Morgunblaðið - 08.03.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1914, Blaðsíða 2
S84 MORGUNBLAÐIÐ 7Tskorun. Vér undirritaðir skorum hér með á alla, konur sem karla, unga og gamla, að hjálpa til að efla skíðaiþróttina hér á landi og koma henni í það gengi sem hdn á með réttu skilið. Skiðaíþróttin er alls ekki ný hér á landi, en þvi miður eru þeir til- tölulega fáir sem skilja, hve nytsöm hún er, — að skiðin eru á vetrum um mikinn hluta lands vors, hið öruggasta og bezta farartæki sem kost- ur er á, — eða vita hve holl og ágæt iþrótt hún er. Hér á landi bíða fleiri eða færri, menn og konur, bana af því að verða úti i byljum, (116 á siðustu 20 árum). Þeir kafa snjóinn og brjót- ast áfram án þess að hafa hugmynd um í hvaða átt þeir halda. Að lok- um þrjóta kraftarnir, þeir leggjast fyrir og sofna svefninum langa, og þetta skeður hvað eftir annað, án þess að nokkuð sé að gert. En er þá nokk- uð hægt að gera til þess að koma í veg fyrir þessi sorglegu slys? }á! Mikið mundi ávinnast og mörgum slysum verða afstýrt, ef skíðaíþróttin, og í sambandi við hana þekking á því, að nota kort og áttavita, yrði útbreitt um land alt svo að allir geti runnið ofan á snjón- um, í staðinn fyrir að vaða hann, og notfært sér þennan litla vegvísir, áttavitann, þegar allar mishæðir eru snævi huldar og ekkert sést fyrir hríð eða þoku. Þessvegna heitum vér nú á alla að taka höndum saman við félag vort, og með smá fjárframlögum til þess, — 1 króna á ári eða 20 kr. eitt skifti fyrir öll, — að styðja að því; að vér getum öðru hvoru haldið smá námskeið á hentugum stöðum, til að kenna þar notkun skíða og meðferð þeirra, og að nota kort, áttavita o. fl. Á þessi námskeið kæmu svo menn úr ýmsum hlutum landsins og læiðu þetta, og væru síðan skyldir að halda heim aftur og kenna útfrá sér. Með þessu móti ættu ekki að þurfa að líða mörg ár þar til takmarkinu væri náð. Stjórn »Skíðafélags Rcykjavikur«. Félagsskap þann er að ofanrituð áskorun ræðir um, teljum vér und- irritaðir afarnauðsynlegan, og heppilegan og mælum þvi hið bezta með félaginu. A. Tulinius Guðmundur Björnsson Guðbrandur Magnússon (pt. form. í. S. í.) landlæknir (sambandsstj. U. M. F. í.) Ólafur Björnsson, Einar Gunnarsson, H. Hafstein, Jón Þórarinsson, Þorsteinn Gíslason. Þeir sem óska að gerast meðlimir, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til L. Míillers (Brauns verzlun). um vörugæði frá Lundbys Hospital, fröken Jensen, þeirri er samið hefir matreiðslubókina miklu, Islands Falk, O. Johnsen & Kaaber og V. Steins Analysisk-kemiske Labaratorium. Gullmedalíur hefir verksmiðjan fengið fyrir iðnað sinn í París, Róm, Vínarborg og 2 í Berlín árið 1908. Og sama ár heiðursmedalíu í Róm og Berlín. Silfurmedalíu fékk hún í Árósum 1909 og Bronzemedalíu í Kaupmannahöfn 1912. Auk þess er hún konunglegur hirðsali. — Mig vantar fé til þess að geta rekið verksmiðjuna í stórum stil, segir hr. P. Bjarnason. Því hefði eg nóg fé, skyldi eg sýna það, að helmingur allra íbúa Reykjavíkur gæti haft atvinnu við iðnað þennan. Verksmiðjunni berast daglega pant- anir erlendis frá og nema þær oft mörg þúsund krónum. En mig vantar vörubirgðir hér til þess að geta staðið vel að vígi. Vörur min- ar hafa farið um allan heim, til Afriku, Indlands, Astraliu og miklu viðar. Frá Argentínu hefi eg fengið stórar pantanir . . . Vér getum þessa svo að menn geti séð hver framtið bíður þessa iðnaðar, fyrst byrjunin er svona góð. Enda er það vist að á pessu sviði getum vér kept í iðnaði við hvaða þjóð sem er. Stöndum vér þar svo vel að