Morgunblaðið - 06.11.1913, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.11.1913, Blaðsíða 2
zz MORGUNBLAÐIÐ en undir jól, en hið ágæta veður mest allan október, sem var miklu betra en við var búist, veldur því, að honum verður lokið talsvert fyr«. »Og verður þá þegar byrjað á Batteriisgarðinum ?* »}á, undir eins. Við eigum von á efni í járnbraut og annað með skip- unum í rniðjum mánuðinum og verð- ur þá tekið til óspiltra málanna. Fyrst og fremst verður lokið við járnbrautarteinana frá Skólavörðunni og niður að Battariisgarðinum. Vér höfum nú fengið leyfi landsstjórnar- innar til að leggja teinana yfir Arn- hólstúnið, svo nú er eigi lengur neitt að vanbúnaði í því efnit. Vér spyrjum þá um, hvernig sam- komulagið sé milli verkamanna og hans. »Agætt«, segir hr. Kirk, »ekkert í vegi. Nú vinna rúmt hundrað verkamanna og aldrei nein snurða á«. »Búist þér eigi við að taka fleiri menn i vinnu í vetur?« »Það þykir mér líklegt, ef veðrið heldur áfram að vera gott«. »Hvernig liður rottunum í Effers- ey?< »Rottunum i Eg er hræddur um að nokkuð mikið sé gert úr mergð þeirra. Eg hefi t. d. verið einum 20 sinnum úti í eynni og lítið sem ekkert orðið var við rottur þar!« Hvað á Kristján »Ingimundar«- fóstri þá að gera út í eyna í al- væpni, hugsuðum vér og kvöddum hr. Kirk með þökk fyrir upplýsing- arnar. Rufaló. Næturbardagi á Breiðafirði. Eltingaleikur Valsins við botnvörpung. Stykkish. miðvikud. Símað er oss frá Stykkishólmi, að aðfaranótt þriðjudags hafi Valurinn tekið 31. botnvörpunginn á þessu ári, fyrir utan Ólafsvík. Þessi botnvörpungur heitir Wall- inqton, skipstj.: Banks. Hafði Valur- inn hann með sér inn i Stykkis- hólm og var hann sektaður þar af Páli sýslumanni um 2000 krónur og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Annan botnvörpung sá Valurinn og í landhelgi þessa sömu nótt. Var það fornkunningi hans Claudius, sá er Valinn dró af grunni í Ön- undarfirði forðum, eign félagsins The Consolidated Steem Fishing & Ice Co., Ltd. Grimsby. Ætlaði Valurinn að sjálfsögðu að taka hann fastan, en Claudiusi mun hafa þótt illa eiga að Iauna sér gaml- an greiða með því háttalagi 1 Nokk- uð er það, að meðan bátur frá Valn- um var á leið að hinum botnvörp- ungnum »tók« Claudius »upp pils- in« og hljóp til hafs. En Valurinn elti og er sökudólgur sinti að engu viðvörunum hans, var á hann skotið 2 skotum. Kom annað milli siglu- trjánna, en hitt fyrir framan stefnið. En eigi lét Claudius sér segjast að beldur. Voru nii skipin baeði komin vest- ur að Öndverðamesi. Nóttin var niðdimm, sjórinn hinn ólgumesti og þorði því Valurinn eigi að eiga undir að miða á sjálft skipið, þótt heimild hefði til þess, með því að skotið hefði getað lent á katlinum og a!t sprungið í loft upp. Sneri Valurinn því aftur og hélt inn til Stykkishólms með klófestu veiðina. En hugsa mun hann Claudi- usi þegjandi þörfina, þegar færi býðst, því enginn er annars bróðir í leik, eins og þar stendur. Aður í haust, (í sept.) hefir Valur- inn tekið 2 botnvörpunga á Breiða- firði Monimus (skipstj. Burness) og Pamela (skipstj. Vinge) og fengu þeir 1080 kr. sekt hvor. Nftt slys Yið hafnargerðina. Einar Finnsson slasast í Eskihlíð. Enn hefir eitt slys viljað til við hafnargerðina. Þau hafa skeð tvö áður og nú bætist hið þriðja við — og það á einu ári. I Eskihlið voru