Morgunblaðið - 10.11.1913, Page 4
44
MORGUNBLAÐIÐ
Allskonar leóurvörur
svo sem:
peningabmldur, veski, vindlahylki, kvenlöskur,
albúm, ferðatöskur og kofort,
í stóru úrvali hjá
clonafan Porsfainsst/ni
Laugaveg 31.
Hvar fæ eg keyptar hentugar og ódýrar jólagjafir?
/ Vörufjúsitiu.
Karlmanna- og unglingafötin
fara bezt, endast lengst og eru um leið ódýrust
í Austurstræti 1.
Asg. G. Gunnlaugsson & Co.
Hvaða verzlun gefur viðskiftavinum sínum jólagjafir?
Vörufjúsið.
f
AlllJIVíirJi fjölbreytt úrval. — Prjónles bæjarins ódýrasta —
Tvinni, leggingar o. fl. Alt selt með 10% afsláetti
til þessara mánaðarloka.
P. J. Thorsteinsson & Co.
(Godthaab).
Hvar á eg að kaupa mér nýjan karlmannsfatnað
fyrir jólin?
Í Vöruhúsinu.
C. A. HEMMERT
mælir með sinum góða nærfatnaði, handa konum, börnum og karlmönn-
um, verkmannafötum, hvitu vörunum og mislitu kjólatauunum.
Morgunblaðið.
Kemur út á hverjum morgni,
venjulegt blað (4 bls.) á rúmhelgum
dögum, tvöfalt blað (8 bls.) á sunnu-
dögum.
Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 2
deginum áður i ísafoldarprentsmiðju.
Kostar 65 aura um mánuðinn
Tekið við áskriftum i ísafoldar-
prentsmiðju.
Einstök blöð kosta 3 aura.
Talsímar 500 og 48.
Asíur, Rauðbeður,
Tröfler, Champignions,
Capers, Olives, Onions,
Pickles, Pickalilli,
Stikilsber í glösum
og alls konar niðursuða fæst í
N ýhöfn.
Cnnþá saljasí
Jyrir fíájviréi:
Stór-sjöl
Skinn-búar
Skyrtur (karlm.)
Loðhúfur
Sokkar
Hálsbindi
og óteljandi fleira.
Hálslínið er
aiveg að seljast upp.
Enn er tækifæri
að koma, bæði fyrir þá sem komið
hafa og ekki hafa komið í
Yerzl. Edinborg.
Svörtu gammarnir.
9 Skáldsaga
eftir
Ovre Richter Frich.
(Frh.)
Eg þarf að finna læknirinn, sagði
hann með hásri röddu. Það er lít-
ill drengur veikur heima hjá mér.
Er læknirinn ekki heimaf
Það var Helena systir sem til dyra
hafði komið.
— Jú hann er heima, sagði hún
án þess að líta á manninn Þér
komið nokkuð seint, en ég ímynda
mér samt að hann muni hjálpa yður.
Viljið þér gera svo vel og bíða hérna
á skrifstofunni á meðan ég kalla á
hannf
Gamli maðurinn rétti ögn úr sér
og horfði á stúlkuna. Hún var ákaf-
lega föl og þreytuleg að sjá, en virt-
ist ekki veita honum neina athygli.
— Gerið þér svo vel I Komið þér
hingað inn I sagði hún og gekk á
undan honum inn á stóra skrifstofu.
Maðurinn fylgdist með henni og virti
um leið fyrir sér alt sem þar var
inni. Meðal annars var þar beina-
grind af manni.
— Þetta er óviðfeldinn náungi,
sagði öldungurinn hálfhátt. Helena
systir hrökk við og leit forviða á
hann. Síðan gekk hún inn í hliðar-
herbergið.
