Morgunblaðið - 13.11.1913, Síða 2

Morgunblaðið - 13.11.1913, Síða 2
)4 MORGUNBLAÐIÐ Hið landfræga 26 aura léreft og fiðurhelt léreft 0,37, aftur komið til Th. Th. Ingólfshvoli. Röntgenstofnun háskólans óskar að fá til leigu í austurbænum, frá i. jan. næstkomandi, eitt herbergi ca. 7X9 álnir, og tvö lítil herbergi. Menn snúi sér til Gunnlaugs Claessens læknis, Bókhlöðustig xo. Talsími 77. Dömuklæðið á 2,90 komið aftur til Th. Th. Ing-ólfshvoli. Kjallari með vatnsleiðslu og skolpræsi, nálægt höfninni, óskast til leigu nú þegar. Upplýsingar í Kjötbúðinni í Austurstræti 7. Hegnkdpur, ntjar gerðir, komnar tií Tt). Ttj. & Co. fyrir Akureyrarbæ. í Eyjafjarðar- sýslu bjóði þeir sig fram gömiu þingmennirnir og }ón Stefánsson, ritstjóri á Akureyri. Ma.lt er að þeir síra Halfdan Guðjónsson á Breiðabólsstað, og síra Sigfús Jónsson á Mælifelli muni sækja um Sauðárkróks prestakall. Júlíus Havsteen, settur sýslumaður og bæjarfógeti hér, hefir sótt um það embætti ásamt ýmsum fleirum. Vilja sýslubúar og bæjarmenn ein- dregið að hann hljóti embættið og á að skora á stjórnina að veita hon- um það. Hafa nú flestir . málsmet- andi menn héraðsins og bæjarins skrifað nafn sitt undir áskorun þessa. Run. Patreksfirði 12. nóv. Fiskafli ágætur hér á Vestfjörðum. 80—100 í hlut á opna báta, af vænum fiski. Jón. Verzlnnarfréttir. Kaupmannaböfn. Hrísgrjón (heil)........Kr. 11.00 Hveiti Am...................— 8.25 Haframél ...................— 10.25 Bankabygg...................— 8.25 Kaffi.......................— 49.51 fcandis.....................— 16.25 Melís (höggvinn)............— 14.25 Stransykur..................— 12.50 Farin.......................— 10.50 Rúsinnr.....................— 21.00 VerðiB er miðað við 100 pd. með nm- búðnm. Rúgnr.......................Kr. 5.40 Rúgmjöl.....................— 5.88 Alexandra hveiti............— 9.38 Maismjöl (smátt)............— 5.40 Hafrar......................— 5.35 Hveiti, góð tegnnd .... — 8.38 Verðið er miðað við 100 pd. án nmbúða. Markaður. F i s k n r hefir nú nm lang- an tíma verið i afarverði, en er nú aftur að falla, einkum sá er til Spánar flyzt, og er orsökin sú, að of mikið herst af honnm á markaðinn. S i 1 d i n kostaði um eitt skeið í Höfn 24—26 aura, en nú hefir verðið lækkað, og er ekki nema 18—19 aurar og tæp- lega það. Kaupmenn hafa vænst eftir hærra verði, og þessvegna geymt birgðir sinar. Verður það til þess að þeir tapa gtórfé. Verðfallið á sildinni mun því að kenna að mikið veiddist, en sildin er óvanalega horuð. . Erlend tíðindi. Yfirlit. Dr. Diesel hugvitsmaður hvarf, eins og menn muna, af skipi á siglingu frá Belgíu til Englands. Nú hefir lík hans fundist í mynni Scheldefljóts. Komið hefir í ljós það sem engan varði, að fjárkröggur hömluðu hon- um og munu valdið hafa sjálfsmorði hans. Kolanámuslysið mikla i Cardiff Eins og símað hefir verið kviknaði þ. 14. okt. í kolanámu í Cardiff á Bretlandi. I brunanum fórust 393 námumenn, en 487 varð bjargað. Rússar og Georg Brandes. Georg Brandes ætlaði nýlega að ferðast um Rússland og flytja þar erindi. En Rússastjórn lagði blátt bann við að hann færi inn fyrir landamærin. Loftskipsslysið þ. 17. okt., sem fréttist um með símanum, varð 30 mönnum að bana. Loftskipið hét »L. 11« og var ætlað þýzka flotan- um. Var nýfanð á stað frá Berlin. í 200 m. hæð kviknaði í belgnum og skipið steyptist í björtu báli til jarðar. 6 farþegar og 24 af skips- höín biðu bana. Aldarafmæli fólkorustunnar við Leipzig, þeirrar er dauðadóminn kvað upp yfir veldi Napóleons, var hátíðlegt haldið þ. 18. okt. á sjálf- um orustuvellinum. Minnismerki mikið var þá afhjúpað, hersveitaskrúð- göngur, ræðuhöld o. s. frv. Skispbruninn á Atlantshafinu. í honum fórust 162 menn en 485 var bjargað. I skipinu kviknaði af vindling sem einn farþeganna hafði fleygt í óaðgætni niður í matgeymslu- klefann. Tungumálsbardaginn ‘í Noregi. Snemma í okt. var Jeppi á Fjalli leikinn á nýnorsku í Landmandsleik- húsinu í Kristjaníu. Urðu þar glett- ingar og sennur miklar milli þeirra er nýnorsku og dansknorsku fylgja, svo að hætta varð leiknum