Morgunblaðið - 13.11.1913, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ
55
P'" Gott herbergi með húsgögn-
um og rúmi fyrir einhleypan, ósk-
ast leigt nú þegar. Menn snúi sér
til skrifstofu E. Chouillou, Hafnar-
stræti 17.
|> VINNA <|
Mjög itórt og ríkt
lífsábyrgðarfélag
vel þekt hér á landi, óskar eftir um-
boðsmanni hér í bænum.
Bill, nr. 3000.
Piano nýtt, af vönduðustu
gerð, fæst með tækifærisverði. Frú
Anna Petersen gefur upplýsingar.
Fermdur drengur
getur íengið atvinnu hjá Poulsen
Hverfisgötu 6.
A
I
I
y
BE
3 k
Sfór útsala! -**- Stór útsala! r
Alls konar vefnaðarvara. Tilbúinn fatnaður.
Yetrarfrakkar og -jakkar. Regnkápur (Waterproof) kvenna, karla og barna. g
Hálslín, slipsi og slaufur, Sköfatnaður alls konar o, m. fl.
Alt selt með afarlágu verði.
10-40 afsláttur. Sturia Jónsson, Rvík.
3C
Hljómleikar
’Brynjólfs Þorlákssonar
verða endurteknir í kvöld kl. 8 V2 í Bárubúð.
Aðgöngumiðar seldir í bókverzl. ísafoldar og Sigf.
Eymundssonar og við innganginn og kosta: 1.2 5, og 1.00.
Tombólu
heldur
Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins
á laugardag og sunnudag næstkomandi, í Bárubúð. Nánar á götu-
auglýsingum.
Með s/s Ceres
og aukaskipinu
komu t. d. 2 toun af prjónlesi,
Garni af öllum litum og nærfætnaði.
Kven-léreftsnærfatnaður í miklu úrvali.
Treflar og vetlingar fyrir
karla, konur og börn. Golfblúsur á
kvenfólk og telpur. —
Ermablöð, pífur í kjólhálsa og ýmislegt smádót.
Vöruhúsið.
Svörtu gammarnir.
12 Skáldsaga
eftir
Ovre Richter Frich.
.... (Frh.)
Og þessir menn hafa ekkert ann-
að markmið en það, að tortíma
öllum þeim sem enn eru heilbrigðir.
— Og þeir bera áreiðanlega sigur
úr býtum, fyr eða síðar, ef ekki er
tekið í taumana. — Pasteur fann
sóttkveikju þá. sem veldur hundaæði.
Sú uppgötvun er einkis virði hjá því,
ef einhverjum tækist að uppgötva
gerla þá, sem valda því að mennirn-
ir gerast úlfar og gammar.
— Þér eruð einkennilegur maður,
læknir, sagði Burns eftir langa þögn.
•— En það er talsvert satt i því sem
þér segið. — Eg get aðeins ekki
skilið hvernig þeir hafa náð }ones á
sitt band. Hann var fyrst í Chica-
go, og þá vildi svo til að hann gat
gert Redpath mikilsverðan greiða, og
kaus sér þá að launum, að fá að vera
aðstoðarmaður ensku lögreglunnar.
— Öllum geðjaðist vel að honum.
Hann var sikátur og ætið reiðubú-
inn til hvers er vera vildi. — Og
betri félagsbróður gat ekki. Við
borðuðum oft og tiðum ostrur niðrí
Strand, en þær voru að visu ekki
kryddaðar með cyankalium eða rottu-
eitri.
— Eg minnist þess að vísu að sá
kvittur gaus eitt sinn upp, að Jones
væri eitthvað riðinn við glæpamál
nokkuð í Chicago. En enginn lagði
trúnað á þá sögu. Það má svo að
orði kveða, að hann hafi verið eftir-
lætisgoð allra lögregluþjónanna. —
— Og nú liggur hann hér dauð-
ur fyrir fótum mér! Aldrei hefi eg
séð þennan svip fyr á andliti hans.
En það hans rétti svipur. Áður sá-
um við aðeins sakleysisgrímu þá sem
hann hafði dregið yfir sig. — Segið
þér mér eitt: Hvað ætlið þér nú
að gera við hann?
— Mér hefir þegar hugkvæmst
það, svaraði Fjeld. Það er ekki nauð-
synlegt að gera lögreglunni viðvart.
Það er nóg rúm fyrir hann í líkkist-
unni yðar, sem á að senda til Eng-
lands á morgun. Hafið þér nokkuð
á móti því að líkið sé sent þannig?
Og svo getum við tilkynt Redpath
það síðarmeir. —
— Þetta er ágætt ráð, sagði Burns
þreytulega. En mér finst að betra
sé fyrir mig að komast í rúmið mitt
aftur. Þér verðið að hjálpa mér, He-
lena systir. Það er hressandi að
horfa á sakleysislega andlitið á yður,
eftir það að maður hefir mist bæði
aðra hendina og bezta vin sinn. —
Hann staulaðist á fætur. Um leið
féll gult bréf úr kjöltu hans ofan á
gólfið.
Féld greip það.
— Hafið þér lesið það, spurði hann.
— Nei sagði Burns. Eg gáði ein-
kis annars en að hlýða á það sem
þið töluðuð saman. Hvar funduð
þér bréfið ?
— í vasa hans. Og það hlýtur
að vera nokkurs virði. Eg sá það
á fátinu sem kom á hann, þegar eg
náði í það. En mér er ómögulegt
að komast fram úr bréfinu, því eins
og þér sjáið, þá eru það eintóm merki.
Og hafi maður ekki lykilinn að bók-
máli þeirra, er það þýðingarlaust að
ætla sér að komast fram úr því.
Og þegar Jones hefir verið svo var-
kár að bera ekki lykilinn á sér, þá
er ekki við því að búast að við ná-
um í hann annarstaðar. — Mér virð-
ist þó að bréfið sé ekki fullgert. Ef
til vill hefir hann ætlað að bæta ein-
hverju við eftir heimsóknina hér. —
Það er aðeins utanáskriftin sem við
getum fært okkur í nyt. Kannist
þér nokkuð við þennan mann sem
bréfið er til? Hann heitir Josiah
Saimler forstjóri og á heima í Villa
Rosenhain Eppendorpf hjá Hamborg.
— Nei eg þekki ekki manninn,
svaraði Burns. En eg skal hafa kynni
af honum innan hálfs mánaðar, enda
þótt það ætti að kosta mig hiua hend-
ina. Já, og þó lífið fylgdi með. Góða
nótt, læknir. Reynið eftir fremsta
megni að veita líkama mínum þann
þrótt sem hann hefir mist, og þá
skuluð þér sjá, að vinstra handlegg-
inn langar til að jafna um þá, sem
hafa svift hann góðum félaga. Eg
er að vísu enginn lagabrjótur en mér
finst oft og einatt að ekki sé til nema
ein lög hér í heiminum. —
Og hver eru þau lög?
— Að gjalda ætíð í sömu mynt,
auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.
Það er að segja, að hefna sín altaf
sjálfur.