Morgunblaðið - 21.01.1914, Side 3

Morgunblaðið - 21.01.1914, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ 377 r=nr=i tapað r^li—1 Skóhlíf töpuð. Skilist á afgr. blaðsins gegn fundarlaunum. Vasahnífur fallegur hefir tapast. Komið með hann í afgr. blaðsins. LiEIGA Góð 4—5 herbergja ibúð óskast á góðum stað í bænum frá 14. maí. Ritstj. visar á.______ 3 herbergja íbúð með eld hfisi og góðri geymslu óskar reglu- samur maður, í góðri stöðu, að fá frá 14. maí. Ritstj. vísar á.__ Herbergi með húsgögnum, helst í miðbænum, óskast til leigu nú þegar. _______ 2 herbergi óskast nú Þ©»" ar. Æskilegt að miðdagsmatur fá- ist á staðnum, þó ekkert skilyrði. Skrifstofa Morgunblaðsins vísat á. I IC> VINNA <|- =3 Ung stúlka óskast til að gaeta barna nú þegar. Uppl. Njálsg. 13 B. Stúlka getur fengið vist 14. mai. Uppl. hjá Morgunbl.______________ Stúlka, dugleg og áreiðanleg, óskast i vist frá 14. maí. Hátt kaup i boði. Uppl. á skrifst. bl. Stúlka. Ráðvönd og dugleg stúlka, vön afgreiðslustörfum getur fengiðatvinnu nú þegar. Tilboð merkt S t ú 1 k a sendist Morgunblaðinu. Starfsmaður óskast nú þegar um lengri eða skemri tima, á gott sveitaheimili i grend við Reykjavík. Upplýsingar á Grettisgötu 8 (niðri). Dugleg: stúlka getur fengið vist 14. mai. Hátt kaup í boði. Uppl. á Laugaveg 38. ►- ^AUP^APUI^ HÚS til sölu i Hafnarfirði ásamt stórri og góðri lóð. Semja má við Ögmund Ólafsson, Brekkugötu 11, Hafnarfirði. Clarinet til sölu. Ritstj. vís- ar á. Ferðakoffort og klifsöðlar til sölu. Uppl. hjá blaðinu. Laglegur grímubúningur handa feitum manni, er keyptur í Godthaab i dag kl. 5—6. Islendingasögur til sölu í ágætu standi afgr. v. á. Kven-grímudansbúningur fæst keyptur eða lánaður i Þingholtsstræti 7. Sömuleiðis fæst þar keyptur alls- konar fatnaður nýr og brúkaður. 4 laglegir Kven-grímudansbún- ingar, lítið eða ekkert brúkaðir, eru strax keyptir háu verði Vesturgötu 22 (niðri). Grímudansbúuingur (karl- manns) til leigu eða sölu. Ritstjóri visar á. 50 aura gefur Klæðaverksmiðjan Ið- unn fyrir pundið af hvitri, góðri og vei þurri haustull. Verð á annaii ull þar eftir. Yatnsstígvél og Sjóstigvél kosta kr. 18.50. Trollarastigvél kosta kr. 35.00. Efni og vinna vönduð. Jón Stefánsson. Leiðrétting. Misprentast hefir í frásögn vorri um stofnfund Eimskipafélagsins. Á einutn stað er þar sagt «aðdróttun«, en átti að vera: fyrirspurn, sem hr. A. J. Johnson gerði til bráðabirgða- stjórnarinnar. ■--- DAGBÓIJIN. E Afmæli í dag: Helga Á. Ólafsson, húsfrú. d. Bergur Torberg, landsh. 