Morgunblaðið - 13.11.1913, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.11.1913, Qupperneq 1
Talsími 500 (Ritstjórn) MORGDNBLAÐID Talsíml 48 (afgreiðsla) Reykjavík, 13, nóvember 1913. | Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja 1. árgangur, 12. tölublað I. O. O. P. 9511149 Bio Biografteater Reykjavlknr. Bio fisf Pierrofs. Sjónleikur í 3 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Frú Edith Psilander. Hr. Einar Zangenberg. Fögur og hrífandi ástarsaga. Bio-haffií)úsið (inngangur frá Bröttugötu) mælir með sínum á la carte réttum, smurðu brauði og miðdegismat, Nokkrir menn geta fengið fult fæði. ftarfvig Jlieísen Talsími 349. Nýja Bíó HraðboðinnfráLyon. Frakkneskur sjónleikur eftir hinni frægu skáldsögu: »Póstvagninn frá Lyon«. Reijkið Godfrey Phillips tókbak og cigarettur sem fyrir gæði sin hlaut á sýningu í London 1908 sjö gullmedaliur og tvær silfurmedalíur. Fæst í tóbaksverzlun R. P. Leví. ----II—■—^lll----.11=^ Sæigætis- og tóbaksbúöin LANDSTJARNAN L á Hótel Island. DIE j Shrifsfofa_ Eimshipafétags Isfands Austurstræti 7 Opin kl. 5—7. Talsimi 409. pnjmiimfriiirrrnif H. Benediktsson. Umboðsverzlnn. — Heildsala. h TMMnrmrnimuuS Hvar verzla nionn helzt? Þar sem vörur eru vandaðastar! Par sem úr mestu er að velja I .Þar sem verð er bezt eftir gseðnm! Hver uppfyllir bezt þessi skilyrði? óefað Vöruhúsið Reykjavík. Hálka. Vér mintumst nýlega lítilsháttar á ástand það hið illa, sem hér rikir á strætum höfuðborgarinnar. Fulltrúar borgaranna hafa um mörg ár van- rækt flestar skyldur sínar gagnvart kröfum þeim, sem siðaðir menn gera til stræta borganna, hvar sem er i heiminum. Strætum er illa niður raðað, þau eru óhrein, ofaníburður er slæmur og endingarlitill, grjót og óþverri er látinn liggja á strætum og gatnamótum mánuðum saman, og kunnugir menn segja, að verra sé ástandið hér en i aumustu svert- ingjaþorpum suður i Aíríku. Oss þykir líklegt, að pað sé ekki satt — en gott virðist oss það eigi vera. Vér játum það, að bein lífshætta stafar eigi af götunum, eins og þær eru á sumrin eða á haustin i vætu- tið, þó auðvitað sé saur og óhrein- indi skaðvænt hvar sem er. En oss virðist það vera siðferðisleg hætta, að láta strætin hvíla i þessu ástandi. Það rýrir hreinlætistilfinningu fólks- ins; en þegar hún ætíð er látin lúta í lægra haldi, þá kemur margt ann- að ilt á eftir. Oss sárnar, er vér heyrum útlendinga tala og rita um sóðaskapinn hér á íslandi. En hvað er gert til þess að forðast slík- an orðróm ? Hvað gerir bæjar- stjórnin ? — Ekkert! En annað er það, sem er miklu verra. Forin er slæm, en þó er hálkan miklu verri. Það snjóaði á mánudaginn. Hláka var á þriðjudag og snjórinn varð að krapa, sem auðvitað engum datt í hug að láta aka burtu af gangstétt- unum. Síðan frýs alt og á götum bæjarins verður eitt endalaust svell, óstætt mönnum og skepnum. En hvað liggur nú nær, en að bæjarstjórnin láti bera sand eða möl á hálkuna, svo að menn hættulítið komist milli húsa? Það mun erfitt að finna þann hugsandi mann, er eigi teldi það sjálfsagða og beina skyldu bæjarstjórnarinnar, að fgera mönnum hættulaust að ganga til starfa sins. En hvað gerir bæjar- stjórnin í þessu? Ekkertl Það var eigi með öllu óskemtileg sjón, að sjá þá háu herra, er sem fulltrúar borgaranna skipa bæjarstjórn höfuðstaðarins, ganga um Bankastr. i dag. Nær helmingur bæjarbúa eiga heimili i Austurbænum og fara um Bankastræti — sumir oft á dag. En það má heita stórhætta að ganga þar um. Vér búumst við, að svar bæjar- stjórnarinnar muni vera: »Kaupið ykkur tnannbrodda</ Allur bærinn á mannbroddum I Alveg eins og i sal- ernamálinu um daginn; þar var svar- ið: »Kaupið ykkur stórar dollur, kollur eða skjólur — þvi við hreins- um ekki nema tvisvar i mánuðicl Vér vitum, að sumir bæjarfulltrúanna standa blýfastir á sinum mannbrodd- um, en oss þykir ólíklegt, að allir þeirra — broddanna — nái svo djúpt inn í hugi kjósenda, að ekkert kæru- leysi geti losað þá. Oss þykir lik- legt, að margir séu þeir kjósendur, sem nú hrópi