Morgunblaðið - 28.11.1913, Síða 2

Morgunblaðið - 28.11.1913, Síða 2
122 MORGUNBLAÐIÐ Blá-grár íslenzkur hund- ur (kallaður ‘Blár), eign konsúls Brillouins, hefir horfið hér í bænum. Sá sem kynni að verða var hunds- ins, utanbæjar eða innan, er vinsam- lega heðinn að gera vart við á skrif- stofu blaðsins, gegn borgun. i. umr. um, að altof lítið sé áætlað til afborgunar lánum. Dygði því alls eigi að hækka afborganaliðinn. Kvað lánstraust bæjarins í hættu, ef eigi væri gætt forsvaranlegrar fjár- hagsstjórnar. En ef lánstraustið færi, — væri fótum kipt undan verkleg- um framkvæmdum bæjarins, ogkæmi það niður á fátækustu stéttinni — verkamönnum. Tryirqvi Gunnarsson átaldi gjalda- hækkunartillögur Péturs G. Guð- mundssonar. Kvaðst eigi greiða atkvæði »með einni einustu af vit- leysum hanst. Atvinnuskrifstofa hefði ekkert að segja. Verkmannahælið húmbúg. Gæti í mesta lagi orðið fyrir 4 fjöl- skyldur og hvað skyldi það hjálpa húsnæðisleysi eða húsaleiguverði í bænum. Borqarstjóri mælti móti sama sem cllum br.till., sem fram hefðu komið, þær mundu að eins verða nafnið eitt, en engin áhrif hafa á reikninginn. Taldi útsvörin eigi hafa hækkað hér í bænum hlutfallslega við tekjur bæjarins. (Kl. J.: Þetta er rangt, sannanlega rangt). Umræður stóðu til kl. 8V2 u® kvöldið. Töluðu enn nokkurir bæ- jarfulltrúar og mun skýrt frá þeim ræðum á morgun. Þá var gengið til atkvæða, og kemur atkv.gr. sömul. á morgun. Að eins skal þess getið, að tillaga Péturs Guðmundssonar um atvinnu- skriýstofu var feld með 7 : 3 atkvæð- um (Pétur, Þorv. Sv. Bj.) og tillaga P. G. um að reisa verkmannahæli var feld með öllum atkv. gegn hans eigin. Comts. (jripdeildir í Reykjavík. Tveimur bátum stolið. Siðla á sunnudagskvöldið var, voru nokkrir skipverjaraf kolaskipinu Vana- dis, hér i landi. Sex þeirra urðu nokkuð síðbúnir, og er þeir ætluðu að komast aftur á skipsfjöl, voru hinir félagar þeirra farnir á undan og höfðu auðvitað tekið með sér bátana. En þessir piltar urðu ekki ráðalausir fyrir því. Fjórir þeirra tóku bát, sem stóð i fjörunni, og Kristinn Sæmundsson sótari átti. Fluttust þeir á honum fram til skips og sleptu honum þar lausum. Bát- inn rak þegar til hafs og hefir hann ekki sézt síðan. Hinir skipverjarnir, tveir, tóku pramma, sem Frederiksen kolakaup- maður átti, og létu hann einnig laus- an, er þeir voru komnir á skipsfjöl. En maður, sem var á verði á kolabarki Frederiksens, sem liggur hér á höfninni, sá til þeirra og gat gefið upplýsingar, er það vitnaðist að pramminn var horfinn. Var nú leitað hófanna hjá skip- verjum, hverju þeir vildu bæta stuld þennan, en þeir brugðust ókunnug- lega við, og neituðu þverlega að þeir ættu nokkurn þátt i hvarfi prammans. Leið svo mánudagurinn að engar málsbætur fengust af söku- dólgunum; en nú var einnig saknað báts Kristins. Á þriðjudagsmorgun árla, fór Þor- valdur Björnsson lögregluþjónn að finna piltana að máli, og ætlaði að heimta þá með sér í land, svo þeir yrðu löglega yfirheyrðir. En þá féll þeim allur ketill í eld og könnuð- ust við klæki sína. Var þá sátta leitað, og varð sú sætt þeirra, að þeir skyldu gjalda Kristni 100 kr. fyrir bátinn, en Fre- deriksen 30 kr. fyrir prammann. Skipstjóri greiddi sektarféð eftir beiðni sökudólga, og fór Þorvaldur við það i land. Fluqmaður. Símfréttir. Haýnarfirði í %œr. Færeyinqarnir eru sem óðast að undirbúa skip sín til brottfarar. Halda þeir heim til Færeyja undireins og gefur. Samsæti á að halda Mr. W. S. Hadd- en — manninum, sem fiskreitana tók á leigu hjá bæjarstjórninni í haust. Verða þar margir bæjarmenn við- staddir. Samsætið fer fram hjá ung- frú Theodóru Sveinsdóttur. 