Morgunblaðið - 22.11.1913, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.11.1913, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 9S Hljómleikar Brynjólfs Þorlákssonar verða endurteknir á morgun (sunnu- dag) 23. þ. m. kl. é1/^ í Bárubúð. Aðgöngumiðar seldir í dag í bókaverzlunum ísafoldar og Sigf. Ey- mundssonar, en á morgun í Bárubúð kl. 10—12 og 2—5, og kosta 0.7 S og 0.50. Kenslu i ensku, dönsku og hannyrðum, veitir Inga Lára Lárus- dóttir, Miðstræti 5.___________ G. BJÖRN8SON landlæknir Viðtalsstundir á virkum dögum: 10—II árdegis, 7—8 sfðdegis. 18. talsími. Símfréttir. ^Akranesi í gœr. Staðlegí dbyrgðarjélag með gagn- kvæmri ábyrgð eru vélabátaeigendur á Akranesi að hugsa um að stofn- setja. Forgöngumaður félagsstofn- unar þessarar er herra verzlunarmað- ur Haraldur Böðvarsson. Á Akranesi munu nú vera um 15 vélabátar og ganga væntanlega allir bátaeigendurnir í félag þetta. Þegar félagið er stofnað mun það hafa í hyggju, að endurtryggja helming áhættu sinnar hjá Samábyrgð íslands. Akurnesingar hafa hingað til haft báta sína óvátrygða. Guð og gæfan fylgi hinu væntan- lega félagi. Fix. Draumar. Eina nótt í haust, dreymdi hús- frú Guðrúnu Magnúsdóttir í Austur- hlíð, sem er kunn draumkona, að faðir hennar Magnús frá Bráðræði, kæmi til sín og segði sér, að kom- andi vetur myndi verða hinn sami og harði veturinn »Jökull«. Sömu nótt dreymdi Böðvar bónda Magnúfe- son áLaugarvatni, að Guðrún í Austur- hlíð kæmi til sín og segði sér að komandi vetur myndi verða hinn sami og harðindaveturinn sem kall- aður var »Lurkur« 1600—1601. Svörtu gammarnir. 2o Skáldsaga eftir Ovre Richter Frich. (Frh.) Það brá fyrir leiftri sem allra snöggvast í augum Péturs frænda. — Nú og hvað hefirðu svo meira að segja? spurði hann. — Þegar hann sá að fokið var í öll skjól, kveikti hann sér í bréfvindl- ing og áður en hann hafði reykt helminginn, datt hann dauður niður. En áður sagði hann......... — Já, hvað sagði hann? spurði Pétur frændi með ákafa. — Það er ekki rétt af mér að segja það, mælti hún. Eg hefi víst ekki fundið þann rétta, fyrst þú ekki þekkir Jones. Eg hefi ekki i hyggju að koma upp um vini mína. .. — Hvað er þetta kona 1 hreytti Pétur frændi út á milli tannanna. Eg þekti Jones betur en hægri hönd- ina á mér. — Hann bað mig að fara til Pét- urs frænda í St. Paulli í Hamborg Nokkrar jarðir I Árnessýslu fást keyptar. Semjið við Eirík EÍnarSSOO yfirdómslögm. Laugaveg 18 A. Rálmeti fæsti Liverpool. Alls konar Kálmeti fæst hjá JES ZIMSEN. Reyktur lax fæst í NYHÖFN Pundið kr. 0,75. og segja honum frá láti sínu. Svo bað hann mig fyrir gult bréf til . . . __ Til hvers? __ Josias Saimler, Eppendorp. — Það er ágætt, sagði Pétur frændi og rétti fram höndina. Fáðu mér bréfið. Eg hitti Saimler kl. 12 í kvöld og skal þá fá honum það. Þú getur verið hér kyr, eg þarf þín við. — Nei, svaraði hún ákveðið. Eg verð sjálf að afhenda honum það. Þú verður að fylgja mér til hans. Gestgjafinn hikaði við