Morgunblaðið - 29.12.1913, Blaðsíða 1
Mánudag
1. irganp
29.
des. 1913
MOR&UNBLADID
56.
tölublað
Ritstjórnarsími nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
I. O. O. F. 95x2199
Biografteater
Reykjavíbur.
Bio
Æskuást.
Skemtileg mynd fyrir börn.
Póstræningj ar nir.
Amerísk mynd.
Lifandi fréttablað.
Willy er dyravörður.
Bio-kaffif)úsið
(inngangur frá Bröttugötu) mælir með
sínum á ia carte réttum, smurðu
brauði og miðdegismat,
Nokkrir menn geta fengið
fult fæði.
Tfarfvig Tliefseti
Talsimi 349.
Nýja Bíó:
Urtdir íegubekknum
Gamanmynd.
Brúðufæknirinn
Ástarsaga
Aukamynd.
Hjá mannætuin
á Bismarcbeyjum.
Reykið
Godfrey Phillips tóbak og cigarettur
sem fyrir gæði sín hlaut á sýningu
í London 1908
sjö gullmedaliur
og tvær silfurmedalíur.
Fæst í tóbaksverzlun
H. P. Leví.
Nú er hver síðastur
að ná í turninn í Land-
stjörnunni.
Notið sendisvein
frá sendisveinaskrifstofunni.
_______________Simi 4 4 4.
Skrifsfofa ^
Eimskipaféíags Ísíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Talsími 409.
yruimiui 1 n 11 r rri rr
Yacunm Oil Company :
hefir sínar ágætu oliubirgðir
A handa eimskipum hjá
H. Benediktssyni.
Kaupmenn og útgerÐarfélög
munið það.
Símar: 284 og 8.
bTTTTTnrrrnrrvrtTrrTmt
Umboðsverzlun. — Heildsala.
Magnús Th. S. Blöndahl.
■Skrifstofa og sýnishornasafn
Lækjargata 6 B (uppi).
Selnr að eins kanpmönnnm og kanpfélögnm.
Jivöldshemfun
verður haldin í
Bárubúð
kl. 9 í kvðld.
Prófessor Haraldur Níelsson heldur fyrirlestur um Helen Keller
— blindu, heyrnar- og mállausu stúlkuna amerísku, og frú Laura Finsen
s y n g u r, með aðstoð frú Ástu Einarsson.
Ágóðanum verður varið til hjálpar fátækum sjiiklingum hér í bænum.
Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 11 árd. til kl. 8 síðdegis í Bárubúð í
dag, og við innganginn, og kosta kr. i.oo og 75 aura.
Stjórn Hvítabandsins.
Símfréttir.
Skipstrand við Akranes.
Akranesi kl. ný.h. i %ær.
Kl. 2^/2 í nótt strandaði hér á
Langaskeri fiskiskip P. J. Thorsteins-
son & Co., »Force« frá Haugesund.
Skipið var á leið til Reykjavíkur frá
Vestfjörðum, rakst á skerið, losnaði
aftur, en rak þá á annað sker,
Fuglasker, og situr þar síðan. Skipið
er mikið skemt og telur skipstjóri
litlar likur til þess, að það það muni
nást út.
Gísli.
Viðtal við verzlunarstjórann
hjá P. I. Th. & Co.
Þegar er vér höfðum móttekið
skeyti þetta, fórum vér á fund hr.
Fengers, verzlunarstjórans hjá hr. P.
I. Thorsteinsson & Co., og báðum
hann að gefa oss upplýsingar um
ferðalög skipsins. Hr. Fenger varð
vel við því og lét oss í té þessar
fregnir:
»Force« fór héðan jóladaginn áleið-
is til Patreksfjarðar, Dýrafjarðar og
Bildudals. Skipið hafði meðferðis
héðan 3000 skp. af saltfiski, en átti
eftir að taka mikinn fisk á Vestfjörð-
um, áður það héldi til útlanda.
Þegar komið var út af Patreksfirði
skall á ofsaveður, og braut brotsjór
þilfarshúsið. Snéri skipstjóri þvi við
og ætlaði til Reykjavikur til þess að
láta gera við skemdiinar. En á leið-
inni rakst það á skerið.
