Alþýðublaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.01.1958, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. janúar 1958 A'IþýSnblaSiS 3 Alþýðubiaöió Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritst j órnar sí n:a r: Auglýsingasí rai: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuf lokkurinn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r. 1 49 0 1 og 1 4 9 0 2. 1 49 0 6. 1 49 0 0. Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10. Stór rœða á litlum fundi ÞEGAR Bjarni Benediktsson, aðalritstjóri Morgun- blaðsins, mætti á vinnustað sínum á laugardaginn var, reyndist honum mikið niðri fyrir. Hann afhenti undirmönn- um sínum handrit að langri ræðu, sem halda átti á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi seinna um daginn. Lagði hetj- an svo fyrir, að ræðan skyldi birt á forsíðu Morgunblaðsins daginn eítir ásamt rnynd af höfundinum — .Bjarna Bene- diktssyni. Þegnarnir sögðu já og anien, og vélarnar tóku til starfa. Ræðan hrannaðist upp á forsíðunni með fram- haldi á áttundu síðu. F.yrirsögnin var fimm dálka eða þvert yfir síðu á stóru oa svörtu letri. Mvndin heppnaðist ágæt- lega, og allt virtist í stakasta lagi. Ræðan fjallaði um helztu viðfangsefni íslenzkra stjórnmála í dag. Bjarnj leit yíir átján mánaða valdaferil vinstri stjórnarinnar og sá þar ekkert Jiema torfærur. Og hann gerði ýtarlegan samanburð á þessu vandræðatímabili og þeim náðarstundum, þegar Sjálfstæðismenn sátu enn á ráðherrastólum. Raunar gleymdi hann ýmsum smáatriðum eins oa bví, að sjávarútvegurinn strandaði í sérhverri vertíðarbyrjun á valdadögum íhaldsins. En hann fór hörðum orðum um erlenda skuldaaukningu ís- lendinga síðústu átján mánuði og taldi hana fjarri öllu lagi. Hitt lét hann liggja í láginni, hvað Siálfstæðismenn sluppu vel í þessu efni. Þeir fengu sem sé engin lán erlendis síð- ustu mánuðina af valdatíð sinni. Og svo kom kappinn akándi í bíl suður ,í Kópavog. Forustumenn Sjálfstæðisflokksins í byggðarlaginu tóku á móti honum og buðu hann velkominn að gömlum og g'óðum sveitarsið. En B jarna brá í brún, þegar liann gekk í salinn. Hann átti von á fjölmenni, en varð fyrir eftir- minnilegum vonbiigðum. Kópavogsbúar sátu heima hjá sér og hlustuðu á útvarpið eða fóru í bíó til Reykjavíkur í stað þcss að hlusta á stóru ræðuna hans Biarna Bene- diktssonar. Fundurinn var sem sé átakanlega lítill. Ein- hve r mun jhafa imprað á messufalli, en þá kipptist B.jarni við og kvað slíkt ekki koma til mála. Honum varð hugsað til ræðunnar, sem þakti tvær síður í Morgunhlaðinu. Hún varð að hirtast. En til hess hlaut Bjarniaðflytja hana á fundinum. Og svo steig hann í ræðustólinn og flutti • mál sitt lengi og vel. Fundarmenn voru þá 67 taisins, en að kunnugra áliti mikið vafamál, að Sjálfstæðismenn myndu þar í meirihluta. Hinir flokkarnir áttu þarna fórnfúsa sendiboða, og svo hafði eitthvað af unglingum driíið að á síðustu stundu, enda mun tómstundaiðja æsk> unnar í Kópavogi enn standa miög tii hóta. Bjarni Bsnediktsson las ræðuna stóru eins og hann væri að tala yfir þúsundum, óð úr einu stóratriði stjórnmálanna í annað og eggjaði þessa 67 Kópavogsbúa að duga Sjálfstæð- isflokknum sem bezta, gera sigur hans að viðburði á heirus- mælikvarða. Síðan mun hann í einkasamtölum við flokks- broddana hafa talið þörf betri skipulagningar á samtök- um Sjálfstæðisflokksins í kjördæmj Ólafs Thors og' um leið gefið mannlausum bekkjunum sitt landskunna horn- auga. En ekkj. þykir sennilegt, að Bjarni hafi lofað neinu góðu um að tala í Kópavogi fyrir næstu kosningar. ITins vegar var honum huggun að því að hugsa til ræðunnar í Morgunblaðinu. Og þegar hann ók bílnum sínum áleiðis tii Reykjavíkur tautaði hann fvrir munni sér, brúnaþungur og svipdimmur: Hún skal í þá samt! í tilefni þessa er tímabært að vekia athygli Bjarna Bene- diktssonar á