Morgunblaðið - 25.11.1913, Page 2
IIO
MORGUNBLAÐIÐ
Smávegis Yíðsvegar að.
Hygginn læknir. Seleucus hét einn
af hershöfðingjum Alexanders mikla.
Eftir lát hans tók Seleucus sér kon-
ungsnafn yfir, Sýrlandi. Hann var
þá hniginn á efra aldur, og hafði
mist konu sína fyrir skömmu. Son-
ur hans hét Antiochus.
Konungurinn hafði nú i hyggju að
kvongast aftur og valdi sér fyrir brúði
unga og afbragðs fríða stúlku, er
Stratonike hér. En hún var með
leynd trúlofuð Antiochus konungs-
syni, og fekk því þessi ráðabreytni
svo á hann, að hann lagðist i rúmið
og óskaði sér einkis nema dauða.
Erasistratus hét læknir konungs,
og stundaði hann sjúklinginn. Þótti
honum kynlegt um krankleika hans
og vissi ekki hverra ráða ætti að leita,
til þess að lækna hann. Þó leið
ekki á löngu, áður en hann komst
að því, að sjúklingurinn varð allur
annar en hann átti að sér að vera, ef
Stratonike sat við rúmið hans.
Hann varð þá ýmist fölur sem nár
eða rauður sem blóð, augu hans
fengu einkennilegan glampa og lif-
æðin sló hraðar.
Læknirinn fór nú að gruna márgt,
og einu sinni er þeir voru tveir einir,
spyr hann konungsson hverju þetta
gegni, en hann segir þá hið sanna.
»Eg get ekki lifað án hennar*,
mælti hann, »og eg get ekki rænt
föður minn brúði sinni. Eg á einkis
annars kost en deyja«.
Læknirinn íhugaði nú sitt ráð.
Hann vissi að konungurinn elskaði
son sinn meira en alt annað og von-
aði þvi að alt mundi lagast.
Nokkru síðar spyr kongurinn hann
eftir líðan sonar síns.
»Hann er hættulega veikur«, sagði
læknirinn. »Engin lyf geta læknað
hann, því að hann elskar konu, sem
hann getur aldrei eignast*.
«Hver er sú?« spurði konungur.
»Það er konan mín«, svaraði lækn-
irinn.
»Hvað segirðul* hrópaði konung-
ur. »Þú verður að gefa honum kon-
una til þess að bjarga lífi hans!«
»En ef það værí nú konan þín
tilvonandi. Mundir þú þá gefa syni
þínum hana?«
»Já, það mundi eg gera, ef eg gæti
með því gæti frelsað hann frá dauðac,
sagði konnngur með ákafa.
»Þú getur bjargað lífi hanstj mælti
læknirinn. «Líf sonar þins og dauði
liggur í þinni hendi. Hann elskar
Stratonike, en vill ekki gera þér neitt
á móti skapi og þegir því*.
Seleucus hugsaði sig ekki um tvisv-
ar sinnum. Hann kallaði á ráðgjafa
sína og mælti:
«Eg hefi ákveðið að gefa syni mín-
um helming rikisins og Stratonike
fyrir konu. Sonur minn er vanur
þvi að hlýðnast mér, og vona eg að
hann geri eins nú. En ef Straton-
ike er þetta móti skapi, þá sýnið
hénni fram á það, að heill ríkisins
verður að ganga fyrir siðum og ven-
jum«.
Þess er ekki getið, að hin unga
mær hefði nokkuð á móti skipun
konungsins!
Hægfara járnbrautarlest. Þess er
getið í »Railway Magazine«, að járn-
brautarlest í Ameriku hafi orðið sjö
árum eftir áætlun. Hún lagði á stað
frá Beumont i Texas kl 11 x/2 að
morgni og átti að halda til Port
Bolivar og nemur sú vegalengd 114
röstum. Ef alt hefði nú gengið eins
og til var stofnað, hefði lestin verið
þar kl. i55 sama dag. Ferðin gekk
slysalaust þangað til kom að High
Island. Þar hafði sjórinn úr Mexiko-
flóanum flætt 15 mílur inn í land-
ið og stöðvaðist lestin þar í flóðinu.
