Morgunblaðið - 14.07.1914, Page 4

Morgunblaðið - 14.07.1914, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ 1168 3 herbergi, með öllum nýtísku-iitbimaði og eld- húsi, ern til leigu 1. okt. á Lindargotu 7 A. Yaldemar Jðnsson. Niðursuöuvörur M Á.S. De danske Vin & Conserves Fabr. Kanpmannahöfii I. D. Beauvais & M. Rasmussen eru viðurkendar að vera beztar i heimi. Niðursoðið kjöt frá Beauvais þykir bezt á ferðalagL Beauvais Leverpostej er bezt. Kaupendur Mc eru vinsamlegast beðnir skrifstofu blaðsins irgunblaðsins um að borga blaðið á , Austurstræti 8. Sirœnar Baunir trá Beauvais eru ljúffeugastar! Galv. Vatnsfdtur og Balar Gas-katlar í verzlun O. Amundasonar. 1=^2] JTlorgunblaðið i=^j[^=i kostar ekki nema 6 5 aura á mánuði fyrir áskrifendur (34—3 5 blöð). Sent heim eldsnemma á h v e r j u m morgni. Eina b laðið, sem enginn má án vera. Gerist áskrifendur þegar i dag. Það margborgar sig, munið þa Frá Ölgerðarhúsi Reykjavíkur Syngið þið með, menn og konur! Með sínu lagi. í árstraumum flýtur sá indæli bjór Þar er ekki verið með síróp að sulla frá Ölgerðarhúsinu á Norðurstíg 4, né sykur. Þar hafið þið tryggingu fulla, Hvítöl og Maltdrykkir, óáfengt alt, að næringarefnið er ómengað, hreint; í öllu er þar hreinasta, fínasta malt. og ekki er þar farið með gerðina leynt. L a g : Heim er eg kominn og halla undir flatt. Ef stjórnarskrárfrumvarpið óljóst þér er, og órskurðir lika þér miður, þú meltir það held eg, ef hug- kvæmist þér með Hvítöii að renna því niður. Ef islenzkur fáni er þér áhyggja stór, og ertu um gerðina í vafa, þá áttu að fá þér einn Islendings bjór, og ölflösku í veifunni að hafa. Hann Bakkus er innan skamms títlægur ger og allur hans glóandi lögur, en það sem eg ábyrgist ósvikið þér, er ölið á Norðurstíg 4. Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm. _ Hafnarstræti 22. Slmi 202. Skrifstofutími kl. io—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. Eggert Claessen, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—B. Slmi 16. Carl Finsen Austurstr. 3, Rvík. Brunatryggingar. Heima 6 —7 y4. Talsími 331. Bogi Brynjóltsson, yfirréttar málaflutn.m. Hótel Island. (Aðalstr. 5). Venjulega heima 12—1 og 4—6. Talsími 230. Ipy ELDUR! S Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. TH0R0DDSEN Frlkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsfmi 227. Kaupið Morgunblaðið. Auglýsið i Morgunblaðinu Nýtt líf. 69 Saga eftir Hugh Conway. Fratnh. Að lokum komst eg þó heim I En sá munur að vera í sínu eigin föðurlandi og heyra ensku talaða alls staðar! Eg var sólbrunninn og veðurtekinn í andliti og skeggið á mér náði ofan á bringu, Nokkrir kunningjar minir, sem eg mætti þegar eg kom til Lundúna, ætluðu ekki að þekkja mig. Eg gat því naumast vænst þess að Pauline þekti mig eins og eg var nú. Eg dubbaði mig því dálítið upp, rakaði mig og hafði fataskifti. Að því loknu beið eg ekki boðanna en hélt á stað heimleiðis, — gaf mér ekki einu sinni tíma til þess að gera Pri- scille vart um komu mína. Það er engin langferð að fara þvert yfir England í samanburði við þá för er eg var nýkominn úr. Þó fanst mér vegurinn engan enda ætla að taka. Að lokum komst eg þó á áfangastað. Eg skildi farangur minn eftir á pósthúsinu og leitaði á fund Pauline. Eg fann fljótt húsið eftir tilvísan bréfsins, sem eg fekk frá Priscilla. Það vat»lítið, snoturt hús og stóð í skógarjaðri. Framan við það var fallegur blómagarður og var loftið þrungið af ilm blómanna. Eg spurði eftir Mrs. Drew. Hún var ekki heima. Hún hafði gengið út með ungu frúnni fyrir skemstu og þeirra var ekki von aftur fyr en um kvöldið. Eg fór þess vegna að leita þeirra. Þetta var snemma hausts og trén voru því ekki farin að fella laufin. Himininn var heiður og fagur en hlýr aftanblærinn og þrunginn blóm- angan straukst um vanga mér. Eg litaðist um. Framundan mér í fjarska sást spegilsléttur sjórinn og lítið fiskiþorp á ströndinni. Til beggja handa vcru brattar hæðir skógi vaxnar. Mér kom þegar til hugar að Pauline mundi hafa gengið inn í skóginn. Eg hélt því þangað og gekk meðfram læk nokkrum, sem rann þar niður hlíðarnar. Það var öðru nær en vegurinn gæti heitið góður. En eg hafði ekki farið langt er eg sá unga stúlku sitja á lækjarbakkanum hinu megin. Hún var að mála og sneri baki við tíiér, en eg þekti hana þó þegar í stað — það var konan mín. Ef eg hefði verið í nokkrum vafa um það hver stúlkan væri, mundi eg þó hafa þekt hana á förunaut sínum. Eg mundi hafa þekt sjalið hennar Priscille i margra mílna fjar- lægð — það er einkennilegasta sjalið í öllum heiminum. Eg afréð það að gefa mig ekki á tal við þær að svo stöddu. Eg vildi tala við Priscille áður en eg heilsaði Pauline. En eg gat þó ekki að því gert að ganga nær — svo eg sæi þó að minsta kosti andlit konu minnar. Hún var nú rjóð í kinnum og svo hraustleg að það var yndi að horfa á hana. Litlu siðar leit hún upp og mælti eitthvað við Pris- cilla og þá lék bros á vörum henn- ar. Eg fekk ákafan hjartslátt af gleði. Það var enginn efi á því að hún hafði nú aftur fengið rétt ráð. Hún sneri sér við og leit þangað sem eg stóð. Þá gat eg ekki leng- ur falist, en gekk fram úr skóg- inum. Hún hlýtur að hafa þekt mig, þvi henni varð svo hverft við að hún misti myndabókina sina og stökk á fætur. Svo stóð hún kyr i sömu sporum og horfði á mig eins og hún biði þess að eg ávarpaði hana eða kæmi yfir um til hennar. Eg komst yfir lækinn á einhver- jum stað og gekk til þeirra. Paul- ine hreyfði sig hvergi en Priscille kom á móti mér alls hugar fegin yfir því að hafa heimt mig heim aftur. — Man hún eftir mér? Þekkir hún mig? spurði eg Priscilla íhljóði. — Nei, ekki ennþá. En seinna, Mr. Gilbert. Það getið þér reitt yður á. Eg gekk til Pauline og rétti henni hendina. Hún rétti fram litlu og mjúku hendina sina og leit á mig augunum sínum töfrandi. Mig lang- aði mest til þess af öllu að vefja hana að fangi minu. — Þekkirðu mig, Pauline? Hún leit til jarðar. — Priscilla hefir sagt mér frá þér. Hún hefir sagt mér að þú værir vinur minn og eg yrði róleg að biða komu þinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.