Morgunblaðið - 06.01.1914, Page 2

Morgunblaðið - 06.01.1914, Page 2
308 MORGUNBLAÐIÐ Hjá Edison. Motto: Be sure you are right, then go ahead. Nl. Hafi maður vænst þess að skrif- stofur og verksmiðjusalir Edisons væru jafn-skrautlegir og samskonar hús á ®ðrum stöðum í Ameríku, þá verður manni ekki kápan úr því klæðinu. Þar eru engar einkaskrif- stofur, með skrautlegum húsgögnum og þykkum gólfábreiðum. Þar eru engir einkennisbúnir þjónar, sem ganga milli skrifstofanna gljástroknir og með skjöl i höndum. Alt er þar blátt áfram og öllu haglega fyr- ir komið til þess að spara húsrúmið. Þetta er eflaust vegna þess, að verkstjórar og umsjónarmenn Edisons eru eins og hann sjálfur, duglegir verkamenn, sem eyða meiri tíma við rennibekkinn heldur en við skrif- borðið. Á einni skrifstofunni var maður önnum kafinn við það, að skrifa á nokkra smámiða. Verkstjórinn tók einn þeirra og sýndi mér. Það var tímavinna verkamannanna þá vikuna. Miðinn, sem eg sá, var númer i og stóð á honum Thomas A. Edison. Gamli maðurinn, sem þá var 64 ára að aldri, hafði unnið 95 kl.st. og 49 mínútur þá viku og hafði þó verið fjarverandi hálfan annan dag. Við sátum og hlýddum á grammo- fóna Edisons, með hinum beztu plötum, sem nokkru sinni hafa gerð- ar vðrið. Úti í horni sat maður og athugaði nýjustu plöturnar í smásjá. Hann athugaði með hinni dæmalaus- ustu nákvæmni hvern einasta þuml- ung af línunni, sem nálin hafði mark- að á plötuna, og er hún þó hér um bil 3 mílur á lengd — ef vera skyldi að einhvern smágalla væri á að finna. Mörg þúsund plötum er fleygt i verksmiðjunni og nokkrum hundruð- um þúsunda dala þannig eytt — ekki til einkis, heldur til þess, að plöturnar, sem verksmiðjan lætur frá sér fara, séu óaðfinnanlegar í alla staði. Enda segir Edison það sjálfur, að talvélin sé nú eins full- komin og hún geti nokkru sinni orð- ið: hún er meistaraverk, sem ekki er hægt að endurbæta. En það var ekki fyr en 2500 ólíkar tegundir af »The reproducer« höfðu verið reynd- ar til þrautar. Edison er ekki ein- um degi, heldur tugum eða jafnvel hundruðum ára á undan samtíð sinni. Ef maður ætti að gefa nákvæma lýsing á vélum þessum, þá yrði það of langt mál. En svo djúpt má þó taka í árinni að fullyrða, að talandi- lifandimynda^-vélin, sem innan skamms kemur á heimsmarkaðinn, er einhver sú mesta hugvitssmíði, sem gerð hef- ir verið. Til dæmis um það hve vélar þessar eru nákvæmar, má geta atviks nokkurs, er einn verkfræðing- urinn sagði mér frá. Edison hafði ekki annað gert í marga daga en reynt nýjar plötur, er gerðar höfðu verið fyrir talvélina. En það var eitthvað að þeim öllum og svo var þeim fleygt. Svo kom röðin að nokkrum fiðlulögum sem frægur fiðluleikari hafði leikið, og hafði Edison vænt sér mikils af þeim, En þó fór svo, að þeim var einnig fleygt. Þegar fiðluleikarinn heyrði það, fór hann á fund Edisons og heimtaði skýringu. Edison ypti öxl- um. »Þær eru ekki nógu góðar handa mér; þetta er engin »músik«. Hlust- ið þér á, þetta samræmi I Maður verður þess ekki var á söngskemtun en þegar vélin niín kemur