Morgunblaðið - 06.01.1914, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ
Olíuofnarnir
V
margeftirspurðu nýkomnir aftur
til
c
c?. c7. cKfíorsíeinsson
S (So.
(Goodtfjaab).
EXPORT
Að eins nokkur pund eftir af 20
aura exportkaffinu góða í
Edinborgarverzlun.
Hvitarj svartar eikarmálaðar. Likklteði.
Líkkistuskraut. Teppi lánuð ókeypis 1
kirkjuna.
Eyv. Arnason.
Trésmlðaverksmiðjan Laufásveg 2.
Hér með tilkynnist vinum og vandamönn-
um, að minn elskaði eiginmaður, Ólafur
Magnússon bókhaldari, andaðist á Landa-
kotsspftala 2. þ. m. Jarðarförin fer fram
föstudaginn 9 þ. m. kl. II1/, frá Landakots-
spitala.
Helga Jénsdéttir frá ísafirði.
OSTAR og PYLSUR áreiðanlega
bæjarins stærstu og beztu birgðir í
Matarverzlun Tómasar iónssonar,
Bankastræti 10. Talsími 212.
Rauða akurliljan.
Skáldsaga frá
25 stjórnarbyltingunni miklu
eftir
baronessu Orczy.
(Framh.)
Margrét horfði ekki upp, hún fann
ekki til hræðslu, og »Sjómannaheim-
jlið« var nú svo nærri, að það heyrð-
ist til hennar þangað.
Ókunni maðurinn nam staðar, þeg-
ar Margrét nálgaðist hann, og um
leið og hún straukst fram hjá hon-
um sagði hann mjög rólega:
— Margrét St. Just.
Hún rak upp dálítið undrunaróp,
er hún heyrði meyjarnafn sitt nefnt
svo nærri; hún leit UPP r^ttr
honum síðan báðar hendurnar, um
leið og hún aftur rak upp lítið óp,
sem nú bar vott um afdráttarlausa
gleði.
— Chauvelin I sagði hún.
— Hann sjálfur, frú, sagði hinn
ókunni, og kysti kurteislega á fingur-
góma hennar.
Margrét sagði ekkert nokkur augns-
blik, meðan hún virti fyrir sér með
?°9
LtÖGMENN
Sveinn Björnsson yfirdómslögm.
Hafnarstræti 22. Sími 202.
Skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—6.
Sjálfur viö kl. 11—12 og 4—5.
GGERT CLAESSEN, yfirréttarmála-
flutningsmaður Pósthússtr. 17.
Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16.
YÁTI^YGGINGA^
A. V. TULINIUS, Miðstræti 6,
Brunaábyrgð og lífsábyrgð
Skrifstofutími kl. 12—3.
Jarl Finsen Austurstr. 5, Reykjavík.
Brunatryggingar. Heima 6 r/4—7 Vt-
Talsími 331.
Mannheimer vátryggingarfélag
C. Trolle Reykjavík
^ Landsbankanum (uppi). Tals. 235. w
Allskonar sjóvatryggingar
Lækjartorg 2. Tals. 399.
Havari Bureau.
Vátryggið hjá:
Magdeborgar brunabótafélagi
Den Kjöbenhavnske Söassurance
Forening limit
Aðalumboðsmenn:
O. Johnson & Kaaber.
PORVALDUR PAL880N
5pec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18.
Viðtalst. 10—11. Sími 334 og 178.
^AUP^APur^
Faliegur grímubúningur
fæst til leigu. Ritstj. vísar á.
DÚkkuhÚS, bezta afmælisgjöf,
til sölu. Upplýsingar á skrifstofu
blaðsins.
„Ingvi konungur* óskast
keyptur. Ritstj. vísar á.
Dýzkt tímarit, 2—3 árgang-
ar, til sölu. Skemtilegt og fróðlegt.
Lágt verð. Ritstj. vísar á.
Beiðhjól karla og kvenna, geta
menn fengið með lægsta verksmiðju-
verði, að viðbættu flutningsgjaldi.
Uppl. á skrifstofu Morgunblaðsins.
The North British Ropework Co.
Kirkcaldy
Contractors to H. M. Government
búa til
rússneskar og ítalskar
fiskilínur og færi
alt úr bezta efni og sérlega vandað.
Fæst hjá kanpmönnum.
Biðjið því ætíð um
Kirkcaldy fiskilínur og færi,
hjá kaupm. þeim, er þér verzlið við,
því þá fáið þér það sem bezt er.
KENjSIfA <1
3
Nokkrar stúlkur geta feng-
ið tilsögn í að taka mál og sníða
karlmannafatnað eftir nýustu tísku.
Uppl. á afgreiðslu Morgunblaðsins.
Tilsðgn í hjúkrunarstörf-
pm í heimahúsum veitist. Þátt-
takendur gefi sig fram fyrir 10. jan.
S. Berqmann, Ingólfsstr. 10 a, heima
kl. 12—1 f. h.
Síðustu ísfregnir.
Isafirði, kl. 8.jj siðd.
Hér ar alt fult af ís ennþá. Eng-
in breyting frá því í dag. Land-
pósturinn er hér ennþá — kemst
eigi fyrir ís. Fer hann héðan á
morgun landveg til Alftafjarðar og
þaðan á bát til Arngerðareyrar. ■—
Engar fréttir af botnvörpungunum
ennþá. Ekkert frést frá Aðalvík.