Skipstjórinn heitir Moxheim og er
frá Haugasundi.
Þegar er slysið bar að, heldur hr.
Fenger áfram, var símað til Reykja-
víkur, og sendum vér björgunarskip-
ið Geir undireins til Akraness. Tak-
ist eigi að ná skipinu út í kvöld með
háflóði, förum vér uppeftir á morg-
un og verðum samferða umboðs-
manni vátryggingarfélagsins, Irolle
höfuðsmanni.
Farmurinn var vátrygður hjá
Báhncke & Co. í Khöfn, en fyrir
þá hér á landi er hr. Trolle.
Vat>abundus.
Kl. 7 siðd. i gær fengum vér svo-
látandi skeyti:
^Akranesi kl. 6.4J slðd.
Geir kom hingað kl. nær 2 og
lagðist við hlið skipsins. »Force«
liggur utan í Fuglaskeri og eru klett-
ar báðu megin við skipið. Verið er
nú að losa fiskfarminn — þegar
komnar um 3 smál. í land, tveir
fullir vélbátar á leið inn víkina og
mikið af fiski komið um borð í Geir.
Ólíklegt þykir að Geir muni hepn-
ast að ná skipinu af klettinum í dag;
varla hugsanlegt fyr en annað kvöld
og það því að eins að góða veðrið
haldist. Hér er logn og 6 stiga
frost.
Þegar skipverjar yfirgáfu »Force«
— en það var kl. 4 í nótt — var
4 feta sjór í lestinni allri.
Gísli.
Kafli úr bréfi
frá dönskum kunningja.
. . . í haust varð eg aftur dáti, í
þetta sinn að eins 30 daga. í minni
herdeild var einn landi þinn, en hann
var fjórfættur. Eins og þú veist eru
höfuðsmenn við fótgönguliðið farn-
ir að nota islenzka hesta við haust-
æfingarnar. Það vakti, af óvana,
hlátur mikinn, að sjá höfuðsmanninn,
sem vegur um 200 pund, á þessum
litla hesti, einkanlega þegar hann var
við hlið ofurstans, sem reið dönsk-
um hesti. Höfuðsmaðurinn brást
reiður við hlátrinum, sneri Mósa að
fylkingunni og hrópaði: »Gjörið þið
svo vel, nú hafið þið 5 minútur til
að hlæja, og eg vil ráða ykkur til
að hlægja út á þeim tíma, þvi þessi
hestur er ekkert hlátursefni«. Þetta
var hverju orði sannara, og sáum við
það bezt um kvöldið. Þá hafði höf-
uðsmaðurinn þvælt Mósa fram og
aftur yfir stokka og steina frá því
árla dagsins, en þó virtist hann óþreytt-
ur. Eg minnist þess fimta kvöldið,
þegar hestunum var slept á haga.
Þá lögðust dönsku jálkarnir niður,
kúguppgefnir, en Mósi byrjaði að
bita, eins og ekkert hefði ískorist.
Stundu síðar hafði hann nuddað múl-
inn fram úr sér, og voru þá sendir
þrír menn til þess að handsama hann.
Afgreiðslusími nr. 140
Leikfélag Reykjavíkur:
í kvöld (mánudag) kl. 8
Lénharður fógeti.
Nýkomið mikið úrvai
af nýjum vörum í
Nýju verzlunina
í Vallarstræti.
Afsláttur gefinn af
öllum vörum til jóla.
Olíuofnarnir
margeftirspurðu nýkomnir aftur
til
4CJ.
<3*. *3. &fiorsÍQÍnsson
& 60.
(Goodffjaab).
Skófatnaöur
i fyrirg
fullorðna, unglinga
og börn
beztur og ódýrastur.
Stnrla Jóisson.
En þá var hann svo ljónstyggur, að
þeir urðu að elta hann i hálftima,
áður en þeir fengi gripið hann. En
þá var það höfuðsmaðurinn sem hló,
og sagði að nú væri Mósi að hefna
sín.
Mósi varð eftirlætisgoð allra í her-
deildinni og töldum við það sjálfsagða
skyldu okkar að gefa honum brauð-
leifar og klappa honum. . . .