Morgunblaðið - 08.12.1913, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
170
JTlikið af nýjum vörum kom með
Bofníu í vefnaðarvöruverzíun
----- Tf). Tf)., Ingóífsf)voíi. --
Nýir ávextir,
svo sem:
Perur,
Bananar,
Yínber,
Epli,
nýkomið til
H. f. P. I, Thorsteinsson & Co,
(Godthaab).
Skautar
og skautaólar,
langstærst úrval
og lágt verð
hjá
Jónatan Þorsteinssyni.
en ætli að fá konungdóminn í hend-
ur syni sinum Boris. Aðrir ætla að
konungur bíði þess, að kosningar
fari fram í Búlgaríu 7. des. og hverfi
heim aftur ef þær ganga honum í
vil. En aðrir segja konung geggjað-
an orðinn og ófæran til ríkisstjórnnar.
Verstu fjandmenn konungs eru
Dr. Daner og Savov hershöfðingi.
Gefa þeir konum einum að sök, að
til ófriðar kom milli Búlgara og
bandamanna þelrrá er voru. Er svo
sagt, að Savov neitaði í fyrstu að
hlýðnast skipuH 'honungs um að
hefja þann ófrið, en konungur hót-
aði þá að draga hann fyrir her-
mannadóm og láta skjóta hann. Lét
Savov þá undan, en krafðist þó áður
skriflegrar skipunar.
Enn er það, að Daner og hans
sinnar vilja leita vináttu við
Rússa og firrast Austurríkismenn, en
það er konungi mjög á móti
skapi. Trúlegast er því, að hann
láti af konungdómi ef Daner nær
yfirtökum í þinginu, en ella ekki,
nema svo sé, að geðveikissögurnar
séu á rökum bygðar.
Jólafötin.
Ef maður fer að spyrjast fyrir á
saumastofum karla og kvenna hér í
þessum bæ, hvort nú sé mikið að
gera, er fljótt svarað, — »já, bless-
aður verið þér, nú fara jólin að nálg-
ast og allir sem eitthvað geta veitt
sér, þurfa eitthvað að fá sér saumað
fyrir jólinc. Já, að ýd sér, þetta heyr-
ir maður ár eftir ár, en ótíðara hljóm-
ar það í eyrum manns — að um
þann eða hinn, sem ekkert getur,
þurfi að hugsa, — en á þessu eru
auðvitað heiðarlegar undantekningar.
— Því vissulega veit maður um margt
efnað og góðhjartað fólk, sem hugs-
ar um að gleðja og hjálpa ýmsum
fyrir jólin, — en meira má qera,—
og almennari verður sá hugsunar-
háttur að verða að gleðja og hjálpa.
Eg held að fólkið sé ekki nógu
hugsunarsamt um það, hvað öðrum
geti komið að notum, eða ekki nógu
nærgætið við þá fátæku, þegar það
heldur að þeim þyki ekki neitt varið
í það sem þeim efnuðu sýnist lítils
eða einkis nýtt. — En margir þeirra
fátæku kunna það sem erfið og inn-
tektarrir atvinna hefir kent þeim, það
er að nota út Jötin. Efnaða fólkið
lítur á tímann sem það hefir gengið
í sínum fötum, og reiknar svo út
hvort það geti nú verið lengur í
þeim á almanna færi. — Þessi
ummæli mundu hinir laikuðu klæða-
skápar sanna, — ef góðvilld eig-
andanna væri viðlátin til að opna
þá og með aðstoð óhindraðrar gjaf-
mildi, Jiýtti sér að tína saman og
senda frá sér til þeirra nöktu. Þá
ættu þeir líka með Jullum rétti hina
eðlilegu gleði yfir nýju fötunum sin-
um, sem myndi endast Jram yfir
jólin. Því það, að hafa getað glatt
og klætt marga þurfandi með því
sem þeim var ekki sjálfum lengur
neins virði, ætti að vekja varanleqa
þakklátsemi við gjafarann allra góðra
hluta, fyrir lífshlutskiftið sem máské
veitti altsnægtir líkamlegra þarfa. —
Fyrirbænir og þakklátsemi hinna
fátæku manna fylla upp í þau skörð,
sem annars kynnu að verða auð, ef
þið nú verðið þeim tilmælum, sem
fram hafa komið í Morgunblaðinu
vegna hinna fátæku. Mundi það
vera eðlileg gleði, eða geta heitið
sönn jólagleði, sem hreyfði sér hjá
ykkur, heiðraðir bæjarbúar, sem fáið
ykkur ný föt eða eigið nóg af nýj-
um fötum til að klæðast i, áður en
þið gangið að margréttuðu matborði,
ef þið gætuð ekki fundið í meðvit-
und ykkar að þið heíðuð veitt öðr-
um gleði um þessi jól. Eða mynduð
þið í Jesú nafni geta gengið til guðs-
þjónustu án þess ?