1886. d. Árni biskup Helgason 1320. Sólarupprás kl. 9.46 árd. Sólarlag kl. 3.33 síðd. Háflóð erí dag kl. 12.44 árd. og kl. 1.16 síðd. Veðrið 1 gœr: Rvk a. andvari, hiti 4.7 ísaf. logn, frost 0.3 Ak. logn, hiti 1.5 Gr. logn, frost 4.5 Sf. logn, regn, hiti 5.6 Vm. logn, hiti 5.6 Þórsh. F. v. s. v. kaldi, hiti 6.2. Augnlækning ókeypis í dag kl. 2—3 í Lækjargötu 2. Jón Sveinbjörnsson aðstoð- armaður á fjármálaskrifstofunni í Kaup- mannahöfn, var 1. jan. sæmdur kam- merjunkeranafnbót. — Jón er fyrsti landinn sem þennan titil hefir hlotið. Vór eigum bæði etatzráð og justitsráð, en kammerjunker hefir enginn orðið fyr en Jón. í g ö r ð u m tveim hór í bænum eru hvannir teknar að spretta þessa dagana. Mun það vera fremur sjald- gælt um þennan tíma árs. Tún öll hér í nágrenninu grænka og óðum eins og á vordegi væri. C e r e s kom í gærmorgun kl. 9 frá útlöndum og Vestmannaeyjum. Með skipinu var, auk þeirra sem áður var getið, Gunnar cand. Egilsen. F i s k u r var seldur hér í bænum { gær á 12 aura pundið. Voru það vólbátar Gísla kaupm. Hjálmarssonar, sem komið höfðu með aflann frá Sand- gerði. í t i 1 e f n i af fyrirspurn þeirri, sem »kaupandi« gerði til blaðsins um útsendingu S.tjórnartíðindanna, þá skal það tekið fram, að vór hjá hlutaðeiganda höfum fengið vissu fyrir því, að Stjórnartíðindin voru send út þ. 6. þm. Orsökin til þess að þau eigi voru send fyr, er sú, að lögin komu eigi hingað fyr en með síðustu póstferð 1913. Hólum þ. 22. des. Landvarnarmál Svía. Njósnarmálin. — Hervarnir Rússa. Frá Jréttaritara Morqunblaðsins, Khojn 9. jan. Landvarnarmálið og önnur þau mál, er standa í nánu sambandi við það, eru nú cfst á baugi hjá Svium. Þeir tala valla um annað eða rita. Helztu ræðuskörugar þeirra ferðast um landið þvert og endilangt til þess að tala um fyrir lýðnum, og blöðin, hægri blöðin fyrst og fremst, eru þó einnig með og blöð vinstri manna taka í sama strenginn. Jafn- vel jafnaðarmenn mæla ekki á móti, eða þá svo hljóðlega, að efast má um, hvort hugur fylgir máli. — Auðsætt er, hvaðan þessi alda er runnin. Svíar hafa eins og aðrir séð aðfarir Rússa á Finnlandi; þeir ganga þess ekki duldir, að röðin muni koma að þeim fyr eða síðar, og þvi er um að gera að vera á vaðbergi. Á síðustu tímum hafa og gerst ýms þau atvik, er vel hafa verið til þess fallin að auka tortrygnina. Fyrst og fremst njósnarmálin Svo sem kunnugt er orðið, var sendi- hersveitin rússneska við þau riðin, bæði sendiherrann sjálfur og þó einkum sá maður, er Assanovitsch hét, og var aðstoðarmaður sendiherra og ráðunautur í öllum hermálum. Þeir hrukku báðir úr landi, en starf- sveinn þeirra, sænskur stúdent Hol- steinsson að nafni, er nýskeð dæmd- ur í 3 mánaða fangelsisvist, fyrir meðverknað sinn. Annar Sví, F. W. Tðrngreen, var samtímis dæmdur í 5 ára hegning- arvinnu og 2 ára ærumissi fyrir lík- ar sakir. Hann var uppvís að því, að hafa tekið á móti og svarað fyr- ir borgun nafnlausum bréfum frá Kaupmannahöfn, þar sem leitað var ýmsra upplýsinga um landher og flota Svía. Enn hefir danskur maður, Freáerik- sen að nafni, fyrrum undirliðsforingi í danska hernum,. en síðar banka- starfsmaður í Kaupmannahöfn, orðið uppvís að þvi, að hafa dvalið í Sví- þjóð i njósnarerindum. Hann