Morgunblaðið - 10.11.1913, Qupperneq 1
Talsími
Talsími
500
(Ritstjórn)
HORfiUNBLADID
48
(afgreiðsla)
Reykjavík, io. nóvember 1913. | Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
Isafoldarprentsmiðja
1. árgangur, 9. tölublað
I. O. O. F. 9511149
Bio
Biografteater
Beybjavlkur.
Bio
Brottnám
miljónaerfingjans.
Leikrit í 3 fáttum.
Leikið af frönskum leikurum
Hrifandi «ð efni til og leik-
ið af mestu snild.
Bio - kaffifyúsið
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum a la carte réttum, smurðu
brauði og miðdegismat,
Nokkrir menn geta fengið
fult fæði.
Tíarívig Jlielseti
Talsími 349.
NýjaBíó
Upp og niður.
Sjónleikur i 4 þáttnm
eftir Leon Bourqeois.
2 stunda sýning.
Orkester frá 7—9 á sunnudag
(og milli þátta).
Aðgöngum. 0.75, 0.50 og 0.35.
Keijkið
Godfrey Phillips tókbak og cigarettur
sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedalíur.
Fæst í tóbaksverzlun
/?. P. Leví.
Sælgætis og tóbaksbúðin
LANDSTJ ARNAN
á Hótel Island.
i p
ii=I
Skrifsfofa
Eimskipaféíags ísíands
Austurstræti 7
Opin kh 5—7. Talsími 409.
yr x jJJLt'l t rr rrfl 11 f ■rrrryr
H. Benediktsson.
Umboðsverzlnn. — Heildsala.
Hvar verzla menn
helzt?
Þar sem vörnr ern vandaðastar I
Þar sem ár mestn er að velja!
Þar sem verð er bezt eftir gæðuml
Hver uppfyllir bezt
þessi skilyrði?
óefað
Vöruhúsið
Reykjavík. ,
Imperator.
Sú fregn barst hingað um daginn, að Hamborgarfélagið alþekta hafi
gert ráðstafanir til þess að gjörbreyta skipinu mikla, »Imperator«. Hefir
skipið frá fyrstu verið fremur óhappasælt; strandaði í Elbufljóti þegar
það fyrst fór frá Hamborg, varð fyrir vélaskaða á tilraunaferðinni, kom
6 stundum á eftir áætlun til New York á fyrstu Atlanzhafsferðinni og
loks brann skipið til muna þegar það fyrir skömmu var í New York.
Stærsta skip heimsins hefir því ekkert happaskip verið ennþá. Þess-
vegna áformuðu eigendurnir að breyta skipinu og vélunum og jafnframt
hætta við bvggingar á öðrum jafnstórum skipum, setn ráðgerðar voru.
En nú er sú fregn borin aftur, og jafnvel sagt, að Hamborgarfélagið ætli
að láta gera farþegaskip, mun stærri en Imperator.
Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður er án efa einhver
mesti framfarahær hér á landi. Síð-
an 1903 hefir hann vaxið mest upp.
Þá munu vart hafa verið fleiri ibúar
hér en 800. Mest hefir þó bænum
farið fram á síðastliðnum 3 árum;
á þvi tímabili munu hafa verið bygð
hér nál. 50—60 hús, þar af í sumar
milli 20 og 30.
Hafnarfjörður hefir verið braul-
ryðjandi í mörgu. Fyrstur varð
hann til að fá sér rafmagnsstöð til
lýsingar á árunum 1904—1905.
Vatnsveita var sett hér á stofn 1909,
hafskipabryggja 1912, og alt bæjar-
landið og umhverfi — að undan-
skildu Hamars- og lófríðarstaðalandi
— hefir bærinn nú keypt. 1910
Akurgerðisland, 1912 */a Hvaleyrar-
torfu, og nú í ár landspildu úr
Garðakirkjulandi. Fyrir þessar eign-
ir hefir bærinn gefið um 100 þús.
krónur. Eignir þessar renta sig vel,
og góðar horfur eru á að bærinn
geti með framtið haft stóran arð af
þessum eignum sínum. Líkt má
segja um afkomu bæjarmanna. Þóað
margur sé efnalítill hér, eins og við-
ar, líður enginn skort. Atvinna hefir
verið hér góð síðastliðin 2 ár, bæði
vetur og sumar. Síðastliðið ár við
bryggjubygginguna og fiskverkunar-
reiti, og nú i ár mun verða nægi-
leg atvinna meðan veðrátta leyfir við
byggiugu fiskverkunarreita, kirkju o.
fleira.
Verkmannafélagið hefir nú í 2 ár
tekið land á leigu hjá bænum til
fiskverkunar. Síðastliðið ár fekk fé-
lagið 10 þús. metra landspildu fyrir
utan bæinn, og fullgerði á fyrra ári
af því 5 þús. metra, sem fiskþurk-
unarreit. í vor seldi félagið Mr.
Bookless frá Aberdeen fiskverkunar-
svæði þetta, og hafði talsverðan
hagnað af sölunni. Nú hefir félagið
enn fengið landspildu á leigu hjá
bænum og ætlar að byggja þar fisk-
verkunarreitívetur. Þetta félag er lang
öflugasta félagið í bænum, telur með-
limi hátt á 5. hundrað, karla og
konur.
