Morgunblaðið - 22.11.1913, Blaðsíða 2
94
MORGUNBLAÐIÐ
Jarðarför
Eyólfs Jónssonar.
Hún fór fram í gær. Athöfnin
hófst stundu eftir hádegi i dóm-
kirkjunni og var þar fjölmenni sam-
ankomið — mest kvenfólk eins og
vant er við jarðarfarir. Fyrir miðju
altari stóð kistan, svartmáluð með
silfur-skraut á hliðum og tvo kransa
úr tilbúnum rauðum rósum. ífremstu
stólunum sátu vinir Eyólfs og þeir
sem borið höfðu hann dauðan inn
kirkjugólfið. En til beggja handa
raðir af kvenfólki, sumar með hvíta
vasaklúta fyrir augum. Grafarkyrð
ríkti meðal safnaðarins, þegar síra
Bjarni Jónsson að loknum sálminum
sté fram og hóf ræðu sína. Síra
Bjarni talaði vel og virtist ná föstum
tökum á söfnuðinum, sem vel átti
við, við þetta sjaldgæfa tækifæri.
Bæða prests.
Hann minti á, að dauðinn væri
sifelt á ferðinni og hlífði engum.
Nú við þetta tækifæri væri sérstök
alvörustund, vegna hins sorglega at-
viks, sem dauði þessa manns stæði
í sambandi við. Lýsti Eyólfi sem
atorkumanninum eljusama.
Þá benti síra Bjarni á ritningar-
orðin gömlu: »Sá yðar, sem synd-
laus er, kasti fyrsta steininum*. »Vér
skulum vorkenna hinum bágstöddu,
og hverjir eru bágstaddir, ef eigi þeir,
sem hér hafa ósigur beðið* . . . .
»Þessi atburður á að vekja alvöru
og sorg. Hann á að vekja hjá oss
hina sönnu meðaumkun. En um-
hugsunin um hann á einnig að vekja
hjá oss ásetniner. Nú eigum vér að
ákveða með sjálfum oss að hjálpa og
Hkna öðrum, reka burt myrkrið og
bera sólskinið með oss . . . Biðjum
fyrir öllum ætingjum þessa látna
manns. Kristin kirkja gieymir eigi
hinum ógæfusömu<.
Að lokum bað presturinn fyrir
barninu litla á Brekkustig, fyrir fóst-
urbarni Eyólfs vestra og öllum öðr-
um ættiogjum. —
Löng þögn varð á eftir ræðu síra
Bjarna. Maður hefði nærri getað
heyrt flugu anda I kirkjunni. Menn
vora auðsjáanlega gripnir af þeim
alvöruorðum, sem presturinn hafði
látið sér um munn fara í niðurlagi
ræðu sinnar. Og það var eins og
menn rcnkuðu við sér, þegar vinir
hins látna manns stigu fram á gólfið
og báru kistuna út.
Meðal viðstaddra manna tókum
vér eftir bæjarfógeta Jóni Magnús-
syni, Árna heilbrigðisfulltrúa Einars-
syni, síra Jóhanni Þorkelssyni og
Ólafi Björnssyni.
Næst kistunni gekk Hannes Hans-
son sjómaður, sá er áður bjó með
Júlíönu og þekti Eyólf heitinn vel.
Það er orðið sjaldgæft hér í bæ,
að sjá líkkistur bornar úr kirkjunni
í garðinn. En það var gert í þetta
sinn. Hvort það hefir verið af sparn-
aði gert, vitum vér eigi, en oss þótti
eins og viðhöfnin væri meiri fyrir
það.
í garðinum bað síra Bjarni stutta
bæn, og síðan hvarf lfkfylgdin þaðan,
þögul og alvarleg, og hélt hver heim
tíl sin.
En útnyrðingurinn næddi Um leiði
hinna dauðu eins og honum væri i
nöp við litlu trén sem þar greru, og
með honum berst þessi raunasaga
víða vegu.
Hvernig á eiginmaður-
inn að vera?
Svar nr. 19.
Af þeim ástæðum, að flest af svör-
um þeim, hvernig eiginmaðurinn á
að vera, virðast vera of heimtufrek,
og fæstar mundu verðskulda svo göf-
uga eiginleika, þá finst mér heppi-
legast að stinga upp á að eiginmað-
urinn sé eftir verðleikum konu sinnar.
Réttsýnn.
Svar nr. 20.
Maðurinn minn á að vera lítill,
ljóshærður, með ljóst skegg og í
grárri regnkápu þegar rigning er.
