Morgunblaðið - 31.12.1913, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.12.1913, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 285 Heyrst hefir, að byrjaS verði á hinu nýja pósthúsi þegar eftir nýjárið. En þaö á að standa á horninu við Póst- hússtrœti og Austurstræti — andspænis Landsbankanum og Godthaabsverzlun — þar sem pakkhús pósthússins stendur nú. Murat II. gaf munkabygð þessari sjálf- stjórn og hefir fjallið verið lýðveldi siðan, og þrátt fyrir hina nýju ríkja skiftingu á skaganum, eru allar líkur til þess, að lýðveldi þetta verði látið hlutlaust og fái að halda öllum rótt- indum sínum óskertum. r----1 DAGBÓíflN. C=3 Gamlársdagur. Afmæli I dag. Björg Gunnlaugsson húsfr. Sigurjóna Jónsdóttir húsfr. Sigurlína M. Sigurðardóttir husfr. Sigvaldi Bjarnason trósm. Háflóð er í dag kl. 7.49 árd. og kl. 8.7 síðd. Sólarupprás kl. 10.26 árd. Sólarlag kl. 2.36 síðd. Yeðrið í gær. Reykjavík, sunn- ankaldi, regn, hiti 4.0; ísafjörður, suð- vestanhvassviðri, regn, hiti 4.7 ; Akur- eyri, sunnanstormur, hiti 3.0; Seyðis- fjörður, logn, hiti 2.5; Vestmaunaeyjar, suð suðaustan snarpur vindur, hiti 4.8. í Þórshöfn á Færeyjum logn, frost 2.7. — Ekkert samband við Grímsstaði á Hólsfjöllum. Póstar: Eigi er með öllu vonlaust um, að póstur komi frá útlöndum þeg- ar í byrjun ársins. Sig. Briem póst- meistari hefir símað til útlanda um að pósti yrði komið á botuvörpunginn Marz, sem fer frá Hull í byrjun árs- ins. Munu margir póstmeistara þakk- látir fyrir ráðstöfun þessa. S í m s 1 i t eru víða um Norðurland og einhverstaðar milli Búðardals og Stykkishólms. N æ s t a tölublað Morgunblaðsins kemur út 2. janúar. L e i k h ú s i ð. Þar verður Lónharð ur fógeti leikinn í 5. sinn á nýjársdag kl. 8 síðd. B á r u b ú ð. Frá því á morgun hefir póststjórnin tekið Bárubúð á leigu af eiganda hússins, hr. Jónasi H. Jóns- syni. —í gærkvöldi sýndi Bjarni Björns- son þar eftirhermur sínar, og var það siðasta sinni um ófyrirsjáanlegan tíma, sem skemtun verður haldin þar. Rauða akurliljan. Skáldsaga frá 11 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy. (Framh.) Blakeny reis seint upp, hneigði sig djúpt og innvirðulega fyrir konu sinni, sagði síðan með mestu hæversku. Eg hefi sjálfur valið vöruna og val mitt er óskeikult. — Þá óskeikulla en hugprýði þín er eg hrædd um, svaraði hún háðs- lega. — Nú, nú! Athugaðu þetta vel. Heldur þú að eg íari að líða það, að líkami minn sé gerður að prjóna- koddaaf sérhverri þeirri froskætu sem ekki dáist að þínu fagra nefi. — Ó! Percy minn! — svaraði frúin hlæjandi, — þú þarft ekki að vera hræddur um það, það eru ekki karhnenn, sem eru óánægðir með lagið á nefi minu. — — Fari það grákollað! Efast þú um hugrekki mitt góða mín ? Eg hefi átt við verri mótstöðumenn en þetta, Umdæmisstúka íslands hefir í hyggju að gangast fyrir mat gjöfum handa fátæklingum í mestu harðindunum í vetur. Er í ráði að gefa börnum og gamalmennum að borða í Goodtemplarahúsinu. — Umdæmis- stúkan tekur þakklátlega á móti öllum gjöfum frá fólki, er styðja vill fyrir- tækið. Geta menn komið þeim til Guðjóns Jónssonar á Kleppi, Jónínu Jónatansdóttur Þingholtsstræti 15 og Maríu Pótursdóttur Skólavöröustíg 35, sem veita þeim viðtöku. Matarílát koma sór líka vel. — Ættu sem flest- ir að hlynna að þessu iiknarstarfi. Nýjársmyndin í Gamla Bfó heitir »Samvizkulaus þorpari«. Er hún leikin af »Yitagraph Co.