Morgunblaðið - 09.06.1914, Síða 1

Morgunblaðið - 09.06.1914, Síða 1
f»riðjudag 1. argangr 9. júní 1914 MOR&UNBLAÐID 214. tðlublað Ritstjómarsimi nr. 500| Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. |ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusimi nr. 140 Tlýja Bíó sýttir í hvöíd og ttæsfu hvöíd: Teigðardraumur. Stórfenglegur sjónleikur í þrem þáttum, 50 atriðum leikinn af: Jlsíu ^tieísen, <3?silanéer, Sunnari dPelsencjreen. Leik þennan hefir samið Hr. P. Urban Gad og er allur frágangur mjög góður. Meðferð hlutverka þarf ekki að lýsa, þar sem hinir heimsfrægu leikendur eru saman komnir, og er það í fyrsta skifti, sem tækifæri gefst hér í Reykjavik að sjá þessa ágætis krafta samankomna, og má enginn láta það tækifæri ónotað. Leikurinn stendur yfir i1/* kl.tíma og verð sama og áður. Bio Biografteater Reykjavíkur. Tals. 475 Staðgengill störfurstans eða Fanginn á Zenda. Stór og viðburðaríkur sjónl. i 4 þáttum, leikinn af fremstu leikurum ítala. Efnið er mjög skemtilegt og hrífandi, frágangur myndarinnar allur hinn bezti, fagrar náttiíru- myndir, og hlýtur myndin þvi án efa að verða vinsæl. Sýningin stendur yfir nær hálfa aðra klukkustund og að- göngumiðar kosta: Betri sæti 0,50, almenn 0,30. [ Bio-Kafé er bezt. [ Sími 349. HartYig Nielsen. ' Tiartöflur ódýrastar og beztar hjá Pefersen frá Viðeý, Hafnarstræti 22. Notið sendisvein frá Sendisveinastöðinni (Söluturninum). Sími 444. iBrœnar Baunir frá Beauvais eru ljúffengastar! Frá Landssimanum. Nokkrir dnglegir vinnumenn óskast strax í snmar- vinnu við símalagningar á Ansturlandi. Friar ferðir fram og aftnr. Menn snúi sér til landssimastjórans. Frá Englandi. Ráðabrugg Carsons kemst upp. Mælt er að fundist hafi í vösum sendiboða eins, er fallið hafði af hjóli og rotast, plögg nokkur, er báru það með sér, að ráðgjört hafði verið að dreifa setuliði Carsonsmanna í allar borgir í Ulster, og skyldi öllu lokið um það leyti, sem neðri málstofan hefði samþykt heimastjórn- rrlögin i þriðja sinn. Voru þá þeg- ar settar þrjár þúsundir hermanna i Derry, til þess að halda i hemil- inn á uppreistarmönnum. í sambandi við þetta varð svo auðvitað Hvellur í neðri málstofunni. Asquith forsætisráðherra þykist nú hafa fundið nokkurskonar »modus vivendic, eða bjargráð í Ulstermál- inu. Ulsterbúar hóta borgarastriði, ef fylkið verður ekki undanþegið heimastjórnarlögunum, svo lengi sem það vill sjálft. En hinsvegar þykist stjórnin eigi mega á nokkurn hátt, sþma síns vegna, ganga að slíkum eða þvilíkum breytingum á lögunum. Sá dráttur, sem af því leiddi, myndi stofna öllu þessu áhugamáli hennar í voða. En nú boðaði hann það þ. 21. f. m. á þinginu, að hann myndi leggja fyrir efri málstofuna frv. til viðaukalaga við heimastjórnarlögin. Þetta er millivegurinn, en hinsvegar varðist hann allra frétta um það, hvenær það kæmi, eða hvernig það hljóðaði, og varð þá illur kurr í andstæðingaliðinu. Og er lögin skyldu ganga til þriðju meðferðar, var stungið upp á að fresta því og stjórninni álasað mjög fyrir einræði og laumuspil. Sú frestun var þó felld með 286 atkv. gegn 176 atkv., og skyldu þá hefjast umræður. En er fyrsti ræðumaðurinn, Mr. Camp- bell, ætlaði að taka til máls, tóku stjórnarandstæðingar að syngja allir í þaula: »Frestun, frestun, frest- un!c — Heyrðist ekki mannsins mál, þar til forseti málstofunnar — (speeker) reis upp og mælti: »Ef andstæðingarnir eru ekki við því búnir, að hlusta á Campbell, þá vil eg spyrja Bonar Law (foringjann) hvort læti þessu eru að hans vilja gjörð?« Klöppuðu þá stjórnarsinn- ar lof í lófa, en hinir æptu að for- seta: »Hvaða rétt hafið þér til þess, að spyrja svo?c og til foringja sins að svara ekki. Hann stóð þá upp og mælti: »Ekki skal eg hleypa mér útí að dæma um það, hvað þér, herra for- seti, álítið skyldu yðar, en mína skyldu veit eg, og hún er sú, að svara enguc. Forseti skoraði þá á hann að veita sér að þvi, að halda á reglu. Ef hann gjörði það ekki, gæti hann ekkert annað gjört, en fresta fundi morguns. Gekk hann svo af fundi til og ráðherrarnir litlu síðar, og húrr- uðu hvorirtveggja fyrir sínum for- ingjum. Nú voru sumir fyrst hræddir um það, að ólátunum yrði haldið áfram til þess að tefja málið, en af því varð þó ekki. Þegar næsta dag gekk alt rólega, og eins og menn vita af símfregnum, hefir nú neðri málstofan þegar fyrir nokkru gengið til fullnustu frá málinu. Skipstrand. Geir bjargar. í gærmorgun snemma, er menn komu á fætur, sást skip liggja á skeri utanlega á Skerjafirði. Var það hollandskur botnvörpungur, er Tres Fartes heitir, frá Ijmuulen. Hafði hann ætlað inn á Hafnarfjörð, en óvart komist inn á Skerjafjörðinn. — Skipið stóð rígfast á klettum er Jörundarboðar kallast og eru utar- lega í firðinum. Var þegar símað til Reykjavíkur og björgunarskipið Geir kvatt til hjálpar. Fór það þegar á strandstaðinn og dróg botnvörpu- skipið af. klettinum. Hélt síðan með það hingað inn á höfn. — Eigi er enn víst hve miklar eru skemdir á skipinu, en að öllum líkindum eru þeir eigi stórvægilegar. Mun verða ger kafararannsókn á skipinu í dag. Yfirétturinn í New Orleans dæmdi nýlega unga og fagra stúlku, sem meira að segja átti margar miljónir dollars, til dauða. Hafði hún skotið á og sært til ólífis kaup- mann nokkurn þar í borginni. Tjáði hún fyrir rétti að hann hefði móðg* að sig svo alvarlega, að henni hafi fundist hefndin einkisverð ef ekki gæti hún drepið hann- Hún verður líflátin í haust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.