Hann á að vera með harðan hatt og
staf og gleraugu — umfram alt gler-
augu og »Iast but not least« á hann
að draga á eftir sér fæturnar þegar
hann gengur.
Tobba.
Svar nr. 21.
Eiginmaðurinn á að hafa heilbrigða
sál í hraustum likama. Frekari kröfu
geri eg ekki.
fáfróð oq ómentuð.
Svar nr. 22.
Hann á að vera sjáljstœður o%
dremrur qóður.
Svar nr. 23.
Góður eiginmaður er sá, sem ann
því sem gott er; sé glaðlyndur,
reglusamur og áreiðanlegur. Hann
hugsi ekki að eins um sjálfan sig,
heldur hugsi hann jafnframt um
sína eiginkonu, elski hana og virði.
Þannig er góður eiginmaður.
G. J. H. F. D.
Svar nr. 24.
Góður eiginmaður er sá, sem elsk-
ar og virðir konu sína, og er henni
einlægur í öllu; gjörir ekkert nema
í samráði við konuna, að svo miklu
leyti sem hann getur komið því við,
og ástæður leyfa; er reglusamur og
lætur sér ant um að gjöra bæði
konu og börn hamingjusöm í efna-
legu og andlegu tilliti og yfir höf-
uð lætur ylgeisla kærleikans verma
og lífga heimilið. L.
Svar nr. 25.
Um fram alt á hann að elska
mig; það er það fyrsta og síðasta.
Eg vil að hann sé næmur að sjá
galla mína, en fari mjúkum hönd-
um um þá, og kunni að fyrirgefa.
Hann á að vera léttur í lund, mik-
ill íþróttamaður og bindindisvinur.
Stella.
Hólakirkja.
Á morgun halda Skagfirðingar 150
ára vígsluminning Hólakirkju með
samkomu að Hólum í Hjaltadal.
Kirkjuna vígði Gísli Magnússon
25. sunnudag eftir Trinitatis, árið
1763, sem þá bar upp á 20. nóv.
Upptök minningarhátíðar þessarar á
sira Björn Jónsson prófastur í Mikla-
bæ. Er búist við að allir nálægir
prestar og mikið fjölmenni verði
viðstatt.
Smávegis víðsyegar að,
Hetja í lífsháska. Liðfor-
ingi nokkur skeindist á hendi í
áhlaupi. Hann lét þegar vitja lækn-
is, og yfirherlæknirinn kom þangað
sjálfur til nans, en þegar hann sá
sárið, hristi hann að eins höfuðið.
»Er það hættulegt*, stundi liðs-
foringinn og leit angistaraugum á
læknirinn.
»Eg vona að það sé ekki«, svar-
aði læknirinn. »En eg ætla að sækja
umbúðir þegar í stað«.
»Hamingjan hjálpi mér! Mér
blæðir til ólifis á meðan!«
»Það vona eg að ekki verði. En
eg óttast annað*.
»Hvað óttist þér?« greip hinn
fram í. »Ekki þó kolbrand?*
»Nei, nei, herra liðsforingi. Það
eina sem athugavert er við sárið er
það, að það grói á meðan eg sæki
umbúðirnar«.
Ólánsdagar. Fyr á tímum
var það trú manna, að sumir dagar
væru kjörnir ólánsdagar, og þá mætti
maður ekki ráðast í neitt stórt fyrir-
tæki ef vel ætti að fara. í alman-
aki frá 1481 eru sérstakir ólánsdag-
ar nefndir: 5. og 27. febrúar, 1. og
29. marz, 10 og 19. april, 3. og
25. mai, 15. júní, 10., 14. og 22.
júlí, 1. og 31. ágúst, 2. og 21.
september, 4. október, 5. nóvember
og 4. og 19. desember. Þá verður
maður að forðast kaup og sölu og
sérstaklega er það háskalegt að gifta
sig á þessum nefndu dögum.
Smásaga þessi er sögð af
Walter Scott og konu hans.
Hún kemur einn góðan veðurdag
til hans og er þá í mjög æstu skapi.
»Nú verð eg þó að ínrta krakk-
ana svo þau muni eftir því«, mælti
hún.
»Hvað er nú að góða mín? spurði
Scott.
»Þeir hafa ruglað saman öllu sem
á saumaborðinu mínu var, nálum
tvinna, skærum og garni svo ómögu-
legt er að greiða það sundur aftur.
Þetta er til þess að gera mann al-
veg æranl«
»En heyrðu, gæskan mín! Það
hefi eg gert en ekki krakkarnir«.
