Morgunblaðið - 21.01.1914, Síða 4

Morgunblaðið - 21.01.1914, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ 378 Leiga á bryggju okkar í Grófinni — íyrir framan Liverpoo! — er fyrir kl.tímann kr. 1.50. Umsjónarmaður með bryggjunni er verzlunarmaður Guðjón Björnsson í »Verzlunin Björn Kristjánsson«. Reykjavík 19. janúar 1914. Tf). Ttjorsfeinssoti. Jón Björnsson. Ungur kvenmaður, sem er vel fær í reikningi og skrifar góða hönd, getur fengið stöðu við stærri verzlun. Bréf með eiginhandar skrift, merkt »Skrifstofa«, sendist ritstjóra blaðs þessa. LrÖGrMBNN Sveinn Björnsson yfirdómslögm. Hafnarstrœti 22. Simi 202. Skrifistofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur viö kl. 11—12 og 4-5. EGGERT CLAESSEN, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10— II og 4—5. Sfmi 16. Bogi Brynjólfsson, yfirréttarmála- flutningsm. Hótel Island. (Aðalstr. 5). Venjulega heima 12—1 og 4—6. Talsími 384. Hvitar, svartar eikarmálaðar. Likklæði. Likkistnskraaf. Teppi iánnð ókeypis i kirkjnna. Eyv. Arnason. Trésmiðaverksmiðjan Laufásveg 2. Kaupið Morgnnblaðið. YÁOý^YGGINGAÍ} A. V. TULINIUS, Miðstræti 6, Brunaábyrgð og lífsábyrgð Skrif8tofiutími kl. 12—3. Carl Finsen Austurstr. 5, Reykjavík. Brunatryggingar. Heima 6 J/4—7 lU- Talsimi 331. Lmumnninirrrrrc Mannheimer vátryggingarfélag C. Trolle Keykjavík Landsbankannm (nppi). Tals. 235. Allskonar sjóvatryggingar Lækjartorg 2. Tals. 399. Havari Bureau. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. ELDUB! -yqt Vátryggið i »General«. Umboðsm. SIG. THORODDSEN Fríkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsimi 227. Rauða akurliljan. Skáldsaga frá 38 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy, (Framh.) Hún vissi að hann hlaut að hafa þær sálargáfur og það öryggi og einbeitni, sem til þess þyrfti, að vera foringi helztu aðalsmanna Eng- lands og jafnvel prinsins sjálfs. Var það Sir Andrew Ffoulkes? Nei, það gat ekki verið. Hann var alt of tilfinninganæmur til þess. Var það auðséð á truflun hans og vonleysissvip, er greifafrú de Tour- nay truflaði samtal hans og Súsönnu. Margrét sá allar svipbreytingar hans. Þegar Súsanna var farin, virtist hann svo yfirgefinn og einmana, sem nokkur maður getur verið. Hann ráfaði til dyranna í næstu stofu og hallaðist þar upp að dyra- brandinum, eins og honum stæði á sama um það, sem fram fór í saln- um. Margrét notaði tækifærið til þess, að laumast burt frá dansmanni sín- um. Hún gekk þangað er Sir And- rew stóð. Það var eins og eittbvert ómótstæðilegt afl knýði hana til þess. En — það var eins og himin og jörð hyrfu henni í einum svip. Hún sá að Hastings lávarður, sem var góður vinur manns hennar og dygg- ur fylginautur prinsins, — stakk litlum bréfmiða í lófann á Andrew. Hún varð sem þrumu lostin, en það varði aðeins eitt augnablik. Sir Andrew hafði gengið inn í herberg- ið og var henni horfinn. En hún náði sér skjótt aftur og án þess að hika við, gekk hún á eftir honuin inn í herbergið. Þessi tíðindi skeðu öll á tæpri mínútu. Við örlögunum fær enginn spornað. Margrét hafði nú gleymt öllu umhverfis sig, stöðu sinni, mannorði og virðingu fyrir hinni ódauðlegu hetju. Ástin til bróðursins og um- hyggjan fyrir honum varð öllu öðru ríkari í sál hennar. Hún fann, að líf bróður síns lék á þræði og það var á hennar valdi hvort hún bjarg- aði honum eða eigi. Og í næsta herbergi væri ef til yildi þann vernd- argrip að finna, sem bjargað gat lífi hans. Nýlegur 6 hesta Mótor er til sölu með gjafverði. Semjið sem fyrst við Hjörleif Þórðarson. Steinolíu selur ódýrast Guðm. Bgilsson Laugaveg 42. Þeir, sem að undanförnu hafa keypt hinar dýrari steinolíutegund- ir á brúsum hjá Steinolíufólaginu, geta íengið þær tegundir hjá verzl. „Von", Laugaveg 55. Steinolían er send um allan bæ- inn. Talsimi 353. Piano frá verksmiðjunni Weissbrod, hirðsala á Saxlandi, fást keypt með útsöluverði. Snúið yður til undirritaðs umboðsmanns. Árni Thorsteinsson. Hún gekk rakleitt inn í herbergið. Þar stóð Sir Andrew við borðið og sneri við henni bakinu. A borðinu stóð stór, fjölarmaður kertastjaki. Andrew hélt á litlum pappírsmiða í hendinni og var að lesa. Margrét læddist nær honum. Hún hélt uppi kjólfaldinum sinum svo að ekki skyldi heyrast skrjáfið í hon- um, og þorði naumast að draga andann. En í sama bili sneri Sir Andrew sér við og leit á hana. Hún andvarpaði, greip höndinni um enni sér og mælti lágt: — Hitinn í salnum er alveg ó- þolandi. — — — Mér varð svo flökurt — — —. Hún riðaði eins og ætlaði að líða yfir hana. Sir Andrew áttaði sig skjótt. Hann kreisti miðann i hendi sér og gekk til hennar. — Eruð þér veik, frú Blakany? spurði hann og bar ótt á. Eg skal — Nei, nei, það er ekki neitt, svaraði hún. Lánið þér mér stól — r-------fljóttl---------— Hann færði nær henni einn stól- inn, sem stóð við borðið og hún fleygði sér niður á hann, lokaði augunum og hallaði höfðinu aftur á bak. — Svona! hvíslaði hún. Nú batn- ar mér þegar------------. Þér skuluð ekki hugsa um mig, Sir Andrew. Eg fullvissa yður um það, að nú líður mér miklu betur. Hann svaraði engu, og dauðaþögn var í herberginu. Frá danssalnum heyrðist hljóðfæraslátturinn vaggandi og þýður, skrjáfið i silkikjólunum og raddkliður. Margrét lá í stóln- um með lokuð augu og heyrði hvorki né sá. En hún jann að Sir Andrew var að brenna litla miðann. Hún fann, að hann hélt honnm yfir einu kertaljósinu. Þá opnaði hún augun og í sama mund kviknaði i miðanum. Og án þess að hugsa sig um, rétti hún fram hendina, hrifsaði miðann af Sir Andrew, slökti eldinn og hélt miðanum að vitum sér. — En hvað þér eruð nærgætinn, Sir Andrew, mælti hún. Eg er viss um, að það er amma yðar, sem hefir sagt yður það, að reykurinn af brendu bréfi er bezta ráð við svima.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.