Öldungurinn varð nú allur annar
en áður. Hann rétti úr sér og aug-
un tindruðu. Hann hleraði — en
varð einskis var. Síðan læddist hann
að hurðinni á hliðarherberginu og
gægðist gegn um skráargatið en hrökk
við um leið eins og naðra hefði bit-
ið hann. Hann hafði séð mann þar
inni, sem lá þar í rúmi, og var að
lesa i blaði. Hann reykti vindil með
sýnilegri ánægju og virtist vera svo
hraustur sem frekast verður á kosið.
Þessi maður var Ralph Burns og
blaðið sem hann var að lesa var
Times.
Gamli maðurinn bölvaði í hljóði,
en í sama bili heyrðist fótatak úti
fyrir dyrunum. Með ótrúlegu snar-
ræði þaut hann þangað sem hann
hafði áður staðið, og var nú næstum
því enn þá lotnari og aumingjalegri
en áður.
Féld læknir kom inn.
— Hvert er erindi yðar ? Gerið þér
svo vel og fáið yður sæti. Þér er-
uð bæði gamall og þreyttur, sagði
læknirinn og benti honum á gamlan
stól, með háum bríkum og leðursæti.
— Drengurinn minn er veikur,
sagði gamli maðurinn og seltist
þreytulega í stólinn.
í sömu andrá heyrðist dálítill smell-
ur eins og eitthvað hefði brostið. Stól-
bríkurnar breyttust í járnramma sem
greip manninn heljartökum og klemdu
hann svo fast að stólbakinu að hann
gat ekki hreift sig.
Fjeld læknir greip i hár hans og
skegg og sleit það af honum. Breytt-
ist þá gamli maðurinn í ungan mann,
með kolsvart hár og þykkar, blóð-
ríkar varir. Hann reyndi af öllum
mætti að losa sig, en það var árang-
urslaust.
— Það er bezt fyrir yður að hreifa
yður ekki, sagði læknirinn kuldalega.
Þér sjáið að þér eruð genginn í gildr-
una .... íhugið þér nú hvernig þér
eruð staddir. Þér eruð á okkar valdi,
og við sleppum yður ekki fyr en
Nýhöfn
býður sínum heiðruðu viðskiftavin-
V'
um ágætt margarine, fyrir að
eins 48 aura pundið og 46 í 10
pundum.
Býður nokkur betur?
Ávextir og Kálmeti
kemur með Ceres í dag í
Liverpool.
Diamant-hveitið
í 5 og 10 punda pokum, fæst að
eins í
Nýhöfn.
Reyktur Lax
fæst í
JSivarpooí.
brenda og malaða,
pundið 1.20.
Kaupið fyrsta pundið, og þér munið
koma aftur.
H. f.
P.I.Thorsteinsson&co.
(Godthaab).
Ef unglingsmaður leyn-
ist hjá yður, þá gefið það til kynna
á Laugaveg 58 hið allra fyrsta,
þér hafið gefið okkur allar nauðsyn-
legar upplýsingar-
Maðurinn horfði háðslega á lækn-
irinn, og í augum hans logaði um
leið hatur og fyrirlitning. Hann
beit í varirnar svo blæddi úr.
— Hlustið þér nú á mig, hélt
læknirinn áfram, og kveikti sér í
bréfvindlingi. Þér skuluð ekki þreyta
yður á því að láta svona fólslega.
Þér verðið að viðurkenna að við
erum yður snjallari í brögðum ....
Eg þóttist þess fullviss, að þér mund-
uð koma hingað til þess að komast
að því hvað Helena systir hefði hér
að gera .... Þess vegna lét eg sækja
þennan kynlega stól ofan i kjallara.
Eg keypti hann hjá gömlum gyð-
ingi, sem sagði mér að frú Brinvilli-
ers hefði átt hann. Hún er heims-
kunn fyrir efnafræðisrannsóknir sínar
og eiturblandanir, og auk þess hafði
hún miklar mætur á vélfræði. Síð-
ar hafði ungur rithöfundur eignast
stólinn. Hann skrifaði svo spenn-
andi sögur að hann varð sjálf-
ur svo spentur að hann þoldi ekki
mátið, en dó af því. Hann hét
Ponson de Terrail.