Morgunblaðið - 10.01.1914, Síða 2

Morgunblaðið - 10.01.1914, Síða 2
324 MÖRGUNBLAÖÍÐ 3= Jens Christian Jensen og hafði hann verið kaupmaður á yngn árum. Bjó hann í lítilli íbúð, einsamall með ráðskonu sinni. Engum datt í hug að hann væri auðugur maður. Þegar hann dó, fanst bankabók og átti hann inni í bankanum rúma hálfa miljón. Hann átti enga ætt- ingja og hafði enga erfðaskrá gert. Hvalveiðafélag eitt í Tönsberg i Noregi, hefir greitt hluthöfum sín- um 50 % fyrir árið í fyrra. Tekj- ur félagsins voru alls 750,000 kr. Félagið rekur hvalveiðar við Afríku- strendur. Sá, sem þar ætti hlutl ----! Samningar eru að komast á milli Norðmanna og Svía, um að Svíar sendi öll Ameríkuskeyti sin um Noreg !og þaðan með loftskeytum til Ameriku. Norðmenn eru að reisa feiknastóra loftskeytastöð á Vesturströndinni og á hún að vera i stöðugu sambandi við Ameríku. Gera þeir ráð fyrir að hvert orð muni aðeins kosta 80 aura frá Nor- egi en 90 aura frá Svíþjóð. Er það 40—50 aurum minna en símskeyti nú kosta milli Noregs og Ameríku. Eldgos. Eimskipið Pacific, sem síðást i fyrra mánuði kom til Sidney, segir frá feikna-eldgosi á nýju Hebride-eyjum. Er sagt að um 500 manns hafi farist. Lðgreglan i Antwerpen hefir hand- samað tvo þjófa, sem stolið hafa gimsteinum og gullúrum fyrir hálfa miljón króna. Parlamentiö á Bretlandi á að koma saman aftur 10. febr. 1914. FJárprettir. Gjaldkeri stórblaðs- ins »New York Herald«, Parísar út- búsins, strauk i fyrramánuði og hafði á brott með sér 125 þúsund franka. 20 þúðund krónum rænt. Tveim dögum fyrir jól var ung stúlka í Khöfn, dóttir mikils metins mála- flutningsmanns, á leiðinni frá Land- mandsbanken og heim til sín, með 20 þúsund kr. i lítilli handtösku. Maðnr nokkur veitti henni eftirför og réðist á hana í stiganum heima hjá henni. Hrifsaði hann af henni töskuna með öllu er í var og hljóp svo á brott sína leið. Síldveiöi við Noreg gengur mjög vel. Fjöldi skipa er að veiðum við Kristianssund og hefir eigi í fjölda ára veiðst eins mikil síld og í des- embermánuði. Á fjárlðgum Norðmanna er stungið upp á 8000 kr. fjárveitingu til þess að launa nefnd, er koma á fram með tillögur um, hvernig bezt verði bar- ist gegn hringum (trusts). Kefir tölu- vert borið á því þar í landi á seinni tímum, að kaupmenn hafa gengið í félagsskap og myndað hringa til þess að fá hærra verð fyrir vöru sina, en Norðmenn eru þeim gramir. Poincaré Frakkaforseti og koná hans ákváðu að bjóða til sín skóla- börnum um jólin og halda þeim jólagleði. Kennarar barnaskólanna, sem margir eru jafnaðarmenn, töldu eigi við eigá, að börnin væru í boði hjá forseta, og gjörðu því fundar- samþykt og sendu forseta, þar sem skorað var á hann að hætta við þessa fyrirætlun. Þótti kennurunum þetta líkjast um of veizlum þeim, er róm- verskir keisarar héldu til forna til þess eins, að öðlast hylli fólksins. Kongsvinger heitir bær í Noregi. Þar er banki sem heitir Vingerbanki. Ósætt nokkur varð milli bankans og bæjarstjórnarinnar útaf reikningi, sem bankinn taldi sig ekki skyldan að greiða. Bæjarstjórnin hefir nú hefnt sín á bankanum með því, að loka allri vatnsveitu í hús bankans. Blöðin vita mjög þessar aðfarir, því bankinn er hæzti skattgjaldandi bæjarins. „Ingimundur" og THorgimblaðið. Frá Nýári hefir ritstjórn blaðs vors bætt við sig nýjum og nýtum starfsmanni — hinum alþekta blaða- manni In^imundi. Oss er ánægja að flytja lesendum vorum þessi gleðitíðindi. Fyrsta grein hans birtist í blaðinu á sunnudaginn. Það eina — Ung húsfreyja hokkur í Vermalandi gekk á meðal nágrannakvenna sinna til þess að fá þær til þess að skrifa undir kosningarréttaráskorun. Hún kom í hús, þar sem kona sat í vefstóli og óf af kappi. — Viltu ekki skrifa undir þetta? segir gesturinn. — Nei, það vil eg ekki, segir kerl- ing, skýrt og skorinort. — Hvers vegna ekki ? — Eg skal segja þér nokkuð I Mér finst það ekki nema sjálfsagt, að við látum mennina kjósa, þvi að það er nú það eina, sem þeir geta gert án okkar hjálpar. Hneikslismál í Frakklandi. I haust voru nokkrir franskir her- foringjar sviftir stöðu sinni, eða settir frá um stundarsakir, eins og yfirvöld- in komust að orði, vegna ónógrar stjórnar við heræfiugarnar. Einn þeirra hét Faurie general, og lét hann sér