Morgunblaðið - 18.06.1914, Qupperneq 1
Fimtudag
1. argangr
18.
júní 1914
OKGUNBLADID
223.
tölublað
Ritstjórnarsimi nr. 500
Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen.
í safoldarprentsmið j a
Afgreiðslusími nr. 140
Bio
Biografteater
Reybjavíkur.
Tals. 475
Böcklins-myndin.
/ f)eíev.
(De Döcfes 0).
Engin kvikmynd hefir áður
verið gerð af jafnmikilli snild og
þessi. — Allir þekkja frægustu
mynd Böcklins: »De Dödes Ö«.
Myndin er áhrifarík, og leikin
af leikendum og dansmeyjum
konunglega leikhússins i Khöfn,
á þeim stöðum þar sem náttúru-
fegurðin er alveg heillandi.
Hin fagra Guðrún Houlberg
leikur aðalhlutverkið.
Sýning stendur vfir á aðra
klukkustund og aðgöngumiðar
kosta:
Betri sæti tölusett kr. 0.50.
Almenn — — — 0.30.
Pantið aðgöngumiða í síma
47 S- Aðgöngumiðar eru seldir
í leikhúsinu eftir kl. 8.
Pantaðir aðgöngumiðar, sem
ekki er vitjað fyrir kl. 88/4 verða
seldir öðrum.
[ Blo-Kafé er bezt.
[ Slmi 349. Hartvig Nielsen.
Skrifsfoja
Eimskipaféíags Ísíands
Austurstræti 7
Opin kl. 5—7. Tals. 409.
Notið sendisvein frá
Sendlsveinastöðlnnl
(Söluturninum).
Sími 444.
Jiarföflur
ódýrastar og beztar hjá
P e f e r s e n frá Viöeij,
Hafnarstræti 22.
Vöruhúsið.
<1
©s
*
P
er
£
M*
o*
Nikkelhnappar kosta:
3 a u r a tylftin.
Öryggisnælur kosta:
6 a u r a tylftin.
Yöruhúsið.
©:
©
V
ar1
Q»
GalY. Yatnsfötur og Balar
Gas-katlar
i verzlun
O. Amundasonar.
ísfenzki fáninn.
í gær — á afmæli Jóns Sigurðssonar — birtist skýrzla frá fánanefnd
þeirri, sem skipuð var af ráðherra íslands 30. desember 1913, til að koma
fram með tillögur til stjórnarinnar um gerð íslenzka fánans, — ásamt 13
fylgiskjölum og þrem fylgiritum með 40 litmyndum.
Þetta er stórt rit, og er efni þess þetta:
1. Álit fánanefndar
2. Fylgiskjöl við nefndarálitið með tveim litmyndum
3. Fylgirit
I. Saga fánamálsins eftir Jón Jónsson
II. Þjóðfánar eftir Guðm. Björnsson og Þór. B. Þorláksson, með 40
litmyndum af fánum annara þjóða.
III. Um tilbúning fána og notkun þeirra, einkum á landi, eftir Matt-
hías Þórðarson.
Nefndin gerir tvær tillögur um gerð fánans, og leggur til að núver-
andi fána sé breytt.
Tillögurnar eru þessar:
1. ti 1 laga.
Þjððfáni íslands skal vera heiðblár (uitramarine-blár) með hvitum krossi og
hárauðum krossi innan i hvita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í jaðra
fánans á alla 4 vegu. Breidd krossmarksins alls skal vera 2/ð af breidd alls fánans,
en rauði krossinn helmingi mjórri, af breidd fánans. Reitirnir við stöngina skulu
vera rétthyrndir ferhyrningar og allar hliðar þeirra jafnstórar; ytrí reitirnir skulu vera
jafnbreiðir stangarreitunum, en helmingi lengri. Hlutfallið milli breiddar fánans og
lengdar hans verður sem 18 : 25.
2. tillaga.
Þjóðfáni íslands skal vera hvítur með heiðbláum (ultramarine-blám) krossi og hvítri
og blárri rönd utan með beggja vegna. Armar krossins og randanna skulu ná aiveg
út i jaðra fánans á alla 4 vegu. Breidd krossmarksins alls skal vera '/„ af breidd alls
fánans; randirnar skulu báðar saman vera '/5 af breidd alis krossmarksins og vera
báðar jafnbreiðar. Reitirnir við stöngina skulu vera rétthyrndir ferhyrningar og allar
hliðar þeirra jafnstórar; ytri reitirnir skulu vera jafnbreiðir stangarreitunum en helmingi
lengri. Hlutfallið milli breiddar fánans og lengdar hans verður sem 5:7.
Símfregnir.
Vestmannaeyjum í qœrmorqun.
