Morgunblaðið - 03.03.1914, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ
5 66
Bútadagur '£
Th. Th. Ingólfshvoli.
Búð til leigu.
Veínaðarvörubúð Gunnars Þor-
björnssonar við Hafnarstræti. er til
leigu nú þegar eða 14. maí.
Skinfaxi
vill fá miklu fleiri kaupendur í Reykjavík. Spyrjist’fyrir
um blaðið, ef þér ekki þekkið það.
Bjarni Magnússon hjá Jóni Halldórsyni & Co. og Þorleifur Gunnars-
80n Félagsbókbandinu taka móti áskrifendum.
Hús óskast til kaups.
Góð hiiseign óskast til kaups nú þegar gegn peningaborgun. Hús-
eignin má kosta 4—5000 kr., og verður að liggja við Grettisgötu, Lauga-
veg, Hverfisgötu eða Lindargötu. — Semja ber við Boga Brynjólfs-
son yfirrértarmálaflm., Hotel Island, Aðalstræti 5. Sími 384.
Stór útsala.
Allir þekkja hinar fgóðu og fallegu vörur í verzlun Jóns Þórðar-
sonar. Þrátt fyrir þaðj'þó verðið sé lágCog vörurnar nýjar^og góðar,
verður fra 1. marz alt selt með miklum afslætti.J J _ ,|gj
Þetta boð stendur - að eins örfáa daga,J
notiðjþví tækifærið.
Verzlun Jóns Þórðarsonar.
Beztu Cigarettur
heimsins
eru
Special Sunripe
frá
R. & J. Hill Ltd, London.
|| | sem taka vilja þátt i félagsskap með því augnamiði að fá
_ prófessor Harald Níelsson til þess að halda guðsþjón-
' ustur í Fríkirkjunni annanhvorn sunnudag síðdegis, eru beðn-
ir að rita nöfn sín og heimili á lista í bókverzlun Isafoldar eða
hjá Halldóri I»órðarsyni bókbindara, Laugaveg 4, fyrir
næstu mánaðamót.
Kanpendur Morgunblaðsins eru vinsamlegast
beðnir um að borga blaðið á afgreiðslunni eða skrif-
stofunni, Austurstræti 8.
Þakpappaverksmiðjan Dortheasminde
Köbenhavn B. JU
Herkúles-þakpappi
HaldgóDir þakpappalitir allsk.
Strokkvoðan Saxolin.
ZACHARIAS & Co,
Dortheasminde.
Stofnað 1896.
*
Tals.: Miðst. 6617.
Álagning með ábyrgð.
Triumph-þakpappi
Tjörulans — lyktarlaus.
Triumph-einangrunarpappj
Rauða akurliljan.
Skáldsaga frá
76 stjórnarbyltingunni miklu
eftir
baronessu Orczy,
(Framh.)
— Þeir mundu kosta kapps um
að missa aldreí sjónar á honum og
svo fremi að hann ætli að flýja, þá
munu þeir slá hring um hann. Og
gerist þess þörf, munu þeir skjóta
út í loftið einu skoti og drífa þá
hinir varðmennirnir þangað þeim til
hjálpar.
Ekki vil eg að honum sé nokkurt
sérstakt mein unnið nú þegar, mælti
Chauvelin. En þú hefir samt gert
skyldu þina og eg kem vonandi
ekki of seint.------
— Hvað sögðu þeir?
— Þeir höfðu ekki séð nokkurn
mann.
— Hann hlýtur að vera á undan
okkur í vagni eða — — En við
rnegum ekki eyða tímanum. Er
langt til kofans?
— Hérumbil tvær milur.
— Ratar þú þangað þótt svona
dimt sé?
— Já, það er eg viss um. Það er
ekki svo dimt núna, svaraði her-
maðurinn.
— Fylgdu þá með okkur fótgang-
andi, en láttu félaga þinn fara með
hestana til Calais. Höfum við hér
engin not þeirra. En er við eigum
eftir ófarinn mílufjórðung, þá skaltn
segja gyðingnum að staðnæmast. Og
eins verður þú að gæta hins, að hann
fari ekki með okkur afvega.
Desgas og menn hans nálguðust
nú óðum. Heyrði Margrét fótatak
þeirra fáum föðmum fyrir aftan sig
og áleit því hættulegt að bíða þeirra
úr stað.
Hún hafði nú mist alla von.
Percy var nú einhversstaðar rétt á
undan þeim og innan stnndar höfðu
þeir náð honum. Síðan mundu
þeir halda áfram og handsama flótta-
mennlna. Að vísu vissi hún hitt,
að Chauvelin mundi efna gefið lof-
orð og gefa Armand frelsi, en Percy
átti engra griða að vænta.
Heyrði hún nú að hermennirnir
gáfu gyðingnum nokkrar fyrirskip-
anir og faldi hún sig þá i runnum
nokkrum meðfram veginum. Nú
komu þeir Desgas og bættust í hóp
hinna. Hélt svo alt liðið áfram og
Margrét á eftir í hæfilegri fjarlægð.
28. k a p i t u 1 i.
7ekin til jan^a.
Margrét fylgdi eftir þeim í hálf-
gerðri leiðslu. Sá hún nú enga
bjargar von lengur fyrir þann mann
er henni var hjartfólgnari en alt
annað. Var nú þegar sleginn hring-
ur um hann og hlaut að reka að
því innan lítillar stundar að hann
væri ofurliði borinn.
Margrét var dauðþreytl. Hún
varð sárþreytt af göngunni og skalf
á beinunum af þessari óvanalegu á-
reynslu. Hún hafði naumast notið
svefns né matar um nokkurra dægra
skeið, en samt kom henni það aldrei
til hugar að hætta eftirförinni. Hún
vildi fá að sjá mann sinn enn einu
sinni og deyja með honum til þess
að bæta fyrir brot sitt.
Vagninn staðnæmdist. Þau voru
núfkomin á áfangastað, þangað er
einstigið lá niður klettana.
Án þess að íhuga hætluna, lædd-
ist Margrét nær, þar sem Chauvelin
stóð og ráðgaðist um við menn
sína. Hafði hann nú stigið niður úr
vagninum og langaði hana til þess
að heyra hverjar fyrirskipanir hann
gæfi nú mönnum sínum, ef ske
kynni að það gæti orðið Percy að
einhverju liði. Hún skreið nær þeim
og lét það ekkert á sig fá, þótt hún
rifi andlit sitt og höndur á runnun-
um, en hugsaði um það eitt að
heyra alt sem sagt væri.
Meðfram einstiginu var dálítil trjá-
girðing, eins og títt er í Frakklandi,
og hinumegin við hana grasi gróinn
skurður. Þar gat Margrét falist og
komist svo nærri þeim Chauvelin
að ekki var nema faðmur á milli.
— Hvar er «Kofinn hans Pére
Blanchards« ? spurði Chauvelin.
— Hann er við þennan veg, miðja
vegu milli okkar og strandarinnar,
svaraði hermaðurinn, sem hafði gerst
leiðsögumaður þeirra.
— Það er ágætt. Þú átt að fylgja
okkur þangað. En áður en við för-
um niður yfir klettana skaltu læðast
heim að kofanum og skygnast eftir
því hvort mennirnir séu þar. Skil-
urðu það?