Morgunblaðið - 19.02.1914, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ
508
vér höfum þó fengið lög frá alþingi
um það, að þau skuli seld eftir þunga.
Eðlilegust og sanngjörnust er sú
sala bæði fyrir kaupanda og seljanda,
enda eru nii flestar nauðsynjavörur
seldar eftir þunga.
Því er það furðulegt, að nokkur
sá eggjasali, sem hefir góð egg á
boðstólum, skuli láta sér lynda að
aðrir traðki þannig rétti hans, þeir
er smá egg selja. En hér ættu að
réttu lagi allir að leggjast á eitt um
það, að farið yrði eftir fyrirmælum
laganna. Árangur þess mundi meðal
annars sá, að hænsaeigendur létu sér
annara um það framvegis, að ala upp
góðar varphænur. En hitt er ali-
fuglaræktinni til niðurdreps, þegar
jafnmikið er gefið fyrir eggin, hvort
sem þau eru stór eða lítil.
Til þess að koma hinu fyrirhug-
aða fyrirkomulagi í framkvæmd, án
þess að of miklu sé til kostað, má
nota tvo hringa (helzt justeraða) sem
eru 40 og 38 millímetrar að þver-
máli. Hringar þessir eru nú notaðir
mjög víða i útlöndum, þar sem hætt
er að selja egg eftir tölu.
Egg þau, sem ekki ganga í gegn
um 40 mm. hringinn, eru þá talin
í fyrsta flokki. Þau egg, sem ganga
í gegnum þann hring en ekki 38
mm. hringinn, eru talin i öðrum
flokki, og öll egg, sem ganga I gegn-
um minni hringinn, eru í þriðja
flokki.
Egg i fyrsta flokki vega til jafnað
ar 75 grömm, í öðrum flokki 60 gr.
og í þriðja flokki 48 grömm.
Þannig vega 60 egg í fyrsta flokki
^500 grömm, 60 egg í öðrum fl.
3600 grömm og 60 egg i þriðja fl.
2880 grðmm. Kaupandi tapar þann-
ig á því að kaupa 60 annars fl. egg
með sama verði og fyrsta flokks:
900 grömmum, en á 60 þriðja flokks
eggjum 1620 grömmum.
Með öðrum orðum:
900 gr. eru jöfn 12 eggjum í 1. fl.
eða 13 — i 2. fl.
eða 18®/4 — i 3. fl.
1620 gr. jöfn 2i8/5 eggjum í 1. fl.
eða 27 — í 2. fl.
eða 33*/4 — í 3. fl.
Þannig eru 60 egg i fyrsta flokki
jöfn 75 eggjum í öðrum og 9 38/4 í
þriðja flokki.
Egg i fyrsta flokki kosta vanalega
10 aura. Kosta því 60 eggin kr.
6.00. 60 egg í öðrum flokki ættu
eftir sama þunga að kosta kr. 4.80
= 8 aura hvert og 60 egg i þriðja
flokki ættu að kosta kr. 3.84 = 6.4
aura hvert.
Auk þessa ber einnig að gæta þess,
að egg i fyrsta flokki hafa minstan
skurnþunga að tiltöiu við egg í öðr-
um flokkum.
í 1. flokki er skurnþungi hvers
eggs 7.4 gr-> i 2. flokki 7.2 og í
3. flokki 6.9
Skurm af 60 eggjum í 1. fl. er
því 444 grömm, af 73 eggjum í 2.
fl. 546 grömm og af 93®/* eggjum
i 3. flokki 647 grömm. Er því
skurnþungi 7S eggja í 2. fl. 96 gr.
meiri en af sama eggjaþunga í 1. fl.
og 203 gr. meiri af 93% eggjum í
3. fl. Þessi 96 og 203 grömm eru
sama sem i8/5 og 4 7* eggs, svo að
þegar öllu er á botninn hvolft þá
hafa:
60 egg í 1. flokki
768/5 — í 2. —
98 — í 3. —
sama verðmati.
Þetta er þó ekki hið exna gagn,
sem þessu fyrirkomulagi fylgir. Það
mun einnig leiða athygli hænsarækt-
armanna að þvi, að betur borgar það
sig að ala aðeins þau hænsni, sem
verpa stórum eggjum og að stuðla
jafnframt að því með skynsamlegri
fóðrun að hænurnar verpi fleiri eggj-
um en ella. I fæstum orðum sagt:
Menn munu leggja meiri alúð við
hænsnaræktina eftir en áður og
stunda hana betur með ýmsu móti,
en hér skal ekki að sinni farið frek-
ar út í þá sálma.