Jón.
1 ■ lí> YINNA
Þarfleg gjöf.
Johan Fahlström, leikhússtjórinn í
Kristianiu, og kona hans, hafa ný-
lega gefið björgunarfélaginu norska
stóran og afar-rambygðan og vel út-
búinn björgunarbát. Nafn hans er
»Arne Fahlström«, en því nafni hét
sonur þeirra hjóna, sem var einn
þeirra er fórst á Titanic í Atlantzhafi.
Arne var einkasonur þeirra og til
minningar um hann gáfu hjónin
þessa sjáldgæfu og nýtu gjöf.
Ungur maður
— 17 ára — óskar eftir atvinnu við
innanbúðarstörf nú þegar. Hefir hann
haft slík störf með höndum síðustu
3 árin við stóra verzlun á Austur-
landi.
Góð meðmæli.
Nánari upplýsingar í Miöstræti
10 uppi.
Kjallari sem er hentugur fyrir
verkstæði, óskast til leigu í Austur-
bænum. Kristinn Siqurðsson, Óðins-
götu 13.
1=11=1 tapað r=in=i
Sígarettu veski hefir tapast.
Skilist á afgreiðslu Morgunblaðsins.
Stór silfurhnappsuæla
töpuð frá Stýrimannastíg nr. 14 að
Mentaskólanum. Skilist á afgreiðslu
Morgunblaðsins gegn fundarlaunum.
óblandaðri ánægju, litla, heldur ósjá-
lega manninn, sem stóð fyrir fram-
an hana. Chauvelin var þá nær
fertugu, útlitið bar vott um hygni
og kænleik, og það var eitthvað
refslegt í augum hans, sem lágu
djúpt inn í höfðinu. Hann var sami
maðurinn, sem einum eða tveimur
tímum áður hafði svo vingjarnlega
drukkið glas með herra Jellyband.
___ Chauvelin I vinur minn, sagði
Margrét ánægjulega, — mér þykir
mjög vænt um að sjá yður.
Það var ekki svo undarlegt, þó
veslings Margrét, sem var svo ein-
mana í allri sinni dýrð, fyndi til
gleði yfir því að sjá mann, sem
minti hana á gleðidagana í París,
þegar hún ríkti eins og drotning
yfir gáfumannahringnum í Richelieu-
götunni. Hún tók því ekki eftir
því hæðnisbrosi, sem lék um hinar
þunnu varir Chauvelins. — En segið
mér, hélt hún glaðlega áfram, —
hvað eruð þér þó að gera hér í
Englandi ?
Hún tók að ganga í áttina til gest-
gjafahússins, og Chauvelin sneri við
og gekk við hlið hennar.
— Eg gæti spurt yður um hið
sama, göfuga frú, hvað eruð þér að
gera hér ? sagði hann.
— Ó! eg, sagði hún og ypti öxl-
um. Eg læt mér leiðast, það er alt
og sumt.
Þau voru nú komin að dyrunum
á Sjómannaheimilinu, en Margrét
virtist ekkert inngöngufús. Kveld-
svalinn var svo yndislegur, eftir óveð-
rið, og hún hafði hitt vin sinn, sem
bar henni angan af París, sem þekti
Armand vel, og sem gat talað við
hana um þá sveit fjörugra, ágætra
vina, sem hún átti þar, svo hún
nam staðar við inngöngudyrnar, en
á meðan heyrðist út um hina vel
upplýstu glugga í veitingastofunni,
hlátursköll, köll á Sally, köll á bjór-
kollur, hávaði af kollunum, er þeim
var skelt niður á borðið, tenings-
köst, og innan um alt þetta heimsku-
hláturinn í herra Percy
Chauvelin stóð við hlið hennar og
leit með sinum refslegu, gulu glyrn-
um á hana, sem stóð þarna svo blíð
og barnsleg í hinu milda enska
rökkri.
— Mig furðar á að heyra þetta
til yðar frú, sagði hann um leið og
hann tók í nefið.
— Svo, svaraði hún glaðlega, jæja
litli Chauvelin, eg hefði hugsað, að
þér hefðuð gáfur til að skilja, að
loftslag, sem er samsett af þoku og
dygðum, ætd ekki við Margréti St.
Just.
— Nú, svo slæmt er það ekki,
sagði hann með uppgerðarfurðu.
— Jú, og meira en það, svaraði
hún.
— Það var skrítið, eg hélt ein-
mitt að lífið í Englandi væri sérlega
aðlaðandi fyrir fagra konu.
— Jú, það hélt eg líka, sagði hún
og stundi. England ætti einmitt að
eiga vel við fagra konu, úr því að
allar nautnir eru þeim bannaðar þar
— en hafa þær þar þó daglega.
— Einmitt það.
— Þér trúið því varla, litli Chau-
velin, sagði hún alvarlega, að það
líður svo oft heill dagur — heill
dagur, án þess að eg mæti neinni
freistingu.
- Þá er ekki að furða, sagði
Chauvelin kurteislega, þó að gáfuð*
ustu konum i Norðurálfu leiðist.
Hún hló þessum yndislega og
barnslega hlátri.