»Því varstu að gera það?« sagði
hún og lá bæði ásökun og forvitni
í rómnum.
»Eg gerði það til þess að þú tækir
eftir því að alt var þar I óreglu.
Þegar þú tókst svona snildarlega til
á skrifborðinu mínu og lagðir þar
öll skrif í réttar raðir, þá langaði
mig til þess að öllu væri eins vel
og reglulega raðað á saumaborðinu
þínu!«
Uppboð
verður haldið í húsi konsúls Brillou-
ins mánudaginn 24. þ. m,
kl. 11 f. hád. Nánar á götn-
auglýsingum.
=3 DAG-BÓFflN. E=3
flfmæli 22. nðv.
Cecilie Edelbo húsfrú.
Maria Áemundsson húefrú.
Þorvarður Magnússon póstur 56 ára.
Einar Kr. Auðunsson prentari 48 ára.
Friðrik Bjarnason 48 ára.
Ulaf Forberg simastjóri 42 ára.
Veðrið f gær. Frost um land alt. Mest
á Grimsstöðum ■— 8 st. Minst á Seyðis-
firði 4- 0.9. Annars: i Rvík -j- 5.2, á
ísaf. —J— 3.7, á Akureyri -j- 4,0.
Logn alstaðar nema norðanandvari i
Yestmanneyjum, snðaustan andv. á (xríms-
stöðum, S. S. Y. gola á Seyðisfirði.
Háflóð er k). 12,14 og 11,32 sfðd.
Sólarupprás kl. 9,20 árd.
Sólariag kl. 3,05 siðd.
Kristján konsúll Þorgrfmsson biður þess
getið, að hann hafi ekki átt við Magnúo
Yigfússon i Stjórnarráðinn, þar sem hann
talaði um á bæjarstjórnarfundi i fyrra-
dag, að holræsi hefði fylst gegnum vatns-
salerni af sykurtoppapappír, beldur var það
Magnús Vigfússon vegagerðarmaður bæj-
arins, sem skýrði konsúlnum frá þvi.
Akureyri: Vér gátum þess um daginn
— eftir áreiðanlegum manni — að Stein-
grimur Jónsson, sýslnm. Þingeyinga væri
nýr umsækjandi um bæjarfógetaembættið
á Akureyri. Hr. háyfirdómari Kristján
Jónsson, bróðir sýslumannsins, biður oss
geta þess, að fregnin sé i lausu lofti
bygð.
Leikfélagið. Yér biðjum lesendur vora
að muna, að leikfélagið leikur aldrei án
þess að auglýsa i Morgunblaðinu, og að
auglýsingar þess verða altaf hafðar á 4.
dálki fyrstu slðu. Þar geta því allir séð
hvað og hvenær leikið er.
Salerni: Á bæjarstjórnarfundi i fyrra-
dag, var samþykt að hreinsa salerni bæjar-
búa einu sinni í viku — eins og nú — &
vetrum, en fjórtánda hvern dag á sumrin.
»Auka-dollnr« eða kagga, þurfa menn því
fyrst um sinn að kaupa — ekki fyr
en þessn verður aftur breytt af bæjarstjórn-
inni. En þ a ð gæti vel komið fyrir.
Hljómleikar. Hr. Brynjólfur Þorláksson
endurtekur hljómleika sina i Bárubúð á
morgun. Verður þaðliklegasíðasta sinni,
sem bæjarbúar eiga kost á sækja hljóm-
leika Brynjólfs. Ætti því ekkert sæti að
standa autt í Bárunni á sunnudaginn.
Gamla Bfó sýnir fyrsta sinni í kvöld
heim8fræga mynd, sem gerð er eftir bók
Paul Lindaus: Der andere. Þar leik-
ur þektasti leikari á Þýzkalandi, Basser-
mann, af mikilli snild.
Sterling fór i gærkvöld kl. 12 til Stykk-
ishólms. Meðal farþega Carl Proppé verzl-
unarstjóri, F. C. Möller verzlunarstjóri o.fl.
Geir kom hingað í g*r að vestan með
enska botnvörpunginn Pavlova, sem braut
af sér skrúfuna um daginn norður af Horni.
Blður skipið hér þangað til að ný skrúfa
kemur frá útlöndum. En það verður með
Skallagrlmi, er hann kemur næst frá Eng-
landi. Simað var eftir skrúfunni.
Eggert Ólafsson seldi afla sinn i Eng-
lendi í g»r fyrir 448 pund sterling.
Skúli fógeti fór til Hull i gær með 1200
körfur.