Það þolir vonandi ekki langa bið
í hugskotum ykkar, að rýma til hjá
ykkur og senda eða láta sækja föt
þessa dagana, sem auglýst er að þeim
>é veitt móttaka, því það er ællast
til, að hægt sé að sauma á börnin
úr fötunum eða fataefninu sem þið
sendið, fyrir jólin. Tíminn er stutt-
ur til jóla, en miklu má þó í verk
koma ef samtaka áhugasemi kristi-
legs kærleika vinnur hvíldarlaust. —
Fátæku mæðurnar telja ekki eftir sér
að vaka og vinna, ef þær fá verk-
efnið. — Arangur tilrauna vorra i
þessu efni mun verða sagður í
Morgunblaðinu um jólin.
Kona.
Frá Danmörku.
Hvítu sandar. Stórviðrin sem geys-
uðu um Norðurálfuna norðanverða
um og eftir miðjan nóv., hafa m.
a. gert stóran usla við Jótlandsstrend-
ur. Úr Norðursjónum gengurskurð-
ur inn í Ringköbingfjörð, þar sem
heita Hvítu sandar. Skuró þenna
lét J. C. Cristensen gera á almættis-
dögum sínum, en áður lá mynnið
sunnar. Það kom þó brátt í ljós að
þetta verk hefði betur verið óunnið.
Norðursjórinn braust í gegnum skurð-
inn og skolaði burtu sandinum til
beggja hliða, svo að þar varð 300
metra breidd, sem áður voru 30 m.
Sjórinn flæddi yfir engi og ekrur,
bændur sunnan megin fjarðarins urðu
að flýja híbýli sín, en kvikfé drukkn-
aði. Nú skiftast menn i 2 flokka,
sunnanmenn, er vildu hlaða upp í
skurðinn, og norðanmenn, undir for-
ustu I. C. Christensen, er vildu halda
honum opnum en afstýra frekari
skemdum með öflugum varnarkömp-
um. Þessi flokkurinn var hlutskarp-
ari. Ríkisþingið veitti 900,000 kr.
til fyrirtækisins og var Monberg
verktaka falið að sjá um framkvæmd
á því. Hafa menn hans nú unnið
að kampahleðslunni mánuðum saman
undir forustu Arvid Hansen yfirverk-
fræðings, og voru komnir vel á veg.
En Norðursjórinn lætur ekki að sér
hæða. I stórviðrinu 19.—2. nóv.
skolaði hann burtu mestöllum varn-
arkömpum báðum megin svo að ekki
stóð steinn yfir steini. Bilið milli
kampanna var 45 m., en nú er
mýnnið aftur yfir 100 m. Því fé,
sem kostað hefir verið til þessa fyr-
irtækis, er því í bókstaflegum skiln-
ingi fleygt í sjóinn. Verði nú byrj-
að á nýjan leik, er fullyrt að traustar
varnir verði eigi gerðar fyrir minna
en 2 milj. kr., og þó óvíst að dugi.
Fátækt.
í sambandi við grein í Morgun-
blaðinu í gær með fyrirsögninni
»Fátækt« vill félagið K. F. U. K.
láta þess getið, að það veitir vænt-
anlegum gjöfum viðtöku á hverjum
degi frá kl. 5—7 frá 4.—12. þ. m.
i húsi K. F. U. M. Gefendur geta
þvi sent gjafir sinar þangað beina
leið ef þeir vilja. Annars annast
ritstj. Morgunbl. um að senda til
þeirra, sem þess óska, á þann hátt
sem hann tilkynti í grein sinni í gær.
Den 15. Jannar begynder
sin nye Serie, hvori fölgende store Gievin-
ster skal ndtrækkes.
Störste Gevinst i heldigste Tilfælde.
Fres. 1.000.000 (En Million)
1 a 450.000 3 a 50.000
1 - 250.000 2 - 40.000
1 - 150.000 2 - 30.000
1 - 100.000 2 - 20.000
1 - 80.000 5 - 15.000
1 - 70.000 10 - 10.000
1 - 60.000 24 - 5.000
34 - 3.000 64 - 2.000
210 a 1.000 o.sv. ialt.
5 Millioner 175 Tusinde Frcs.
paa ðO.OOO Lodder med 21.550 Gevinster
og 8 Præmier.
Altsaa: Hvert 2. No. vinder.
Gevinsterne ndbetales kontant.
Loddernes Pris for hver Klasse
*/„ Lod Kr. 2.90. ‘/2 Lod Kr. 11.50..
'U — Kr. 5.80. >/, — Kr. 22.50.
For at nndgaa Forsinkelee med For-
nyelse af Lodderne hedes Betaling ind-
sendt for 2 KlasBer.
Adrs.
Fru Selma Edeling,
Autoriseret Kollektion.
Vendersgade 3. Köbenhavn.
Morgunblaðið.
Það kostar að eins 65 aura
á mánuði, heimflutt, samsvar-
ar 34—35 blöðum á mánuði
(8 síður á sunnudögum), með
skemtilegu, fróðlegu og frétta-
miklu lesmáli — og myndum
betri og fleiri en nokkurt ann-
að islenkzt blað.
Morgunblaðið er hið eina ís-
lenzka blað, sem hefir ráðinn
teiknara sér til aðstoðar og flyt-
ur myndir af öllum helztu við-
burðum hér í bæ, t. d. eins
og í morðmálinu, í miðjum fyrra
mánuði.
Gjörist áskrifendur þegar í
dag — og lesið Morgunblað-
ið um leið og þér drekkið
morgunkaffið!
Það er ómissandi!
Sími 500.