Morgunblaðið - 18.11.1913, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.11.1913, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 79 Jólamerki. Sú nýung er að gerast hér á landi, að gefin verða út svokölluð jólamerki, eins og venja hefir verið erlendis síðustu 5 árin. Hefir Thorvaldsens- félagið tekið upp hugmyndina og fengið einkarétt hjá stjórnarráðinu á litgáfu merkisins um 10 ára tímabil. »Hvað eru jólamerki?« munu marg- ir spyrja. Og í þessu sambandi skal sagt frá jólamerkjum, eins og þau tiðkast erlendis. Fyrir nokkrum árum fekk Holböll póstmeistari í Charlottenlund á Sjá- landi þá hugmynd, að gefa út lítil frímerki — örlitið stærri en hin vana- legu burðareyrismerki á bréf. Fékk hann i lið með sér ýmsa málsmet- andi menn í Danmörku, sem undir eins komu hugmyndinni í fram- kvæmd. Merkin voru prentuð og kölluð jólamerki. Tilætlunin var sú, að þeir sem bréf eða kort sendu um jólin til vina og kunningja, keyptu jólamerkið fyrir að eins 2 aura, og létu það fylgja bréfinu. Allur arður af sölu merkisins gekk til berkla- hæla i Danmörku. Hafa síðan á hverju ári verið gefin út jólamerki, sem seljast í hundrað þúsunda tali, og við það hefir safnast nóg fé til þess, að reisa nýtt berklahæli. Hug- myndin hefir verið tekin upp af ýmsum öðrum þjóðum, og allsstað- ar hefir jólamerkið fengið hinar beztu undirtektir manna. Thorvaldsensfélagið á sannar þakkir skilið fyrir að hafa flutt hinpð þessa ágætu hugmynd. Hefir þetta féiag og sýnt það í verkinu, að alvara £ylgir gjörðum þess í hvívetna og væri óskandi að eigi yrði árangur- inn minni í þetta sinn, en hann hefir orðið af öðrum fyrirtækjum þessa ágæta félags. Allur arður félagsins og bazar þess er notaður handa fá- tækum börnum, og er það sízt van- þörf í þessum bæ, að eitthvað sé' gjört fyrir fátæk og veik börn. Ef vel ætti að vera, ætti ekkert það bréf að sendast hcðan úr bænum, sem eigi bæri jólamerkið. Það kost- ar að eins 2 aura — og pá upphað geta allir gefið fátækum. Carol. Slys. Stúlka feliur út um glugga á þriðja lofti og bíður bana af. Það hörmulega slys vildi til í gær- dag, að stúlka nokkur, Dýrleif Guð- mundsdóttir að nafni, til heimilis á Bergsstaðastr., 45 féll út um glugga á þriðja lofti í þvi húsi og beið bana af. Dýrleif sál. var 24 ára gömul, ætt- uð ofan úr Borgarhreppi. Hún var heilsulitil mestan hluta æfi sinnar. Þegar hún var á 13. árinu varð hún berklaveik og lá í þeirri veiki á sjúkrahúsi Landakots nær tveggja ára tíma. Siðan fór hún heim til sín, og skömmu síðar fór að bera á þung- lyndi hjá henni og undi hún sér hvergi. Systir hennar Guðrún Guðmunds- dóttir, er gift Magnúsi söðlasmið Sæ- mundssyni á Bergsstaðastræti 45. Til þeirra hjónanna fluttist Dýrleif sál. um miðjan september í haust og var hjá þeim síðan. Þau hjónin búa á miðlofti hiissins en herbergi hennar var á efra lofti. Nokkru eftir hádegi í gær gekk hún frá systur sinni og upp í sitt her- bergi og læsti þvi að sér. Skömmu síðar féll hún út um gluggann. Hús- ið er afar-hátt, en strætið steinótt, svo búast hefði mátt við því að hún hefði dáið þegar í stað. En hún lenti á símaþráðum og tóku þeir af henni mesta fallið. Þó voru þeir ekki nægilega sterkir og slitnuðu því. Hún var með fullri rænu er hiin var borin inn í húsið. Þó lifði hún ekki lengur en tvo tíma eftir fallið. Skófatnaöur er nii með feiknamiklum afslætti, og Skóhlífar eru seldar að eins fyrir 1 kr. og 50 a. í verzl. Edinborg. Danslcikiir fyrir nemendur dansskólans i Bár- unni, verður haldinn á laugardags- kvöldið *«/u á Hótel Reykjavik, fyrir þá sem hafa verið í vetur og í fyrravetur. Aðgöngumiðar fást i Confektbúðinni í Austurstræti. Sigurður Guðmundsson. RúgmjöL 16,50 kostar heilsekkur hja Jöni frá Vaðnesi. Lítil ibúð, 2 herbergi og eld- hús, óskast til leigu frá r. jan. 1914. Upplýs. á skrifstofu Morgunbl. B.úkuO saumavél er tilsölu á Grettisgötu 27. Lítill Ofll, brúkaður, til sölu á Óðinsgötu 13. Hjartans þakklæti frá mér og bðrnum míniim, til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hjálp i veikindum og við jarðar- för konu minnar sál., Guðriðar Guðnadóttur Guðmundur Guðmundsson. Skautar verða keyptir. Ritstj. visar á. Hnnþá höldum vér áfram að gefa þennan stórkostlega afslátt af vörun- um í Austurstræti 9. Yerzl. Edinborg. ÞÚ, sem tókst töskuna á vinnu- stofuborðinu hjá Ólafi Magnássyni, gjörir réttast að skila henni með öllu því sem í henni var, því það sást til þin úr myrkraherbeginu. Eða viltu heldur láta lögregluna tala við þig? Söngskemfim frú Lauru Finsen verður í Bárubúð í hvöíd (þriðjudag Í8.nðv.) kt. 8lU Aðgöngumiðar fást i bókaverzlunum ísafoldar og Sigf. Eymundssonar, og kosta kr. 1.25 og 1.00. DDDDDDDODDODDDDDDDDDDDÐPD Bankastræti 8. Þ ar fá st: Vefnaðarvörur. Prjónvörur. Smávórur. RegnkápUr kvenna og karla. I byrjun desember verður opnaður Jólabazar við verzlunina og verður þar mikið af ódýrum jólavarningi fyrir börn og fulllorðna. Jón Björnsson & Go. DDD DOQ D DIDD DDDHDDDDDDDDDDDD C. A. HEMMERT mælir með sínum góða nærfatnaði, handa konum, börnum og karlmönn- um, verkmannafötum, hvítu vörunum og mislitu kjólatauunum. Leir- og glervörubúðin í Kolasundi hefir með aukaskipinu fengið talsvert af vörum i viðbót við það, sem áður var komið með »Ceres«. Þar er svo margt fallegt, að margur mundi sér kjósa sem jólagjöf. Lítið því inn í Kolasund, og rennið augum á vöruna, og vitið hvort of mikið er mælt. Pappírs- og ritfangaverzl. V. B. K. er ávalt bezt byrg af þeim vörum í bænum. Mest úrval. Lægst verð. Saltkjöt Bezta spaðkjötið í bænum fæst hjá okkur. Pundið að eins 32 aura. Ódýrara í heilum tunnum. E P. I. Thorsteinsson & Co. (Godthaabs-pakkhús). Ennþá geta nokkrir menn feng- ið gptt fæði á. Laugav. %\. K. Joknsen. Carbide, jafnt i heildsölu sem smásölu, selur ódýrast og bezt Bf, P. I. Thorsteinsson S Co. (Godthaab). Góður heitur matur fæst allan daginn á Laugaveg 23. K. Johnsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.