Morgunblaðið - 25.11.1913, Page 1
Þriðjudag
25.
nóv. 1913
HORGUNBLADID
1. árgangr
24.
tölublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
Afgreiðslusími nr. 48
I. O. O. F. 9511289
Bio
Biografteater
Reykjavíkur.
Nýtt prógram í kvöldl
|Bio
Bio-kaffil)úsið
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á la carte réttum, smurðu
brauði og miðdegismat,
Nokkrir menn geta fengið
fult fæði.
Jiartvig Jlielsen
Talsími 349.
Nýja Bió
Vald konunnar
Leikrit í 2 þáttum.
Leikið af frönskum leikurum
frá Theatre-francnise,
H etjkið
Godfrey Phillips tóbak og cigarettur
sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedalíur.
Fæst í tóbaksverzlun
H. P. Leví.
Sa
= L
L
Sælgætis og tóbaksbúðin
LANDSTJARNAN
á Hótel Island.
íin
)l [=
J
Skrifstofa ^
Eimskipaféíags ístands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Talsími 409.
jiiiiiiiitiii 11 rjnmjms
H. Benediktsson.
Umboðsverzlun. — Heildsala.
iTirfTiiiimimTrnT
Það er
óhrek-
WHI* y aö alt
£ ■ódýrasl
V öruhúsinu.
Leikfjús.
Vér íslendingar stærum oss þrá-
faldlega af þvi, að vér stöndum öðrum
þjóðum framar, hvað mentun snertir.
Og Reykvíkingar þykjast bera höfuð
og herðar yfir aðra landsmenn, enda
ætti það svo að vera, því hér eru
flestar mentastofnanir landsins, og
allar hinar æðstu. Hér eru margar
prentsmiðjur, og bóka- og blaðaút-
gáfa er hér í stærstum stíl. Sam-
bönd við umheiminn eru hér meiri
en í öðrum landshlutum, skipaferðir
tíðastar og aðalstöð símanna. Hér eru
tvö kvikmyndaleikhús, og hér eru
öll aðal söfn landsins.
En hér er ekkert leikhús!
Leikfélag er þó hér og hefir verið
um mörg ár. Hefir það svo góðum
kröftum á að skipa, sem kunnugt er,
að leikendur eru fengnir héðan í aðrar
heimsálfur, til þess að sýna þar list
sina. Félag þetta hefir veitt bæjar-
búum marga ánægjustund, en lítið
þegið að launum annað en aðfinslur
og vanþakklæti. Hverju gegnir slíkt?
Er það af því að vér kunnum ekki
að meta leiklistina eða menningaráhrif
hennar ?
Ólíklegt er að svo sé, því séum
vér eins fróðleiksfúsir og aðrar þjóð-
ir, og því neitar enginn, þá ættum
vér að minsta kosti ekki að ganga
framhjá leikhúsum sem þýðingarlaus-
um stofnunum í þeirri grein. Allar
borgir hins mentaða heims eiga sér
fleiri eða færri leikhús, og jafnvel
þorp, sem eru mikið minni en Rvík,
vanda ekki miður til leikhúsa en
kirkna eða skóla.
Því höfum við ekki reist leikhús
handa okkur? Sumir kunna að segja
að hér ráði féleysi mestu um. Og
víst er um það, að leikfélagið hefir
ekki það fé milli handa, sem til þess
þarf að koma upp slíku húsi. Fé-
lagið er fátækt, og það er Reykjavík
einnig að vissu leyti, enda hefir
áræði brostið i hvert skifti sem það
mál hefir horið á góma að koma
hér upp leikhúsi fyrir bæinn. Mönn-
um hefir ekki fundist fyrirkomulagið
eins og það nú er, svo hábölvað að
ekki mætti við una.
En það eru þeir sem ekki þekkja
til, né vita hve leiksvið og búnings-
klefar eru ill-notandi. Svo er og
einn ókosturinn við Iðnó, og hann
ræður ekki minstu um, en það er
salurinn. Hann er þannig úr garði
ger, að ómögulegt er að syngja þar.
í flestum leikritum er meiri eða
minni söngur, og eru því ekki lítil
spjöll á orðin, ef annaðhvort þarf að
sleppa honum, eða þá að hann nýt-
ur sin als ekki.
Báran hefir til þessa verið aðal-
sönghöll bæjarins. Hefir þar ætíð
verið húsfyllir á hverri söngskemtun
og ei það ljós vottur þess að Reyk-
víkingar unna sönglistinni ekki síður
en aðrir. En nú er í það skjólið
fokið. Póststjórnin hefir leigt salinn
til þess að geyma þar póstsendingar,
og bæjarbúum verður ekki fyrst um
sinn skemt þar með söng eða hljóm-
leikum.