til sög- unnar þá heyrir maður á því ýmsa galla*. Svarið var eitthvað á þessa leið. Fiðluleikarinn sjálfur varð að viður- kenna það, að ýmsir tónar væru óhreinir, en hverju það var að kenna, gat hann ómögulega uppgötvað. Edi- son tók þá fiðluna og athugaði streng- ina í smásjá. Kom það þá í ljós, að einn strengurinn hafði slitnað undan boganum og var orðinn flat- ur og gaf því ekki eins hreinan tón og ella! Þessi uppgötvun gerði Edi- son jafnforviða og fiðluleikarann. — En þannig hefir hver platan verið rannsökuð nákvæmlega. Þegar við komum út úr verk- smiðjunni mættum við Edison sem var á leið til efnarannsóknarstofunn- ar. Eg notaði tækifærið og lét í ljós við hann ánægju mína yfir því, sem eg hafði séð og heyrt. Hann staðnæmdist augnablik, stakk hönd- unum langt niður í frakkavasana, tugði vindilstúfinn ákaft og horfði hvast á mig með hinum litlu gráu augum sínum, sem mér sýndust nfi enn dýpri en áður. Svo sagði hann: »Be sure you are right, then go aheadlc Vilh. Finsett. Prússar og Suðurjótar. Það er alkunna, að Prússar reyna á alla lund að drepa hið danska þjóðerni úr Suðurjótum. Er skemst á að miönast, er þeir bönnuðu Roald Amundsen að flytja fyrirlestra sína á norsku í Flensborg. Var það gert til þess að hann skyldi ekki rifja upp fyrir Jótum feðramál þeirra. Á öðrum stað var það að bóndi nokkur hafði málað hundakofann sinn rauðan. Þótti yfirvöldunum það ekki saknæmt meðan hundurinn var svartur. En svo drapst hund- urinn og bóndinn keypti sér annan, hvítan að lit. Þá varð eitthvað ann- að upp á teningnum. Gátu yfir- völdin ekki þolað það að bóndinn hefði þarna heima hjá sér þjóðliti Dana, og heimtuðu að hann málaði húsið með öðrum lit. Varð bóndi að láta að vilja þeirra, málaði húsið svart og þá var því máfi lokið. Vinna. — Eg var sendur á fund umboðs- manns vors í Lundúnum, segir einn af helzu verzlunarmönnum Norð- manna, og mér var sagt að eg gæti hitt hann niður við fiskiskipakvina. Þar hitti eg hann einnig. Hann var í háum sjóstígvélum og með segldúkssvuníu. Hann starfaði þar við fisksöluna, gætti þess að alt færi rétt fram, skoðaði fiskinn og var als ekki hræddur við það að snerta á honum með höndunum. Þegar hann hafði selt allan fisk- inn, hafði hann fataskifti og svo settumst við í vagninn hans, sem kostaði 5000 krónur og ókum inn til Lundúna. Það er álit manna að eignir manns þessa muni nema nær 90 miljónum króna. — Vér heyrðum manninn segja þessa sögu, segir norskt blað nokk- urt, og vér gátum ekki annað en borið hana saman við venjurnar hér heima. Hugsið yður það að einhver kaup- maður hér eða stórkaupmaður stæði þannig klæddur á almannafæri og verðlegði vörur! Menn mundu álíta að hann væri vitlaus! Þegar einhver heldri maður er svo lítilfjörlegur, eða gerir svo lítið úr sér, að halda sjálfur heim á vör- um þeim, er hann kaupir, þá snýr fólk sér við á götunni og horfir á eftir honum alveg steinhissa, Og það er óþarfi að minnast á hinar fínu úngfrúr og húsfreyjur. Ef þær hafa keypt einhvern hlut, þá verður að senda hann heim til þeirra, eða þær kaupa