vigi. Flugm. Koman að Grand. í 117. tölublaði Morgunblaðsins hefir einn af frændum vorum vest- an hafs, herra J. T. Bergmann, fund- ið sig knúðan til að svara og and- mæla grein, sem staðið hefir í blað- inu Vísi 5. desember f. á. ritaðri af »Mýrkjartan«. Ósætti þeirra hr. Bergmanns og Mýrkjartans ei mér með öllu óvið- komandi og læt það hlutlaust, en að herra Bergmann hvað eftir annað reynir að svivirða einhvern merkasta bónda hér á landi, með því fyrst i Vesturheimi og því næst i dagblaði í Reykjavík, að segja frá því sem einhverri óhæfu, að Magnús á Grund hafi fyrst og fremst ekki viljað leyfa hestum hans að naga túnið hjá sér, og að hann hinsvegar hafi ekki undir eins og hann heyrði að herra Berg- mann var frá Ameríku, tekið honum með kostum og kynjum og lagt niður önnur verk, hvernig sem á stóð. Á þessar ritsmíðar hr. Berg- manns geta menn litið eins og þeir vilja, en varla býst eg við að þeir menn sem þekkja höfðingsskap og drenglyndi Magnúsar, muni líta svo á sögu þessa, sem Bergmann og Heimskringla virðast óska. Mig langar til þess að segja herra Bergmann litið eitt úr æfisögu Magn- úsar, og vita því næst hvort herra Bergmann getur ekki orðið mér samdóma um, að hann hafi orðið fyrir nokkuð hörðum dómi af vest- mönnum (sbr. Heimskringlu). Magnús ólst upp hjá fátækum for- eldrum, mátti þegar á unga aldri ganga til stritvinnu, en sökum vilja- þreks og góðra náttúrugáfna tókst honum jafnframt að afla sér góðrar mentunar, eftir því sem þá tíðkað- ist. Þegar foreldrar hans féllu frá, fékk hann í arf, eftir því sem mig minnir að Magnús hafi sagt mér, 15 dali, og byrjaði hann hið mikla og aflfarasæla lífstarf sitt með þessu stofnfé; hann fékst við smíðar, við sjómensku (hákarlaveiðar) og að síð- ustu réðst hann í það stórræði, efna- lítill, að kaupa Grund, sem hann nú í mörg ár hefir búið snildarbúi á. Jafnhliða því að stjórna stórbúi á Grund hefir hann rekið allstóra verzl- un á Grund, sem hann hefir einnig stjórnað með fyrirhyggju og dugn- aði. Við sveitar- og sýslustjórn hefir hann einnig fengist um mörg ár og verið í hvívetna einn hinn mesti fröm- uður allra framfarafyrirtækja í sfnu bygðarlagi. Þótt Magnús hafi gefið sig við mörgu, hefir hann samt aldrei kastað höndunum til neins, hann hefir þvert á móti við fá mái skilið fyr en þau voru til heppilegra lykta leidd. Maguús hefir, siðan eg kynt- ist honum, elskað starf sitt, elskað sveitina sína, landið sitt og menn- ina sem búa í landinu, og jafnan metið mikils allan dugnað hjá hverj- um sem er. Því miður er mönn- unum svo hætt við að dæma menn áður en þeir þekkja þá sem fyrir dóminum verða, og sumir eru þeir menn, sem hvorki hafa vilja né gáf- ur til þess að meta kosti samferða- mannanna. Eg hefi kynst herra Bergmann nokkuð, en þó hvergi nærri nægi- lega mikið til þess að geta myndað mér fasta skoðun á honum, en eg get þó sagt það, að mér hefir fallið maðurinn vel í geð, enda þykist eg fullviss, að þegar hr. Bergmann at- hugar nú sögu sína í ró og næði, sjái hann að hún er svo óendanlega ómerkileg, og aðferð þeirra félaga svo frámunalega barnaleg að býsn- um sætir. Mig langar nú til að segja herra Bergmann söguna eins og mér dett- ur hún i hug. (Eg skal taka það fram, að eg hefi ekki átt tal eða bréfaskifti við Magnús um þetta efni). Herra Bergmann kemur að Grund um mesta annatímann. Magnús hefir mikið að gera og mikið að hugsa; ferðamennirnir eru svo ókurteisir gagnvart ábúanda að sleppa hestum sínum í túnið, og er því húsbónd- inn neyddur til að áminna fylgdar- manninn um að taka hestana og