Morgunblaðið - 08.03.1914, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.03.1914, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 589 Líkneskin. Hr. ritstjóri! Má eg ekki vekja athygli á því, hve óviðfeldið það er að sjá líkneskin hér í bænum, sem úti eru, standa æ berhöfðuð.------ — Það ætti að gera þann greinar- mun, að líkneski. sem úti er ætlað að standa, hefðu æ eitthvað á höfð- inu, en hin ein höfð berhöfðuð, sem ætlast er til, að einatt sé höfð inni. — — Eins og nú er hagað, verður eigi sagt, að myndböggvarinn sé sannur í list sinni, því að myndi maðurinn, sem líkneskið er af, standa berböfðaður á almannafæri, daginn út og daginn inn . . . -lux í Þjóðviljanum. »Já, er það ekki líka aldeilis satt — hvernig qat honum Einari dottið það í hug, að láta þá standa svona úti í öllu bara mögulegu veðri og með ekki svo mikið sem kaskjeti á höfðinu einu sinni. Þvílíkt og ann- að eins vil eg bara segja . 1« »Já — og ekki nema í tómum diplómat, elsku Tobba!« »Það er svo ónáttúrlegt-----og svona líka voða ljótum og ómoderne í sniðinu . . . úh — það getur al- veg tekið í gegnum mann alla að sjá hann Jón standa þarna svona í engu*. »0-já — það hefði nú varla kost- að mikið að láta hann hafa vetlinga á lúkunum og trefil um hálsinn .. .« »Nei . . . og svo niðurbretta loð- húfu. Það hefði verið svo huggu- legt . . .« .. »að eg nú ekki tali um góðan hlýjan vetraryfirfrakka. Það er hrein- asta skömm að enginn skuli hafa hugsað um þetta . . . ekki einu sinni Morgunblaðið . . .« »Ó hvað mér þykir vænt um að þú skulir finna þetta líka. Og svo hvað það er ónáttúrlegt, góði bezti, að þeir skuli vera látnir standa. Það er bara hreint ekki neinn einasti lif- andi maður, sem mundi halda út að standa svona í sömu sporum daginn út og daginn inn í meira að segja kanske mörg, mörg hundruð ár . . . það er alveg gressilegt að hugsa til þess bara«. »Það er alveg satt, Tobbutetur. Hann hefði auðvitað átt að vera látinn vera í rúminu eða að minsta kosti liggjandi á dívan með svæfil undir höfðinu . . .« »Já ekki satt . . . og svo allur þessi voða massi af myndastyttum, sem eru svona. Er það ekki gasa- legt ?« »JÚ — en hvað segirðu þá um hann Thorvaldsen — elsku Tobba. Það er svei mér annað en lystilegt að sjá hann standa þarna úti á svell- inu á Austurvelli á eintómri skyrt- unni, nærbuxnalausan og ekki einu sinni í sokkunum — — —« »Ó það er nú bara hreint út ópass andi og óanstendugt — — foj — — að nokkur skuli kaupa þess- háttar —.—« »Við fengum hann gefins, hjart- ans Tobba . . .« »Mér stendur bara á sama, þó okkur væru gefnir þúsund svona hálfberir . . . áiff það er svo vemmi- legt!« »Tjam . . . en hvað á að gera — elsku Tobba. Getur þú ekki skrifað um það í Þjóðviljann?* »Það er svo gressilega óartugt að skrifa um svona nokkuð . . . en er ekki hægt, elsku bezti, að skjóta saman i tau eða eitthvað . . .« »Viltu ekki heldur setja stráhatt á hann Jón — nú fer bráðum að vora, auli — — —« »Hvað ertu að segja — Ingi- mundur!« »Hvað eg er að segja. Eg er að segja að þú sért helmingi meiri grasasni en -lux sjálfur, og að ungu stúlkurnar á götunni flissa að mér bara af því að vera tjóðraður við þig — — flónið þitt . . .