Morgunblaðið - 06.03.1914, Blaðsíða 1
Fðstudag
1. argangr
6.
marz 1914
MORGONBLADID
122.
tölublað
Ritstjórnarsími nr. 500 [ Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
ísafoldarprentsmiðja
Afgreiðslusimi nr. 140
I. O. O. F. 95369.
Bio
Biografteater
Reykjavfkur.
Bio
Liðni tíminn.
Franskur leikur í 2 þáttum.
Lifandi fréttablað.
Leikfimisæfingar. Veðhlaup.
Kappróður og Fegurðar-skauta-
hlaup.
Bio-Rafé er bezt.
Sími 349. HartYig Nielsen.
JK.
-a|i
NýjaBíó:
Leyndardómar grimudansins.
Leikið af Mr. Sévérin.
I Myndina þurfa allir þeir að sjá, |
er góðum leik unna.
Yatnsfælni og ást.
Leikið af Max Linder.
Skrifsfofa
Eimskipafélags Ísíancfs
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Tals. 409.
Notið sendisvein
frá sendisveinaskrifstofunni.
8 í m i 4 4 4.
Kosningaskrifstofa
Sjálfstæðismanna
i Templarasundi 3. Opin
® kl. 5—8 siðdegis. HEti
Karla og kvenna-
regnkápur
nýkomnar
í Yörnbúsið.
Minningarsjóður
Björns Jónssonar.
Tekið móti gjöfum í skrifstofu og
bókverzlun ísafoldar, pappírsverzlun-
inni Björn Kristjánsson og verzlun
lóns frá Vaðnesi á Laugavegi.
JEoififálacj ^letffijavífiur.
AUGU ÁSTARINNAR
Eftir JOHAN BOJER.
Laugardaginn 7. marz kl. 8 síðd.
Panta má aðgöngumiða í Bókv. ísatoldar,
þó ekki i sínia.
Bæj arstj órnarfundr
5. marz.
Borgarstjóri setti fundinn kl. 5.10
síðd. á venjulegum stað. Voru allir
mættir á fundinum nema Sveinn
Björnsson, sem er á ferð erlendis í
Eimskipafélagserindum, frá Katrín
Magmisson, sem etnnig dvelur er-
lendis, og Jón Þorláksson.
Fyrsta mál á dagskrá var fundar-
gerð fasteignarnefndar og urðu um
það mál engar umræður.
Sigurður Guðmundsson hafði sótt
um leyfi til bæjarstjórnar að taka
sem erfðafestuland 6 dagsláttur vest-
anvert við Kringlumýri og var hon-
um veitt það.
Næsta mál á dagskrá var .kosning
í kjörstjórn til alþingiskosninga. Lá
fyrir fundinum að kjósa tvo menn í
aðal-kjörstjórnina, annan úr bæjar-
stjórn, hinn utan bæjarstjórnar/ auk
tveggja varamanna. Úr bæjarstjórn-
inni hlaut kosningu: Sighvatur
Bjarnason með 7 atkv. Utan bæ-
jarstjórnar hlaut kosningu: Eggert
Briem skrifstofustjóri með 10 atkv.
Varamenn voru kosnir þeir: Hann-
es Hafliðason og Axel Tulinius.
Þriðja málið var um úrskurðaðar
kærur yfir ellistyrktarskránni. Hóf
Pétur Guðmtindsson þar máls og
skýrði frá því, að borgarstjóri hefði
falið nefndinni að athuga kærur þær
er fram hefðu komið yfir ellistyrkt-
arskránni. Þær væru alls 6. Einn
þeirra hefði kært yfir að hann ekki
hefði verið tekinn upp i skrána og
kvað hann það sjaldgæft, að menn
hér í bæ kvörtuðu yfir því að þeir
eigi fengju að greiða gjöldin. Sjálf-
sagt væri þvi að taka mann þennan
inn á skrána og það hið fljótasta.
Umræður urðu töluverðar um
þessar kærur og töluðu þar þeir
Knud Ziemsen, Jóhann lóhannesson,
Tryggvi Gunnarsson, Sigurður Jóns-
son, Frú Briet Bjarnhéðinsdóttir og
Pétur Guðmundsson. Lauk þvi svo,
að 4 kærur vorn teknar til greina
en tvær ekki. Urðu umræðurnar
mestar um það, hvort einhver klæð-
skeranemi hjá H. Andersen & Sön
ætti að vera á skránni eða eigi —
hvort hann ætti að greiða kr. 1.50
í ellistyrktarsjóðinn eða eigi. En á
meðan á umræðunum stóð logaði á
minst ío gaslömpum í salnum og
þykir oss eigi óliklegt að gaseyðsl-
an hafi farið langt fram úr þeirri
fjárhæð, sem 'klæðskeraneminn nú
væntanlega verður látinn borga í elli-
styrktarsjóðinn.
Fjórða málið var kærur yfir al-
þingiskjörskránni. Skýrði borgar-
stjóri frá því í langri ráeðu, að alls
hefðu sér borist 76 kærur. Margir
af þeim mönnum, er kært hefðu,
hefðu eigi rétt til að komast í aðal-
skrána, en mundi verða bætt við á
aukaskrána í maímánuði. Ein af
þessum kærum var borin upp sér-
staklega, þar eð sérstaklega stóð á.
