Morgunblaðið - 14.07.1914, Page 1

Morgunblaðið - 14.07.1914, Page 1
Þriðjudag 1. arganpr 249. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500| Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. ísafoldarprentsmiðja Afgreiðslusími nr. 140 Bio Biografteater Reykjavíkur. Tals. 475 Leiksviðsbörn. Sjónleikur i 3 þáttum eftir Björn Björnson. Leikið af þessum ágætu leik- endum: B. Björnson. Bodil Ipsen. Adam Poulsen. A. E. Nissen. Alfr. Möller. Victor Neumann. Skrifstoja Eimskipafétags íslands Austurstræti 7 Opin kl. 5—7. Tals. 409. Hjörtur Hjartarson yfirdóms- lögmaður. Bókhl.stig 10. Sími 28. Venjul. heima 12^/a—2 og 4—^1/^. Notið sendisvein frá Sendisveinastöðinni (Söluturninum). Sími 444. Karlmannssokkar á 22 aura, 5 pör á 1 krónu. Kvensokkar, stærst úrval í Vörnhúsinu. II IBI II Nesti ] “ i smærri og stærri ferðalög Sj stærst og bezt úrval Z í verzlun Einars Arnasonar. r=ir=T> ir= Nýr liskur fæst daglega í Bankastr. 14. Talsími 128. Jiarföfíur. Ágætar kartöflur komu með s. s. »Kong Helge* til kartöfluverzlunar- innar á Klapparstíg 1 B. Sími 422. Tvö herbergi með húsgögnum fást leigð nú þegar og til septemberloka. Útsýni yfir endilangt Austurstræti. Uyplýsingar í Aðalstræti 6 A. M. Finsen. Skemfíferð. • Lúðraftokkur Ji. T. U. Ttt. fer skemfiferð með gutubátnum íngðtfi fií TJkraness sunnudaginn 19. fúti. Jlánara á fimtudaginn. Frá Alþingi. Neðri deild: Fundur kl. 12 í gær. 1. mál. Sala á þjóðjörðinni Núpi í Öxarf.; x. umr. Fltnm., B. Sv. kvað frv. samkv. ósk ábúanda og sveitarmanna. Sýslun. hafi talað um að þar hefði átt að vera læknissetur, en það sé nú fengið annarsstaðar, á Kópaskeri. — Þetta stórmál treindist svo þg.- mönnum mikið á aðra kl.stund, og mætti lesa mest af ræðunum í göml- um þingtíðindum. Sumir vildu selja allar þjóðj., og þessa líka, aðrir vildu yfirleitt selja þjóðj., en helzt ekki þessa. Enn aðrir vildu engar þjóðj. selja, hvorki þessa né aðrar, en þó voru nokkrir, sem að vísu vildu ekki selja þjóðjarðir, en vildu samt selja þessa, úr því að aðrar væru seldar. P. }. talaði um brot á »principum«, og Sig. ráðun. rak lestina. — Yfirleitt voru umræðurn- ar um þjóðj.sölu almennt og jafnv. fleira, en fyrir utan og ofan frv. sjálft. — Því var þó loks vísað til 2. umr. með 14 : 4 atkv., og nefnd kosin: B. Sv., S. G., E. P., P. }., J- Eyj. 2. mál, Raufarhafnarsími — Ben. Sv. mælti með frv. Pétur maldaði eitthvað í móinn en Bj. }. sat fyrir svörum. Nefnd: B. Sv., P. J., Sk. Th., St. St., B. }., E. P., og B. H. 3. mál, breyting á sjódómsl. frá síðasta þingi. — Flutnm., Sv. B. kvað fyrri breyt- inguna stafa ; af því, að oft þyrfti aðstoðarmanna i sjódómum, sem væru sérfræðingar í öðru, en sigl- ingamálefnum yfirleitt, og hina sið- ari af því, að það væri misrétti, ef málsaðiljar þyrítu að borga dómurum frekar i þessum málum, en öðrum. Málinu var vísað til 2. umr, nefnd- arlaust. 4. og 5. mál, simalinur. Þeim var vísað til síman. (sjá 2. mál). 