sjálfar drengi til þess að gera svo lítið úr sér að hlaupa með pakkann. Það er einkennilegt hvað fordildin og stærilætið er rótgróið í þjóðfélagi voru. Og víst er um það, að allar stéttir mundu græða á því að venda, því að seglum þarf að aka eftir vindi, og mundu hvorki frúr, yngismeyjar eða höfðingjar tapa nokkru af göfgi sinni fyrir það. Það er vinnan sem upphefur manninn og sézt það bezt á sögunni af enska kaupmanninum. Og gæfa væri það landi voru, ef í hverjum bæ væri slíkur maður, því þá mundi vinnan betur metin, og slíks er þörf. Þannig farast blaðinu orð. Mætti ekki eitthvað líkt segja um vora þjóð, eins og nú standa sakir. Vik. Bifreiðin og boli. Enskur stóreignamaður nokkur keypti sér bifreið í sumar til þess að ferðast á milli hinna mörgu búa sinna. Einn góðan veðurdag seint í haust var hann á ferðalagi og mætti þá mannýgum bola, sem hann átti. Þessi boli hafði áður orðið tveggja manna bani og var óður mjög. En er hann heyrði tifið í vélinni trylt- ist hann og kom öskrandi móti bónda. En hann lét sér ekki bylt verða, og rendi bifreiðinni beint á tudda. Féll hann við, en stóð þó á fætur aftur og bjóst til nýrrar árásar. En bóndi hafði þá snúið bifreiðinni við og rendi sér nú á bola aftur án frekari umsvifa og feldi hann aftur. Þ| leizt honum ekki á blikuna og flýði sem fætur toguðu. En bifreið- ina sakaði hvergi. =1 DAGBÓFJIN. =J Afmæli í dag: Efemía Waage húafrú Guðrún Magnúsdóttir húsfrú Jóhanna Greipsdóttir húsfrú Bergsteinn Jóhannesson múrari Guðm. H. Guðnason veggfóðrari Joh. V. Chr. Mortensen rakari Skúli Thoroddsen ritstjóri Samúel O. Johnsen trúboði. Sólarupprás kl. 10.18 árd. Sólarlag kl. 2.49 síSd. HáflóS er í dag kl. 12.17 árd. VeSriS í gær: Rvik: n. a. hvassviðri, 0.2. ísafj.: n. a. stormur, frost 3.0. Ak.: n. n. v. stinn gola, snjór, frost 1.8. Grímsst. n. a. gola, snjór, frost 4.0. Seyðisfj. n.a. stinn gola, snjór, frost 0.5. Vestm.e.: n. andvari, heiðskýrt, hiti 0.2. Þórsh.,F.: norSankul, heiSsk/rt, frost3.8 L æ k n 1 n g ókeypis kl. 12—1 í Austurstræti 22. Tannlækning ókeypis kl. 2—3 f Austurstræti 22. Þjóðmenjasafnið opiS kl. 12-2, M a t g j a f i r Umdæmisstúkunnar nr. 1 byrja á fimtudaginn þ. 8. þ. m. í Goodtemplarahúsinu. Allir fá- tæklingar eru velkomnir. MessaS verður í dómkirkjunni f kvöld kl. 6. Sigurbj. Ástvaldur Gísla- son stígur í stólinn. BjörgunarskipiS Geir kom frá Vestfjörðum í gær kl. 2. HafSi veriS kallaður hingað til þess að gera við V 0 n o 1 e 1 brezka botnvörpunginn, sem brotnaSi f ísnum fyrir nokkrum dögum síðan. Austurvöllur. SkautafólagiS lót aka snjónum af vellinum í gær og búa undir skautasvell þar. Er það fróttist í bænum, fóru menn bæjarstjórnarinnar undir eins að aka snjónum frá holræsaopunum. Þeir piltar vita hvers er aS vænta! Ausandi rigningar! G e i r fór inn í sund með botnvörp- unginn Vonolel til viðgerða, undireins og hann kom að vestan í gær. L e i k h ú s i 8: LónharSur fógetl verSur leikinn á morgun. J ó 1 a 1 e y f I í öllum skólum bæjar- lus var á enda f gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.