Morgunblaðið - 20.08.1914, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.08.1914, Qupperneq 2
1334 MORGUNBLAÐIÐ TJorduráífu-ófriðurinn. t Ræöa Belga konungs. Konungurinn í Belgíu kvaddi þingið saman 4. ágúst og var þá lesið bréf þýzku stjórnarinnar og svar við því. Að því búnu talaði konungur til þingmanna á þesaa leið: Aldrei hafa alvarlegri stundir en þetta komið yfir Belgíu siðan 1830. Vér vonum enn að vor skýlausi réttur og þörf sú, sem Evrópu er á að vér verndum sjálfstæði vort, verndi oss gegn hinum ægilegu viðburðum. En ef það verður oss þó óhjákvæmilegt, að verja land vort árásum,. þá mun skyldan bjóða oss til varnar og vér munum reiðubúnir að fórna hinum dýrustu fórnum. Vorir ungu menn hafa þegar gengið fram til þess að verja föður- landið á neyðarstund. Það hvílir að eins ein skylda á oss, sú að halda uppi öruggri vörn, hugrekki og samvinnu. Hugrekki vort hefir sannast í því, að útboðið hefir farið ágætlega fram, og fjöldi sjálfboða ráðist und- ir merki vor. Nú er tími til starfa. Eg hefi kallað yður saman í dag, til þess að þingið ætti kost á að taka þátt í áhugamáli þjóðarinnar. Þér vitið, hvernig þér eigið með ai- vöru að gera nauðsynlegar ráðstafanir. Eruð þér ráðnir i að halda óskertum hinum helga arfi forfeðranna? Enginn mun bregðast skyldu sinni og herinn er fær til þess að gegna skyldu sinni. Stjórnin og eg erum mjög vongóð. Stjórninni er ljós sú ábyrgð, sem hún tekst á hendur, og mun gera skyldu sína með- an til vinst, til að efla æðstu heill þjóðarinnar. Ef útlendingur reynir að skerða land vort, mun hann finna alla Belgíumenn í fylking um konung sinn, sem aldrei mun rjúfa eið þann, er hann vann við ríkistöku. Eg trúi á hamingju vora. Það land, sem ver sig, vinnur allra virðing og getur ekki glatast. Hlifi guð oss öllum. Bretar og Þjóðverjar hefja ófrið síu í milli. Aðfaranótt 4. ágústmán. birti utanríkisráðgjafinn á Bretlandi svo- hljóðandi yfirlýsingu: »Með því að þýzka stjórnin hefir með öllu hafnað kröfu brezkp stjórnarinnar nm að tryggja hlutleysi Belgíu, hefir sendiherra H. H. kon- ungsins í Berlín verið kvaddur heim. Stjórn H. H. konungsins hefir lýst yfir því við þýzku stjórnina, að friðnum sé slitið og ófriðurinn hafinn milli Stórabretlands og Þýzka- lands, frá kl. n síðdegis, 4. ágúst*. Sömu nótt barst brezku stjórninni tilkynning um, að Þýzkaland hefði sagt Bretlandi strið á hendur. Þegar ófriðurinn var hafinn, sendi Bretakonungur svolátandi boðskap til yfirforingja flotans, Sir John Jellicoe: »Á þessari alvarlegu stundu í sögu þjóðar vorrar, tilkynni eg yður, (og bið yður að tilkynna það fyrirliðum og starfsmönnum flotans, sem þér hafið verið settur yfir) að eg treysti því fyllilega, að undir yðar stjórn muni þeir lífga og endurnýja hina fornu frægð hins konunglega flota, og sanna enn einu sinni, að hann er hinn öruggi skjöldur Bretlands og al- ríkisins, á þessari reynslu stund.< Englendingar sökkva þýzku tundurskipi. S. ágúst sendi brezka stjórnin út svolátandi yfirlýsing: Skipið Amphion hefir sökt þýzka skipinu Königin Luise, sem var að leggja sprengidufl, um hádegi í dag. Königin Luise er farþegaskip, eign Ham- borgar-Ameríkufélagsins; þfcð er 2163 smálestir, og fer 20 mílur á vöku, og sérstaklega útbúið til að leggja sprengidufl. Þess er ekki getið, hvar skipinu var sökt, en af líkum virðist mega ráða, að það hafi verið úti fyrir Hollandi. Bretland hefir jafnan verið því mótfallið að leyfa að leggja sprengidufl á grunnsævi eða siglingaleiðum verzlunarskipa. En á friðar- fundi í Haag voru Þjóðverjar algerlega á móti því að ganga að nokkr- um samningum, sem takmörkuðu gerðir herþjóða i því efni á ófriðar- tímum. Nú er auðséð hvað Þjóðverjum hefir gengið til þess. Innrás Þjóðverja í Belgíu. 