Morgunblaðið - 16.06.1914, Síða 1
Þriðjudag
1. argangr
16.
Íúuí 1914
M0R6DNBLADIB
221.
tölublað
Ritstjórnarsimi nr. 500 [ Ritstjóri: VilhjAlmur Finsen.
Bio
Biogi-afteater
Keykjavíknr.
Tals. 475
Bio
Böcklins-myndin.
/ tjelei).
(De Dödes O).
Engin kvikmynd hefir áður
verið gerð af jafnmikilli snild og
þessi. — Allir þekkja frægustu
mynd Böcklins: »De Dödes Ö«.
Palle Rosenhratifz
á heiðurinn af því að hafa gert
kvikmynd þessa, og er hún und-
anfari kvikmyndasafns eftir öð-
rum myndum Böcklins, álíka
góðum.
Myndin er áhrifarík, og leikin
af leikendum og dansmeyjum
konunglega leikhússins í Khöfn,
á þeim stöðum þar sem náttúru-
fegurðin er alveg heillandi.
Hin fagra Gulrún Houlbcrs;
leikur aðalhlutverkið.
Sýning stendur vfir á aðra
klukkustund og aðgöngumiðar
kosta:
Betri sæti tölusett kr. 0.50.
Almenn — — — 0.30.
Pantið aðgöngumiða í síma
475. Aðgöngumiðar eru seldir
í leikhúsinu eftir kl, 8.
Pantaðir aðgöngurhiðar, sem
ekki er vitjað fyrir kl. 88/4 verða
seldir öðrum.
I. ■ Jiti lr JK J
I (
Bio-Kafé er bezt.
1 Sími 349. HartYig Nielsen. ’
i i
ir •**• »1»
Skrifsfoja
Eimskipaféíags Ísíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Tals. 409.
Notið sendisvein frá
Sendisvelnastöðinni
(Söluturninum).
Síini 444.
Tiaríöflur
ódýrastar og beztar hjá
P e ( e r s e n frá Viðetj,
Hafnarstræti 22.
Erlendar
símfregnir.
Kaupmannáhöjn, ij. jiíni kl. j
Landsþingið
var rofið i dag. Nýjar kosningar jara
fram 10. júli nasíkomandi.
London, kl. 7
Nýtt raðuneyti
í Frakklandi.
Viviani hefir myndað nýtt ráðu-
neyti.
17. júní.
Það er skemtileg tilviljun, að
seytjándi maí er frelsisdagur Norð-
manna, en seytjándi júní hamingju-
dagur íslendinga.
Að vísu er ólíku saman að jafna
að því leyti, að 17. maí hefir hlotið
miklu meiri þjóðhelgi hjá Norð-
mönnum heldur en 17. júní hjá oss,
og liggja til þess eðlilegar orsakir,
þær, að 17. júní á sér miklu skemri
sögu.
En 17. júní á að verða alþjóðar
hátiðisdagur, helgaður um land alt
með þeirri viðhöfn, sem hæfir minn-
ingu Jóns Sigurðssonar.
Því er ver, að minna hefir verið
gert en skyldi til þess að minnast
þessa dags á morgun, en þó verður
nokkuð til skemtana síðara hluta
dagsins.
Stúdentafél. hefir fengið alþingism.
Bjarna Jónsson frá Vogi til að halda
ræðu um Jón Sigurðsson. Hún verð-
ur flutt af svölum Alþingishússins
kl. 3 síðdegis.
»Söngfélagið 17. júní« syngur ef
til vill af svölum þinghússins, bæði
á undan og eftir ræðu Bjarna, en
kl. 5 síðdegis hefst íþróttamótið á
Melunum. Forgbngumenn þess hafa
beðið biskup og ráðherra að tala þar,
en ekki þorum vér að fullyrða, að
þeir verði báðir við þvi.
Enginn hátiðabragur getur orðið
hér á morgun, nema öllum þorra
manna sé gefin lausn frá vinnu
siðara hluta dags. Þess vegna leyfir
Morgunblaðið sér að skora á kaup-
menn að loka búðum frá hádegi, og
munu þá aðrir vinnuveitendur fara
á eftir.
Þó að tími sé stuttur til stefnu,
geta kaupmenn hæglega komið sér
saman um þetta í dag, og vér von-
um fastlega að þeir geri það.
Það mun vissulega mælast vel
fyrir.
........... 11 ----------------
Afgreiðslusími nr. 140
ísafoldarprentsmiðja
Stjórnarfrumvörpin
nýju, 15 að tölu bárust oss í gær
beina leið frá stjórnarráðinu. Þau
heita svo:
1. Frv. til stjórnarskipunarlaga um
breyting á stjórnarskrá um hin sér-
staklegu málefni íslands 5. jan. 1874
og stjórnarskipunarlögum 3. okt.
1903.
2. Frv. til laga um kosningar til
til alþingis.
3. Frv. til fjáraukalaga fyrir árin
1914 og 1915.
4. Frv. til laga um sjóvátrygging.
5. Frv. til laga um breytingar á
ákvæðum siglingalaganna 22. nóv.br.
