Morgunblaðið - 14.11.1913, Qupperneq 1
Talsí mi
500
(Ritstjórn)
6DNBLADID
Tal s íml
48
(afgreiðsla)
Rcykjavik, 14. nóvember 1913.
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
árgangur, 13. tölublað
I. O. O. F. 9311149
Bio
Biografteater
Reykjavlknr.
Bio
77sf Pierrofs.
Sjónleikur i 3 þáttum.
Aðalhlutverkin leika:
Frú Edith Psilander.
Hr. Einar Zangenberg.
Fögur og hrífandi ástarsaga.
Bio-kaffif)úsið
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum a la carte réttum. smurðu
brauði og miðdegismat,
Nokkrir memi geta fengiö
fult fæði.
Jlarfvig Tlieísen
. Talsími 349.
Nýja Bíó
Hraðboðinnfrá Lyon.
Frakkneskur sjónleikur
eftir hinni frægu skáldsögu:
»Póstvagninn frá Lyon«.
Reijkið
Godfrey Phillips tókbak og cigarettur
sem fyrir gæði sin hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedalíur.
Fæst í tóbaksverzlun
H. P. Leví.
---II—=JBL=Jl=^
Sælgætis og tóbaksbúðin I
LANDSTJARNAN
Hótet Island.
111=
J
Skrifsfofa
Eimskipaféíags Isíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Taisími 409.
H. Benediktsson.
Umboðsverzlnn. — Heildsala.
Hvar verzla menn
helzt?
Þar sem vörnr eru vandaðastar !
Þar sem úr mestu er að velja!
Þar sem verð er bezt eftir gæðnml
Hver uppfyllir bezt
þessi skilyrði?
Óefað
Vöruhúsið
Reykjavík.
„Vestkysten“ strandar
36 menn drukna.
Að kvöldi hins 22. f. m. strandaði gufuskipið »Vestkysten« frá
Kaskö, fyrir ströndum Finnlands. Druknuðu allir menn sem á voru
að einum undanteknum, kvikfjárkaupmanni frá Skönsberg, sem heitir Hen-
rikson. — Honum segist svo frá:
»Vér sigldum frá Vasa skömmu eftir hádegi og var þá stormur á
og þykt loft. Skipstjórinn hafði í hyggju að sigla til Rönnskjær og
leggjast þar. En hann rataði ekki og rakst skipið á klett skamt frá
Rönnskjær. Skipstjóri og stýrimenn voru allir á stjórnpalli, þegar slysið
bar að. Gerðu þeir alt sem í þeirra valdi stóð tii þess að hughreysta
þá sem innanborðs voru, og voru öllum fengnir bjarghringar. Bátarnir
voru leystir en i sömu andrá valt skipið á hliðina og sökk. Henrikson
og einn kyndarann^ gátu haldið sér uppi á sundi og náðu í masturtopp-
ana, sem stóðu upp úr sjónum. Kyndarinn misti þó taksins þegar áleið
nóttina og hvarf í æðandi öldurnar fyrir fult og alt.«
Henrikson var bjargað snemma næsta dag. Var hann þá mjög að
þrotum kominn af kulda og vosbúð.
7J fjáíhunni.
JTlaður fótbrofnar
* á Laugavegi.
Maður nokkur, Þórólfur Bjarna-
son, til heimilis á Skólavörðustíg 45,
var á gangi á Laugavegi í fyrradag;
maðurinn var mannbroddalaus, því
hann trúði eigi, að bæjarverkfræð-
ingurinn hefði vanrækt að berasand
á hálkuna. Datt hann og braut fót-
inn — og liggur nú rúmfastur í
fleiri vikur. Vonandi verður þessi
borgari þó svo hress að hann geti
staulast á næsta bæjarstjórnar-kosn-
ingafund.
Þetta er fyrsta slysið í haust, sem
orsakast af sandsparnaði bæjarverk-
fræðingsins. En ef ekkert verður að
gert, spánm yér að Þórólfur verði
eigi hinn síðasti er fótbrotnar á Laug-
veginum í vetur.
Það var sannarlega ekki vanþörf
á, er Morgunblaðið hóf máls á nauð-
syn bess í gær, að sandur væri bor-
inn á hálkuna á strætum bæjarins.
1----■ DAGBÓíflN. C3
Afmælí 14. nóv.
Kristin Olafsdóttir húsfr.
Karolina Benediktsd. —
Þórður Thoroddsen lækn. 57 —
Páll Halldórsson skólastj. 43 ára
Halld. Gnðmundsson raffr 39 —
Ceres kom i gær frá Hafnarfirði og af-
fermir vörur sinar, sem hingað eiga að fara.