« »Almáttugur!« »Viltu ekki líka klessa blúndum og miilumverki á þau Atnor og Psyche þarna í horninu. Ekki eru þau betri — allsber að kyssast*. »Fy . . . að setja svona nokkuð á prent! Það segi eg bara, að þú ert hreint ekki dannaður, þó þú sért svona stúdéraður og alt . . .« »0 jæja . . vertu nú bara ekki með neitt snerperí. Ætli það líði yfir þig, þú sem altaf ert að klæm- ast við hinar konurnar. Vertu bara ekki að gera þér neitt upp . . eg þekki ykkur, borurnar ykkar!« »Mikið vemmilegt svínabest get- urðu verið — IngimnndurU »Tobba — drekk eg?« »Nei —. pað gerirðu ekki, Ingi- munduri* »Ligg eg ■ í áflogum og er eg sett- ur inn á kvöldin?« »Hvernig spyrðu — elsku góði!« »Held eg þá kanske pólitiskar ræð- ur eða býð eg mig fram til þings?« cAlmáttugur — nei góði bezti 1« »Því kallarðu mig þá svínabest — — mín háttelskaða?* »Ó eg varð bara svo reið út i þig af þvi þú varst svo óforskamm- aður. Þú mátt ekki vera svona voða- legur í munninum, Ingimundur .. !« »Óforskömmugheit, Tobba, eru eins ómissandi og saltið i grautinn«. »Já — en elsku bezti, þú hefir hann bara svona líka voðalega salt- an stundum. Þú veist ekki hvað það getur verið sénerandi fyrir mig að heyra það sem stundum er sagt um þig út í bænum . . .« »Eg er eins og líkneski, Tobba. Eins og líkneski, sem stendur á sama um, þó það standi nærbuxnalaust úti á víðavangi í 20 stiga frosti og hvað yfir það dynur. Hjarta mitt er úr bronze og samvizkan úr harð- asta smíðastáli, er ekkert bítur á«. Ingimundur. Ingolf. Skipið komst hjálparlaust til Akureyrar í gær. Skemdir þær, er orðið höfðu á' vélum Thoreskipsins Ingolf, hafa eigið verið eins alvarlegar og gert var ráð fyrir í skeytum þeim, sem fyrst bárust hingað um slysið. — Ingolf lá fyrir akkerum allan dag- inn og notuðu skipverjar timann til þess að reyna að koma vélinni í lag á ný. Þeim hepnaðist það og, því kl. 8 */2 í gærmorgun var vélin komin í lag og skipið farið áleiðis til Akureyrar. Skeyti frá fréttaritara vorum á Akureyri hljóðar svo: Akureyri 7/8, kl. 4 ^/a s^d- Ingólf kom hingað fyrir hálfri stundu og hafði ferðin frá Húsavík gengið vel. Skipsmenn gerðu við vélina til bráðabirgða, en óvíst er enn hvort takast muni að gera við hana til fulls hér á Norðurlandi. Þykir mönnum líklegt að Geir verði kvaddur hingað til að gera við vél- ina. Eins og getið var um í blaði voru í gær, var Kong Helge sendur frá Dýrafirði áleiðis norður á Skjálf- anda til þess að hjálpa Ingolf. Kong Helge fór frá Dýrafirði kl. 8 í fyrrakvöld, en var ókominn til Húsavíkur í gærkvöldi. Veður er mjög ilt fyrir Norðurlandi — storm- ur og hríðar. Carol.. ftfram eftir 0. Sweíf JTlarden. Framh. VII. kapítuli. / Ótvístruð skaporka. »Eg sannfœrist betur og betur um, eftir því sem eg verð eldri, að munurinn á mönnum, munurinn á þrekmanninum og dugleysismannin- um, munurinn á miJcilmenninu og miðlungsmanninum, á rót að rekja til skaporkunnar, hinnar ósigrandi einbeitni, sem berzt úrslitabardaga til þess að ná marki sínu«. — Fowett Buxton. Munurinn mikli á þeim, sem