Alþýðublaðið - 19.01.1958, Page 3
Sunmudagur 19. janúar 1958
AlþýSublaðiS
Alþgöublctöiö
Crtgeíandi
Ritstjórí
Fréttastjóri
Auglýsingast j ór i
Ritstjórnarsímar
Auglýsingasími
Afgreiðslusími
Aðsetur
Alþýðufiokkurinn.
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson.
Emilía Samúelsdóttir.
1 4 9 0 1 og 14902.
1 4 9 0 6.
1 4 9 0 0.
Alþýðuhúsið.
Frentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10.
SNGUM manni getur dulizt, að málstaður kommúnista-
stjórnarinnar í Dagsbrún er venju fremur bág'borin. Þjóð-
viljinn er í stökustu vandræðum með að verja dugleysi
hennar og grípur þess vegna til útúrsnúninga og ókvæðis-
orða. Höfuðálherzla er lögð á þá fullyrðingu, að það sé
glæpur að ætla sér að skipta um stjórn í Dagsbrún. Þjóð-
viljinn virðist með öðrum orðum ímynda sér, að Reykjavík
sé ifeomin austur fyrir jórntjaldið. Og allur boðskapurinn er
í þessum tón. Hér skulu nefnd nokkur dæmi:
Þegar andstæðingar komnuinista í Dagsbriin færa
rök að því, að þetta fjölmennasta verkalýðsfélag lands-
isis hafi dregizt svo aftur úr, að nú séu kjör verkamanna
í Reykjavík lalíari en víða úti á landi — þá svarar Þjóð-
víljinn: B-listinn er borinn fram í því skyni að lækka
feaupið og rýra kjörin.
Þegar andstæðingar kommúnista marka stefnu í
kjaramálum Dagsbrúnarmanna — þá svarar Þjóðviljinn
með gamalii og útslitinni upphrópun: B-listinn er borinn
fram af atviiinurekendum.
Þegar Baldvin Baldvinsson mælist til þess, að reyk-
vískir verkamenn hafni forustu kommúnista í stéttarfé'
llagi sínu — þá svarar Þjóðviljinn: Kjörorð Baldvins
Baldvinssonar er: Fellum Dagsbrún.
Þessi dæmi ættu að taka af öll tvím^li um málstað
kommúnistastjórnarinnar í Dagsbrún. Hún reynir ekki að
rökræða, en sigar Þjóðviljanum á andstæðinga kommúnista
með ópum og óhljóðum. Og þvílí'kur söngur! Þeir, sem
kreíjast bættra kjara, eiga að vilja kauplækkun, Og þeir,
sem marka stefnu í kjaramálum Dagsbrúnar, eiga með því
tiltæki aðþjóna hag'smununum og viljaatvinnurekendavalds
ins. Fúrðulegust eru þó viðbrögðin, þegar mælzt er tii þess,
að reykvískir verkamenn reki kommúnista af höndum sér.
Þeim, sem þannig mæla, eru gerð upp orðin: Fellum Dags-
brún. Þjóðviljinn virðist þeirrar skoðunar, að Dagsbrún og
kommúnistaflokkurinn séu eitt og hið sama.
Slíkir menn hafa sannarlega til þess unnið að fá alvar-
lega ráðningu í Dagsbrún — og öllum öðrum verkalýðsfé-
lögum laRdsinS. i
Lausn húsnœðismálanna
HÚSNÆÐISMÁI,IN eru að vonum efst á baugi hjá
þús’ttndum Reykvíkinga. íhaldið leggur allt óf litla áherzlu
á að levsa vanda húsnæðismálanna. Þess vegna er þörf
steá'nubreytingar í þessu efni. En hverjum er bezt trúand:
til hennar?
Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður rakti viðhorf
þessara mála ýtarlega í ræðu sinni á kjósendafundi A-
listans í Stjörnubíói. Þar minnti hann á, að í samkomu-
lagi verkalýðsféiaganna og ríkisstjórnarinnar frá í nóv-
ember í haust var því lofað, að a. m. k. 40 milljónir
króna kæmu til úthlutunar fyrir janúarlok til þeirra, er
í íbúðabyggingum standa. Ennþá hefur það loforð ekki
verið efnt til fullnustu. Alþýðuflokkurinn krefst þess, að
staðið sé við þetta fyrinheit og þannig leystur vandi að
minnsta kosti nokkurs hluta þeirra 2000—3000 lánsum-
sæfejenda, sem bíða úrlausnar hjá liúsnæðismálastjórn.
En hven ber ábyrgðina á þessum vanefnum? Vill ekki
Þjóðviljinn gera málið að umræðuefni og útskýra þátt
Iíannibais Valdimarssonar í því sambandi?
