsmaður að mennt.un og viðhorfum; frjáls- lyndur og skarpskyggn, en hirti hin-s vegar ekki um að láta merkja sig sem róttækan, og þar með hættulegan þjóðskipu- j laglnu; vildi sennilega ekki einu sinni viðurkenna það fyrir ’ sjálfum sér að hann sæi fyrir, I þaðan af síður að hann segði „Kirsuberjagarðurinn“ —- Annar þáttur, Benedikí Árnason, Herdís Þorvaldsdóttir, Bessi Bjarnason og Hildur Kalman í hlutverkum. fyrir, feigð þess skipuiags. ,,Kirsub&rjagarðúrinn“ var því fyrst og frenist gamanleikur, fuilyrti hann, og það bar að sýna hann seni gamanleik. T’l hvers, — til þess að það lægi ekki um of í augum uppi að þar var, ef til vill meira óafvitandi en vitandi, um uppgjör helsjúks rithöfundar við þjóð sína cg samtið að ræða; uppgjörð þar sem hin margþætta. rússneska stéttaskapgerð, erfð og áunnin, var ekki aðeins miskunnarlaust kruiin, heldur og sögð fyrir. þjóðarörlög, eins og þau birtust sjáandanum, ýmist í táknum, sem haiin þorði ekki að skilja, eða svo augljóst að liann þorði ekki annað en hjúpa þau. tákn- máli. Hið mikla uppgjör, þegar 1 kirsuberjatrén verða höggvin ^ af rót, og ættarhöllin gamla dæmd til niðurrifs; þegar arf-' leifðin lendir í höndum misk- I unnarlausra spekúlanta, sonurn ánauðugra og hýrra þræla, sem nú aðeins hugsa um sinn eigin 1 hag, þ.ótt þeir reyni að .heita viðkomandi þeirri blekkingu að þeir geri það með allra heill íyrir augum, en óraunhæfir draumóramenn telja sjálfum sér trú um, að það séu þeir, sem leiða þjóðina til óumræði- iegrar hamingju. Og þegar sá hinn sami þjónn, er alltaf vann af trú og dyggð, hvort sem hahn var ánauðugur i raun eða frjáls í orði, gleymist; verður eftir I sem áóur þótt allt bylltist til og höfð séu endaskipti á öllu, frjáls eða ófrjáis eftir því hvern skilning menn vilja leggja í það orð, það lifandi lík, sem tengir íoriíð og framtíð. Gamanleík- ur? Það fer víst nokkuð eftír því, hvernig á það er ltið. Sviðtjöld Paul Mayos, máluð , af Lothar Grund, eru hiii feg- urstu og falla vel að leiknum, , Ijósbrigöi áhrifamikil. staðsetn- I ingar leikara þaulhugsaðar. Öðru máli gegnir um framsögn leikara, en þar kem ég að því Framhald á 7. síðu. Áskriffasímar blaðsins ery 14900 og 1490L „Kisjuberjagarðurinn“ — Sviðsmynd,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.