Morgunblaðið - 16.03.1914, Page 3

Morgunblaðið - 16.03.1914, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ 625 Síuarí vantar á s.s. „Bianca,‘, sem figgur t)ér á tjöfninni. Uppftjsingar gefur hoíav■ Björns Guðmundssonar i Kolasundi. * ____________ Beitusíld er til sölu í íshiisi h. f. »ísbjörninc, við Tjörnina. Lysthafendur snúi sér til A./S. P. J. Thorsteinsson & Co. Likv. Dei kgl. oct. alm. Brandassurance Compagni tekur að sér brunatryggingar á húsum, vörum, innanhússmunum, skepn- um og ýmsum öðrum fjármunum. T. t). 71. J. Brude, Tl. B. Tlielsen. Búð til lei?u. Vefnaðarvörubúð Gunnars Þor- björnssonar við Hafnarstræti er til leigu nú þegar eða 14. maí. I dag verður Billiard-stofa og kaffihús opnað á Hverfisgötu 2 D. W. Gottlieb. Muniðþað að ætíð fæst í Söluturninum' allskonar niðursuða (conserves) með óvenju lágu verði. Sérstaklega mælum vér með hinu ágæta kjötfarsi, flski— farsi og hökkuðu kjöti frá Yerksmiðinnni ísland. Hringið i síma 459. Sönghensta Frú Laura Finssen, útskrifuð frá sönglistaskólanum í K.höfn og lengi notið framhaldskenslu á Þýzkalandi, kennir söng. Sérstök áherzla lögð á raddmyndun og heilsusamlega öndunaraðferð (hygieinisk Pustemetode), sem hlifir hálsinum og þroskar röddina. Vanalega heima til viðtals kl. 5—6 e. h., Laugaveg 20 B (uppi). 77/ söfu er í Vestmannaeyjum motorbátur í ágætu standi, nýjum seglaútbúnaði og linusþili. Báturinn er sterkur og sérlega góður sjóbátur, með 8 hesta Gedionsvél tvöfaldri. Verðið er mjög sanngjarnt. Lysthafendur snúi sér til J. P. T. Brydes verzlunar í Reykjavík eða Vestmannaeyjum. Tétagsshapur. Duglegur og áreiðanlegur maður, sem hefir um 5000 kr. yfir að ráða, getur komist í félagsskap við kaupmann hér í bænum, um arðvæn- lega verzlun. Annara starfa vegna getur kaupmaðurinn ekki staðið fyrir verzluninni. Tilboð merkt »Verzlun joooc sendist Morgunblaðinu innan 3 daga. Knýttir hnefar. Saga stórglæpamannsins, eftir Övre Richter Frich. — Eg skal halda þeim athugun- um áfram, tautaði hann við sjálfan sig. Gamli maðurinn hefir rétt fyr- ir sér. En hann vissi ekki að það voru þessir tveir knýttu hnefar, sem lögregluna langaði svo mikið til að hneppa í fjötur, af því að eg varð til þess að losa þjóðfélagið við einn hinn argasta ódáðamann. . . . Hann hló lágt um leið og hann þvoði hendur sínar. II. Gatnla húsið. Ofarlega í þeim hluta Oslóar þar sem fátækara fólkið á heima, stend- ur lítið tréhús umgirt garði. En nm garðinn lykur hár múrveggur svo minna ber á hásinu en ella. Húsið er alls ekki fagurt á að líta. Það er bæði ayðilegt og skuggalegt. Og garðurinn er í órækt og fær þar alt að gróa það er þrifist getur. En eitt er þar þó ásélegt, en það eru hliðgrindurnar. Eru þær úr steypu- járni, en oddar rimlanna eru hár- hvassir og gætu hæglega freistað ófyrirleitinna drengja til þess að sýna dirfsku sína og óbilgirni. Og hvergi í borginni er slíkur lás og sá er þessu hliði lokar. Hann er töfra- smíði, slétt stálplata, en ekkert lykil- gat né handfang. Það var kvöld eitt í september- mánuði að furðulega lítinn mann bar að hliði þessu. Það var dvergur all- einkennilegur ásýndum. Höfuð hans var óvenju stórt og andlitsdrættirnir stórskornir, en augun voru þýðleg og viðkvæmnisleg. Hann var herða- breiður og vel vaxinn, en fæturnir voru óhemjulega stuttir. Hann stað- næmdist við hliðið og snéri stálplöt- unni í hálfhring; kom þá i ljós einn bókstafur og einn tölustafur milli tveggja beinhnappa. Dvergurinn studdi á hnappa þessa til skiftis og heyrðist þá bjölluhljómur innan úr húsinu og á næsta andartaki opnað- ist hliðið. Dvergurinn flýtti sér inn i garðinn og hurðin hljóp í lás á hæla honum án þess nokkur hávaði heyrðist. Dvergurinn brosti i kampinn og flýtti sér heim að húsinu. Stóðu þar opnar dyrnar og kom hann inn í dálítið anddyri. Grænn rafmagns- lampi * kastaði daufri birtu um and- dyrið, en bröndóttur köttur lá á púða fyrir framan ofninn. Tók hann þá mala er dvergurinn kom inn, en leit þó ekki upp. — Nú hann er þá niðri i kjallara, tautaði dvergurinn. »Pajazzoc heldur vörð. Hann steig yfir köttinn og greip í ofnspjaldið. Þá heyrðist dálitið marr, ofninn laukst upp frá gólfi til lofts og sást þá hurð á bak við. Dvergurinn lauk upp dyrunum og gekk niður hringstiga, sem lá niðjur í kjallarann. Kom hann þá að stál- vegg, sem sýndist heill. Klappaði dvergurinn með gætni á þilið en að innan heyrðist einhver svara og opn- aðist þá þilið. Þar fyrir innan var eitt ljóshaf, en heit loftbylgja kom í fang að- komumanni, — Halló! — Ert það þú Erko litli, mælli einhver inni. Hér sérð þú fjandann sjálfan blanda saman vökvum til þess að eitra með þeim þjóðfélagið. Mikill voðalegur hiti er þetta, eg ferst i þessu helvíti. Ungur maður hávaxinn kom á móti Erko og var hann nakinn að beltisstað. Svitinn rann í lækjum niður andlit hans, en hárið var gegn- vott og klestist í flyksum niður á ennið. Dvergurinn horfði aðdáunarauguif á hinn unga risa. — Perkala! hrópaði hann. Eg öfunda þig af vöðvum þínum og styrkleika. Rödd hans var þýð og þó karl- mannleg og hafði hann finskar áherzlur á orðunum. — Þú ert af stáli ger eða steini, hélt hann áfram, Maðurinn brosti við, — Erko vinur, mælti hann. Vertu ekki að minna mig á líkamsatgjörvi mitt. Eg vildi fús gefa hægri hönd mína fyrir lítinn hluta af hugviti þínu og snilli. — Og eg, mælti Erko, fórnaði gjaman öllu mínu hugvki fyrir það ef eg ætti brjóst þitt, lungu og arma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.