« í New-York, en fer fram í Milano og Turin, og hefir því á sér ítalskan blæ. »Þorparinn« er auðugur banka- og ábyrgöarfólagastjóri, Lorenzo að nafni, og á heima í Mílanó. Hann verður ásthrifinn af ungri stúlku, en hún er trúlofuð og vísar honum því á bug. En Lorenzo er svo nærgöngull, að unn- ustiun verður einnig að skerast f leik- inn. Lorenzo verður nær örvita af reiði og heitir að hefna sín. Óg svo eltir hann þau hvert sem þau fara og lætur ekkert færi ónotað til þess að steypa þeim í glötun. En hér fer þó sem oftar, að skamma stund verður hönd böggi fegin. Þorparinn er gripinn og fær makleg málagjöld. Lýðveldið á Athos. A Balkanskaganum er fjall, sem heit- ir Athos. Á fjalli þessu eru 20 munkaklaustur og mörg munkaþorp, og eru íbúarnir nær 7000. Það eru nú nær 500 ár síðan að og þeir hafa ekki átt neinum sigri að hrósa. — — Vissulega Percy, — sagði Mar- grét með löngum, glöðum hlátri, sem bergmálaði i gamla eikarloftinu i gististofunni, — eg hefði haft gam- an af að sjá þig þá, ha ha ha. það hlýtur að hafa verið gaman að sjá þig þá, og svo að verða hrædd- ur við þennan franska sveinstaula ha ha! ha ha! — Ha, ha ha! — endurtók herra Percy, — frú þér sýnið mér sóma. Nú Ffoulkes, takið þér eftir því. Eg hefi komið konu minni til að hlægja Henni, gáfuðustu konunni í Norð- urálfu. Við verðum að fá eitt glas af öli! Hann barði fast í borðið, sem hjá honum var, og hrópaði; — hó Jelly, fljótt maður, hingað Jelly. Nú komst friður á í stofunni. Herra Jellyband náði sér furðu fljótt aftur eftir hinar mörgu og miklu geðshræringar, sem hann hafði orð- ig fyrir síðustu hálfu stundina. — Komdu með eina skál af púnsi Jelly, heitu og sterku, — sagði herra Percy, — Það verður að væta þær gáfur, sem hafa komið slíkri konu Athos munkarnir eru alkunnir fyrir gestrisni sína, en enginn kvenmaður fær þó að koma þar iun fyrir landa- mærin. Meira að segja eru reglurnar svo strangar, að engin lifandi kven- vera má konia þangað. Og þeir kaupa frá útlöndum öll þau egg, er þeir þurfa tii; lífsviðurværis, vegna þess, að hæu- ur eru þar ófriðhelgar. Þegar Grikkir unnu Saloniki, hafði Grikkjadrotning i hyggj11 að heim- sækja Athosmunkana. En þeir lögðu þar blátt bann við og varð hún frá að hverfa við svo búið. Hin eina kona, sem hefir fengið leyfi til þess að skoða klaustrin, er Lady Stratford Redoliffe, og eru nú 100 ár síðan. Hún var kona enska sendiherrans í Miklagarði. Grískir munkar eiga 17 klaustrin, Serbneskir eitt, Búlgarar eitt og Rúss- ar eitt. —--------«>-'/<•-------- Erfðaskrá Herman Bangs. A stúdentaárum Herman Bangs lá hann um hrið mjög veikur. Gömul og fátæk kona hjúkraði honum og í þakklætisskyni við hana hét hann henni því, að arfleiða syni hennar tvo að öllum eigum sínum. Gjörði hann erfðaskrá þessu samkvæmt og bað einn vina sinna að geyma hana. Þegar Bang lézt fyrir tveim árum síðan — hann dó í sjúkrahúsi í Ameriku — kröfðust synir þess- arar gömlu konu arfsins. Heitir annar þeirra Hans Larsen og er til að hlægja. Ha ha. Flýtið yður nú góði