Morgunblaðið - 09.06.1914, Side 2
ioo6
MORGUNBLAÐIÐ
Útilegumaðurinn.
Eigum vér að sjá honum á bak
fyrir fult og alt?
Tíðrætt varð blöðunum hérna í
höfuðstaðnum um Útilegumanninn
fyrst er hann kom hingað og var
það ekki nema eðlilegt því hann var
þá álitinn eitthvert hið mesta snild-
arverk íslenzka snillingsins Einars
lónssonar.
En hann hefir gleymst eins og
margt annað. Þó flutti »Fjallkonan«
einu sinni grein um það hve illa
væri farið með svo góðan grip.
Hafði það þá þann árangur að Bert-
elsen málari var fenginn til þess að
»dubba« upp á myndina og varð
hún þá sem ný aftur, þótt illa væri
hún leikin áður. En engum kom
til hugar að sótt gæti i sama horfið
aftur og myndin var látin standa kyr
þar sem hún áður stóð.
En nú er svo komið að Útilegu-
maðurinn á að öllum líkindum ekki
lengur viðreisnarvon. Er það hin
argasta bæjarskömm hvernig hann er
leikinn og furða að menn skuli vera
svo kærulausir um jafnvænan grip.
Sýnir meðferð sú, er hann hefir ver-
ið látinn sæta, það bezt, hvað lítils
vér i rauninni metum listaverkið og
listamanninn, þrátt fyrir alt glamrið
og lofið. Og jafnframt er hr. Ditlev
Thomsen kanpmatmi, sem var svo
höfðinglyndur að gefa bænum lista-
verkið, sýnd með því hinn mesta
svívirða.
Útilegumaðurinn stendur í anddyri
íslandsbanka. Hefir þeim visu herr-
um, sem umsjón eiga að hafa með
honum, vafalaust virst sá staður bezt
valinn handa honum vegna þess að
þar væri hann fyrir almenningsaug-
um. Og það er hann að vísu. En
hann hefir einnig orðið fyrir almenn-
ingshöndum og þeim ómjúkum. Hafa
þær haft það sér til gamans að bora
í hann með hnífum, rissa á hann
með ritblýi og ata hann í saur. Og
ekki hefir verið látið þar við lenda,
heldur hafa þær »góðu« hendur einn-
ig brotið alla fingurna af annari
hönd konunnar, eyrun af hundinum
og rekuskaftið i marga hluta.
Oss er spurn: Hve lengi á þetta
að ganga svo f — Hve lengi á mynd-
in að standa þarna bænum til óaf-
máanlegrar skammar, eins og hún er
leikin ? Það væri helmingi betra að
henni væri kastað i sjóinn heldur en
láta hana vera kyrra í þessum stað,
sem talandi tákn skrælingjaskapar ís-
lendinga í augum allra þeirra útlend-
inga, sem í bankann koma, og þeir
eru ekki svo fáir.
En væri nokkur von til þess að
hægt væri að gera við hana svo
sæmilega að ekki sæi á henni stór-
lýti, þá ætti þegar i stað að flytja
hana upp á þjóðmenjasafnið og geyma
hana þar framvegis. Þar á hún einn-
ig heima, en ekki á þeim stað þar
sem hún nú stendur.
--------..............
C=a DAGBÓBflN.
Afmæli í dag:
Jóhanna Eiríksdóttir bósfrú.
Jóhanna Ebenesardóttir húsfrú.
Katrín Ólafsdóttir húsfrú.
Þórunn Benediktsdóttir jungfrú.
Grímúlfur H. Ólafsson skrifari.
Jón Kristófersson stjrim.
Sólarupprás kl. 2,14.
Sólarlag kl. 10,42.
Háflóð er í dag kl. 6,5 ogkl,6,29.
Veðrið í gær:
Rvk. s. stinn gola, regn, hiti 6,9.
ísaf. sv. stinn gola, hiti 7,2.
Ak. s. gola, hiti 7.3.
Gr. s. gola, regn, hiti 6,0.
Sf. logn, hiti 5,2.
Vm. ssa gola, hiti 6,6.
Þh. F. nna kul, hiti 8,0.
Póstar í dag:
Póstvagn til Ægislðu, aukap. til Víkur.
Ingólfur frá Borgarnesi.
Norðanpóstur kemur.
Vestanpóstur kemur.
Á m o r g u n :
Försteck fer vestur um land í hringferð.
Kjósarpóstur fer.
Keflavíkurpóstur fer.