E. S.
=3 DAGBÓIflN. C=
Afmæli í dag:
Anna Smidt, húsfrú.
FriSrikka Þ. Pótursdóttir, húsfrú.
HólmfríSur Halldórsdóttir, jungfrú.
Sigurveig Guðmundsdóttir, húsfrú.
Sigurjón Ólafsson skipstjóri.
Nicolaus Kopernicus f. 1473.
Sólarupprás kl. 8.15 árd.
Sólarlag kl. 5.9 sítid.
HáflóS er í dag kl. 12.25 e. miðn.
og kl. 1.15 síðd.
VeSriS í gffir:
Rvík a. logn, frost 5.7.
Íf. n.a. snarpur vindur, frost 6.3.
Ak. logn, frost 6.5.
Gr. 8. logn, frost 10.0.
Sf. n.a. kul, frost 4.2.
Vm. a. andvari, frost 0.6.
Þh. F. a.n.a. hvassviSri, hiti 1.6.
ÞjóSmenjasafniS opiðkl. 12-2.
Embættismaður einn hór í
bænum kom í gær inn á skrifstofu
MorgunbiaSsins og bað oss koma 10
kr. til Samverjans. Ennfremur gaf
bann 10 kr. til ekknanna og barnanna
í Ólafsvík. Þökkum vór honum kær-
lega gjafirnar fyrir hönd hlutaðeig-
enda.
F y r s t a franska seglskipið á þessu
ári kom í gærmorgun snemma. Skip-
iS stundar ekki fiskveiðar, en hefir salt
og matvæli meðferðis til fiskiskipanna.
AlþýðufræSsla stúdenta-
f ó 1 a g s i n s. Arni Pálsson flytur er-
indið um Hallgrím Pótursson á sunnu-
daginn en ekki Sigurður Guðmundsson,
eins og getið var um í blaðinu í gær.
Einar Markússon, ráðsmaður
Laugarnesspítalans, kom færandi hendi
á skrifstofu vora í gær. Hann hafði
meðferðis kr. 47.95, gjöf frá boldsveikis-
sjúklingunum til Ólafsvíkursamskot-
anna. — Vér þökkum kærlega fyrir
þessa veglegu og fallegu gjöf.
S a m s k ó t i n til Ólafsvíkur eru nú
orðin um 2 6 0 k r. Gaman væri að
þurfa ekki að senda minna en 300 kr.
til Ólafsvíkur. Vór tökum öllum gjöf-
um, stórum og smáum, með þökkum.
M a r z kom í fyrradag fra Hull.
Franskt botnvörpuskip,
Afrique II, kom hingað í gær með
frakkneska seglskútu, Marie, í eftirdragi.
Hafði hún mist segl Sín fyrir sunnan
Portland og verið þar ósjálfbjarga.
Marie er hlaðin salti til fiskiskipanna.
----------------
Frá útlöndum.
Á Solörbrautinni i Noregi eru
notaðir gamlir járnbrautarvagnar, sem
vatda mörgum farþega gremju. Eru
í þeim ofnar af gamalli gerð og vagn-
arnir sjálfir eru svo gisnir, að þó
upp við loftið geti verið 27 hitastig
eru I frostum oft 5 kuldastig niður
við gólf. »Hedemarkens Amtstid-
ende* getur þessa og hefir blaðið
sjálft lltið mæla hitann i vögnunum
og var þá 32 stiga hitamismunur á
lofti því er lék um fætur þess
manns, er stóð f vögnunum, og
höfuðs hans. Var þá 14 stiga kuldi
úti.
Elsti sonur Rússakeisara — 9 ára
að aldri — hefir undanfarin ár verið
mjög veikur. Var það mælt, að
rikiserfinginn þjáðist af ólæknandi
sjúkdómi. Sumir þóttust vita að
sjúkdómurinn væri afleiðing af bana-
tilræði, sem honum hafi verið sýnt
eitt sinn er hann kom um borð í
herskip í Kronstadt. En banatilræði
þessu átti, eftir frásögnum, að hafa
verið haldið leyndu í Rússlandi. Keis-
araefnið ernúá miklum batavegi. Hann
dvelur um þessar mundir í Livadia
á Krimskaga og með honum læknar
tveir. Hefir loftið þar suðurfra hrest
hann mjög og búast læknarnir nú
við að hann muni verða albata af
kvillum sínum.