Jelly. — — Nei það er enginn tími til þess Percy, — sagði Margrét, — skipstjórinn kemur hingað von bráð- ar, og bróðir minn verður að fara um borð, annars missir skipið af flóðinu. — — Tími, góða min ? Það er meir en nægur tími fyrir hvern heiðurs- mann sem er, að verða drukkinn og komast um borð, áður en fer að falla út. — — Eg held, náðuga frú, — sagði Jellyband auðmjúkur — að hinn ungi maður sé nú á leiðinni hingað með skipstjóra herra Percys. — — Það er gott sagði Blakeny, þá gétur, Armand fengið sér gott glas meðal góðra vina. Heldurðu Tony — bætti hann við og beindi máli sínu til lávarðarins, — að blóðdrekk- urinn yðar vilji drekka glas með oss? Segðu honum að við skulum drekka sáttabikar. — Þið eruð allir svo kátir og glaðir, — sagði Margrét, að eg vona, að þið fyrirgefið þó eg kveðji bróður minn í öðru herbergi. — Það hefði verið ókurteisi að hafa rakari, en hinn Gilbert Larsen og er vinnumaður í Ameríku. Ættfólk Bings gerði og einnig kröfu til arfsins og héldu systur hans því fram, að Bang fyrir löngu hafi verið búinn að gleyma þessrn loforði sínu og ætíð ætlast svo til, að systurnar erfðu hann. Dómstólarnir i Khöfn hsfa haft málið til meðferðar, og nýlega féll sá úrskurður dómaranna, að Hans og Gilbert Larsen séu réttmætir erfingjar skáldsins. Bang var stór-skuldugur maður, en átti mikið af dýrmætum listaverk- um, stórt bókasafn og ágóðinn af útgáfu bóka hans er afar mikils. virði. fektur rithöfundur látinn.. Nýlega dó suður á ítalin Stanley Houqhton, einhver allra þektasti mað- ur meðal yngri brezkra rithöfunda. Hann byrjaði sem blaðamaður við stórblað eitt í Manchester, en hvarf þaðan til þess að hefja ritstörf fyrir leikhús. Leikrit hans, »Hindle Wa- kes«, hefir verið sýnt um alt Bret- land, og sagt er, að hann muni hafa grætt á því um 20 þús. sterlings pund. Hann var í Rómaborg, er hann dó; fór hann þangað til þess að rita nýtt leikrit, sem leika átti i New-York, og hafði leikhússtjórinn mikli, Charler Frohman, pantað það hjá honum. Houghton varð aðeins 32 ára. á móti því. Bæði Antony lávarður, og herra Andrew skildu, að frú Bla- keny gat eigi verið upplögð til að taka þátt í gleði þeirra, eins og á stóð. Ást hennar til bróðursins Ar- mand St. Just var djúp og innileg. Hann hafði einmitt þá verið nokkr- ar vikur hjá henni á heimili heunar í Englandi, og var nú á leiðinni heim til þess að veita þjóð sinni þjónustu á þvi tímabili, sem dauðinn var venjulegasta endurgjaldið fyrir ýtr- ustu sjálfsfórn. Herra Percy gerði þvi enga til- raun til að halda konu sinni. Með fullkominni kurteisi, en þó með til* gerðarblæ, sem var samfara öllum hans hreyfingum, opnaði hann dyrn- ar fyrir henni, um leið og hann hneigði sig eins djúpt og kurteis- lega og þeirra tíma tizka heimtaði, en hún gekk út úr stofunni um leið og hún leit til hans snögt og fyrir- litlega. Herra Andrew Ffoulkes, sem hafði vaxið að skarpleika og samúð síðan fundum hans bar saman við Súsönnu de Tournay, var sá eini, sem varð var við, að sá mátaði heimskingi herra Percy leit á konu sina, um leið og hún gekk út um dyrnar með undarlegu augnaráði, sem lýsti djúpri en vonlausri þrá eftir henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.