um hríð. Stokkhólmur: Nýlega eyddi eldur bifreiðaverksmiðjunni »Scandia vob- is« í Södertelje i nánd við Stokkhólm. Mikið var af bensíni í verkstæðinu og stóð alt í björtu báli á augabragði. Tjónið metið meira en milljón kr. Spánn: Uppþot mikið hefir enn á ný orðið á Lissabon. Var ráðist á lögregluliðið og hermenn lýðveldis- manna og fangar teknir úr varðhaldi borgarinnar. Reglu var samt brátt komið á aftur og um 100 menn teknir fastir fyrir byltingartilraun. Noregur: Á prestafundi í Þránd- heimi var nýlega samþykt áskorun til |stjórnarinnar, um launahækkun fyrir alla presta í Noregi. | Rússland: Rússar hafa látið byggja 4 nýja bryndreka, 36 torpedóbáta og 13 undirsævarbáta. Til hversf spyrja Þjóðverjar. JJLProfessor Friðþjófur Nansen hélt fyrirlestra viðsvegar í Rússlandi fyrir skömmu, og var ger að þeim hinn mesti rómur. 1^3 DAGBÓíJIN. Afmælf 13. nóv. Frú Marie Ellingsen, Frú Ingibjörg Þorlák&son. Frk. Sofia Helgadóttir. Frú Ásta Hermannsson. Frú Anna Q-uðbrandsdóttir, Björn Árnason gullsmiður. Söngskemtun heldur Frú Laura Finsen i Bárubúð þriðjudaginn 18. þ. m. Að- göngumiða má panta í bókverzlun Isafoidar og Sigf. Eymundssonar. • Ceres fór i gærmorgun til Hafnarfjarð- ar og affermir þar vörur, sem þangað eiga að fara. Nokkrir binna föstu manna Sam. fél. — alls 10 — fóru »suður i Fjörð« til þess að afferma skipið. Beskytteren, varðskip 'Færeyinga, sem og Jdvaldi jhér við Norðurland um sild- veiðartimann, bjargaði þ. 30. f. m. botn- vörpung úr sjávarháska við Færeyjar. Dróg hann skipið inn til Þórshafnar. Er þetta vist tiunda skipið sem Beskytteren þannig kemur til hjálpar á hinum ill- ræmdu Færeyjamiðum. Giftingar : Finnbogi Sveinsson og Sæunn Sæmundsdóttir frá Lágafelli i Mosfells- sveit, giftust i fyrradag. Nord-Jylland aukaskip Sam. fél. sem hingað kom á mánudaginn, fer héðan i lok vikunnar til Akureyrar og affermir þar steinoliu. Síðan tekur skipið kjöt á Aust- fjörðum til útlanda. Veðrið I gær kom norðanáttin ströng og stríð, með rokstormi í Yestmannaeyj- um og 0,1 stiga hita, hvassviðri í Rvik og 4- 0,5 st., stormi á Isafirði og -7- 4,7, stinningskalda á Akureyri og -j- 2,2 stig, stinningsgolu á Grímsstöðum og -j- 3,5, en Seyðisfjörður skar sig úr. Þar var logn og +3,3 stig. Uppboð var haldið á munum botnvörp- ungsins Edinburgh Castle í gær kl. 4. Hlerarnir voru seldir 4 270 kr. (parið) og keypti það Jón Jóhannss. skipstj. og hitt 250 kr. (Helgi Zoega). Yirinn keypti Helgi Zoega á 230 kr., en vörpur tvær keypti Helgi á 75 og 70 kr. Hljómleikar Brynjólfs Þorlákssonar i gærkveldi voru vel sóttir. Þótti mönnum einkum ánægjnlegt að heyra einsöngva Simonar frá Hól. Karlakórið söng flest lögín mikið vel, en blandaða kórið miður. Auk þess lék Brynjólfur sjálfur nokkur lög á harmonium af list, eins og ella. Jólakort. Friðfinnur prentari öuðjóns- son sendi í gær Morgunblaðinu sýnishorn af jóla- afmælis- nýárs- og ferm- ingar-kortum, sem koma munn br&ðlega i Trúlofnnarhringar vandadir, meö hvaða iagi Bem menn óska, eru sötlö Odýrastir hjá gullsmio^ Laugaveg 8. Jóni Sigmundssyni Upphlntsmillnr, Beltispöro II, ódýrast hjá Jóni Sigmundssyni gullsmið. Laugaveg 8. OSTAR og PYLSUR áreiðanlega bæjarins stærstu og beztu birgðir í Matarverzlun Tómasar Jónssonar, Bankastræti 10. Talsimi 212. Kenslu í ensku, dönsku og hannyrðum, veitir Inga Lára Lárus- dóttir, Miðstræti 5. L. F. K. R. Fundur í kvöld kl. 8 ^/2 á lesstofu félagsins. Fjöl- mennið. Ennþá geta nokkrir menn feng- íð gott fæði á Laugav. 23. K. Johnsen. Góður heitur matur fæst allan daginn á Laugaveg 23. K. Johnsen. bóka- og korta-verzlanir bér í bænum. Þessi kort eru sérlega smekkleg — bæði myndirnar og kvæðin, og teljum vér víst, að þau muni mikið verða notuð um jólin og nýárið. Friðfinnur á þakkir skilið fyrir að hafa gefið þau út. Sjögutten, kolaskipið, sem hingað kom til G-arðars Qislasonar, kom frá Ólafsvík i gær og hafði affermt kolahleðsluna. Heldur skipið mjög bráðlega áleiðis til útlanda. Ingólfur Arnarson fór með 750 kitt at fiski til Englands i gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.