Morgunblaðið - 06.11.1913, Blaðsíða 4
24
MORGUNBLAÐIÐ
Cadburtjs
cfjocoíade og cacao
er það bezta og ódýrasta. Aðal-
umboðsmaður fyrir Island
O. J. Jíavsfeen.
Talsímar 2 6 8 og 2 6 0.
Ágætt herbergi til leigu, með
húsgögnum, i Þingholtsstr. 22.
Kristján Þorgrímsson
hefir miklar birgðir af Ofnum, Eldavél-
um, rörum, hieinsirömmum o. fl., frá elstu
verksmiðjn i Danmörkn (Anker Heegaard).
Það er ekkert skrum, að þessar vörur taka
langt fram öllum eldfærum, sem flytjast
hingað til hæjarins.
Skósmiðir!
Munið eftir skógarninu í
V eiðartær averzluniimi
„Verðandi“
IíÆP^NAI^
Gunnlaugur Claessen íæknir
Bókhlöðustíg io. Talsími 77.
______Heima kl. 1—2.___
ÓL. GUNNABSSON læknir
Lækjarg. 12 A (uppi). Tals. 434.
Liða- og beinasjúkdómar (Orthopædisk Kir-
urgi) Massage Mekanotherapi. HeimalO—12.
JTl. magnús læknir
sérfr. í húðsjúkd. Kirkjustr. 12.
Heima 11—1 og ó1/^—8. Tals. 410.
ÍORVALDUR PÁLSSON
Spec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18.
Viðtalst. 10—11. Sími 334 og 178.
Massage læknir Guðm. PéturSSOn.
Heima kl. 6—7 e. m.
Spitalastíg 9 (niðrij. — Sími 394.
Nýlenduvörudeild Edinborgar
geíur nú
a>
YÁTÍJYGGINGAÍ^
A. V. TULINIUS, Miðstræti 6,
vátryggir alt.
Heima kl. 12-3 e. h.
ELDUR!
Vátryggið í »General«. Umboðsm.
á Harvays Sósu
- Worcestershire-Sósu
- Hoés-Sósu
- Chif-Sósu
- Tomatoes-Sósu
• Olives
- Piccalille
- Savora Sinnep
- Spansk Drue Eddike
- Tarrago Eddike
- Extragon Eddike
á Grand Vinaigrerée de Bordeux.
• r-H
+3
ð
+3
m
-P
m
á Grænmeti
- Asparges
- Purrur
- Sellery
- Carrottur
- Tomatoe Puree
- Blómkáli
- Rauðkáli
- Avöxtum.
SIG. THORODDSEN
Fríkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsimi 227,
Carl Finsen Austurstr. 5, Reykjavík.
Brunatryggingar. Heima 6 '/4—7 a/4.
Talsími 331.
mma.il mii imirtn
■ Mannheimer vátryggingarfélag
C. T r o 11 e Beykjavík
Landsbankannm (uppi). Taís. 235.
Allskonar sjóvatryggingar
Lækjartorg 2. Tals. 399.
Havari Bureau.
CTTrra \ TTTTTl T TimtTTTT
Sfi
•ú
Fisksósa á 8 aura.
Tilboð
LfÖGMENN
Sveinn Björnsson yfirdómsiögm.
Hafnarstræti 22. Sími 202.
Skrifstofutimi kl. ÍO—2 og 4—6.
Sjálfur við kl. 11—12 og 4—5.
um að mála Frikirkjuna í Hafnarfirði, sendist fyrir io þ. m. til undirrit-
aðs, sem gefur upplýsingar um verkið.
Hafnarfirði, 5. nóv. 1913.
Sigfús Bergmannn.
Talsími 10 eða 5.
Tfáruppseftring.
Höfuðböð,
sem eyða flösu og hárroti.
Andlitsböð
með »Massage« og «Manicure«.
Hárskraut og hármeðul
alls konar, stórt úrval.
Hrisfín meinfjoíf, Þingholtsstr. 26.
Beztir trúloíunarhringar
hjá
Hagnúsi Erlendssyni, Þingholtsstræti 5. Sími 176.
EGGERT CLAESSEN, yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16.
Trúlofunarhringar
vandaöir, með hvaða
lagi sem menn óska.
eru ætífc ódýrastir hjá
gullsmih, Laugaveg 8.
ióni Sigmundssyni
líilisif A,ls konar
||| íslenzk frimerki
nÝ og gömul kaupir
ætíð hæsta verði
Helgi Helgason, hjá Zimsen.
08TAR og PYLSUR áreiðanlega
bæjarins stærstu og beztu birgðir í
Matarverzlun Tómasar Jónssonar,
Bankastræti 10. Talsími 212.
Upphlntsmillur, Beltispör o fl.
ódýrast hjá
Jóni Sigmundssyni
gullsmið. Laugaveg 8.
