Morgunblaðið - 10.12.1913, Síða 3

Morgunblaðið - 10.12.1913, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ 179 Viðtal við ráðherra Hannes Hafstein. Eins og áður vnr getið um í blaði voru, var ráðherrann einn farþeganna, er með Botniu komu frá útlöndum um daginn. Dvaldi ráðh. erlendis um hríð í erindum ýmsum — bæði við- vikjandi lögum frá síðasta alþingi, og undirbúning ýmsra framkvæmda, sem fram eiga fara á ári komandi. Vér hefðum óskað þess, að oss hefði verið unt að flytja lesendum vorum fregnir um gjörðir ráðherra erlendis, þegar daginn eftir komu hans hingað. En skiljanlegar annir ráðherrans við ráðstafanir ýmsar hér heimafyrir, undireins og hann kom af skipsfjöl, var þess valdandi að vér gátum eigi náð tali hans. Vér hittum ráðherra i viðtalsstofu hans í stjórnarráðinu og báðum hann skýra lesendum Morgunblaðsins frá ýmsu því, sem gerst hefir í íslands- málum erlendis meðan hann var þar. Tók hann beiðni vorri vel og lét oss í té margar og miklar upplýs- ingar. Sanurönqumál. Eins og kunnugt er, samdi ráð- herra við Björgvinjar eimskipafélag- ið um strandferðir hér við land árið 1914. Félagið fær 50 þús. kr. styrk úr landssjóði og skuldbindur sig til þess að halda uppi strandferðum með tveimur farþegaskipum, er fara alls 14 hálfar strandferðir — 7 frá Nor- egi um Færeyjar til Reykjavíkur og þaðan vestur og norður um landið til Noregs aftur — og 7 frá Nor- egi um Færeyjar og til Austur- og Norðurlands til Reykjavikur, og það- an beint til Noregs. Skip þessi koma að eins við á stærri höfnum á landinu, en fara fram hjá þeim minni. Auðvitað mátti eigi við það búa til fulls, og til þess að minni kaupstaðirnir eigi yrðu með öllu út- undan í samgöngunum, hefir ráð- herra ennfremur samið við annað fé- lag um siglingar þangað. Samning- inn gerði hann i Khöfn, og hefir Thor. stórkaupm. Tulinius ritað und- ir samninginn fyrir hönd þess fé- lags, er bak við hann stendur. Oss gafst kostur á að kynnast þess- um samning itarlega, og skulu hér tekin fram helztu atriði hans. Félag Tuliniusar hefir varnarþing í Reykjavik. Það tekur að sér 7 strandferðir á minni hafnir lands- ins með vöruflutningsskipi, 200 smálestir að stærð, með 8 sjómílna hraða á kl.stundu. Skipið flytur aðallega vörur, en ef farþegarúm er i skipinu, má farþegagjald á fyrsta farrými eigi vera hærra en tíðkast hefir á öðru farrými á strandferða- bátum Sam. félagsins, nema ef stjórn- arráðið álitur fyrsta farrými á því skipi eigi verra, en á Hólum. Flutn- ingsgjald á skipi Tuliniusar er að öðru leyti hið sama og á Hólum og Skálholti. Póstflutning annast félag- ið með skipiqu, endurgjaldslaust. Á aukahafnir skal skipið koma, er minst 150 kr. flutningsgjald er í boði. Áætlun skipsins er þannig, að 15. april, 10. júni, 22. ágúst og 21. Svipa fundin á Hafnarfjarðarvegi. Ritstj. visar á. okt. fer það héðan vestur um land, en 13. maí, 8. júlí og 18. sept. héð- an austur um land. Til ferðanna fær félagið 30.000 kr. styrk úr landssjóði, er greiðist með 5000 kr. í einu, og eru gjald- dagar mai, júni, júlí, sept., okt. og nóv. — 15. dag mánaðanna. Fari skipið eigi ferðirnar, skal félagið greiða landsjóði 1000 kr. fyrir hverja ófarna ferð, er eigi stafar af strandi. Samningmn máframlengja árið 1915, og skoðast hann sem framlengdur fyrir það ár, ef félagið eigi hefir