Pollux á að koma frá Austfj. og Noregi.
Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2.
Knattspyrnukappleik háðu
þeir í fyrradag hór á íþróttavellinirm
Frakkar og íslendingar úr »Fótbolta-
fólagi Reykjavíkur«. Fóru leikar svo,
að íslendingar unnu 5:1, svo ekki
sóttu Frakkarnir enn gull í greipar
þeirra.
D á n i r 1 Páll Sigurðsson trósmiður
andaðist á Landakots sjúkrahúsi í fyrri-
nótt.
Bergþór Eyólfsson, stýrimaður á
»Marz«, d. 7. júní austur á Fáskrúðs-
firði, 32 ára að aldri. Banamein hans
var lungnabólga.
S t a t, kolaskip frá Álasundi í Nor-
egi, kom í gær með kolafarm til H.
P. Duus verzlunar frá Mithell á Eng-
landi.
S u 1 d a 1 kom hingað í gser frá
Vestmanneyjum til þess að taka fisk
fyrir Edinborg.
íslendingurinn kom inn í
fyrradag af fiskveiðum með ágætan afla.
Eggert Ólafsson kom hingað
í gær, og hafði aflað um 40 þús, fyrir
Vesturlandi.
Fimleikasýning Ungmenna-
fólagsins »Iðunn« á íþróttavellinum á
sunnudaginn tókst mjög vel.
Hljóðfæraflokkur Bernburgs
lók nokkur lög á Austurvelli á sunnu-
daginn. Þótti mörgum bæjarbúum það
góð skemtun.
Lík Kolumbusar.
Ameríksk blöð flytja nú fregnir
um það, að í San Domingo hafi
fundist blýkista með þeirri áletrun
að í henni hvíldi lík Kristofers Kol-
umbusar.
Eins og kunnugt er hefir mikið
verið deilt um það, hvar hinn nafn-
fræði maður mundi hvíla og hafa
einkum þrír staðir verið til nefndirr
Sevilla, þar sem lík hans var jarðað
árið 1513, San Domingo, því þang-
að var likið flutt 1337, eða þá Hav-
anna í Kúba, en þangað var það
flutt árið 1798. En þá var það mælt,
er kistan var flutt frá San Domingo
að það mundi ekki kista Kolumbusar,
og þefir sú trú lifað þar i landi til
þessa.
A heimssýningunni í San Franc-
isco að ári, er musteri nokkurt, sem
er ætlað líkkistu Kolumbusar, og
þess vegna hafa nú verið gerðar ít-
arlegar rannsóknir í San Domingo
til þess að vita hvort nokkuð væri
hæft í orðrómi þeim er á lá að þar
mundi kistan enn niður komin. Var
grafið mikið eftir henni í dómkirkj-
unni í San Domiugo og fanst þar
þá þessi blýkista.
En það verður nú vandinn meiri;
að skera úr þvi hvort áletrunin muni
rétt eða fölsuð.
Málaferli
milli Thor E. Tulinius og gufuskipafél. Thore.
Hof- og Stadsretten hefir nýlega
felt dóm í máli, sem gufuskipafélag-
ið »Tnore« höfðaði gegn Thor E,
Tuliniusi stórkaupmanni. Orsökin
til þessara málaferla var sú, að með-
an Tulinius var framkvæmdastjóri
félagsins, hafði hann selt nokkuð af
hlutabréfum sínum til tveggja er-
lendra firma, — postulínsverksmiðju
og málningavöruverksmiðju — gegn
því, að gufuskipafélagið keypti af
verksmiðjum þessum allar þær vör-
ur, er þær hefðu á boðstólum og fé-
lagið þyrfti að kaupa.
Gufuskipafélagið krafðist þess, þá
er Tulinius lét af stjórn þess, að
hann leysti það undan þessari skyldu,
og meðan á málunum stóð tókst
honum að fá postulínsverksmiðjuna
til þess að falla frá kröfum sínum.
En rétturinn dæmdi Tulinius til þess,
að viðlögðum dagsektum, að sjá um
það, að hitt félagið falli einnig frá
kröfum sinum.
Fornmenjafundur. í Dan-
mörku hefir nýlega á bóndabæ ein-
um fundist gripur nokkur frá dög-
um broncealdarinnar. Var það leir-
ker nokkurt og í því brunnin manna-
bein og broncenál. En yfir hvolfdi
leirskál nokkur með eyrum. Það
er álit manna að gripirnir muni vera
3000 ára gamlir.