Einar Þorgilsson kaupmaður er og
að láta byggja stóran fiskverkunarreit
fyrir ofan bæinn, með veginum til
Reykjavíkur, og hafa margir menn
atvinnu þar.
Útgerðarfélagið »Kvöldúlfur«, fram-
kvæmdarstjóri Thor Jensen, hefir nú
nýverið tekið á leigu 30 þúsund
metra af landi hjá bænum, í hraun-
inu austan Reykjavíkurvegarins, til
þess að byggja á fiskverkunarreiti.
Hefir Sigurgeir verkstjóri Gíslason
tekið að sér byggingu reitsins sem
byrjað verður á nú þegar.
Hér á landi munu óvíða vera
betri skilyrði fyrir fiskverkun, en í
Hafnarfirði, þar sem hraunið býður
sig fram til þess, að það sé tekið
til slikra afnota, enda illa fallið til
annars, sérstaklega til ræktunar.
Þá er ekki áhugaleysi i kirkju-
málum hér í bæ. 2 kirkjur eru i
undirbúningi, önnur verður líklega
tilbúin til afnota fyrir jólin. Það
er fríkirkjusöfnuðurinn, sem komið
hefir henni upp. Er það all mynd-
Alþýðufél.bóka8afn Templaraa. 8 kl. 7—
Augnlækning ókeypis i Lækjarg. 2 mvd. 3 ~8
Borgarstjóraskrifstofan opin virka daga 1 ) -8
Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og i -7
Bæjargjaldkerinn Lanfásv. B kl. 12—8 og '»—7
Eyrna- nef- bálslækn. ók. Austurstr.22 fstd ! -8
íslandsbanki opinn 10—21/* og B1/*—7.
K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 íód.
Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd.
Landakotskirkja. Guósþj. 9 og 6 á helgum
Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1.
Landsbankinn H-21/*, B1/*—6'/*. Bankastj. 12-2
Landsbókasafn 12—8 og B—8. Útlán 1—8.
Landsbúnaóarfélagsskrifstofan opin frá J2—2
Landsfóhirbir 10—2 og B—6.
Landsskialasafnið hvern virkan dag kl. 12 -2
Landssiminn opinn daglangt.(8—9) virka daga
belga daga 10—12 og 4—7.
Lækning ókeypis'Austurstr. 22 þd. og fsd. 12 -1
Náttúrugripasafnió epib l1/*—2»/* á sunnu i.
Samábyrgb-Islands 10—12 og 4—6.
StjórnarráBsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl.
Talsimi Reykjavikur Póstb.8 opinn daglangi
(8—10) virka daga belga daga 10—9.
Tannlækning ókeypis’Anstnrstr. 22 þrd. 2 8
Vifilstaóahælið. Heimsóki, artimi 12—1
Þjóbmenjasafnió opib sd, þd. fmd. 12- 2.
arlegt timburhús, og stendur á há-
hrauninu upp af miðjum bænum.
Þjóðkirkjumenn ætla einnig að
reisa sér kirkju á næsta sumri.
Byrjað verður að undirbúa verkið
nú í vetur, og á hún að vera úr
steini. Kirkjustæði hafa þjóðkirkju-
menn fengið sér hið allra ákjósan-
legasta í bænum, vestan til á túni
bæjarfógeta M. Jónssonar. Stærð
kirkjunnar verður 38X24 álnir, og
er ráðgert að hún kosti frá 20—24
þús. krónur. Heyrst hefir að fjár-
söfnun til hennar gangi mjög greið-
lega, og að sumir efnaðri borgarar
bæjarins hafi lofað stórmyndarlegum
fjárframlögum.
Kvikmyndafélag er að komast á
laggirnar hér þessa dagana. I stjórn-
ina eru kosnir: Ární Þorsteinsson
trésm. formaður, Sæmundur Guð-
mundsson Ijósmyndari féhirðir og
Oddur St. ívarsson skósm. gjaldkeri.
Er í ráði að myndasýningar hefjist
um næstu mánaðamót. — Hr. Árni
Þorsteinsson leigir félaginu hús sitt
nr. 3 við Reykjavikurveg, beint á
móti »Hotel Hafnarfjörður*. Mun
það rúma 150 manns í sætum.
Að endingu dáHtið um sbilana«.
Þegar þeir eru ekki bilaðir, ganga
þeir daglega á milli Rvíkur og Hafn-
arfjarðar, og virðist svo, að þeir hafi
altaf nóg að flytja. Þegar þeir eru
báðir heilir heilsu, sézt varla nokkur
maður ferðast öðru vísi hér á milli
bæjanna en í bíl. Það eru stór þæg-
indi fyrir fólkið, að geta farið á mjög
stuttum tíma hér á milli, og óneit-
anlega er það hægara en að ganga
á sínum tveim fótum. En hvort
pyngja manna verður þyngri eftir en
áður, læt eg ósagt.
Annars er fólk hér ekki sem ánægð-
ast yfir bílferðunum.
Fyrirkomulagið þarf að vera þann-
ig, að á einum eða 2 stöðum í bæ-
junum séu seldir farmiðar, og vagn-
arnir gangi, á meðan að minsta kosti
3 miðar af þeim seldu, eru ekki af-
hentir aftur vagnstjóranum. Talsím-
ann mí nota til þess að vita, hve
margir farmiðar eru seldir á þeim