Væri sízt kynlegt þó einhver sakn-
aði þess sáran og þætti dauflegra
lífið en áður. Og Reykjavík getur
naumast talist höfuðstaður landsins,
meðan hún á ekki þak yfir höfuð
söngmanna né leikara sinna.
Hér vantar hikhús 0$ pað nú pegar.
Framfarir.
I gærkvöldi, kl. að ganga sjö, kom
lágvaxinn og þrekinn sjómaður inn
á skrifstofu Morgunblaðsins. Hann
nefndist Steinn Ólafur Jónsson, vél-
fræðingur, skagfirzkur að ætt, en nú
nýkominn hingað frá Norðfirði, á
vélbáti.
Oss þótti það ærið glæfraleg för
á þessum tíma árs, og spurðum
hann því nánar um ferðasöguna.
Hann sagði oss að þeir hefðu lagt
á stað frá Norðfirði fyrra sunnudag,
á 3 vélbátum, sem Gísli Hjálmars-
son kaupmaður á. Voru þrír menn
á hverjum báti og auk þess nokkrir
farþegar. Þeir sigldu nú sem leið
lá til Vestmanneyja, og tók það þá
59 klukkutíma að komast þangað.
En alt gekk slysalaust og til Njarð-
víka komu þeir á sunnudagsnótt, en
þangað var förinni aðallega heitið.
Eiga tveir bátarnir að stunda fisk-
veiðar þar i vetur, en einn verður
hafður til þess að flytja aflann jafn-
óðum hingað til Reykjavikur og
selja hann hér.
Það er karlmannlega af sér vikið,
að koma svona langa leið á ekki
stærri fleyum, en vélbátar þessir eru,
og ætla að halda þeim hér til fisk-
veiða allan veturinn. Eða hvað segja
Keflvíkingar um það? Þeir eru nú
sem óðast að setja báta sina á land,
og vilja ekki lita við þeim gæðum,
sem liggja fyrir fótum þeirra, þó að
mönnum úr fjarlægum héruðum þyki
ómaksins vert að sækja þau, svo að
segja í greipar þeira.
Víkinqur.
UmboösYerzlun. — Heildsala,
Magnús Th. S. Blöndahl.
Skrifstofa og sýnishornasafn
Lækjargata 6 B (uppi).
Selur að eins kaupmönnum og kanpfélögum.
Hvernig á eiginmaður-
inn að vera?
Svar nr. 29.
Hann á að vera likur Adam á
allan hátt. Hann var að öllu leyti
vel gefinn, lærði af sjálfum sér, það
sem hann þurfti, var sæmilega gáf-
aður og listfenginn til allra verka,
svo að hann gat unnið alt sem þurfti
fyrir heimilið. Hann elskaði konu
sína og var henni eftirlátur. Hann
borðaði »eplið« með henni, þó hann
vissi þeim væri bannað það, og sýndi
með. þvi að hann vildi fullnægja löng'
un hennar og taka á sig afleiðing-
arnar með henni. Hann átti börn
með kenu sinni, og heimili þeirra
var fyrirmynd. Þangað þurfti prest-
ur ekki að koma, ekki lögreglustjóri
og ekki læknir. Þetta frumsmíði
skaparans var fullkomið, það mátti
að eins spilla þvi, en ekki bæta.
Svar nr. 31.
Mér er alveg sama hvernig mað-
urinn minn litur út. Jafnvel þó hann
sé sá ófríðasti maður sem guð hefir
skapað, jafnvel þó hann sé líkamleg-
ur aumingi; ef hann að eins elskar
mig. Elskar mig með hjartanu en
ekki vörunum. Lætur sem hann sé
blindur fyrir brestum minum og ber
ótakmarkaða virðingu fyrir mér.
Já, þá er mér alveg sama hvernig
hann lítur út.
Pipartney.
Svar nr. 32.
Hvernig á eiginmaður að vera?
Já, því er nú fljót svarað.
Nákvæmlega eins og minn eigin-
maður er —
Hvernig er hann?
Segðu okkur það — til þess vi?
getum haft hann sem fyrirmynd, þeg
ar til okkar kasta kemur að velj;
eiginmann, kalla margar — stand
andi á öndinni af forvitni og ákafa
Eg svara. Auðvitað með fullkomn
ustu sannfæringu(ll)
Nafn hans er *enqinn<.
Piparmey.
Svar nr. 33.
Alveg eins og maðurinn minn,
óaðfinnanlegur í alla staði.
(Kona i 16 ár, 10 barna móðir).
-ot<»