0. Vestmanneyjum í qærkvöldi. Hér er óvanalega mikill vestan- stormur og stórsjór. Menn muna varla eftir öðru eins veðri í mörg ár. Vesta enn ókomin hingað. Skiptjón. \ m Enskur togari strandar. Skipshöfnin bjargast. Aðfaranótt miðvikudags var ofsa- veður fyrir sunnan land — kafalds- bylur og stórsjór. Togari nokkur, Lord Carlington, frá Hull, var þá á siglingu fyrir suðurlandi, en sá lítið til lands vegna hriðarinnar. Áður varði, rakst hann á sandrif hjá Kerl- ingardalsá, skamt fyrir austan Vik í Mýrdal, og stóð þar fastur. Hafði sjór og straumur fyrst borið skipið upp að Vik, og fólk þá orðið vart við hættuna. Skipshöfnin beið í skipinu til dög- unar, en þá voru menn úr landi komnir að strandinu til hjálpar. Sagði Sigurður sýslumaður Eggerz fyrir við björgun mannanna, er fór ágætlega fram. Voru mennirnir fluttir vestur í Vík, og biða þar ferðar hingað til Reykjavikur. Skipstjórinn er sænsk- ur maður, Petersen að nafni, og hefir hann verið hér oft áður. Björgunarskipið Geir hefir verið kvatt til hjálpar, en fer eigi austur fyr en veður og sjór batnar. Engin tiltök að bjarga skipinu meðan ill- viðrið stendur yfir. Lord Carlington er tæplega árs- gamalt skip, og kvað vera alveg óskemt, og því von um að það ná- ist út ef veður batnar bráðlega. Vagab. ---------------------- Smávegis víðsYegar að. Hundamyndir. Hundaeigendur i Paris gera alt sem í þeirra valdi stend- ur til þess að gera hundunum sínum lífið eins létt og hægt er. Það kemur þráfaldlega fyrir, að hundarnir villast og lenda á flæking. En nú hefir einhver hundavinurinn komið með þá uppástungu, að láta mynda hundana og safna myndunum í bók, sem geymd sé á lögreglustöð- inni. Undir hverri mynd á að standa lýsing á hundinum, nafn hans og nafn og heimili eiganda hans. Ef hundur lendir á fiæking, getur lögreglan þegar í stað vitað hverra manna hundurinn er, með því að fletta upp myndabókinni. Skoplegar auglýsingar. Hvitur köttur hefir tapast, frá frú F. sem hefir tvo svarta bletti á nefinu og einn á rófunni. Þurt brenni er til sölu hjá Jóni Jónssyni sem hefir legið í þurki i alt sumar. Armbandi týndi stúlka með gull- lás að framan en perlu að aftan. Sófi er til sölu hjá Jóni Jónssyni með mahóníhrygg og snúna fætur. Lykli tapaði kona sem hékk á bandi milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Snjallræði. í rúm tuttugu ár hafði Andersen borðað á sama veitinga- húsinu og altaf sat hann í sama stað, við lítið borð úti í homi. En einu sinni þegar hann kom til að borða, er ókunnur maður í sæti hans og les þar í blaði. Andersen vissi nú ekkert hver ráð hann átti að hafa til þess að koma manninum burt, en hitt vissi hanu, að matar- lyst mundi hann enga hafa fyr en hann settist í gamla sætið sitt. En svo datt honum ráð í hug. Hann gekk þangað sem gesturinn sat. — Góðan daginn, hr. Andersen! sagði hann vingjarnlega. — Fyrirgefið þér, svarar ókunni maðurinn. En eg heiti ekki Ander- sem. Yður hlýtur að skjáilast. — Nei, þér þurfið ekki að gera gys að mér, svaraði Andersen. And- ersen hefir nú setið við þetta sama borð í rúm 20 ár, og eg v e i t að enginn dirfist að ræna hann sætinu, og hann borðar altaf á þessum tíma. Þér hljótið að vera Andersen. Ókunni maðurinn reis nú á fætur og settist við annað borð. — Eg vissi alls ekki að þetta sæti væri ætlað vissum manni, sagði hann, en eg fullvissa yður um það, að eg heiti alls ekki Andersen. — Nú, þá er það líklega eg, sem heiti Andersen, svaraði hinn og sett- ist. .......