4. ágúst segja þýzk loftskeyti til Briissel að orusta hafi orðið milli Þjóðverja og Belga þann dag nærri Líittich, og hafi Þjóðverjar verið hraktir. Allmargir særðust af Belgum og voru fluttir til Briissel. Her- málaráðgjafinn hefir tilkynt formönnum hvers fylkis, að liðsveitir Frakka og Englendinga verði skoðaðar sem vinveittar hersveitir, ef þær leita inn í landið. Krafa Þjóðverja um að Luttich gefist upp. Blaðið Patriote segir að Þjóðverjar hafi farið inn í Belgíu að morgni dags 4. þ. m. í þrem flokkum fótgönguliðs. Ein herdeild komst alla leið til Vise, en nam staðar við Maas-fljót. Belgar verja þeim að komast yfir, og hafa varnað þeim að brúa fljótið. Hörð viðureign hefir orðið milli riddaraliðs beggja þjóða. Alt til þessa hefir Belgum veitt betur. Kastalarnir við Luttich koma herdeildum Belga að góðu haldi, og Þjóðverjar verða að bíða þess, að járnbrautarlestir færi þeim vistir. Þeir hafa hótað bændum öllu illu, ef þeir veiti hið minsta viðnám. Þýzkur fulltrúi hefir krafist þess, að Líittich gefist upp, en fekk það svar, að hersveitir Belga lúti ekki nema þær verði neyddar til þess með herafla. Hersveitirnar, sem Þjóðverjar sendu til kastalanna í Ltittich, voru stöðvaðar af hersveitum Belga. Fyrstu vopnaviðskifi urðu 4. ágúst. Á landamærum Frakklands og Þýzkalands. Hermálaskrifstofa Frakka birti svolátandi skýrslu 5. þ. m. Útboð franska hersins hefir tekist mjög greiðlega og án uppþots eða óreglu. Flestir varaliðsmenn eru nú komnir undir merki. Dugnaður her- manna og alt framferði er ágætt. Njósnarsveitir þýzkra riddara og fótgöngumanna fara hvervetna inn yfir landamærin. Sveit léttbúinna riddara (dragúnar) gerðu innrás á Villers ’la Mon- tagne, en var hrakin til baka og nokkrir foringjar teknir til fanga. Sveit þýzkra riddara var komin í nánd við Morfontaine, en varð að hörfa undan fyrir fótgönguliði Frakka. Ágætur agi og sigurvonir heyrast hvervetna frá Frökkum í Elsass. Seytján Þjóðverjar úr Elsass reyndu að komast inn á Frakkland en voru skotnir við Miilhausen. Þjóðverjar hófu skothríð á tollhús hermanna í Peticedroax, hjá Bel-- fort að morgni 5. þ. m. Þeir hafa einnig gert áhlaup á Belfort kastala frá Mosel. Þeir nota vopnaðar járnbrautarlestir. Lýsing Þjóðverja á horfum í Elsass-Lolhringen. Landstjórinn í Elsass-Lothringen hefir sent kanzlaranum á Þýzkalandi þetta skeyti 4. ágúst. »Yðar hágöfgi 1 Mér er ánægja í að skýra yður frá, að hugarfar íbúanna í Elsass er hið ákjósanlegasta hvervetna. Hersveitunum er fagn- að með eldmóði, hvar sem þær koma. Blöð allra flokka viðurkenna einum rómi, að vér höfum gengið í réttláta styrjöld, og þau skora á hermenn i Elsass að ganga svo fram, að enginn blettur falli á herfrægð þeirra. Margir Elsassbúar gerast sjálfboð- ar ótilkvaddir. Útboðið hefir gengið að óskum, alt til þessa, samkvæmt þeim skýrsl- um, sem mér hafa borist. Frá landamærum Bússlands og Þýzkalands. Frá Pétursborg kemur skeyti 5. ágúst, á þessa leið : Rússneskar herdeildir hafa skipast gegn óvinum vorum svo að segja hvervetna á landamærum Rússlands og Þýzkalands. Njósnarliðs-sveitir hafa verið sendar inn yfir landamærin hjá Bialla og Borzymmen. Þýzkar hersveitir hafa hörfað heila dagleið til baka og brent þorp á mjög stórum svæðum. Frá Warsjá er símað sama dag: Landvarnarmenn Rússa hafa rekið þýzkt riddaralið á flótta, hafa farið inn yfir landamærin hjá Lyk og Biala, og eru komnar tíu enskar mílur inn í Þýzkaland. Þeir náðu járnbrautarstöðvunum sem Þjóðverjar eiga í Borjimen og Biala og brendu þær til ösku, og er þá slitið járnbrautarsamband milli Lyk og Hannehborgar. Óvinirnir hörfa hvervetna undan frá landamær- unum og brenna jafnóðum þorp þau, sem þeir yfirgefa. Þjóðverjar segja svo frá: Símskeyti frá Köningberg segir þýzkt herlið hafa gert árás á Kibarty. Rússar hörfuðu undan austur á bóginn og létu eftir marga fanga, sem Þjóðverjar náðu. Mannfall Þjóðverja var hverfandi. Frá Amsterdam barst skeyti 5. ágúst, sem segir að Þjóðverjar hafi rekið rússneskt riddaralið á flótta nálægt Soldan og drepið fjölda manna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.