sagt honum upp fyrir r. ágúst 1914. Alþingi veitti til skipaferða alls 60 þús. kr., og hafa Björgvinjarfél. og Tulinius þannigfengið sinn helm- inginn hver. En Samein. fél. held- ur þeim styrk (40 þús.), sem veitt- ur er úr ríkissjóði Dana til skipa- ferða hingað til lands. Er félagið bundið samningum við dönsku stjórn- ina þangað til árið 19x9. Lántaka. Samkvæmt símalögum siðasta al- þingis, var ráðherra falið að annast lántöku þá, sem nota á til símalagn- inga og loftskeytastöðvar hér í Reyk- javik. Eru það alls um 500.000 kr. og hefir ráðherra fengið féð hjá Stóra Norræna félaginu. Af láninu greið- ast 4°/0 vextir, og er það bundið því skilyrði, að hér verði reist loftskeyta- stöð, er nái til útlanda, og geti verið nokkurs konar trygging fyrir sam- bandi við nmheiminn, ef sæsiminn slitnari. Meðan þetta skilyrði er eigi fyrir hendi, borgast 41ls0/0 vextir af láninu, en fellur niður í 4°/0 undir eins og hér er komin á loft- skeytastöð. í símalögum siðasta aiþingis er gjört ráð fyrir alt að 80,000 kr. fyrir loftskeytastöð í Reykjavik. Danir hugsa einnig til að koma á loftskeytasambandi á Færeyjum, og hefir ráðherra leitast við að fá Dani til þess að hafa þá stöð svo stóra, að hún nái til íslands. Með þvi mundi sparast VaVo af láninu og einnig aukafjárveiting til loftskeyta hér; því eigi mun unt að reisa svo öfluga stöð fyrir hinar áætluðu 80,000 kr., að hún nái til Bretlands. En það yrði hún að gera til þess að öllum skilyrðum fyrir láninu væri full- nægt. Takist þessi tilraun ráðherra, mun landinu sparast mikið fé. Carol. Maður varð úti. Fyrir skömmu varð Bergur Bergs- son frá Svartanúpi í Skaftártungu úti. Hann fór heimanað til fjárhirðingar um miðjan dag, en kom eigi heim að kveldi. Fanst hann svo örendur næsta morgun skamt frá bænum. Slóð hans var rakin á heimleið alla leið að túngarðinum, en blind- hrið var á og hefir haon viizt aftur brott frá gafðinum. Balkanfriðurinn. Khöfn, 16. nóv. Með friðargerðinni i Aþenuborg 11. nóv. milli Tyrkja og Grikkja er þeim ófriði lokið, er því nær i 13 mánuði hefir sogið merg og blóð úr Balkanþjóðunum og verið allri Norðurálfunni ótta- og áhyggjuefni. Eftir friðinn i Búkarest 10. ág. höfðu flestir búist við að öllum vandræð- um mundi lokið. En það fór á aðra leið. 29.' sept. gjörðu Tyrkir og Búlgarar frið sín á milli, og upp frá þvi reru Búlgarar að því öllum ár- um að spilla fyrir fyrverandi banda- mönnum sínum, en dekruðu sem mest við Tyrkjann. í byrjun októ- ber var eigi annað sýnna en að nýr ófriður mundi hefjast milli Tyrkja og Grikkja, og er óvíst hvernig það hefði farið, ef aðrar þjóðir hefðu eigi komið til sögunnar. Frakkar gerðu sitt til, með því að neita Tyrkjum um öll lán þangað til fullkominn friður væri kominn á. En það voru þó Rúmenar, sem riðu baggamun- inn. í miðjum okt. byrjaði grisk-tyrk- neska friðarnefndin á störfum sín- um í Aþenu. í fyrstu leit svo út sem alt mundi ganga greitt, en þeg- ar fram i sótti, kom það í ljós, að Tyrkir hugsuðu um það eitt, að draga málið á langinn með allskon- ar undanbrögðum. Var oft að því komið, að allir samningar mundu fara út um þúfur. En þá komu Rúmenar til sögunnar. Um mánaðamótin siðustu brá Take Jonescu, innanrikisráðherra Rúmena, sér til Aþenu og kom við í Kon- stantínópel í leiðinni. Dró hann þar enga dul á, að það