Morgunblaðið - 02.01.1914, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
289
Jólabaíí
]0E
JL
□ehe
Skauíaféíags Heyhjavíhur
verður haldið á JJoíeí Reijhjavih, 10. jatt. hí. 8 Va síðd.
*
Nánari upplýsingar í Bóhverzíutt Ísafoídar.
JJfgreiðslur Uörutjússins
voru, árið 1913, 36,535.
I. verðlaun Dagbjartur Glslason.
2. — Jón Högnason.
Þ — Guðmundur Kr. Guðmundsson
4- — Ólafía Jónsdóttir
S- ■ — Lárus Þ. Blöndal.
6. — Sigríður Bjarnadóttir
7- — Styrktarsjóður.
8. — J. Rasmus.
9- —• Elias Dagfinnsson.
IO. — Kristjana Edilonsdóttir.
ii. — Oluf Hansen.
12. — Guðrún Einarsdóttir.
13- — Kristján Jónsson.
14. — Helgi.
iS- — Friðrik Sigmundsson.
16. — Haraldur Guðmundsson.
17. — Þorbjörg Steingrímsdóttir.
18. — Ól. V. Ófeigsson.
i9- — Sigm. Sigmundsson.
20. — Guðbjörg Narfadóttir.
ftfram
eftir
0. Sweíf JTlardeti.
Framh.
»Viltu gefa mig lausan á morgun, pabbi?« spurði Theodor Parker
kvöld eitt i ágústmánuði. Mylnusmiðurinn horfði forviða á son sinn.
Þetta var mesti annatími þeirra. En hann sá á alvörusvip sonar
síns, að eitthvað mikilvægt var á seiði og gerði þvi að vilja hans.
Theodór var snemma á fótum næsta morgun. Lagði hann þá á stað
gangandi hina löngu leið til Harvard og tók inntökupróf við háskól-
ann þann dag. Skólavist hafði hann eigi haft reglubundna frá 8 ára
aldri, en tekist með miklum erfiðleikum að verja 3 mánuðum á ári
til lærdóms. Hann hlýddi sjálfum sér yfir, meðan hann var að stýra
plógnum og notaði hverja tómstund til náms og lesturs nytsamra
bóka. Eina bók, sem liann vantaði, náði hann i með því að fara
morgun einn á fætur fyrir allar aldir og tína ávexti, er hann sendi
síðan til Boston og seldi, en keypti bókina — latneska málsgreina-
fræði — fyrir andvirðið.
»Laglega af sér vikið«, sagði faðir hans, er Theodór sagði honum
frá inntökuprófinu, »en eg hefi ekki ráð á að halda þig í skólanum«.
»Það veit eg vel, pabbi, og mér dettur ekki heldur í hug að búa í
Harvard, heldur ætla eg að lesa heima í tómstundum minum og búa
mig á þann liátt undir aðalprófið«.
Þetta gerði hann, og síðarmeir kendi hann sjálfur, samhliða
náminu, og tók loks fullnaðarpróf við Harward-háskóla með ágætis-
einkumí. Siðar í lifinu, er Theodor Parker var orðinn vinur og
ráðunautur mestu manna sinnar tiðar og notaði áhrif sín löndum
sínum til hagsmuna, mintist hann oft með fögnuði á strit sitt og
stríð i kletta- og skógahéraðinu Lexington.
Christina Nilsson, fátæka stúlkan berfætta, sveitastúlkan um-
komulausa uppi í afdölum Svíþjóðar, virtist naumast eiga mikið
»færi« i lífinu. En hún lagði samt allan heiminn fyrir fætur sér í
aðdáun með söng sínum og kvenlegum yndisleik.
Það ætla eg að segja ykkur — svo mælti dr. Talmage til æsku-
lýðsins — að um hagi ykkar er það svo, að þér standið nú á þessari
stundu jafnfætis þeim er að lokum verða fremstir. Þér skuluð
minnast orða minna eftir 30 ár. Þeir sem þá eru orðnir miljóna-
eigendur, frægir mælskumenn, skáld, kaupmenskuhöfðingjar 0. s. frv.,
yfireitt voldugustu mennirnir í riki og kirkju, þeir hafa staðið jafn-
f»tis yður, ekki feti framar og átt oft við erfiðustu kjör að búa«.
Jóíabíað JTlorgunbíaðsins.
Uppfag þess var mjög sfórf, svo að menn gefa
ennþá hetjpf það á afgreiðslu JTJorgunbíaðsins,
JJusfursfrsefi 3.
Efnisufiríif:
Professor Haraldur Nielsson: Það er yfir oss vakað (jólahugvekja).
Guðm. Björnsson landlæknir: Auðnupeningurinn (sönn saga).
Síra Bjarni Jónsson: Jól á dönsku prestssetri.
Landshöfðingi Magnús Stephenssen: Jól á Ytra-Hólmi fyrir 40-50 árum.