6. mál. Afnám ráðherra eftir- launa. Guðm. Eggerz tók fyrstur til máls og mælti með frumvarpinu. Magnús Kristjánsson vildi láta frá- farandi ráðherra hafa eftirlaun i þrjú ár eftir brottför sína úr valdastóln- um. Jón á Hvanná og Björn á Rangá töluðu um afnám eftirlauna. Vísað til 2. umr. Kosin 5 manna nefnd: G. Egg., E. Arn,, Jóh. Eyj., Þór. Ben., Magn. Kr. 7. mál. Skipun læknishéraða. Skúli Thoroddsen tók til máls. Kvað málið gamalt og nýtt áhuga- mál, sem margrætt hefði verið á þingum. Rökin fyrir því, að gera Bolungarvik að sérstöku læknishér- aði væri svo kunn, að hann hirti ekki um að endurtaka þau. Málinu vísað til nefndar, sem áður hefir verið skipuð til þess að ihuga lækna- skipun. 8. mál. Laxveiðar. Afnám 3 6 stunda laxafriðunar á viku, samkv. ósk nokkurra Arnesinga. Einar Arnórsson mælti með frum- varpinu. Ben. Sveinsson kvað málið mjög athugavert. Skerði rétt þeirra, er ofar búi við laxsárnar. Sig. Sig., E. Arn. og Ben. Sv. þrættu nokkra stund um málið og síð var kosin 5 manna nefnd. Þingskjöl. 53- Nefndarál. um frv. um mæling og skrás. lóða í Rv., ásamt br.til- lögum nefndarinnar. — Aðalbreyt- ingarnar stafa af þvi, að nefndin vill láta merkjadóm hafa dómsvald og heimila málskot frá honum til yfir- dóms, til hægðarauka við rekstur væntanlegra merkjamála. S6. N.ál. um frv. tii 1. um br. á póst- lögum. — Nefndin leggur til að samþ. frv., með því að póstmeistari fullvissaði hana um að í væntan- legri reglugjörð stj.ráðsins yrði und- an skilið : verðmæt skjöl, víxlar, ávís- auir, vaxtamiðar, peningar, dýrir málmar, gimsteinar og perlur. S7- N.ál. um undanþágu Eimsk.fél. ísl. frá siglingal. Nefndin telur löggj.valdið (konung og alþ.) bært að ráða þessu og undanþáguna æski- lega, og mælir því með frumvarp- inu. í sambandi við þetta hafði nefndin og athugað það, eftir ósk ráðh., hvort þingið ætti að halda fram þeirri kröfu gegn Vestur-ísl., að landssj. skyldi ætíð hafa meira atkv.magn í fél. en fulltrú,ar þeirra. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu, með skírskotun til n.álita frá síðasta þingi, að eigi sé ástæða til þess. NÝJA BIO cYlýít ácjcciis prógram i fivölé ! Sjá götuauglýsingar. BifreiðaféL Rvíkur Vonarstræti. Fastar ferðir milli Reykjavíkur og Þingvalla byrja að öllu forfallalausu næstkomandi laugardag 18. þ. m. Farið verður fyst um sinn laugar- daga, sunnudaga og mánudaga frá Reykjavík kl. 9 f. h. og 4 e. h. og frá Þingvöllum kl. 12 á hád. og kl. 7 e. h. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins. Þeir sem hafa pantað rósir hjá mér eru beðnir að sækja þær á morgun eða miðvikudaginn kl. 12-3. Ennþá til sölu 5 la France ljósrauð 2 Marchal Niel gul. — Hverfisg. 33. Kofoed Hansen. 58. Frv. til laga um sölu á þjóðjörð- inni Núpi í Öxarfirði. Fltnm.: B. Sv. Landsstjórninni veitist heimild til að selja ábúandanum á Núpi í Öx- aifirði ábýlisjörð hans Núp, með þeim kostum, er lög um þjóðjarða- sölu ákveða. S9- Till. til þingsál. um hlutafélaga- lög og endurskoðun á 26. kafla hinna almennu hegningarlaga. Fltnm.: Sv. Bj. Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta Alþingi frum- varp til laga um hlutafélög og jafn- framt að taka til endurskoðunar 26. kafla hinna almennu hegningarlaga frá 25. júní 1869 og leggja fyrir sama Alþingi frumvarp til laga um breytingar á ákvæðum í þessum kafla hegningarlaganna sem telja má nauðsynlegar, með sérstöku tilliti til hlutafélaga. 60. Frv. til laga um breyting á lögum nr. 64, frá 22. nóv. 1913 um sjó- dóma og réttarfar í sjómálum. Fltnm.t Sv. Bj. 61. Frv. til laga um breyting á lög-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.