möguleika, sem hann virðist ekki gera sér grein fyrir. Færi ekki vel á því, að hann héldi ræðu eins og' þá, sem Kópavogsbúarnir 67 heyrðu á laugardaginn, yfir starfsfólki Morgunblaðsins? Þá myndi aðsóknin sæmilega ör ugg, og Bjarni þvrfti alls ekki að óttast ókurteisi fálætisins, Einar Ásmundsson og Sigurður Bjarnason telja sér vafa- laust skvlt að hevra svona ræður í vinnutímanum. HitL er hæpið að fara með stóra ræðu á litinn fund suður i Kópavogi Ólafur Thors gæti fundið upp á þvi að kenna Bjarna Bene- diktssyni um, ef Sjálfstæðismenn í byggðarlaginu verða fyr- ir öðru eins á-falli á kosniingadaginn og þeir yrðu að sælla sig við á laugardaginn var. Laun heimsins eru nú einu sinni vanþakklæti. ( Utan úr heimi ) í BREZKUM stjóvnmáium er I st jórnarandstöðunni ógerning- ur að þvinga stjórnina til að segja af sér, hversu óvhisæl sem hún kann að vera, á nieðan stjórnin getur reitt sig á 30 at- kvæða meirihluta í neðri mál- stofunni. Stjórn Macmillans hefur eins og nú er 60 atkvaVða meirihluta, og þess vegna hafa menn talið víst að hún muni reyna að tóra út k.jörtímabilið til 1960, þó að aukakosningar, sem farið liafa fram, bendi skýrt til að hverju stefnir. En .engin regla er til án und- antekningar. Alvarleg sundr- ung innan stjórnarflokksins getur orðið til þess, að ekki sé 'hægt að iáta fleytuna sigla á- 'fram, jafnvel þótt andstaðan innan flokksins sé í miklum minnihluta og standi að skoð- unum til lagt frá sjónarmið- um stjórnarandstöðuf lokksins. Það var meir en allt annað sundrungin innan brezka al- þýðuflokksins, sem neyddi Cle- ment Attlee til að efna til nýrra ikosninga á þeim tíma, sem óhag stæðastur var fyrir hann sjálf- an haustið 1951. Nú ríkir mikil sundrung innan íhaldsflokks- ins, sem gerir það að verkum að manni finnast erfiðleikar al- þýðuflokksins þá hátíð hjá þessu. THORNEYCROFT FER Allir þeir ráðherrar. sem fjölluðu um fjármál ríkisins með sjálfan fjármálaráðherr- ann, Peter Thorneycroft í Hægri menn undir forysfu Thomey- skipuleggja andstöðu við Mac- i; geiur leitt til nýrra kosninga. broddi fylkingar, sögðu sig sam tímis úr stjórninni. Þeir völdu að lýsa andstöðu sinni á þennan hátt á þeim tíma, þegar Mac- millan forsætisráðherra var að leggja af stað í 6 vikna hring- ferð um brezka samveldiö. Bréf þau, sem þeir sendu hver öðr- um, Macmillan og Thorney- croft, í sambandi við þennan atburð, eru svo kaldranaieg og beisk í orðalagi, að leitun er á hliðstæðu í brezkum stjórnmái- um. ÁGREININGSATRIÐI Orsökin til úrsagr.ar Thor- neycrofts var, hve mikii út- gjöld ríkisins mættu vera næsta fjiár'hagsár. Thorneycroft vildi .láta stjórnina gefa gott for- dæmi í atvmnulífinu og verka- lýðsfélögunum með því að neifa að auka útgjöldin frá þvi, sem nú er. Macmillan studdi hins vegar aðra ráðherra,. er hann féllst á 50 milljón punda út- gjaldahæk'kun á næsta lijárhags ári. Thorneycroft var þeirrar skoðunar, að þetta mundi draga úr trú á pundið sem „stöð ugan gjaldmiðil11, grundvöll að stöðugu verðlagi og álit lands okkar erendis. Macmillan svar aði því til að afsögn Thorney- crofts nú eins og málum væri háttað gæti ekki orðið til að vernda og fremur hitt hags- muni, sem við höfum reynt að gæta. • i SUNDRUNG FLOKKSINS Brotthvarf ráðherranna þriggja úr stjórninni hefur haft í för með sér sundrung i röð- um íhaldsþingmanna. í rit- stjórnargrein, sem nefndist Undanlátssemi í stórblaðinu Times, var Thorneycroft aíger- lega fylgt að málum. Á fc.inn bóginn sakar Daily Telegraph Thorneycroft um prímadonnu- læti og brotthvarf hans úr stjórninni telur blaðið vera skaðlegt og óvænt. Haiisham lávarður, sem er hinn opinberi erindreki Macmillans, hefur sent ihaldsfélögum víðs vegar um landið boðskap um máhð og kallar Times að sá boðskap- ur sé vesaldarlegur og reynt að bera í bætiflákana. Það, sem hér hefur raunveru lega g'erzt, er að stjórnin hefur reynt