— crra dagbófjin. ■—« Afmæli í dag, 28. nóv. Kristjana Blöndahl jnngfr. Halldóra Björnadóttir hásfr. Jón Eyólfsson steinsm., 58 ára. Bjarni Bjarnason skósm., 44 ára. Friðrik Jónsson kanpm., 62 ára. Kristinn Eyólfsson 19 ára. Háflóð er i dag kl. 5.9 árd. og kl. 5.32 síðd. Sólarnpprás kl. 9.43. Sólarlag k). 2.46. Nýtt tungl kl. 12.41 árd. Ókeypis eyrna-, nef- og hálslækning Austurstræti 22 kl. 2—3. Ókeypis lækning Ansturstr. 22 kl. 12—1, Póstáætlun.- Sterling til ótlanda kl. 6 síðd. Veðrið I gær: Eeykjavik, vestangola, regn og 6 st. hiti, ísafjörður, austan-stinn- ingsgola 1.2, Aknreyri, logn og snjó- koma -f- 0.0, Grlmsstaðir, snð-anstan- stinningskaldi, regn og hiti 2.0, Seyðis- fjörðnr, norð-anstanknl, snjór + 0.3, Vest- manneyjar, snð-anstan-stinningskaldi, regn og hiti 3.8, I J>ór8höfn á Færeyjnm S. S. V. stinningsgola, regn og 7 stiga hiti. Á stjórnarráðsblettinum tóku menn eftir stóði mikln í gær, er var þar á beit. Alls voru sjö skepnur innan stjórnarráðs- girðingarinnar — fjörar merar og þrjú folöld. Befir þeim vist fundist vistin heldnr slæm á blettinum, þvi tvö folöld stóðu við fætur Jóns Signrðssonar, á sjálf- nm fótstallinum, í skjóli fyrir útsynningn- nm, og leið þar auðsjáanlega vel. Sjást enn merki þess að þau hafa þar komið. J. P. T. Brydes verzlun hefir flutt hing- að eggjadnft nokknrt, er Colovo kallast. Er það mikið notað af húsmæðrnm er- lendis, einknm þar sem egg eru dýr. En dnftið er ódýrt og gott og má nota það 1 öllu sem egg. Morgunblaðinu var send kaka, sem Colovo hafði verið notaö í, í staðinn fyrir egg, og oss þótti hún af- bragðs góð. Bjarni Björnsson, hermikrákan þekta, hýðnr npp á »skellihlátur€ i Bárunni í kvöld. Það verða áreiðanlega margirr sem vilja hlægja sig máttlansa á kostnað náungans, núna þegar svona dauft er i bænum. Togararnir: Ingólfur Arnarson, Virg- inia'og Freesland fórn á fiskiveiðar i gær þó slæmt væri veður. Landsíminn. Aukalinan til Borgarness er í ólagi þessa dagana. Búist við að takist að koma henni i lag innan skamms. Þinglestur. Afsöl: 1. frá Guðjóni S. Jónssyni og Valdimar S. Guðjónssyni dags. 24. þ. m. til Frið- bergs Stefánssonar fyrir húseigninni nr. 3 b. við Norðurstlg. 2. frá Sigþóru Steinþórsdóttir, dags. 20. þ. m. til Jóns Benjaminssonar, fyrir hús- eigninni nr. 34 við Sellandsstig. 3. frá Jóhanni Kr. Ólafssyni, dags. 19. febr. ’12 til Gnðjóns Guðmundssonar fyr- ir lóð nr. 19 við Grettisgötu. 4. frá uppboðsráðanda Reykjavikur, dags. 21. þ. m. til Jóhanns Jóhannessonar fyrir »Doktorshúsinu«. Á bæjarstjórnarfundi 1 gærkveldi voru laun lögreglnþjóna bæjarins hækkuð, sem hér segir: Þorvalds Björnssonar úr 1200 í 1400 kr., Páls úr 1000 i 1200, og Jón- asar úr 1000 i 1200, en Ólafs úr 1000 í 1100 og Sighvats næturvarðar úr 900 í 1000 krónnr. Sterling var á Bildndal i fyrrakvöld, en var ókominn til Isafjarðar i gærkveldi.- Búist við, að eigi muni skipið ferðbúið héðan til útlanda, fyr en i fyrsta lagi á mánudagskvöld. Verðnr það þrem dög- nm á eftir áætlun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.