I fyrra mánuöi var verkfall allmik-
ið meðal blaða-prentara i Vínarborg.
Ritstjórar og blaðamenn nokkra
stærstu blaðanna réðust þá í að láta
vélrita helztu fréttir utan úr heimi,
og þótti þetta bragð ágætt. Frétt-
irnar voru festar upp á götuhornum
og í veitingahúsum.
Þ. 10. þ. m. kom upp eldur mik-
ill { kvikmyndaverksmiðju í Leeds á
Bretlandi. Fleiri hundruð þúsund
álnir af myndum stóð í björtu báli,
er brunaliðið kom að.
í verksmiðjunni vann fjöldi af
stúlkum og tókst við illan leik að
bjarga þeim úr húsinu. Fimm þeirra
urðu að hlaupa úr glugga hússins,
en meiddust þó furðanlega lítið.
Nýlega er stofnað hlutafélag á
Bretlandi til þess að veiða sardínur
i Galileavatni. Segja brezk blöð
mjög mikið vera af þeirri fisktegund
í þvi vatni, og er búist við að mik-
ið megi sjóða niður í dósir.
Falskar tennur — lausafé? Ný-
lega skeði það í Danmörku að hús-
móðir nokkur tapaði tönnum sínum.
Var nú hafin leit og kom það upp
úr kafinu að þeim hafði í ógáti verið
kastað i eldinn með ýmsu öðru
beinarusli!
En konan varð ekki ráðalaus. Þau
hjónin höfðu vátrygt alt sitt lausafé
og fór konan því til vátryggingarfé-
lagsins og heimtaði að það greiddi
sér endurgjald tannanna, því þær
væru lausafé þeirra hjóna I
En vátryggingarfélagið hefir þú
ekki ennþá viljað viðurkenna þennan
rétt konunnar
Odýrara radíum? »Vort land*
getur þess að nokkrir amerískir efna-
fræðingar hafi fundið upp nýja að-
ferð til þess að vinna radíum. Tekst
þeim með aðferð þessari að vinna
20 sinnum meira radíum en með
eldri aðferðum og þó með minni
tilkostnaði.
Nýlega fóru tveir ungir Þjóðverj-
ar í ferðalag i loftfari. Þeir fóru á
stað frá Bitterfeld á Rússlandi, og
lentu í Perm á Austur-Rússlandi eft-
ir að hafa ferðast í loftinu 1740 rast-
ir á 87 klukkustundum. Er það
hraðasta og lengsta loftferð, sem
farin hefir verið.
Andrew Carnegie, ameríski auð-
maðurinn mikli, sem gefið hefir
marga tugi miljóna til ýmsra nyt-
semdarfyrirtækja viðsvegar um heim,.
hefir nýlega gefið 400 þús. dali í
alheimssjóð til friðarsamninga.
Gerir hann ráð fyrir að kirkjurnar
og prestar þeirra noti þennan sjóð
til þess að koma á friðarsamningum
milli þjóðanna.
Róstur nokkurar hafa orðið í
Stokkhólmi. Ástæðan er sú, að
Gustaf konungur hefir neitað að
fara að ráðum ráðherra sinna og
þingsins, og er sagt að hann hugsi
að láta af konungdómi. Ráðherrar
allir hafa sagt af sér.
Jarðskjálftar allmiklir urðu í Amer-
iku þ. 10. þ. m. Skemdir urðu.
engar, einn maður meiddist mikið í
Brooklyn, féll á hann steinn úr
húsi.
Á letigarÖinum í Helsingfors í
Finnlandi kom upp eldur þ. 10. þ,
m. Fimm karlmenn brunnu inni
og fjöldi manns meiddist mjög mikið.
Willy Ferrero heitir yngsti söng-
stjóri heimsins. Hann er ítalskur
að ætt og tæpra 8 ára að aldri.
Stjórnaði hann nýlega stórum hljóð-
færaflokki á Rússlandi, í viðurvist
keisarans og hallarfólksins. Þótti
honum takast með afbrigðum vel og
fekk hann að launum leikföng mörg
og dýr hjá keisarafólkinu, en gullúr
með áletrun gaf keisarinn honpm,
Mynd af Willy er i glugga Morg-
unblaðsins.