að ganga hinn gullna með alveg í flokknum, en hinir óa- nægðu í hægri væng hans, þing menn og aörir, hafa eignazt for ustumann, sem er aðsópsmikill Framliald á 8. síðu. i og frelsisvinur í BLÖÐUM og tímaritum iesum við daglega um rnögu- leikana á gjöreyðingarstríði, og er það eðlilegt á þessum tím- um kjarnoi'kuvopna og eld- flauga. En gereyðingarstríð er ekki nýtilkomið hugtak. Jryrir rúmum 100 árum settí þýzki herforinginn Karl von Clause- witz fram kenninguna um ger- eyðingarstríð sem iið í stjórn- málatogstreitu þjóðanna, og er óhætt að fullvrða að skoðanir hans hafa mótað mjög styrjald- arrekstur síðan. Karl von Clau- sewitz er nú álitinn einn af hin um sígildu rithöfundum, þeirra sem um hernaðarmálefni fjaila. Hann fæddist árið 1790 í smábænum Burg, skammt frá Magdeburg. Eoreldrar hans voru af póiskum ætturn, bláfá- tæk og naut sonurum lítiliar skólagöngu. Aðeins tóif ára að aldri gekk hann í prússneska herinn og tók þátt í herferðum í Rínarhéruðunum árið 1793 - 1794. Va'kti hann strax athygii á sér fyrir hugrekki og þol. Þegar hersveit hans sneri til herbúðanna sökkti. hann sér n:ð ur í nám af miklu. kappL og viljafestu. 21 árs að aldri fékk hann inngöngu í Herstjórnar- skólann í Beriín. Aðalkennari skóians, Gerhard von Scharn- horst tók brátt eftir óvenjuleg- um hæfileikum og ástundun þessa unga manns og tók hann undir vernd sína. Scharnhorst fékk því tii leið- ar komið, að Clausewitz var gerður ofursti í her Ágústúsar Prússaprins. Ásamt pinsmum var Clausewitz tekinn til fanga af Frökkum í orrustunni við Prenslau. Honum var sleppt úr fangelsi HÉR fer á eftir stutt frá- ^ sögn um ævi og starf Karls^ von Clauscwitz. Hann gckk ^ í prússneska herinn aðeins S 12 ára að aldri og gerðist síð S ar einn af mestu herfræðingS um heimsins. Hanti reyndistS frábær skipuleggjari, frelsis-^ hetja og föðurlandsvinur Napoleonsstyrjöldunum, og^ lagði með ritverkum sínum^ grundvÖH að kenningunni^ um gereyðingarsíríð. Ekki^ verður hér skori'ð úr hvort^ sú kenning hefir orðið iniiniþ k.yninu iil góðs cða ills, enS aðeins sagt nokknð frá höf-S undi hennar. S eftir tvö ár og fór rakleiöis tii Berlínar, og varð nánasti sam- starfsmaður Scharnhorst, sem nú var orðinn hemálaáðhora, auk þess kenndi hann við Her- stjórnarskólann og var einka- kennari krónprinsins í hernað- arfræðum. Á þessum árum endurs'kipulagði Scharnhorst þýz'ka herinn. Braut hann öll ákvæði friðarsamninganna í Tilsit um stærð og vopnabún- að hersins. (Hafa Þjóðýerjar löngum leyft sér að sniðganga alla friðarsamíiinga). Mcð þessu undirbjó Scharnhorst frelsis- stríðið gegn yfirráðum Napole- ons 1 Evrópu. Þessi árin öðlað- ist Clausewitz þá revnslu og þekkingu, sem mótaði kenning- ar hans um stjórnmá’i og hern- aðarlist. Árið 1810 kvæntist hann greifynju Marie von Bruhl og gæfan virtist brosa við honum, frami hans í hernum \rirðist tryggður og fjárhagurinn í góðu lagi. En 1812 gerast þeir atburð ir, sem koma honum í pólitíska og' persónulega klípu. Napoleon neyddi konung Prússa, Friðrik Vilhjálm III. til að leggja.sér lið í Rússlandsferðinni. Clau’sewitz gat ekki þolað, að starfa undir stjórn Napoleóns, og lét því af störfum í Prússa- her, og fór ásamt mörgum ié- lögum sínum til Rússlands og' gekk í her Zarsins. Um þetta leyti hófst fyrir alvöru mót- spyrna gegn Napoleon í Prúss- landi. Clausewitz skipuiágði frábærilega vel andspyánu- hreyfinguna í austurhéruðum landsins. Það var þó ekkí fyrr en 1814, að hann fékk að riýju inngöngu í prússneska herinn. 1815 varð hann yfirmaður her- foringjaráðs Thiemanns og'tók þátt í orrustunni við Waterloo. þar sem Napoleon var gjör- sigraður. Árið 1818 var Clausewitz út- nefndur herráðsmaður og jffir- maður Herstj órnars'kólans í Ber lín. Næstu tólf árin vann h'an.n að hinum rhiklu ritverkum sín- Framliald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.