menn nokkrir við vinnu síðdegis í gær. Hlóðu þeir vagna með grjóti og höfðu þegar komið tveim björgum fyrir á einn vagninn, er þriðja bjarginu átti þar ofan á að hlaða. Eitthvað höfðu raskast festar þær, sem notaðar voru til að lyfta grjótinu og lenti einn steinninn á vagnsröndinni og braut hana. En tveir menn stóðu á vagn- inum og reyndu þeir að stökkva af, er þeir sáu að festarnar voru í ólagi. Annar þeirra gat forðað sér undan, en hinn, Einar Finnsson steinsmiður, var svo óheppinn að lenda á höfuðið á járnbrautarteinana er hann stökk niður á jörðu. Meiddist hann mikið á andliti og var fluttur á heimili sitt á Klapparstíg hér í bænum. Hann er þjáður nokkuð, en þó er engin hætta fyrir lífi hans. »Morgunblaðið« átti tal við einn sjónarvotta og skýrði hann oss þann- ig frá þessum leiða atburði. Carol. ■----■ DAGBÓFJIN. 1=1 Afmælf 6. nóv. Hansina EirfksdóUir hnsfr. Ólafnr Eiríksson söölasm. 58 ára Ben. 8. Þórarinsson kanpm. 52 — Jens Lange málari 41 ára Jón Egilsson gasstöðvarþj. 25 ára Á morgun verðnr Þorl. H. Bjarnason aðjnnkt f i m t n g n r . Páll Einarsson borgarstjóri kvaö eigi gefa kost á sér á ný til borgarstjórastarf- sins, er kosning fer fram næsta ár. Aftnr á móti er hann einn þeirra, er nm bæjar- fógetaembættiö á Akureyri sækir. Trúlofuð ern nngfrú Minna Biering, (dóttir Pétnrs heitins verzlnnarmanns) og Johs. 0. Bang, forstjóri nýja kvikmynda- hússins. Fiskisalan. í tilefni af fiskisölngrein þeirri, er vér birtnm i gær eftir einn kanp- anda »MorgnnblaÖsins<, skal þess getið aÖ maönrinn sem fiskinn seldi var ekki héðan úr bænnm. Cvandsland, kolaskipiö, sem nm dag- inn kom hingað með farm til Björns kaup- manns Gnðmundssonar, fer í dag ti! Hafn- arfjarðar og fertnir þar fisk fyrir Book- less Bros. frá Aberdeen. Er áætlað að skipið haldi suður með fiskinn innan fárra daga. Sjúklingar á spítölunum: Á geðveikra- bælinu 58, á Vífilstaðahælinu 72, í Laugarnesspitalannm 54 og í Frakk- neska spítalanum við Lindargötu — eng- inn. Hann er eingöngu ætlaður frakk. neskum sjómönnum, en stendur auður þann tíma árs, sem þeir eigi eru hér við land. Hljómleikar: Bæjarbúar eiga von á hljómleik fimtudag eða föstudag i næstu viku. Frú Laura Finsen, norska söng- konan, ætlar að syngja í Báruhúsinu. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn i dag kl. 5 í Goodtemplarahúsinu. Þessi mál eru á dagskrá: 1. Byggingarnefndargerðir 2. Fasteignanefndargerðir 4/„. 3. Fundargerð veganefndar 80/10: a, Tilboð verkfræðings N. P. Kirks, að gera veg frá Klapparstig inn með sjó og upp á Hafnarfjarðar- veg. b. Um auglýsing bæjarverkfræðings- starfsins. e. Erindi Skantafélags Reykjaviknr nm að fá svæði á Tjörninni og Ansturvöll til afnota. 4. Um stofnnn 2ja fastra kennarasýslana við barnaskólann. 5. Salernishreinsnnarmálið. 6. Fisksölnmálið. 7. Valdemar Jónsson býðnr forkanpsrétt að erfðafestalandi. 8. Hlutafélögin »ísbjörninn< og »ísfélag- ið við Faxaflóa viðvikjandi is úr Tjörninni. 9. Koefoed-Hansen nm trjáplöntnr við Tjörnina og á Melunum. 10. Áætlun nm tekjur og gjöld Rvikur 1914 (1. nmr.) og lagður fram bæjar- sjóðsreikningur fyrir 1912. 11. Aætlnn nm tekjnr og gjöld hafnar- sjóðs 1914 (1. nmr.) og lagður fram hafnarsjóðsreikningnr 1912. 12. Tvö erindi nm útsvarslækknn. 13. Brnnabótavirðingar. 14. Eitt mál innan lnktra dyra (S. B.). 