til bæjarstjórnar: tak- ið af ykkur mannbroddana — þessa skaðræðisgripi, sem standa álnar-djúpt i haugi aðgerðaleysisins. Kastið þeim i sjóinn og komið einhverju þarflegu í framkvæmdl Lítið i kringum ykk- ur — og þér munuð finna nóg að starfal Bæjarbúum er ekki nóg, að þeim sé skipað að fá sér »aukaílát< í salernin og mannbrodda á fæturna, þegar hálka er. Þeir vilja bæði láta hreinsa oftar hjá sér og að sand- ur sé borinn á götur bæjarins. Og satt að segja, virðist oss hvor- ugt vera veruleg ýramýör — því að það er alveg sjálfsögð skylda. Hér er eigi hægt að bera við fjár- skorti. Eða hefir bærinn fremur ráð á, að missa vinnandi menn sína í rúmið af beinbrotum og sárum, sem orsakast hafa af hálku á götunum, heldur en að veita fátækum mönn- um fé til þess að aka sandi og möl á verstu hálkustaði bæjarins? Þarf ekki hvort sem er, að hjálpa mörg- um fátæklingum um styrk, þegar harðindin — og hálkan — kemur á veturna ? Þvi ekki að láta þá menn fá vinnu við sand eða mölakstur um strætin? Væri það eigi þarfara en t. d. mörg og dýr fundahöld um rottueyðslu í Öríirisey, fisksölu i Reykjavík eða »aukailát« í salernin? Burt með mannbroddana, og berið sand á hálkuna! Erl. simfregnir. London 12/n kl. 6,10 siðd. Grikkir og Tyrkir haýa í da% ritað undir pjóðarsamning sín d milli. Er par svo ákveðið, að ýmsum deilumdl- um skuli skotið til gerðardóms. Nýtízku vélbátur. ViBtal viö Guðm. Kristjánsson skipstj. Guðm. Kristjdnsson, hinn góðkunni skipstjóri, er Vestra stýrði síðustu árin, kom í fyrrakvöld frá Svíþjóð beint til Reykjavíkur, á vélbáti. Vér hittum Guðmund í gær og spurðumst frétta. »Hvað voruð þér lengi á leiðinni frá Sviþjóð?* »Reiknið þér sjálfur. Við fórum þriðjudagskvöldið 4.nóv. frá Gautaborg og komum hingað i gær (þriðjudag)c. »Og hvað segið þér svo af sjálfu skipinu?* »Það er það finasta skip, sem hér hefir komið i sinni röð. Sænsk blöð kölluðu það hið mest»modern fartyg« sem smíðað hefði verið i Sviþjóð af vélbátum. — Það heitir Freyja, er eign Karls Olgeirssonar á ísafirði, — 31 smálest bruttó, 60 fet á lengd, 15 á breidd, 7x/2 á hæð með 45 hesta vél, smíðað eftir minni fyrirsögn hjá Oluf Gulbransson í Göteborg. Og svo skuluð þér heyra hið nýstárlegasta við bátinn! Hann er útbúinn með botnvörpum af nýjustu gerð, sem búið er að nota i1/^ ár f Noregi og Svíþjóð og gefast for- láts vel. Vélin heitir Popular og er sett í gang með lofti. Báturinn er lýstur með acetylen, — fyrsti íslenzki vélbátur með því ljósi. Á þilfari eru 2 spil, í káetu geta sofið 8 manns, en i lest rúmast 10—15 smál. af fiskic. 1 Hvílikur forlátabáturlc skjótum vér inn i. »Hann er meira en það, hann er fín- asti, langfinasti vélbátur, sem hér hef- ir sézt — og komið þér að skoða hann áður en eg fer vestur, eftir 1—2 daga«. »Hvað margir voru á skipinu hing- að ?« »Eg og 2 unglingsmenn frá ísa- firði«. »Og voruð þið ekki hræddir á svona litlu skipi, út á reginhafi?< »Hræddir!I< Guðm. leit fyrirlitningaraugum á þennan landkrabba fyrir framan sig — virti hann ekki annars svars, og’ fór. En Frcyja vaggar á bárunum hér á höfninni og hugsar sér að færa eig- enda sínum mikla f|ársjóðu i fram- tíðinni og Guðmundi fóstra sfnum frægð og frama. Comes. Símfréttir. Akureyri i gcer. Gilsdrundrin. Morgunblaðið hefir áður flutt fregnir af undrum þess- um (sjá 7. tbl.), Var þess þar einn- ig getið að júlíus Hafsteen, settur sýslum. fór þangað rannsóknarferð. Tók hann þegar til óspiltra málanna er hann kom á vettfang og komst fyrir orsakir draugagangsins. Var hann af völdum unglinga tveggja þar á bænum, drengs og telpu og veitti Júlíus þeim eftirminnilega ráðningu fyrir hrekkjabrögðin. Sjdlfstaðisýélag er stofnað hér í bænum og heitir »Skjöldurc. í stjórn þess eru: Sigurður Einarsson dýralæknir, formaður, Ingimar Eydal kennari, skrifari og Lárus Thoraren- sen féhirðir. Þingmenskuframboð. Norðri síð- asti, sem út kom i gær, getur þess að Magnús Kristjánsson kaupmaður muni bjóða sig fram til þingsetu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.