Dr. Björn Bjarnason hafði eigi
verið settur á kjörskrá þar eð hann
dvelur nú erlendis sér til heilsubótar
Hann hefir ekkert útsvar goldið hér,
þar eð hann hefir verið fjærverandi.
En þess gerist auðvitað ekki þörf,
þar eð maðurinn er kandidat og var
það þvi samþ. í einu hljóði að bæta
Dr. Birni á kjörskrána.
Af þessum 76 kærum voru alls
20 teknar til greina, og skýrði borg-
arstjóri frá þvi, að þeim öllum mundi
verða bætt við á kjörskrána.
, Fimta málið á dagskrá var um
bæjarverkfræðingsstarfið.
Borgarstjóri skýrði frá þvi, að hinn
núverandi bæjarverkfræðingur hefði
sagt sinu starfi lausu og hafi þvi
staðan verið auglýst laus og umsókn-
arfrestur gefinn til 28. febr. En
enginn hefði sótt nm stöðuna og væri
því eigi annað fyrirsjáanlegt en að
bærinn yrði verkfræðingslaus með
vorinu. Stakk borgarstjóri upp á
því að þessu máli yrði visað til vega-
nefndar, því hún hefði mest með
bæjarverkfræðinginn að gera.
Knud Ziemsen vildi ekki láta visa
málinu til veganefndar — það væri
eigi aægilegt því starf verkfræðings-
ins væri svo margbreytt, að hann
ynni eins mikið fyrir aðrar nefndir.
Lagði hann til að kosin yrði ný
nefnd til þess að reyna að ráða úr
þessum vandræðum, sem nú væru
að höndum borin.
Jóh. Jóh. sagðist ekki vita hvað
þessi nefnd ætti að gera. Bæjar-
stjórnin sjálf væri orsök þess að hinn
núverandi verkfræðingur hætti starfi
sínu fyrir bæinn. Staðan hefði verið
auglýst, en enginn hefði sótt um
hana. Nefndin gæti þó ekki á stutt-
um tíma »búið til« verkfræðing.
Það mundi auðvitað fara svo, að
bæjarstjórnin yrði að biðja verkfræð-
inginn að vera kyrran og þá gefa
honum hærra kaup. Einstöku menn
úr bæjarstjórninni hefðu ætlað að
spara fé með því að gefa ekki verk-
fræðingnum hærra kaup, en þeir
herrar muni enn sjá það, að þetta
yrði þvert á móti til útgjalda fyrir
bæinn.
Tr. Gunnarsson kvað hvern meðal
snikkara hæfan til þessa starfs, sem
hvtldi á bæjarverkfræðingnum. Þetta
starf sem bæjarverkfræðingurinn
leysti af hendi, væri ekki svo afskap-
legt, að ekki hver trésmiður gæti
gert það jafn vel — en mun ódýr-
ara — fyrir bæinn. Sumt gætu
aðrir gert betur. T. d. brunastjóri
þarf að kunna að klifra og getur
víst hver gert það eins vel og nú-
verandi verkfíæðingur. Sagðist stinga
upp á því, að fenginn yrði til þess
starfa maður eins og Sigurjón Pét-
ursson glímukappi. Yfir höfuð sagð-
ist hann álíta reynandi fyrir bæinn
að vera án nokkurs verkfræðings
næsta ár, en fá kunnuga menn á
hverju því sviði, sem þörf gerist á,
til þess að standa fyrir verkinu. T.
d. að mæla erfðafestulönd fyrir bæ-
inn væri engin »kunst«. Þegar
Búnaðarfélagið treysti Gísla Þor-
bjarnarsyni til þess að mæla lönd
fyrir sig og gera skurði, þá væri
áreiðanlega engin þörf á lærðum
verkfræðingi til þess.
Jóh. Jóli. kvað Tryggva ætið hafa
haft á móti verkfræðingum. Hefði
hann sjálfur (Tryggvi) staðið fyrir
verkum, t. d. bæjar-steinbryggjunni,
Ölfusárbrúnni o. s. frv., sem verk-
fræðingar annars væru vanir að gera.
Tryggvi héldi hann gerði alt manna
bezt sjálfur, en hvort þessar smiðar
hans væru góðar eða hefðu ekki
getað orðið betri, ef verkfræðingur
hefði stjórnað þeim, ætlaði hann ekki
að tala. Sagðist hann vita, að bæ-
jarverkfræðingurinn væri sístarfandi
allan daginn, ýmist vestur í bæ, i
Miðbænum eða upp við Skólavörðu,
yrði hann alstaðar að hlaupa eins og
hver annar hlaupadrengur, er verkin
kölluðu að. Sagði að laun hans
væru alt of lág og kvað það mundi
borga sig fyrir bæinn að gefa ein-
hverjum verkfræðingi 4000 kr. árs-
laun.
Borgarstjóri kvað ókleift fyrir bæ-
inn að vera án verkfræðings. Hann
hefði ætíð fyllilega nóg að ’starfa
og væri allan daginn upptekinn.
Sagðist ekki mundu treysta sér til
að vera borgarstjóri án þess að hafa
dnglegan verkfræðing sér við hlið.
Knud Ziemsen gat þess, að þetta
væri ekki i fyrsta skifti að Tr.
Gunnarssyni virtist bæjarverkfræð-
ingsstarfið óþarft. En hér væri ekki