Morgunblaðið - 28.11.1913, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.11.1913, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 123 Piano frá verksmiðjunni Weissbrod, hirðsala á Saxlandi, fást keypt með titsöluverði. Snúið yður til undirritaðs umboðsmanns. Árni Thorsteinsson. Hin fyrsta og eina Ú T S A L A hjá okkur á árinu hefst laugardaginn 29. nóv., og varir um tíma. Við gefum 20°/o af Kjólatauum, Klæði, á kr. 3,30 nú 2,60 — - — 4,50 — 3,60 Karlmannaföt mikið niðursett. Ekkert undanskilið. Minsti afsl. io°/0, nema af netagarni og taurullum, sem er nú þegar ódýrara en nokkur útsala býður. Varan er vönduð. Verðið viðurkent lágt. Virðingarfylst, Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Austurstræti 1. Bezta jólagjöfin. Þau 14000—15000 manns, sem hafa látið taka af sér mynd hjá mér, frá árinu 1907 til þessa tíma, geta fengið þessi kostakjör fyrir jólin: Stór mynd 1/4 örk á 3 kr., áður 8 kr. — — V2 örk á 5 kr., áður 15 kr. Menn þurfa að eins að segja til nafns síns, eða koma með seðil, sem þeir haía fengið (alt frá Nr. 10000 til 24000). Þeir sem láta mynda sig fyrir jól, njóta hins sama. Sérhver mynd verður vandlega unnin. Pétur Brynjólfsson sjálfur við kl. 11—2. 3ezt að koma sem fyrst. Timinn er naumur til jóla. Myndastofan er opin frá kl. 9—6. P. Bryujólfsson. :0 t» 08 08 N ® n w ® N «+ 89 u O* 89 (Q u. O: Hj Axa-hafralímfóður er bezta og ódýrasta fóðurnijöl banda kúm. Prófeesor dr. Schmidt i Stockbólmi, eiðsvarinn næringaefnafræðingnr sænska rikisins, hefir gert efnarannsókn á þesen föðurmjöli og maÍ8fóðnrmjöli og er samanbnrðurinn þannig: Axa hafralímfóður Maísmjöl. Eggjahyita 8,90°/o 905°/„ Fita 4,00°/« 3.94°/o Kolavatnseldi 73,10°/0 69,22°/o Vatn 8,50°/o 16,57°/0 Aska 5,50°/o l,22°/o 100,00°/o 100,00„/„ Tekið á móti pöntunum i verzluninni >Von< Talsími 353. Sýnishorn fyrirliggjandi. Tilbúnar rósir af ýmsum litum, fást á Bergstaðastr. 4. Hent- ugar í blómsturvasa og gluggaskraut o. s. frv. Dansmeistari Ari Kr. Eyjólfs- son 2. bekk A, á bækur geymdar á afgr. Morgunblaðsins,sem hann get- ur vitjað ef hann vill. Slys á hálkunni. Emanuel Cortes, prentari í Guten- berg, datt á hálkunni í gærmorgun, er hann gekk til vinnu sinnar, og sin- slitnaði í hægri hlið. Hann liggur rúmfastur og mun verða frá vinnu um stund. Það líður varla sá dagur hér í bænum, að eigi detti einhver á hálk- unni og meiðist. Sandur er að eins á örfáum stöðum borinn á hálkuna, og er það því skammarlegra, sem lengur líður. Ætlar bæjarverkíræð- ingurinn aldrei að vakna, eða liggur hann sjálfur í beinbrotum? Hvernig á eiginmaður- inn að vera? Svar nr. 40. Eiginmaðurinn á að vera skírlífur, hraustur og af góðu kyni. Svar nr. 41. Sannkristinn. -------------------- Svörtu gammarnir. 27 Skáldsaga eftir Ovre Richter Frich. ~ (Frh.) — Það er lýgi. Það hafa verið verðir á öllum vegum hér í grend og þeir hafa hvergi farið fram hjá. Hvar eru þeir? Ekki ríða þeir gand- reið um loftið eins og kvöldriður. Þá brosti Pétur illgjarnlega og hæðnislega. — Jú, það gerðu þeir, sagði hann. Þeir flugu á brott. Gammarnir eru farnir á veiðar. Þú sérð þá aldrei framar, Burns. Þá slepti leynilögreglumaðurinn takinu. — Auðvitað sagði hann og þaut út, en hinir bundu Pétur frænda. Á söndunum fyrir framan húsið sá Burns merki þess að flugvélar hefðu verið settar þar á stað til flugs. Pét- ur sagði satt, fuglarnir voru flognir. Hann gekk nú inn í húsið