hepnir eru og óhepnir, er eigi í því fólginn, hvað mikið hver um sig starfar, heldur hve vel hann starfar. Margir þeirra, er verst hafa orðið úti í lifinu, hafa svo sem unnið nógu mikið, en starf þeirra hefir verið tilviljunarvinna. önnur höndin hefir rifið það, sem hin var búin að reisa. Þessir menn hafa ekki kunnað tök á að finna færin í tilverunni, að snúa ósigrinum til sigurs. Það ríður á því á vorum dögum að tvístra sér ekki, heldur að sérmenta sig sem mest. Lausnin er þetta: að ná 10 hesta afli úr vél, er ekki taki meira rúm en vél með einu hestafii. Þjóðfélagið krefst á sama hátt, að hver einstakur maður sé 10 manna maki. Sá, er verk sitt kann til fullnustu og getur unnið það betur en allir aðrir, hann er hólpinn, hversu lítilfjörlegt sem starfið er i sjálfu sér. Sá, er ræktar, þó ekki sé nema rófur, en gerir það svo vel, að betri rófur eru ekki til, hann verður talinn einn af velgerðar- mönnum mannkynsins — og er það. »Herra, hjálpaðu mér til að venja mig við að eiga við færri störf, en leysa þau vel af hendi«. Þetta er bæn, sem Paxton Herd ræður manninum með of mörgu jámin í eldinum, til að biðja. »Eyðið ekki tímanum í tilviljunarstörf«, segir Waters. »Það verður ekki gagn að þeim. Hugsið fyrir ykkur, hvernig komist verði að settu marki og snúið ykkur að því undir eins. Lærið alt sem hægt er að læra um þetta mark og þið megið vera viss um að komast að því«. »Við komumst ekki allir fyrir i Frankfurt«, segir Nathan Meyer Rotschild um sig og bræður sina sjö. »Eg verzlaði með brezkar vörur. Það var eigi um að gera nema einn umboðssala, sem nokk- uð kvað að, enda réð hann markaðinum. Það var á honum mikil- menskubragur, eins og honum fyndist hann vera að gera okkur greiða með því að verzla við okkur. Mér varð einhverntíma á að móðga hann og reiddist hann svo, að hann vildi ekki lofa mér að sjá sýnishornin hjá sér. Þetta var á þriðjudegi. Eg sagði við föður minn: Eg verð að fara til Englands og á fimtudag fór eg á stað. Því nær sem dró Bretlandi urðu vörurnar ódýrari, og í Manchester fekk eg þær svo ódýrar, að eg stórgræddi á þeim kaupum«. »Eg vona«, sagði einn áheyrenda, »að börn yðar fái aldrei of mikla ást á fé eða fésýslu, svo að þau gleymi öðru, sem meira er um vert. Það mundi yður ekki þykja gott«. »Jú einmitt«, svaraði Rotschild, »eg á ekki heitari ósk en að þau grafi sig niður í kaupsýslu; á þann hátt hreppa þau hamingju». »Haldið þér yður við eina verzlunargrein, ungi maður«, bætti hann við og sneri sér að ungum ölgerðarmanni. »Hugsið ekki um annað en ölgerð, þá getið þér orðið mesti ölgerðarmaður i Lundúnum; en ef þér hugsið um það i senn að vera -ölgerðarmaður, bankamaður, kaupmaður og verksmiðjueigandi, verður eigi langt að biða gjald- þrots«. »Húsgögn eru flutt, skilaboðum komið, gólfdúkar barðir og kvæði samin um hvað sem vera skal«. — Svona auglýsingaspjald gat að líta hjá manni einum i Lundúnum, sem ekkert hepnaðist af neinu þessu. Þetta minnir á hr. Kenard i Paris: »Opinber ritari, sem. skrifar reikninga, þýðir blómamál og selur steikt jarðepli«!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.