svarið. Hann virti gestina fyrir sér enn einu sinni. Fyllirúturinn við gluggann svaf eins steinn, og sá rauðskeggjaði stangaði úr tönnunum. — All right, sagði hann kurteis- lega. Komdu hingað kl. 10 i kvöld. Hvert er n&fn þitt? — Eg er kölluð Bessie svarta. — Jones vinur minn hefir haft góðan smekk, sagði Pétur frændi, hallaði sér fram á borðið og brosti í kampinn. Hann hrökk við. Drykkjurúturinn hafði farið að hrjóta. Það var eins og maður heyrði Mgmjöl í heilsekkjum 16,50 í hálfsekkjum 8,50 Rúgfóðiirmjöl kr. 14,00 í Nyhöfn. Nýprentuð er Póst- og Síma-Handbók. Handhæg bók og ómissandi. Kostar 10 aura. Fæst í afgreiðslu Ingólfs, Austur- stræti 3. Gott hesthús — fyrir 2 hesta — og heyhús, óskast til leigu, sem næst miðbænum. Afgreiðslan vísar á. Reykt ýsa fæst í Liverpool. eitthvert stórt rándýr urra yfir bráð sinni. 12. Kapituli. Hjá Josías Saimler. Skamt frá hinum stóru sjúkrahús- um í Eppendorf er sumarbústaður. Hann er reistur þar á söndunum auð- um og gróðurlausum. En komi maður þangað heim ein- hvern góðan sumardag, bregður manni í brún að sjá það að húsagarðurinn er girtur með blómskrýddu lima- gerði, sem er svo þétt, að ómögu- legt er að komast í gegnum það. »Rósagerði« heitir höllin og hún ber það nafn með réttu. En á veturnar er öðru máli að gegna. Þeg- ar laufið fellur af trjánum koma í ljós járngrindurnar sem styðja gerð- ið, og litur þá garðurinn út, eins og hann væri dýrabúr.(*) Það voru ekki margir sem þektu Josías Saimler. Hann kom líka hvergi *) Samllkingin er heldur ekki svo fjar- stæð, þvi Josías Saimler gætti oft dýra fyrir Hagenbecks dýragarð. Ágat ogg fást stöðugt hjá Jes Zimsen. Epli Vínber Appelsínur Laukur Kartöflur Kaffi Sykur og Alls konar Matvara með góðu verði í verzlun Jörgens Þórðarsonar Spitalastig 9. Allir ættu að kaupa gullfallegu jóla- og nýórskortin i Safnahúsinu. Úr afar-miklu að velja. á nein mannamót, en sat heima hjá sér alla daga. Hann var lágur mað- ur, á að gizka 45 ára að aldri, föl- ur á svip og farinn að grána fyrir hærum. í fljótu bragði virtist svo, sem hann mundi ekki fær um að stjórna villudýrum þeim er honum voru fengin til umsjár. Hann var líkast- ur manni, sem sí og æ verður að vera tengdamóður sinni undirgefinn. Og það var ekki trútt um, að sum- ir af samverkamcnnum hans við dýra- garðinn, kýmdu i laumi að fram- komu hans. En Hagenbeck hló ekki að Josías Saimler. Hann hafði einu sinni séð þann svip á andliti litla mannsins, sem skaut honum skelk i bringu. Það var þegar stórt Uganda-ljón beit fjóra fingur af vinstri hendi Saimlers. Tíu ár voru liðin síðan og ljónið var dautt fyrir löngu, en Hagenbeck gat aldrei gleymt þeim reiðitrylling sem lá þá í svip Saimlers. Hann varð líkari djöfli en manni í þann svipinn, og kvað svo ramt að þvi að ljónið sjálft verð skelkað og skreið út í horn á búrinu ýlfrandi,og vælandi. En Saimler áttaði sig skjótt, ypti öxl- um og gekk út úr búrinu ....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.