ekki lynda þessi ástæða, en sagði það opinberlegá, að hér mundi liggja á bak við persónuleg hefnigirni ýmsra undirforingja. í fyrstu lögðu menn lítinn trúnað á sögusögn hans, en þó fór svo, er farið var að rannsaka málið, að margt kom það t Ijós, er benti á það, að hann hefði rétt fyrir sér. Arið 1900 var Faurie skipaður formaður herstjórnarráðuneytisins,. og varð það til þess, að nokkrir menn urðu að víkja þar sæti, og voru flestir þeirra Jesúitar. Þennan grikk hafa þeir ekki getað' fyrirgefið Faurie, en stöðugt hugað á hefndir. Þegar Etienne varð her- málaráðherra, stóðu þeir feti nær því marki, er þeir höfðu sett sér, að svifta Faurie stöðu hans í hern- um. Þeir gerðu nú alt sem i þeirra valdi stóð til þess að gera honum lífið sem örðugast, héldu njósnum fyrir um alla háttsemi hans, sendu< honum rangar skýrslur og sáu að< síðustu svo um, að heræfingarnar fóru fram i héraði þvi, þar sem Faurie var öllum staðháttum ókunn- ugur. Og hið allra versta er það, að þegar farið var að leiða vitni i mál- inu, þá sáu þessir Jesúítar um það,. að þeim mönnum væri varnað máls- ins, er gátu gefið einhverjar upp- lýsingar Faurie í vil. Málið verður siðan rætt í þing- inu, en seinustu fregnir herma það, að útlit sé fyrir, að það muni hafas. alvarlegar afleiðingar. Hvert komast má. Erindi nm Helen Keller. (Flutt i kven-stúkunni >Ársól< og viðar. öll kunnum vér svo mikið í sálar- fræði, að vér vitum, að skilningarvitun- um eigum vér það að þakka, að vér get- um orðið þe8s vör, sem í kringum os* er. Og skilningarvit vor bera og boð frá sál vorrí tíl annara sálna. Vér skiljum því vel, að osa yrði örðugt að verða vör við það, sem er og gerist kringum oss, ef vér mistum sjón og heyrn, og sömuleiðis, að torvelt yrði fyrir oss að koma hugsunum vorum til anúaramanna, ef vér, í viðbót við hitt tvent, mistum málið. Þá væri ekki eftir af skilningar. vitunum nema tilfinningin (þreifingin) og ilmanin. 0g það eru ófullkomnir boðberar milli vor og umheimsins. Og enn ófullkomnari verða þeir hjá þeim sem aldrei hefir lært að tala eða skrifa’ Eg ætla að reyna að segja yður ofur. lítið úr þroskasögu barns, er misti þrjú — 2 — ékilningarvitin (sjón, heym og mál) á öðru ári, en er nú samt fyrir hjálp þreif- ingarínnar einnar, eins skilningarvits — því að af ilmaninní hefir hún haft lítil not til náms — kömin upp á hátind mentunarinnar og orðin heimsfræg. Hún er nú talin einhver allra-merkasta kon- an, sem uppi er í heiminum, því að hún er eigi að eins orðin kunnur rithöfund- ur og jafnaðarmenskupostuli, heldur hefir hún sýnt öllurn heiminum með dæmi sínu, hvert komast má, er áhugi, vits- munir, elska og óþreytandi þolinmæði leggja saman. En vitanlega hefði hún eigi komist þetta með einu skilníngar- viti, ef hún hefði eigi verið frábærlega gáfuð og að því akapi námfús. En saga Helenar Keller er jafnframt sagan um ógleymanlega þrautseigju og óþrotlega elsku og þolinmæði annarar konu, kenslukonunnar, sem með henni hefir verið síðan hún byrjaði nám 7 ára gömul. Saga þeirra er sagan um bar- áttu, sem háð er við óvenjulega örðug- leika. Og mér finst hún hugnæmari en nokkur bardagasaga önnur, sem eg hefi — 3 — e* lesið. Þær hafa engum öðrum vopnum beitt eh þeim, er vitsmunasöm og þol- inmóð mannelska þekkir bezt, en sigur- inn, sem þær hafa unnið, er að flestra dómi dýrlegur. En eg efast um, að sá sigur hefði nokkuru sinni unninn verið, ef kveneð(jð i sinni göfugustu mynd hefði þar eigi komið til. Eg fyrir mitt leyti er sannfærður um, að konur eru gæddar enn meiri forða af þolinmóðri elsku en karlmenn, og það var þessi þolinmóða elska, sem hér reið svo mjög á. Það sem eg segi hér frá Helen Keller, hefi eg aðallega úr æfisöga hennar, sem rituð er af henni sjálfri á enska tungu (The story of my Life by Helen Keller. New York 1905), en nú hefir þýdd verið á ýms önnur tungumál, og sumt hefi eg eftir enskum blöðum. Mynd kom eitt sinn í fyrra af Helen Kellerí »Lögréttu». Fyrir þá, sem fræðast vilja um sálar- lífið, er saga Helenar mjög svo hugnæm. Ef skilningur efnishyggjuspekinganna á sálarlífinu væri réttur, og sál vor eigi annað en samsafn af starfsemdum líkams- líffæranna, skyldi maður ætla, að hún

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.