þótt- istvera verzlunarerindreki, en Svíar grunuðu hann um græsku og tóku hann fastan i Boden, i Sviþjóð norð- arlega. Eiga Sviar þar öflug virki og þóttust menn hafa veitt því eft- irtekt, að hann væri oft á sveimi kringum virkin og tæki þar ljós- myndir. Lengi vel neitaði hann öllu en að lokum bárust þó svo að honum böndin, að hann varð að játa, að hann bæri ekkert skyn á kaupmensku, en væri i Boden njósnarerindum og þægi að launum 325 kr. á mánuði. Eigi vildi hann Morgunblaðið Það kostar að eins 65 aura á mánuði, heimflutt, samsvar- ar 34—35 blöðum á mánuði (8 síður á sunnudögum), með skemtilegu, fróðlegu og frétta- miklu lesmáli — og myndum betri og fleiri en nokkurt ann- að íslenkzt blað. Gjörist áskrifendur þegar i dag — og lesið Morgunblaðj ið um leið og þér drekkið morgunkafíið! Það er ómissandi! Sími 500. segja, hvaðan honum kæmi féð eða hverjum hann ynni. Eigi að siður þykir nú fullvíst, að uppgjafa embættismaður einn rúss- neskur, er Hampen heitir, og dvalið hefir langvistum í Khöfn, hafi staðið á bak við alt þetta njósnarbrask. — Vita menn með vissu, að Frederik- sen og Assanovitsch, sá er fyr var nefndur, voru tíðir gestir í húsi hans,. og einnig þykjast menn hafa séð Törngreen fara þar inn. Sitt hvað fleira hefir orðið uppvíst um Ham- pen þenna, sem of langt yrði upp að telja. Hann er nú farinn úr landi huldu höfði og kominn til Rússlands. En það er fleira en njósnarbrask- ið, sem veldur Svíum áhyggju. í fyrsta lagi þykjast sænsk blöð vita með sannindum, að Rússar hafi á- kveðið að gjöra afarmikið og ram- gjört virki við Kyrjálabotn. Eru áætl- aðar til þess 400 milj. rúbla. Svíar ætla, að tilgangurinn sé sá, að stía sundur norður- og suðurher þeirra, ef til ófriðar kæmi. í öðru lagi er sagt, að Rússar haldi heræfingar í vetur i Finnlandi, i svo stórum stíl, að sliks séu engin dæmi, og búi alt i garðinn, svo sem vetrar- leiðangur væri fyrir höndum. Meðal annars hafa þeir keypt 25.000 skíða, dýrum dómum. Einnig hefir verið spurst fyrir um, hve marga hesta væri hægt að hafa til taks, ef á þyrfti að halda. Ef þessar frásagnir sænskra blaða eru réttar, er það sízt að undra þótt nokkur breyting hafi orðið á stefnu vinstri manna í landvarnarmálinu, enda lýsti StaaJJ, yfirráðherra og for- ingi vinstrimanna því yfir i ræðu þeirri, er hann hélt i Karlskrona fyrir nokkru og síminn hefir skýrt frá, að stjórnin mundi leggja fyrir þingið frumv. um endurskipun hersins, auknar fjárveitingar til hans og leng- ing varnarskyldutímans, í samræmi við tillögur nefndar þeirrar, er fjall- að hefir um þessi mál síðustu árin. Bað hann menn þó jafnframt forðast allar æsingar og tortryggja engan að ósekju. Ræða hans hefir hvaivetna mælst vel fyrir og þarf varla að efa, að Svíar standa allir sem einn mað- ur, ef alvarleg tíðindi skyldi að hönd- um bera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.