Þegar fjaraði var brautin horfin með
öllu, nema stúfur sá er vagnarnir
hvildu á. Félag það er brautina átti
varð gjaldþrota og lestin, sem stóð
úti á sléttunni, gleymdist. En síðan
hefir annað félag lagt járnbraut á
þessum sömu slóðum og tengt hana
brautarstúfnum, sem gamla lestin
hvíldi á. Svo komu þangað nokkrir
vélasmiðir, sem gerðu við gufuvél-
ina og báru olíu á alla snúningsása
og hjól. Síðan kyntu þeir eld
undir kötlunum og settu lestina á
stað, en áhorfendurnir hrópuðu marg-
falt fagnaðaróp. Gekk nú ferðalagið
að óskum, og kom lestin til Port
Bolivar, sjö árum á eftir áætlun.
Vesturheimsmenn. í stórri verk-
smiðju í Chicago voru verkamenn-
irnir svo heilsulausir, að til stórra
vandræða horfði. Læknirinn hélt að
það mundi stafa af óhreinlæti, og
til þess að bæta úr því, lét verk-
smiðjan öllum verkamönnum sinum
í té ókeypis bað, með sápu og þerri-
dúk. En þetta hafði lítil áhrif, verka-
mennirnir voru jafn skítugir eftir
sem áður, og baðklefarnir stóðu auð-
ir. Þá fann verksmiðjan upp á þvi,
að greiða hverjum manni 50 cent
fyrir baðið. Það hreif. Á fáum
dögum var eins og verksmiðjan hefði
fengið sér nýjan verkalýð. Og nú
urðu þeir svo ákafir í að baða sig,
að verksmiðjan sá sér ekki fært að
gefa hverjum þeirra verðlaun fyrir
meira en eitt bað á viku. Síðan
hefir hún haldið uppteknum hætti,
og þótt það marg-borga sig. Verka-
mennirnir hafa bæði orðið hraustari
en áður og ötulli til vinnu, svo
verksmiðjan græðir óbeinlínis stórfé
á böðunum.
í=3 D AöBÓPjlN. K=a
Afmælí 25. nóv.
Guðmnndur G-amaHelsaon bóksali 42 ára.
Guðbjörn Guðmundseon trésm. 29 4ra.
Oddfreður Oddsson dyravörður 48 ára.
Póstáætlun í dag:
Ingólfur til Borgarness.
Vesta frá útiöndum.
Veðí'ið í gær: Reykjavik, logn -f- 2.8,
Vestmanneyjar, sunnangola -j- 3.3, ísafjörð-
nr, snðvestangola -)- 3.4, Aknreyri, snnn-
an-hvassviðri -)- 4.5, Grimsstaðir, S. S.
V. stinningskaldi -f- 2.0, Seyðisfjörðnr
snnnan stinningsgola -f- 6.0.
Skýjað loft alstaðar og regn i Vest-
manneyjnm. í Þórshöfn i Pæreyjum, var
snnnankaldi, alskýjað loft og -f- 5.7.
Háflóð er k). 2,58 árd. og 3,1 siðd.
Sólarupprás kl. 9,28 árd.
Sólariag kl. 3 siðd.
Tveír unglingspiltar anstan frá Eyjafjöll-
nm komn hingað til bæjarins á snnnndag.
Lögðu þeir á stað að heiman á miðvikn-
dag og fórn fótgangandi alla leið. Þeir
ætla að nema sund hér i Langunum.
iarðarför Dýrleifar Guðmundsdóttur, fór
fram i gær frá Frikirkjnnni. Hófst með
húskveðju á heimili hinnar látnn, Berg-
staðastræti 45.
Hljómleikar Brynjólfs Þorlákssonar i
Bárnnni á sunnndagskvöldið, vorn svo vel
sóttir að húsið rúmaði ekki allan þann
sæg, er dreif þar að og náði fylkingin
langt fram á götu. Stóð þar 200 manns
og lagði við hlnstirnar, ef ske kynni að
einhver ómnr heyrðist þangað innan úr
húsinu. Þótti öllnm er inni vorn vel tak-
ast, en söknnðn þó Simonar Þórðarsonar
á Hóli, sem var veiknr og gat þvi ekki
snngið.
Allur þorri bæjarbúa metnr hljómleika
Brynjólfs til jafns við hinar beztu skemt-
anir er hér bjóðast, og væri þvi ekki
nema vel, ef hann sæi sér fært að endnr-
taka þá enn einu sinni, svo þeim gefist
kostur á að heyra sönginn, er frá nrðn
að hverfa nú siðast.
Vesta fór frá Færeyjnm i gærmorgun.