15. Kjósa menn til að semja verðlagskrá. Morgnnblaðið hlýtnr að þakka bæjarbú- nm og öðrnm hinar ágætn viðtöknr, sem blaðið hefir fengið þegar fyrstn dagana. Áskrifendnr ern þegar orðnir mörgnm hnndrnðum fleiri en vér bjnggnmst við. Vér höfnm fengið margar yfirlýsingar nm það hve þægilegt sé að fá blaðið á morgnana »með kaffibollanum«. Snjallræði fyrir a 11 a að gerast áskrif- endnr. Þá fá þeir blaðið heim til sín. Símið þvi i síma 500 eða 48, eða lltið inn i afgreiðslnna i ísafoldarprentsmiðjn. Heimili án Morgnnblaðsins, er frétta- lanst heimili. Úr skúmaskotumtiundúna- borgar. í Lundúnum er nýlega dáinn maður, sem Westbore hét. Um tiu ára skeið hafði hann aldrei komið út fyrir húsdyr og var þó stálhraustur. Aldreihleypti hann nein- um manni inn fyrir húsdyr, og opn- aði ekki einu sinni hurðina, þó barið væri eða hringt. Þegar hann var dauður, lét húseigandinn ræsta húsið og gera við það, svo hægt væri að leigja það aftur. Verkamenn- irnir fundu þá i garðinum beinagrind af manni. Var nú mörgum getum að leitt, hver þar mundi hafa verið myrtur. Komust menn að þeirri niðurstöðu, að það mundi vera son- Dugíegur sendisveinn getur fengið góða atvinnu við Morgunblaðið. Snúið yður sem fyrst til ritstjórans. ur Westbore gamla, fullorðinn mað- ur, sem hafði horfið snögglega, og varð sá grunur að vissu, þegar lög- reglan fann föt hans þar í húsinu. Landflutningur kola. Það er engin nýlunda hér í bæ* að sjá flutta á land fáeina kolamola á haustin, því veturinn er kaldur og miklu þarf að brenna til þess að halda á sér hita. Aðferðin við land- flutninginn er æ hin sama, stórir flutningsbátar eru hafðir í förum milli lands og skips, er kolunum steypt ofan í bátana og síðan mok- að upp í poka, er að bryggjunni kemur og er þar saman komið burðar- lið mikið. Er all-einkennileg sjón að sjá mennina kolsvarta frá hvirfli til ilja feta í sporaslóð upp brygg- juna með kolapokana á herðunum. En það sem nýlundu sætir er það, að sjá engan kvenmann í burðarlið- inu, því til skamms tíma hafa gamlar konur unnið að kolaburði engu slæ- legar en karlmenn og hefir það verið bænum til lítils sóma í augum mentaðra útlendinga. Nú virðist þetta breytt til batnaðar. í morgun voru um þrjátíu burðarmenn í vinnu hjá Birni Guðmundssyni kolakaupm., en engin stúlka. Smám saman er því Reykvíkingum að fara fram, og þegar höfnin er komin, mun þessi úrelta flutningsaðferð einnig hverfa úr sögunni og er það lítill skaði. Fluqmaíur. Hirðfólk í Lundúnum. Fyrir skömmu síðan hefir klæðnaði enskra hirðkvenna verið breytt frá því er áður var. Það eru einkum pilsin og blæjurnar sem breytt hefir verið, sökum þess hve miklum óþægindum það hefir oft valdið hve síðar þess- ar flíkur hafa verið. Konurnar hafa flækt sig i pilsaslóðunum og blæjurn- ar hafa truflað mjög aðra hirðsiðu. Nú hefir hvortveggja verið stytt að- miklum mun. Kjóllinn má ekki vera siðari en 270 sm. frá öxlum niður í fald, og ekki víðari um faldinn en 54 þuml. Fjaðrir má kvenþjóðin ekki bera nema vinstra megin i> höfðinu. Jafnframt þessu hafa einnig verið settar reglur um það hvað kjólar megi vera styztir, og ekki heldur er litunum gleymt. Gullrent með silfurívafi er altitt, og sterkir litirr blátt, og gult og jafnvel rautt. TiF skrauts, eru kniplingar aðallega not- aðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.