Slysýör. Maður hrapaði hér úr
bjargi fyrir skemstu. Var það kynd-
ari af norsku gufuskipi. Hann var
lagður hér á sjúkrahús og þar and-
aðist hann. Ekki er mönnum kunnugt
um það hvert erindi hann hefir átt
í bjargið.
Tiðin er enn hin óhagstæðasta.
Þurkleysur og stormar. Margir menn
úr landi eru hér veðurteptir og
komast ekki heim til sín. Enginn
þur fiskur kominn i hús enn þá og
er það fáheyrt. Til samanburðar má
geta þess, að um þetta leyti í fyrra
höfðu Eyjamenn sent til útlanda
milli 1 og 2 þúsund skippund'af
fiski.
Seglskip fór héðan í gær áleiðis til
Önundarfjarðar og Dýrafjarðar til
þess að taka þar farm. Það heitir
Kirstín.
Afli er hér góður þegar á sjó gef-
ur — meira að segja mjög góður.
En fáir bátar ganga nú héðan. Eru
þeir flestir farnir austur á firði og
ganga þaðan til veiða.
Haýnarvinnan er rekin af hinum
mesta dugnaði. Eru þar 70 menn
að verki — alt Eyjamenn.
Hátiðahöld verða hér engin í dag.
Þó munu kaupmenn loka búðum eftir
hádegið og dagurinn verða almenn-
ur frídagur.
Frá útlöndum.
Hugvitsmaður látinn. Dr.
Paul von Mauser er nýlega látinn,
75 ára að aldri. Það var hann og
bróðir hans, Wilhelm, sem fundu
upp Mauser-byssurnar, sem flestir
kannast við.
Nýjar demantanámur eru
nýlega fundnar I Kassaihéraðinu í
Kongorikinu. Eftir öllum líkindum
að dæma, munu þær vera mjög
auðugar.
Kappflug umhverfis Lundúna-
borg, þreyttu ellefu menn laugar-
daginn 6. þ. m. Dimm þoka var
á, eins og oft vill verða þar, og
viltust sumir eða gáfust upp á miðri
leið. Fimm menn komust alla leið.
Fyrstu verðlaun hlaut Bandaríkja-
maður, sem Brock heitir. Verðlaun
NÝJA BÍÓ
TTlunaðartausa barnið.
Áhrifamikill og fagur sjónleikur.
Ágætlega leikin mynd.
Tanginn iVitta l/vonne.
Ágæt mynd, leikin af alkunn-
um frönskum leikendum.
Gerlarannsóknarstofa
Glsla Guðmundssonar Lækjargötu
14 B (uppi á lofti) er venjulega opin
11—3 virka daga.
voru gullbikar frá Daily Mail og
tvenn 20© pd. sterl., eða 7,200 kr.
Skip sökk á Temsfljóti fyrra
sunnudag1 Það hét Oriole, 1,510
smálestir; varð fyrir Allan-línu skip-
inu Corinthian, sem kom neðan
fljót, en Oriale fór forstreymis.
Það brotnaði svo að sökk á 8 mín-
útum. 25 manns var á skipinu
og björguðust allir. Er það einkum
þakkað ferjumanni, sem þar var
staddur og bjargaði 16 manns.
Hinum björguðu þeir á Corinthian.
Caruso, frægasti söngmaður í
heimi, hefir lofað að greiða 3Ó0
þúsund kr. til stúlku, sem hann
hefir bíugðið heitum við. Stúlkan
heitir Mildred MefFert, er 29 ára,
fögur og vel mentuð. Þau Caruso
kyntust árið 1908, í New York, en
þegar Caruso brá heiti við hana,
höfðaði hún skaðabótamál, eins og
títt er í Vesturheimi, og bar áður-
nefnda fjárhæð úr býtum. Caruso
er miljónamæringur og munar ekki
um »smáskildinga«.
Frjálslyndi flokkurinn á Eng-
landi ætlar að hafa þingmannsefni í
kjöri við Oxfordháskóla, i aukakosn-
ing, sem þar fer fram í þessum mán-
uði. Verður kosið í stað Sir
Williams Anson’s, sem látinn er.
Þetta þykir fyrir því frásagnarvert,
að þeir frjálslyndu hafa þar ekki
haft frambjóðanda^ nema einu sinni
í þau 49 ár, sem liðin eru síðan
Gladstone féll þar árið 1865.
Frönsk bankasvík. Drioux
rannsóknardómari hefir látið varpa
þeim í fangelsi Henri og Neufille
barón og frænda hans Robert de
Neufille, sem voru forstöðumenn
bankafirmans Neufille & Co. I Par-
ís, sem nýlega stöðvaði útborganir
sínar. Skuldir félagsins námu 13—•
15 miljónum franka, en eignir að
eins 3 miljónum. Þeir frændurnir
eru kærðir fyrir fjárpretti og svik.
Baróninn, sem var aðalforstjóri fé-