1913 um árekstur og björgun.
6. Frv. til laga um sparisjóði.
7. Frv. til laga nm notkun bif-
reiða.
8. Frv. til laga um breyting á
lögum nr. 66, 10. nóvember 1905
um heimild til að stofna hlutafélags-
banka á íslandi.
9. Frv. til laga um varnarþing i
einkamálum.
10. Frv. til laga um breyting á
lögum um skrásetningu skipa frá
13. des.br. 1895.
11. Frv. til laga um sandgræðslu.
12. Frv. til laga um breyting á
póstlögum 16. nóv. 1907.
13. Frv. til laga um viðauka við
lög nr. 25, 11. júlí 1911 um at-
vinnu við vélgæzlu á íslenzkum skip-
um.
14. Frv. til laga um viðauka við
lög um skipströnd 14. janúar 1876.'
13. Frv. til laga um friðun héra.
Um efni frv. þessara er enginn
kostur, rúmsins vegna, að segja svo
sem neitt i þessu blaði.
Nr. 1 stjskr. þekkja allir. Nr. 2
er dilkur þess, og lang-eftirtektar-
verðasta frumv., svona fljótt á að
lita, og mikið má vera, ef aldrei
hvessir út af þvi i sumar. Rvík á
að verða 4 kjördæmi, og ákveður
stjórnarráðið takmörk þeirra eftir til-
lögum bæjarstjórnar. Næst er brugð-
ið út af töluhlutfalli fulltrúanna aust-
ur í Skaftafellssýslum. Megnið af þeim
tveim sýslum fer í eitt kjördæmi,
og síðan er hnikað svo til, að alls
verða 7 þingm. frá Fúlalæk til Eyja-
fjarðar, í stað 9, sem nú eru. Þá
er bætt við Strandakjörd., tveim
hreppum úr N.-ísafjarðars., og einn
klípur ísafjarðarkaupstaður af hinum
megin. Dalir fá fjóra frá Barðastr.,
og Mýrar aðra 4 frá Snæfellsnesi.
Eitt er það markvert i frv. þessu,
að gjört er ráð fyrir þvi, að sjómenn
fái, undir vissum skilyrðum, að kjósa
annarsstaðar en heima hjá sér.
Fjáraukal. hlaupa 34.800 kr. Það
er aðallega járnbr.mælingin, 1800
og viti í Grímsey á Steingrímsf.
Nr. 4 er þýtt úr dönsku. Nr. 3
stofnar til þess, að koma oss inn í’
NÝJA BÍÓ
Erlend fíðindi.
Tlelreiðin.
Sorgarleikur i 2 þáttum.
Aðalhlulverk:
Rich. Jensen, Gudrun Houlberg,
Olaf Fönss.
samband annara landa um reglur á
sjó. Nr. 6 er uppvakningur frá því í
fyrra, lítið breyttur. (Ákv. um einn
umsjónarm. tekið upp úr fyrsta frv.
stjórnarinnar). — Um nr. 7 er það
að segja, að það er auðvitað brýn
nauðsyn að setja reglur um bifreið-
arna úr því að þær eru komnar.
Frv. er að nokkru sniðið eftir norsk-
um lögum.
Nr. 8. Aukin seðlaútgáfa ísl.b.
alt að 3 milj. kr.
Nr. 9 fer fram á að greiða nokk-
uð úr varnarþingaþvælunni í réttar-
fari landsins (heimila að reka flest
einkamál þar sem skrifstofa lögsagnar-
umdæmisins er). Nr. 10 er út af
fánaúrskurðinum.
Nr. 12 er athugavert. — Á að
losa póstsjóð frá ábyrgð á sending-
um gagnvart óviðráðanlegum atburð-
um (vis major), Nr. 13 er undan-
þága um stundarsakir, meðan ekki
eru til nógu margir æfðir menn.
S. juris.
Guðmundur Hlíðdal,
rafmagnsfræðingur.
Hann fór héðan úr bænum í gær
til Fáskrúðsfjarðar á Pollux.
Vér áttum tal við hann í fyrra-
kvöld. Hann er nú ráðinn aðstoðar-
maður landverkfræðingsins, sam-
kvæmt fjárveiting frá síðasta þingi.
Honum er í sumar falin umsjón
með vitum á Austurlandi og Norð-
urlandi. Hann fer iandveg til Djúpa-
vogs, en síðan norður á Langanes.
Skoðar vita þá, sem eru á þeirri
leið og segir fyrir um smíðar á nýj-
um vita á Langanesi. Þaðan fer
hann aftur vestur með landi og skoð-
ar alla vita norðan lands.
Hann hefir verið beðinn að at-
huga vatnsafl í nokkrum kauptún-
um austanlands og norðan, þar sem
ráðgert er að raflýsa. Að líkindum
kemur hann ekki hingað fyr en
langt er liðið á sumar, og mun
Morgunblaðið þá segja ítarlega frá
ferðum hans.
----—... ............. .. .....