aftur. — Eg verð að krefjast þess að þið færið mig fram fyrir dómarann, sagði Pétur frændi og hafði nú náð sér aftur. Eg er ranglega sakfeldur. — — Liggur þér mikið á? — Já, eg kæri mig ekkert um að vera hér lengur. Hann leit í kring um sig og Burns veitti því eftirtekt að í augnaráðinu lá ótti. — — Nú, hvar er hún, sagði hann. — Hver? sagði Pétur alveg hissa. — Tundurvélin auðvitað. Óg hvenær springur hún, vinur. Ertu orðinn hræddur, eða hvað ? — Eg skil ekki. — — Er því þannig vnrið. Þá er bezt að við skiljum þig hér eftir stundarkorn, á meðan við skoðum nágrennið. — Hún er í eldavélinni, tautaði Pétur og náfölnaði. Hún springur kl. 7. Við skulum flýta okkur héð- an. — En Burns hafði þegar opnað elda- vélina. Þar var inni dálítill kassi, sem hann greip og athugaði. — Það er Kozineffs tundurhylki, tautaði hann. Svo braut hann gæti- lega lokið af og kom þá i ljós svo- litið sigurverk sem var i sambandi við tundurhylkið. — — Hún springur eftir hálfa þriðju minútu, hélt hann áfram. Hérna er hamarinn sem slær á kvellhettuna. Við brjótum hann af — svona. — Þýzku lögreglumennirnir urðu að gjalti er þeir sáu hve háskinn hafði verið nærri. En Burns setti kassann á borðið og sagði með mestu stillingu eins og ekkert hefði i skorist: — Nú þarf ekki að óttast þenn- an háska lengur. En svo er bezt að við snúum okkur að öðru. Jæja Pétur, hvar eru gammarnir. Hann þurfti ekki svar, því í sömu andrá heyrðist undarlegt hljóð, eins og útburðarvæl, úti fyrir. Burns þaut út og hinir á eftir. Hátt uppi í loftinu eygðu þeir nokkra dökka díla, sem þutu áfram með feikna hraða. Það voru fimm fuglar, sem fluttu með sér ógn og skelfingu hvar sem þeir komu. Burns steytti að þeim hnefann og þaut í talsimann. 16. K a p i t u 1 i. Burns lagði frá sér simaáhaldið og leit á úrið sitt. Morgunblaðið. Nýir áskriíendur, sem greiða gjald sitt fyrir decembermánuð, íá blaðið ókeypis það sem eftir er af nóvember. Blaðið kostar að eins 65 aura á mánuði, heimflutt, samsvar- ar 34—35 blöðum á mánuði (8 síður á sunnudögum), með skemtilegu, fróðlegu og frétta- miklu lesmáli — og myndum betri og fleiri en nokkurt ann- að íslenkzt blað. Morgunblaðið er hið eina ís- lenzka blað, sem hefir ráðinn teiknara sér til aðstoðar og flyt- ur myndir af öllum helztu við- burðum hér í bæ, t. d. eins og í morðmálinu, í miðjum þess- um mánuði. Gjörist áskrifendur þegar í dag — og lesið Morgunblað- ið um leið og þér drekkið morgunkaffið! I Pað er ómissandi! Sími 500. Ágæt egg fást slöíugt N9 Jes Zimsen. — Fjeld verður kominn hingað eftir stundarfjórðung. Þá eru þeir hálfri stundu á undan okkur. En við skulum ná þeim, enda þótt við verðum að elta þá alla leið til norð- urskautsins. Lögreglustjórinn þýzki gekk til hans. — Hvað eigum við nú að gera, sagði hann og leit um leið á hús- bóndann í »Fjöðrunum þremur«. Burns svaraði ekki, en horfði út um gluggann eins og hann væri að brjóta heilann um eitthvað. — Hvar er þýzki loftherskipaflot- inn núna? spurði hann svo upp úr eins manns hljóði. — Eg held að hann sé í Elber- feld, þar sem hinar stóru heræfing- ar fara fram. En Zeppelínsskipið »Hansa III« leggur á stað frá Kaup- mannahöfn núna kl. hálfátta. — Fer það til Líibeck. - JL — Er það vopnað ? — Já, «Hansa III* er herskip úr loftflotanum. Það er fyrsta flokks skip og hefir meðferðis 2 tundur- fallbyssur og tíu þeysibyssur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.