Morgunblaðið - 16.04.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1914, Blaðsíða 4
764 MORGUNBLAÐIÐ LUX. I Öllum ber saman um, að LUX-sápuspænir séu beztir til að þvo úr ullarfatnað; fatnaðurinn hleypur aldrei ef LUX-sápu- spænir eru notaðir. Fylgið leiðarvísirnum. Gætið að, að LUX standi á hverjum pakka. Fæst hjá öllum kaupmönnum. 20°|o afsláttnr er gefinn af flestöllnm vörnm í verzlun Sturlu Jónssonar. Karlmannsföt Glæpist ekki á að kaupa gamlan úreltan varning þegar vér bjóðum yður nýtízknvörur, spáný föt frá kr. 9.60, ný- tízku regnkápur frá kr. 9.75, Manchetskyrtur frá kr. 2.75, mislitar skyrtur frá kr. 1.50, sportshúfur frá kr. 0.35, kven- sokkar frá kr. 0.45, karlmannssokkar frá kr. 0.22 o. s. frv. TEfíð nægar birgðir af bæði dý ru m og ódýrum vörum. Vöruhúsið, 1 Sæmundsen, Liibbers & Co„ heildsalar selja allar islenzkar afurðir með hæsta verði, fljót afgreiðsla, fljót skil. Skrifið til Sæmundsen, Lúbbers & Co., Albert- strasse 19—21, Hamburg 15, eða til Sæmundsen, Lúbbers & Co., Holbergsgade 18, Kaupmannahöfn K. Sömuleiðis tyrst um sinn til umboðs Carl Sæmundsen & Co., Reykjavík og Akureyri. Laugardag 18. apríl endar útsalan í Sápuhúsinu, Sápubúðinni, Austurstræti 17. Laugavegi 40. ^Ter ráéum því sérRvarjum aé noía þessa siéusíu viRu iil aé Byrgja sig upp. L::... ........ .mr-"" ■■■.-ir-^.A.r-^1 Athugið! Vegna þess að ætíð eru gerðar tilraunir til þess að eftirlikja Sólskinssápuná, biðjum vér alla Kaupendur að gæta vel að, að Sunlight standi á sérhverju stykki. Aðeins sú sápa er ósvikin Sólskinssápa. Gætið þess að yður verði ekki fengin önnur sápa í hennar stað. i ------ir ■-■imr—...... ir i Knýttir hneíar. 28 Saga stórglæpamannsins, eftir Övre Richter Prich. Pramh. Við yfirgefum þá til þess að fylgja ungri stúlku, sem alein gengur á skiðum yfir birkivaxnar hlíðarnar hjá Fröensvolden. Hún var í blárri kápu og með hvíta húfu á höfði. Andlit hennar var brúnleitt en aug- un blá og tindrandi af æskufjöri og gleði yfir því að svífa á skíðum yfir fannþakta hlíðina undir greinum birkitrjánna. -----— Langt niðri á Bomvej- en gekk hár og þrekinn maður. Hann fór svo hratt á skíðunum að mjallarokið lék um hann. Og yrði einhver á vegi hans, spurði hann: — Hafið þér séð unga stúlku bláklædda og með hvíta húfu? - Já ---------_ En maðurinn beið ekki eftir svari en þaut áfram. Menn horfðu undr- andi á eftir honum. Þetta var ein- kennilegur og ókurteis maður. Var hann reiður eiginmaður ? Eða á- brúðugur biðill ? Guð hjálpi blá- klæddu stúlkunni! Því pilturinn var ekki liklegur til þess að láta narra sig! Og hvaða hroðalegir blettir voru þetta, sem hann hafði á háls- inum ? — — — Jónas Fjeld skeytti engu öðru en því, að komast áfram. Hann var einn þeirra manna, sem aldrei geta aðgreint ásetning og framkvæmd. Það voru nú tæpar 48 klukkustundir siðan hann lá i dauðans greipum í Hreinagljúfri, en nú var teningunum kastað. Mynd Katrinar Sarows var mótuð i sál hans, hann þráði að fá að vita vissu sína og hver stundin, sem leið áður en það yrði, sárþjáðist hann af and- legum kvölum. Hann fór heim til frú Sarow svo snemma sem að tízkan leyfði. En þar biðu hans þau vonbrigði að Katrín var farin á skíðum áleiðis til Nordmarken og var ekki væntanleg heim fyr en um miðjan dag. Fjeld fékk að vita hvernig hún hefði ver- ið búin, þaut heim, tók skiðin sín og í einum spretti upp að Holmen- kollen. Hann spurði alla, sem urðu á vegi hans og þaut svo áfram eins og vitlaus maður til þess að leita bláklæddu stúlkunnar, sem gekk í draumaleiðslu yfir ásinn hjá Skjen- nungen.- Þetta var einkennileg biðilsför, en Jónas Fjeld varð þess ekki var sjálf- ur. Og svo hélt hann áfram sem mest mátti hann, upp eftir Fröens- voldskleven. Skiðamennirnir voru enn eigi komnir svo langt. Þó sást ein slóð í snjónum og rakti Fjeld hana. Hann fann það á sér að þar hafði Katrin gengið. Og er slóðin lá heim að Skennungskofanum, þá lá honum við að hrópa hátt af gleði. Hann tók af sér skíðin og gekk inn. Við arininn sat Katrín Sarow og horfði i eldinn, en sneri baki við honum. Fjeld staðnæmdist. Það var eins og honum yrði skyndi- lega ráðaskortar og hjartað hætti að slá í brjósti hans. Hafði hann eigi fullvissað sjálfan sig um það oft og mörgum sinnum að hann hefði eng- an rétt til þess að bindast þessari góðu stúlku ? Hann, þorparinn og glæpamaðurinn. Hver gat ábyrgst það, að armur laganna gripi hann ekki fastan einhvern góðan veður- dag ? Hann horfði ráðþrota í kringum sig, en blóðið sauð í æðum hans. Hvernig átti hann innbrotsþjófurinn að voga sér það að brjótast inn í þetta hreina kvenhjarta ? Hann brosti biturt! Hann var þorpari, mann- hundur, sem vogaði sér að rétta hönd sína út eftir þeim helgigrip, sem ekki verður veginn á metaskálar þjófa. — — — Þá sneri hann hljóðlega við og gekk á braut. í hálfgerðri leiðslu batt hann á sig skíðin, en heit tár hrundu honum af augum. Hann varð skyndilega svo máttlítill. Kné hans . skulfu og hann varð að halla sér upp að húsveggnum til þess að detta ekki. Þetta var afleiðing þeirra atburða, sem skíð höfðu síðustu tvo dagana, og æsingarinnar. — — — Það var vonin um það að fá að horfa inn í augu Katrínar Sarows, sem hafði gefið honum þrótt til þessa. Nú var það alt liðið — liðið! —----------

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.