Svörtu gammarnir.
5 Skáldsaga
eftir
Ovre Richter Frich.
(Frh.)
— Yður mun skiljast það innan
skamms, hélt hann áfram brosandi.
Það hvílir mikil ábyrgð á yður. Eg
hefi gert það sem eg get, og nú er
komið að yður. Hjúkrið honum
sem bezt þér getið . . .
Hjúkrunarkonunni vöknaði um
augu. Henni fanst hún vera svo
yeik og vanmegnug. Hún hafði altaf
verið svo óhamingjusöm. Foreldrar
hennar dóu þegar hún var barn, . .
bróðir hennar skaut sig . . . ógæfan
var ættarfylgja . . . Þá hafði hún dreg-
ið sig út úr solli lífsins, og gerst
hjúkrunarkona, því ekkert huggar og
gleður eins og það, að lifa fyrir
aðra . . .
Hún hrökk upp úr þessum hug-
leiðingum við það að sjúklingurinn
hreifði höfuðið og opnaði augun,
Hann leit í kringum sig, og það var
næstum broslegur áhyggjusvipur á
andlitinu. En þegar hann sá Helenu
systir, vottaði fyrir brosi á hinu stór-
gerða andliti hans, og hann lokaði
augunum.
— Eg er þá ekki dauður enn,
tautaði hann fyrir munni sér.
— Get eg gert nokkuð fyrir yður,
spurði hjúkrunarkonan á ensku, og
var dálítið skjálfrödduð.
— Gefið þér mér »buff« og egg,
sagði Burns þreytulega. Eða við skul-
um heldur hafa það tvö egg. Eg
er að drepast úr hungri . . . Og svo
er þessi bölvaður kláði í þumalfingr-
inum á hægri hendinni . . .
Hann komst ekki lengra.
— Þér megið ekki tala svona mik-
ið, sagði Helena systir, . . . þér eruð
veikur, fárveikur. Nú skal eg sækja
mat handa yður, en þér fáið ekki
annað að borða en hænsakjöt og
súpu.
— Eg vil fá »bufl«, sagði sjúk-
lingurinn þrjóskulega, og þrjú egg.
Eg hefi engan tíma til þess að vera
veikur. Eg skal svei mér hitta þorp-
arana . . .
— Nú fer eg eftir matnum, en
þér verðið að lofa mér þvi að hreyfa
yður ekki og hugsa sem minst, því
það æsir yður. Ætlið þér að lofa
því ...
— Já, eg skal gera það fyrir yður,
því þér hafið svo falleg augu, sagði
Burns þreytulega. En hafið þér eggin
fjögur . . .
Það var alveg ótrúlegur lífsþrótt-
ur í sjúklingnum. Hann varð naum-
ast var sárasóttarinnar og matarlyst-
in var óþrjótandi.
Viku eftir að hann kom á spítal-
ann, var hann á ágætum batavegi.
Hann var síkátur, og læknarnir og
læknaefnin gátu tímum saman setið
hjá honum og hlustað á gamanyrði
hans og sögur. Og svo hló hann
svo innilega dátt, að Helena systir
varð rjóð af ánægju.
— Viljið þér ekki að eg skrifi
bréf fyrir yður? spurði hún hann
einu sinni.
— Til hvers ætti það uú helzt
að vera? spurði hann eins og hann
talaði við sjálfan sig.
— Eg hélt ef til vildi að konan
yðar . . .
— Konan mín? sagði hann og
hló. Haldið þér kanske að eg sé
giftur. Hver haldið þér að vildi eiga
mig, sem er eins og lifandi tundur-
skothylki? Nú hefir þeim þó lán-
ast að losa mig við annan handlegg-
inn. Þeir taka líklega fótinn næst.
Endirinn verður eflaust sá, að eg má
veltast á fjórum stúfum á Trafalger
Square . . . Sjáið þér nú til, Helena
systir, bætti hann við alvarlega . . .;
eg fór að fást við stjórnleysingja
strax þegar eg kom frá New College.
Þá var eg 21 árs gamall og nú er
eg þrjátiu og eins. Stjórnleysingjar
þurfa manninn með sér. Það má
aldrei sleppa af þeim augunum. Ef
eg á að segja ejns og er, þá hefi eg
ekki haft tíma til annars en gæta
að þessari úlfahjörð . . . Þeir þekkja
mig og eg þekki þá. Þeir hafa bitið
af mér handlegginn, og nú er röðin
komin að mér til að bíta aftur . . .
— Þér ættuð ekki að tala þannig,
sagði Helena systir blíðlega. Látið
nú þetta verða yður til viðvörunar,
og gætið yðar betur eftirleiðis . . .,
vegna þeirra sem þykir vænt um
yður . . .
Bums skellihló.