væri full- kominn vilji Rúmena, að nú yrði látið til skarar skríða um málið, og mundu þeir veita Grikkjum fult lið- sinni, ef á þyrfti að halda. Þetta hreif, og urðu fulltrúar Tyrkja i Aþenu nú ólíku liprari en áður. í Aþenu var Jonescu tekið með miklum fögnuði. Múgurinn laust upp fagnaðarópum hvar sem hans varð vart; konungur veitti honum margra tima áheyrn og Veniselos forsætisráðherra hélt honum stórar veizlur. En þess á milli vanst hon- um timi til að tala nokkur alvöru- orð við sendimenn Tyrkjasoldáns og Jierða svo að þeim, að engin undan- brögð dugðu lengur. Arangurinn varð friðarsamningurinn, sem að of- an er nefndur, og var hann undir- skrifaður til fullnustu 13. þ. m. í samningnum er það meðal ann- ars ákveðið, að allir samningar, sem ^ður voru milli Tyrkja og Grikkja, skuli ganga í gildi að nýju. Yms ákvæði eru sett um fæðingjarétt tyrkneskra manna og um eignir sol- dáns i þeim héruðum, er Tyrkir hafa orðið að láta af hendi. Mörgum deiluatriðum er visað til gerðardóm- stólsins i Haag. Um sama leyti og friðurinn var gerður i Aþenuborg, jöfnuðu Serbar og Svartfellingar sin á milli ýms mál, er þeir höfðu dffilt um. Og nú er nýkomin fregn um, að sættir séu komnar á um landamæri Al- baniu. Þá er það eitt eftir að ákveða örlög eyjanna í Grikklandshafi, en þeirra vegna voru Tyrkir svo erfiðir viðureignar í samningagerðinni. — Lundúnafundurinn lagði það mál i hendur stórveldunum, og búast marg- ir við nýjum vandræðum þegar að því kemur að ráða þvíítil lykta. Að svo stöddu er þá alt kyrt, en enginn veit hve lengi. Hrannáburðurinn. Þýzbt hlutafélag stofnað. Eins og menn muna, var hér í fyrravetur þýzkur maður, Thorsen að nafni. Var hann hingað sendur til þess að rannsaka hvort eigi væri hægt að koma hér á verksmiðju, er ynni áburðarefni úr hrauni. Verk- smiðju af því tægi hafa Þjóðverjar stofnað á Ítalíu og á eynni Martinique — og hefir þeim græðst fé. Thorsen þessi leitaði fyrir sér í Hafnarfirði, tók sýnishorn af hraun- gróti þaðan til rannsókna erlendis, og samdi við bæjarstjórn Hafnarfjarðar- kaupstaðar um land til verksmiðju- byggingar o. fl. Sýnishornin reyndust mæta vel og var þegar afráðið að koma á fé- lagi. 11. des. (á morgun) er frestur sá útrunninn, er bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hafði setti félaginu. En í gær fékk umboðsmaður félagsins hér sím- . skeyti frá Hamborg — en þar búa hluthafar — um að félagið væri stofn- að. Heitir það »Islands Vulkan Phonolith Syndikat* og hyggur að vinna hér áburð úr hrauni. Ein skilyrði Hafnarfjarðar voru, að bærinn eignaðist 5 °/0 af hlutafénu og skyldi félagið greiða bænum 2 au. fyrir hverja feralin af lóð þeirri, er til verksmiðjunnar færi og á 15 álna svæði umhverfis verksmiðjuna, Þegar verið var að undirbúa stofn- un félagsins var búist við, að 150 smálestir af áburði jrðu unnar á dag, og að verksmiðjan mundi veita fjölda manna fasta atvinnu. Carol. Yfirlýsing. Sökum þess að það hefir verið borið út í dag af nokkrum nemendum f verzlunarskólanum, að skólanefndin hafi heitið þeim þvi, að skólastjóri færi frá skólanum í lok þessa skóla- árs, skal þess getið, að þetta er ger- samlega tilhæfulaust. Jón Olafsson. Smávegis viðsvegar ið, 65 ára rikisstjómaraf- mæli átti Franz Josef Austurríkis-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.