Asgeir Sigurðsson konsúll: Jól á Bretlandi.
Vilh. Finsen ritstjóri: Jól á sjómannahæli.
Frú Theódóra Thoroddsen: Jól til sveita (fyrir 30-40 árum).
Jólasveinn (gervinafn): Jólakort.
Árni Ólason blaðamaður: Jól í kotinu.
Hvalveiðamaður (gervinafn): Jól í Suður-Afríku.
Jón Ólafsson rithöfundur: Jól í hafi.
Síra Ólafur Ólafsson: Jól í Viðey (fyrir 40-50 árum).
Stórkaupmaður J. Aall-Hansen: Jól í Noregi.
Kapt. C. Trolle: Jól hjá Grikkjakouungi.
Sigurður Guðmundsson magister: Jól íslenzkra stúdenta í Höfn.
Stabskapt. N. Edelboe: Heimkoma á jólunum.
Roald Amundsen: Jól á Suðurskautinu.
Sfærsfa og efnisríhasfa bíað, sem út þefir homið á
Ísíandi — 12 síður.
Jiosfar þó að eins 5 aura.
Sendið það fjarstöddum vinum og hunningjum.
""" ir=ir=ir= —ir=ir=ii="- i
»Enginn undirbúningur, ekkert fé? Farðu inn á bókasafn og
fáðu þér bækur. Lestu um hinar dásamlegu tilfærur, sem guð hefir
gefið þér, í höndum þínum og fótum, í augum þínum og eyrum.
Farðu svo inn til læknis og beiddu hann að skýra fyrir þér það
sem þú hefir lesið um. Láttu svo aldrei til þín heyra það guðlast,
að þú eigir engan höfuðstól. Undirbúinn ? Hver maður, hversu
snauður sem hann er, hefir fengið þann xmdirbúning, sem guð einn
er fær um að láta í té«.
Faðir Richards Cobden átti 9 börn í ómegð, er hann lézt. Pilt-
urinn vann fyrir sér í hjarðmensku hjá nágrannabóndanum, en skóla-
lærdóm fekk hann engan fyr en hann var 10 ára. Hann var þá
látinn í heimavistarskóla. En þar var honum misþyrmt, hálfsveltur
og fekk eigi að skrifa heim, nema 3ja hvern mánuð. Þegar hann
var 15 ára fekk hann stöðu í verzlun frænda síns í Lundúnum.
Frakknesku lærði hann á morgnana áður en hann fór til starfa síns,
með því að fara afarsnemma á fætur, og smátt og smátt var farið
að sýna honum meira og meira traust.
Richard Cobden sneri sér til John Bright til þess að leita full-
tingis hans móti hinum afar óvinsælu herlögum, er rændu fátæk-
lingana brauðinu og létu í hendur hinum ríku. John Bright var þá
yfirkominn af harmi, því að kona hans lá á börunum. »Á þúsund-
um heimila eru konur, mæður og börn að deyja úr hungri«, sagði
Cobden, »og eg gef yður það heilræði að gera samtök við mig, þeg-
ar sárasti harmurinn er horfinn. Við skulum eigi linna fyr en korn-
lögin eru úr sögunni«. Þeir stofnuðu »and-kornlaga-lagið« og starf-
semi þeirra ásamt hungursneyðinni á Irlandi varð til þess að korn-
lögin voru úr gildi numin árið 1846.
Þá varð John Bright að orði: Það er eigi til það fátækt heimili
á öllu Bretlandi, sem eigi á starfsemi Cobden að þakka ódýrara
brauð.
Sjálfur var John Bright kominn af fátækum ættum, en fátæk-
nm drengjum var þá meinuð skólavist. Seinna varð þessi un»'i
hugprúði og einbeitti kvekari, einn af helztu mönnum Englands!
Hann fann til meðaumkunar með þeim miljónum fátækra manna á
Bretlandi og Irlandi, sem sveltu vegna kornlaganna. Cobden horfði
á það með skelfingu, að lagt var á brauð fátæklinganna til
þess að auðga hina efnuðu, og hann beitti sér gegn þessum rang-
látu lögum af öllum mætti. »Þetta er ekki flokksmál«, sagði hann,
»því að menn af öllum flokkum eru sammála um þetta. Þetta er
miklu fremur matklefa-mál — deilu-mál milli verkmannanna svo
miljónum skiftir og höfðingjavaldsins«. Meðan stóð á hungursneyðinni
á írlandi, var John Bright voldugri en allur aðallinn á Bretlandi.
Allir höfðu beig af hinum röksamlegu ræðum hans og mikla atfylgi
við sinn málstað. Þegar Cobden er skilinn frá, hefir ehginn máður
gert eins mikið til að bæta kjör verkmanna, hærra kaup, styttri
vinnutími og ódýrari nauðsynjar.