Morgunblaðið - 14.11.1913, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
S9
Kynbætur manna.
Nokkrir læknar í New-York, eiga
nú um þessar mundir, að gera til-
raun með mannakynbætur. Auglýst
er eftir hraustum og heilbrigðum
mönnum og konum á bezta aldri og
er síðan álitlegasta parið valið úr þeim
sem gefa sig fram og siðan gift.
Það er að segja ef hvorugt þeirra er
því mótfallið. Fimm hundruð dali
fá þau til að byrja með 'oúskapinn,
og aðra fimm hundruð þegar þau
eignast fyrsta barnið.
-------!»»»------
fflS
Skóblífar.
Oíal fegundir nýhomnar
Jiven- frá 2,25
Jiarím. frá 3,40.
Tíeiri þúsuncf pörum úr að veíja.
Lárus G. Lúðvígsson
Skóverzfun.
Sffi
iM M r^ r'\ r ^ Ir^ir^i \ r^iri r ^ 1
hA W A k. A hA k A I
r'' r^ r^ r ^ r ^ r^ r^ r^ r^ r ■'i r^i r 11
W A hjt W A hA hAÍ
Ludvig Andersen
Kirkjustræti 10.
er nú birgur af fataefnum, svörtum, bláum, niisl. og
röndóttum buxnaefnum, yílrfrakkaefnum o. fl.
„Kong H elge“
á að fara aukaferð frá Kaupmannahöfn um Leith kringum 25.
nóvember, til Reykjavíkur, Stykkisliólms, Siglufjarð-
ar og Akureyrar.
Gufuskipafélagið „Thore“.
Skattskráin.
Kærur yfir tekjuskattskránni sendist borgarstjóra fyrir 15. nóvember.
Borg’arstjóri Reykjavíkur.
í húsi konsúls Brillouin
verða til sölu á laugardaginn 15. þ. m. og næstu daga, ýmsir innan-
stokksmunir, svo sem: Stólar divanar, teppi, skdpar, borð, matarstell,
spefill, fuqlabúr (með fuglum).
Málverk og ýmiskonar myndir
Raderingar, Kobberstikk, Akvarell, Pastell og ýmsir smdir listýenfir hlutir.-
Ennfremur Kani með skiunfeldi,
seglbátur, tjöld, svejnpokar, vermireitir, hjólbörur, heykassi, skautar, skíði og
ýmislegt fleira.
Gangið inneftir, alt af einhver við að sýna hlutina.
Svörtu gammarnir.
x 3 Skáldsaga
eftir
Ovre Richter Frich.
' (Frh.)
7. kapituli.
Nýr maður kemur til sögunnar.
Það var viku síðar.
Burns hafði verið á fótum nokkra
daga og var nú alveg eirðarlaus að
komast á stað. Hann var eins og
ljón í búri. Akafinn var svo mikill,
að hann unni sér engrar hvíldar.
Sárið greri nú skjótt, og hann varð
ekki var við eftirköst þau sem vana-
lega eru afleiðingar aflimunar. Fjeld
læknir varð að taka á allri sinni þol-
inmæði og stjórnsemi til þess að
halda honum i skefjum.
Við skulum nú komast á stað,
sagði Burns, að minsta kosti þrisvar
á dag. Eg hefi aldrei á æfi minni
verið hraustari en nú.
— Þér þurfið ekki að fara yður
svona óðslega, sagði gamli Jens þeg-
ar Burns var að æfa sig í hnefaleik
kl. 8 á morgnana, á þann hátt að
dusta úr honum mesta rykið. —Jens
gamli var maður sem gat gert alla
skapaða hluti. Hann var að vísu
sjómaður og elskaði sjóinn, en hann
kunni alskonar iðnað. Hann var
garðyrkjumaður, smiður, matsveinn
og byssusmiður — og auk þess hafði
hann einnig reynst ágæt barnfóstra
á heimili Fjelds. En nú hafði hann
þó fengið starfa þann er hann hafði
ekki áður fengist við. Og hann var
jafnþolinmóður hvort Burns barði
hann eins og harðfisk, eða hann gegndi
keypum Jónasar litla.
En Burns var nokkuð á annan veg
skapi farinn. Það ólgaði í honum
blóðið af æfintýralöngun. Hann gekk
aftur á bak og áfram um húsið og
söng bardagavísur með viltri og hásri
rödd.
— Viljið þér ekki lesa eitthvað?
spurði Katrín hann einu sinni. Við
eigum talsvert safn af bókum eftir
enska rithöfunda.
— Góða frú mín! Eg hefi ekki
lesið eina einustu bók, síðan eg las
þá Kipling og Shakespeare, sagði
Burns, sárgramur af spurningunni.
Hvern fjandann á eg að gera með
að lesa skáldsögur, þegar maður sjálf-
ur lendir í tuttugu æfintýrum á ári.
Eg get af eigin reynd sagt svo marg-
ar sögur, að þær nægðu til þess að
gera Guy Boothby, Fergus Hume og
Hedson Hill heimsfræga á einu ári
ef þeir skrifuðu þær. Svo er nú t.
d. Conan Doyle. Hann lærði
hjá Edgar Poe og reit síðan
alskonar lygasögur um miðlungi
slungna glæpamenn. Nú, hann græddi
hálfa milj. Sterlingspunda og er svo
gerður að Sir í tilbót. Hvað haldið
þér þá að við verðum, sem lifum mitt
á meðal bófanna og lofum þeim að
hafa okkar fyrir skotmark. Við verð-
um gerðir að jörlum eða hertogum,
frú mín óúð. — Burns hertogi! Er
ekki nafnið fallegt?
— Þér munduð ekki lengi njóta
heiðursins, sagði Katrin og brosti
því þér eruð ekki kominn úr
einni hættu f\ r en þér steypið yður
í aðra nýja.
Burns horfði alvarlega á hana.
— Eg hefi verið að brjóta heilann
um ýmislegt þessa síðustu viku. En
eina gátu get eg als ekki ráðið og
hefi þó mest um það mál hugsað.
— Hvað eigið þér við ?
— Vitið þér um fyrirætlanir manns-
ins yðar? spurði hann.
- Já.
— Og þér hafið engar áhyggjur
hans vegna?
Katrín sneri sér svolítið við í sæt-
inu og horfði með leiðslusvip út um
gluggann.
— Nei, sagði hún með hægð, eg
er ekki hrædd hans vegna. Þér
þekkið hann ekki Burns. Hann er
ekki líkur neinum öðrum. Hann er
ekki heilbrigður nema þvi að eins
að hann lendi í æhntýrum. Hann
mundi veslast upp og deyja ef hann
mætti eigi standa í stórræðum. Eg
skildi það eigi fyrst i stað, en nú
er öðru máli að gegna. — Og eg
er svo stærilát, að eg þykist af
þeim ákvörðunum sem hann hefir
nú tekið.
— En eruð þér ekki hrædd um
hann ? — Eg skal segja yður eins
og er, að það eru litlar líkur til þess
að við komumst lifandi úr þessnm
svaðilförum.