binda þá. Herra Bergmann og fylgd- armnður hans hlaupa báðir ti! að elta hestana, en setjum svo að á Magnús eða þau hjón hafi verið kallað á meðan, t. d. að einhver hafi þurft að fá afgreiðslu i búðinni eða einhver vinnumaður Magnúsar hafi þurft að tala við húsbónda sinn, eða svo margt og svo margt, eða setj- um að ekki hafi verið kaliað á Magn- ús, en hann hinsvegar hafi munað éftir einhverju öðru skyldustarfi, maður sem ótvírætt hefir sýnt í öllu lífi sínu, — sbr. hér að framan, — að skyldustörfin eru fyrir öllu. Finst T«í«r-Íslendingnum, herra Bergmann, það svo undarlegt þótt menn fyrst og fremst ræki skyldustörf sín og ekki láti mann, sem menn engin deili vita á, hindra sig frá þeim, eða heldur herra Bergmann, að mikið mundi liggja eftir Magnús á Grund ef hann aldrei hefði gefið sér tíma til að hugsa um neitt annað en ferðamenn þá sem að Grund koma, og sem áreiðanlega skiftir mörgum þúsundum árlega. Eg skal þó taka það fram, að mér vitanlega hefir Magnús aldrei neitað mönnum um viðtal hafi þess verið óskað, hvernig sem á hefir staðið, og finst mér barnaskapurinn og tápleysið hjá þeim félögum lýsa sér í því, að herra Bergmann, sem að því er hann sjálf- ur segir, átti erindi við Magnús, ekki skyldi óska eftir samtali, held- ur ganga fram og aflur um hlaðið í hálfa klukkustUnd. Slíkt finst mér ófimlegt af amerikönskum fjármála- manni, eg hélt satt að segja að þeir mundu ekki gefast svo fljótt upp, heldur lúka erindum sínum án þess þau séu toguð úr þeim. Ekki veit eg hver siður er í Ame- ríku, en hitt veit eg, að um alla Norðurevrópu er það siður, að þurfi einhver að ná tali af öðrum manni, æskir hann eftir því, sérstaklega þegar hann veit að mikið er að gera og tíminn því dýrmætur; þessa reglu virðist herra Bergmann ekki þekkja eða þá ekki hafa munað eftir, en slíkt getur alla hent. Aftur á móti virðist mér framkoma herra Boga Daníelssonar vera með öllu ófor- svaranleg. Bogi er Magnúsi kunn- ur, enn fremur er hann öllum húsa- kynnum á Grund nákunnugur, hann veit að hann þarf ekkert annað en ganga inn í anddyrið og berja, gera þau boð til Magnúsar að maður óski eftir að hafa tal af honum, hann þurfti ekki einu sinni að geta þess að það væri umboðsmaður Vestur- íslendinga, samtalið hefði verið sjálf- sagt hver sem í hlut hefði átt. Bogi gerir ekki þetta, sem þó var skylda hans, en hann gerir annað, sem sé að bera róg um Magnús í eyru ó- kunnugs manns. Fyrir þessu er um- sögn hr. Bergmanns í Morgunblaðs- greininni, þar sem hann segir að Bogi hafi sagt við sig »að hann sæi að okkur væri ætlað að fara af stað við svo búið, það hlyti að liggja illa á húsbóndanum*. Trúað gæti eg því, að herra Bergmann hefði unnið fylgdarmanni sínum Bjarnargreiða með því að skýra frá framkomu hans í þessari Bjarmalandsför. Um ýmsa útúrsnúninga herra Bergmanns og heimspekilegar hug- leiðingar ætla eg ekki að skifta mér, en þó langar mig til að segja hon- um, að föðurlandsást þekkist hjá fleirum en Vestur-íslendingum, eða fanst ekki hr. Bergmann lýsa sér eins mikil ást á föðurlandinu hjá þeim, sem í harðærunum sátu heima og þeim, sem flúðu land, báðir gátu elskað* ættland sitt, en sinn með hvorum hætti. Eg hefi fundið mig knúðan til þess að svara herra }. Bergmann af því hann setur grein sína í dagblað hér í Rvík, sem aðallega er ætlað fyrir Reykjavíkurbúa og nágrennin, en minna er keypt út um landið en vikublöðin. Gat eg því búist við að Magnús sæi ekki ritsmíð hans fyr en seint og síðarmeir. Reykjavík 2. marz 1914. 0. G. Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.