Aprll seldi afla sinn i gær á Bretlandi
fyrir 560 sterlingspund.
Snorri Sturluson seldi afla sinn i Grims-
by fyrir rúm 10,000 kr.
Gestir ( bænum: Frú Gnðrún Fálssson
frá Borgarnesi.
Hettusótt gengnr { bænnm, og segja
læknar hana vera með vægara móti.
Hálkan: 17 manns keypín blývatn í
lyfjabúðinni i gær, fyrir hádegi — höfðn
doltið á hálkunni.
Botnvörpungur ensknr, var nær strand-
aðnr hér við Seltjarnarnes i gær. Var á
leið til Reykjaviknr og ætiaði fyrir inn-
an Akurey. Skipið átti að eins skamt
eftir að Selskeri, þegar Fétur Hansson,
sem var i skotför, hrópaði til skipstjór-
ans. Skipið heitir >Xerxes« og liggnr nú
hér á höfninni og teknr kol.
»Kong Helge<: Undir eins og fregnin
barst hingað til bæjarins nm hið sorglega
slys, sem komið hefir fyrir á »Kong
Helge« i Atlantzhafi, sendi M 0 r g n n -
h 1 a ð i ð út fregnmiða. Var þeim útbýtt
nm stræti bæjarins og vorn komnir i glugga
afgreiðslannar um hádegisbil. Fregnin
vakti mikla eftirtekt um allan bæinn.
Flaggað var i hálfa stöng á afgreiðsln
Thorefélagsins og víðar hjá kaupmönnum,
i tilefni af fregninni nm slysið á »Kong
Helge«. Hansen skipstjóri var hér knnn-
nr mjög og átti marga vini. Hann var
skipstjóri á »Ingólfi« (Thore) nm tima og
siðan á »Vestra«, en tók við stjórn á
»Kong Helge« þegar strandbátar félags-
ins hættu ferðnm hér við land.
Kaupið Morgunblaðið.
Erl. símfregnir.
Khöjn 24. nóv. kl. 6.10 slðd.
Kong Helge í ofsaveðri.
Kong Helge kom í gærkvöldi til
Kristiansand í Noregi, bilaður mjög
af ofveðri og stórsjó I Atlantzhafi.
Hansen skipstjóri, Dam yfirstýrimað-
ur og einn háseti féllu fyrir borð i
ofveðrinu og druknuðu allir. Eng-
inn vegur að koma við björgunar-
tilraun. Skipið hafði fengið ofsarok
alla leið frá Seyðisfirði til Noregs.
Kong Helge liggur þar enn og er
verið að gera við skemdirnar.
Góð ráð.
Skósólar verða vatnsheldir ef
borin er á þá »Kopalfernis« nokkrum
sinnum og auk þess endast þeir
mörgum sinnum lengur. Annað ráð
er það, að bera á þá volga »línolíu«r
eins mikið og þeir geta í sig drukk-
ið. Harðna þeir þá er þeir þorna og
verða bæði vatnsheldir og hálfu end-
ingarbetri en ella.
—o—
Tíu eða tólf dropar af salmíak-
spiritus blandað saman við einn pott
af vatni, er bæði góður og ódýr
áburður á gluggablóm.
—o—
Lím verður sterkara og endingar-
betra, ef dálítið af »glycerin« er lát-
ið saman við það.
—o—
það er vani margra kvenna,
að bíta sundur nálþráðinn, þegar
þær eru að sauma, eða bregða þráð-
arendanum upp í sig, áður en þær
þræða nálina. Þetta er mjög hættu-
legt, því að margt saumagarn, einkum
silki, er blandað eitri í lituninni til
þess að gera það þyngra.
—o—
Kartöflur verða bragðbetri og
fastari í sér, ef þær eru þurkaðar i
ofni, rétt áður en þær eru soðnar.
Brófaskrína.
1. Má eg ekki, sem dvel hér sem
nemandi við opinberan skóla, skrifa
mig til heimilis hér í bæ, án þess
að sækja um leyfi til bæjarfógetans?
2. Eða þarf eg að tilkynna bæ-
jarstjórn öðru vísi en með því, að
skrifa nafn mitt, heimili og fyrra
heimili á manntalsskýrsluna?
3. Þarf eg, sem nemandi að gjalda
hér útsvar, hvar sem eg tel mig eiga
heimili?
1. svar: jú. 2. svar: nei. 5. svar: nei.
Auglýsið í Morgunblaðinu.