Alþýðuflokkurinn leggur áherzlu á, að byggingarkostn-
aðurinn verði lækkaður og sem flestum gert auðið að koma
sér' upp ódýrum en vönduðum íbúðum. En jafnframt krefst
hann þess, að b.ærinn byggi sómasamlegar íbúðir handa
þaim, sem ekki fá því við komið að byggja yfir sig sjálfir,
og að barnafjöiskyldurnar gangi fyrir um afnot þeirra.
Enn ssm fyrr hefur Alþýðuflokkurinn forustuna unr
lausn husnæðisrrálanna. Verkamannabústaðirnir og sam-
yinnufélagsbyggingarna'r eru honum að þakka. Og jaínað-
arménn halda áfram þeirri baráttu fólksins, að húsnæðis-
málin séu levst til frambúðar og þannig, að nútíminn og
frarntdðin geti við unað.
KOMMÚNIST AFORIN G J-
ARNIR í Dagsbrún hafa löng-
um stært sig af því, að undir
þeirra forustu hefði Dagsbrún
orðið brimbrjótur vekalýðsins
í kjarabaráttu hans. Dagsbrún
hefði jafnan riðið á vaðið með
kröfur um bætt kjör, en aðrir
launþegar síðan fylgt í kjölfar-
ið.
Nú er það að vísu svo, að
Dagsbrúnarmenn hafa oft orð-
ið fyrir áföllum vegna þjösna-
skapar hinnar kommúnistísku
fcrustu félagsins í kjaradeil-
um og vegna pólitískrar mis-
notkunar þeirra á félaginu, en
það skal þó játað, að kommún-
istar hafa oft beitt sér fyrir
kauphækkunum, meðan þeir
voru áhrifalausir um stjórn
iandsins.
Eftir að kommúnistar gerð-
ust aðilar að ríkisstjórn fyrir
hálfu öðru ári síðan, hefur hins
vegar hin kommúnistíska for-
usta félagsins gersamlega
breytt um skoðun á rétti verka
manna til þess að fá laun sín
bætt. Nú er Dagsbrún ekki
fyrir iðnverkafólk. Verzlunar-1 að að ræða en staðfestingu á
mannafélag Reykjavíkur fékk viðhorfi kommúnista hvarvetna
á sarna hátt með samkomulagi
um 5% kauphækkun fyrir
verzlunarfólk. Verkakvennafé-
lagið Framsókn fékk nokkrar
kjarabætur fyrir verkakonur og
sama var um ýms önnur félög.
Allt hafði þetta fólk vissulega
þörf fyrir kjarabætur og ber
ð fagna því, að slíkar kjara-
bætur fengust án verkfalla
vegna skynsamlegra vinnu-
bragða forustumanna félag-
anna. En hin kommúnistiska
forusta Dagsbrúnar taldi kjör
Ðagsbrúnarmanna nógu góð.
En það eru fleiri, sem hafa
fengið laun sín hækkuð. Ein
launahæsta starfsstétt í land-
inu, flugmenn, fengu snemma
á síðastliðnu ári kjarabætur,
sem eru taldar jafngilda 30—
40% launahækkun, og síðar
fengu yfirmenn á farskipum
12—30% launahækkun.
Verkamenn öfundast ekki
yfir karabótum annarra, en
þeim þykir það skjóta nokkuð
í heiminum til verkalýðshreyf
ingarinnar. Kommúnistar láta
sig engu varða hagsmuni verka
lýðsins. í þeirra augum er
verkalýðshreyfingin aðeins
hentugt tæki til þess að Ívfta
þeim í valdastóla. Þegar þang-
að er komið eru kommúnistar
jafnan reiðubúnir að standa í
fylkingarbrjósti í hvers kyns
árásum á verkalýðshreyfing-
una.
Kommunistaforingj arnir í
Dagsbrún hafa hrapallega mis-
notað þann trúnað, sem Dags-
brúnarmenn hafa sýnt þeim.
Þeir hafa ótvírætt staðfest það,
að þeir eru reiðubúnir til að
fórna hagsmunum Dágsbrúnar
manna fyrir pólitísk völd. Lýð-
ræðissinnar í Dagsbrún eru
þeirrar skoðunar, að kjarabár-
átta verkalýðsins eigi að hvíla
á stéttarlegum grundvelli. Þess
vegna eigi kröfur um bætt kjör
á hverjum tíma að metast með
hliðsjón af hagsmunum verka-
lengur brimbrjóturinn í sókn- múnista, þegar þeir nú leggja
inni til betri lífskjara, heldur |sig alla fram um að hindra það,
er hún í höndum kommúnista að Dagsbrúnarmenn fái nokkr-
skökku við fyrri hrópyrði kom mannanna sjálfra en ekki mið
ast við pólitíska hagsmuni á-
kveðinna stjórnmálaflokka.
orðin nbrimbrjótur ríkisstjórn-
arinnar gegn öllum kjarabót-
um til hinna lægst launuðu
verkamanna.