E/s Fosse kom i gær hingað til P. J.
Thorsteinsson & Co. og tekur fisk til út-
landa. Kom skipið heina leið frá Bergen
og hafði verið 4*/a sólarhring á leiðinni.
Héðan fer skipið til ísafjarðar, Patreks-
fjarðar og Arnarfjarð r og heldur siðan
til útlanda hlaðið 4000 skp. af Spánar-
fiski.
Grænlandsfarinn: Yigfús Sigurðsson,
sem kom heim frá Danmörku með Ceres,
hefir e k k i i hyggju að láta prenta ferða-
sögu sina i hlaði eða hlöðum hér i hæ.
Síðar í vetur mun ferðasaga hans um
Grænland birtast í hók, sem hann sjálfur
ætlar að gefa út.
Afmæli: Af vangá voru afmælin i gær
prentuð rangt. Hafði verið litið skakt á
— tekin 13. des. fyrir 13. nóv. i afmælis-
dagsbókinni. Yér hiðjum lesendur afsök-
Væg kvefsótt gengur um bæinn þessa
dagana. Eru margir hæjarhúa hálflasnir
og lækDarnir önnnm kafnir.
Akureyrar embættið. Á morgun er út-
runDÍnn umsóknarfresturinn um hæjarfó-
geta-embættið á Akureyri. I gær voru
að eins 2 búnir að sækja, þeir P á 11
Einarsson borgarstjóri og E i n a r
Arnórsson prófessor.
Biskup íslands, síra Þórhallur Bjarnar-
son, hefir lagt fyrir presta landsins, að
halda þriggja alda minningarguðsþjón-
ustu um Hallgrím Pétursson, sunnudag-
inn i föstuinngang (22. fehr. 1914). Eins
og menn vita, er óknnnugt um fæðingar-
dag Hallgrims.
Uppboð var baldið i gær á Doktorshús-
inu gamla hér við Vesturgötu (þar var
áður Sjómannaskólinn) og keypti það
Jóhann kaupm. Jóhannesson fyrir 8C00 kr.
Hljómleikar Brynjólfs Þorlákssonar voru
endurteknir i gærkvöld. Menn skemtu sir
vel eigi siður en fyrra kvöldið.
Hlutaveltu heldur Kvenfélag Frikirkjn-
safnaðarins á langardag og sunnudag i
Báruhúð. Má húast við mikilli aðsókn,
þvi margt verður þar nýstárlegt.
Veðrið var dapurt i gær, hleytukafald
hér i hæ og allsnarpur vindur. Hitastig-
in vorn i Vestmannaeyjum -f- 2,0, i Rvik
4- 4.8, á ísafirði -3- 3,2, á Akureyri -3-
6,0, á Grimsstöðum -f- 9,0 og á Seyðisfirði
“F4,7.
Sterling fór frá Leith til íslands árdegis
i gær. Kemur við i Trangisvaag í Fær-
eyjum þó sá viðkomustaður sé ekki á áætl-
Gifting. Sigurjón Jónsson sjóm. Þingh,-
str. 16 og ym. Ingibj. MagnÚBd. s. st. Gef-
in saman i gær.
Nýja lestrarfélagið hélt aðalfund sinn
i gærkvöld. Kosnir voru í stjórn þess
fyrir næsta ár: Krabhe verkfræðingur,
Andrés Fjeldsted augnlæknir og J. Aall-
Hansen stórkaupmaður.
Lögreglan var handsömuð.
I Kansas voru tveir lögregluþjón-
ar nýlega sendir út af örkinni til
þess að klófesta alræmdan þjóf, sem
stal handtöskum af kvenfólki. Þeir
voru báðir grannir vexti og veiga-
litlir. Klæddu þeir sig í kvenmanns-
föt, nýtízku kjóla, hatta, silkisokka
og þrönga skó og héldu nú þannig
búnir til fjölförnustu götu borgarinn-
ar. Leið nú ekki á löngu áður en
þar kemur svertingi, sem hrifsar hand-
tösku annars þeirra og hleypur á
brott með. Lögregluþjónarnir taka
nú einnig til fótanna, en pilsin voru
svo þröng að þeir komust hvergi.
Þótti þeim nú óvænkast sitt ráð, en
kom þá til hugar að leynast að húsa-
baki meðan þeir klæddu sig úr pils-
unum. En húsráðandi sá til þeirra.
Hélt hann að þeir væru innbrots.
þjófar, tók þá fasta og flutti þá á
lögreglustöðina.