Verkamönnum er það vel
ljóst, að kauphækkanir einar
út af fyrir sig eru ekki ætíð
kjarabætur. Kommúnistar hafa
aftur á móti haldið því fram,
að launin væru ekki orsök verð
bólgunnar, því að launahækk-
anirnar kæmu jafnan á eftir
verðhækkununum og fyrsta
skrefið í baráttunni gegn dýr-
tíðinni væri því að lækka verð
lagið. Þá verkamenn, sem vör-
uðu við gálauslegum launa-
kröfum, svo sem í verkfaliinu I
1955, kölluðu . kommúnistar
stéttarsvikara og handbendi at-
vinnurekenda.
Nú eru kommúnistar í ríkis-
stjórn og sjálfur forseti Al-
þýðusambands Islands atvinnu
málaráðherra. Og hvað hefur
gerzt? Fyrsta verk hans var að
svipta verkamenn samnings-
bundinni vísitöluuppbót. Fyrri
kenningar glevmdust um leið
og kommúnistar settust í ráð-
herrastóla.
Kommúnistarnir í stjórn
Dagsbrúnar hafa fengið það
hlutverk að berja niður allar
kröfur- Dagsbrúnarmanna um
kjarabætur. Dagsbrúnarmenn
skilja vel bölvun verðbóigunn-
ar, sem kemur harðast niður á
beim lægst launuðu, og þeir
hefðu því ekki skorizt úr leik,
ef allsherjarsókn hefði verið
hafin gegn verðbólgunni og al-
menn stöðvun launahækkana
verið þáttur í þeim aðgerðum.
En því miður er því ekki að
heilsa, og því eru Dagsbrúnar-
menn í dag vonsviknir og
hljóta að ákæra hina kommún-
istísku forustu félagsins fyrir
að hafa brugðizt skyldu sinni
við félagsmenn og beinlínis
blekkt þá.
Á síðastliðnu ári hafa 12—
14 þús. launþegar fengið kjara-
bætur. Sjómenn fengu 18%
kjarabætur um næstsíðustu
áramót og 15—17% kjarabæt-
ur um síðustu áramót. Hin lýð-
ræðissinnaða stjórn Iðju fékk
með samkomulagi við vinnu-
veitendur 5—6% kauphækkun
ar kjarabætur, þrátt fyrir sívax
aridi dýrtíð, sem reynt er að
haga þannig, að hún hækki sem
minnst kaupgjaldsvísitöluna.
Margir þeir Dagsbrúnar-
menn, sem til þessa hafa treyst
glamuryrðum kommúnista um
hollustu þeirra við málstað
verkalýðsins, eru nú undrandi
og vonsviknir yfir þessari kú-
vendi’ngu kommúnistaforingj-'
anna í Dagsbrún. En í raun op^
sannleika er hér ekki um ann-
Hin kommúnistíska forusta
Dagsbrúnar hefur sjálf dæmt
sig úr leik. Hún hefur brugð-
izt verkamönnum og sett blett
á forustufélag íslenzkrar verka
lýðshreyfingar.. Dagsbrúnar-
menn verða nú að taka hönd-
um saman um að hefja Dags-
brún til þess álits og virðingar,
sem henni ber. Þess vegna
munu þeir veita núverandi
Dagsbrúnarstjórn hvíld fra
störfum.
| Yerkamaður.
| Listabóksfaíur Álþýðuflokksins |
í kaupstöðunum
LISTABOKSTAFUR Alþýðuflokksins er A í eftir-
töldum kaupstöðum: Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi,
Keflavík, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Húsavík og
Vestmannaeyjum. Alþýðuflokkurinn styður A-LISTANN
ásamt Framsóknarflokknum og Alþýðubandalaginu á
^ Akranesi og ísafirði, sömu flokkar styðja H-LISTA á
^ Ólafsfirði, og Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkur-
S inn H-LÍSTANN á Seyðisfirði.
S
ER BYRJUÐ. v
Geta þeir, sem verða farverandi á kjördegi, kos- tj,
ið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og lireppsstjórum S
og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Eulendis er liægt að S
kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem S
tala íslenzku. )>
f REYKJAVÍK verður kjörstaður borgarfógeta i
í kjailara Pósthússins, gengið inn frá Austurstræti. S
Kosið verður virka daga frá kl. 10—12 f. h., 2—6 e. h. »
og 8—10 e. h. Á sunnudögum frá kl. 2—6 e. h. ^
Sjómenn og aðrir þeir, sent verða fjarverandi á kjör- ^
dag eru vinsamlegast beðnir unt að kjósa áður en þeir ^
[ara úr bænunt. ij,
Skrifstofa Alþýðuflokksins veitir aðstoð við utan- ij,
kjörstaðarkosninguna og gefur upplýsingar. Skrifstofan S
verður opin virka daga kl. 10—10 og sunnudaga kl. 2—6 S
e. h. §
Alþýðuflokksfólk gefið skrifstofunni upplýsingar og S
aðstoðið hana eftir beztu getu. )