Morgunblaðið - 20.08.1914, Side 3

Morgunblaðið - 20.08.1914, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ H35 Ferðaáætlun Ceres breytist þannig: Til Vestfjarða frá Reykjivík 26. ágúst — ísafirði 28. — — Dýrafirði 28. — — Patreksfirði 29. — 1 Reykjavik 30. — Frá Reykjavík til útlanda 2. september, að líkindum beint til Kaupmannahafnar. Reykjayík, 19. ágúst 1914. C. Zimsen. Srœnar Baunir trá Beauvais eru ljúffengastar! Heralli stdrveldanna. Hér skulu bornir saman flotar Frakka og Austurríkismanna, en þeir munu aðallega berjast um völdin i Miðjarðarhafinu, að minsta kosti á meðan ítalir eru hlutlausir í ófriðn- um. Floti Frakka er að vísu ekki allur suður i Miðjarðarhafi, en þar munu þeir þó hafa öll hin nýrri og betri vígskip sin. Einnig hafa Bret- ar haft ailmikinn flota í Miðjarðar- hafinu við Malta og Gíbraltar, en eigi Frakkar Austurrikismönnum einum að mæta þar syðra, munu þeir ekki þurfa á hjálp Breta að halda. Svo sem sjá má á yfirlitsskýrslunni í 271 tb. eiga Frakkar 4 Dread- noughta, samtals 93,600 smálestir {23,400 sm. hver) með 48 tólf þl. fallbyssum. Austurríkismenn áttu um siðustu áramót 2 Dreadnoughta, en aðrir 2 áttu að vera vígbúnir fyrir lok þessa árs, og mun að minsta kosti annar þeirra hafa verið vígbú- inn í upphafi ófriðarins. Þessir 4 Dreadnoughtar Austurríkismanna eru samtals 81,200 smál. (20,300 smál. hver) og hafa samtals 48 fb. Dread- noughtar Austurrikismanna eru því nokkru minni en Dreadnoughtar Frakka, en fallbyssuatalan (þ. e. tala stórra fallbyssna) er hin sama. En auk þeirra 4 Dreadnoughta sem Frakkar höfðu vígbúna um síðustu áramót, höfðu þeir 3 í smíðum, sem áttu að vera vígbúnir fyrir lok þessa árs, en þeir munu varla vera vig- búnir nú þegar. Frakkar hafa því að líkindum 4 Dreadnoughtum á að skipa nú sem stendur, en Austur- ríkismenn 3. 2. flokks vígskip eiga Frakkar 6, samtals 108 smál. (18 smál. hvert) Þau hafa 24 12 þl. fallbyssur og 72 9,4 þuml. fallb. Austurrikismenn eiga 3 2. fl. vígskip, samtals 33,500 smál., með 12 12 þl. og 24 9,4 þl. fallb. Loks eiga Frakkar 15 3. fl. vígskip, samtals c. 190 þús. smál. Þau hafa alls 46 12 þl. fallbyssur og 12 xo,8 þl. fallbyssur. Austur- rikismenn eiga 6 3. flokks vígskip, samtals c. 57 þús. smál. með 21 9,4 þl. fallb. Svo sem sjá má af þessari skýrslu, er vígskipafloti Frakka miklum mun öflugri en vigskipafloti Austurríkis- manna, eða samtals 25 vigskip c. 390 þús. smál. með 202 stórum fallb. á móti 12 vígsk. (3 Dread- noughtar taldir með) c. 160 þús. smál. með 93 stórum fallbyssum. Af bryndrekum Frakka eru 17 stórir og nýlegir, en Austurrikis- Rienn eiga aðeins 3 bryndreka, alla fremur litla. Hvorirtveggja eiga fá beitiskip, en tundurskipaflota eiga Frakkar mikinn, miklu meiri en Austurríkismenn. Nýja verzlunin — Hverfisgötu 4 D. — Flestalt (ntast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. Góöar vðrur! — Odýrar vörur! Kjólasaumastofa byrjar 1. sept. Nýr reyktur lax fæst í dag hjá Nic. Bjarnason Öllum þeim, er sýndu hluttekningu við fráfall og jarðarför Hallfriðar S. Jóhannes- dðttur frá Bakkafirði, vottum við innilegt þakklæti. Reykjavik, 20. ágúst 1914. Systkini hinnar látnu. íbúar Elsass og frakkneski herinn. Símskeyti frá Belfort 4. ágúst, segir alla Þjóðverja, sem teknir voru til fanga á landamærunum, vera flutta til Belfort. Nokkur hundruð Elsassbúa hafa gengið í franska herinn af miklum móði. Fjölda margir svissneskir borgarar og ítalir hafa gerzt sjálf- boðar i Frakka her. í sumum þorpum í Elsass, réðust íbúarnir á þýzka njósnarmenn með heyforkum og veittu þeim áverka. Fjöldi manna í Elsass og Loth- ringen hefir safnast að landamærum Frakklands og bíða þess búnir að ganga í lið Frakka, ef nauðsyn krefur. e=S D AGBÓfj’IN. c=a Afmælf f dag: Bergljót Sigurðardóttir, húsfrú. Elísabet Diðriksdóttir, húsfrú. Guðrún Skaftadóttir, húsfrú. Sigríður Jónsdóttir, húsfrú. Ágúst Bjarnason, prófessor. Helgi Salómonsson, kennari Veðrið ígær: Vm. logn, hiti 9,8. Rv. logn, hiti 10,2. íf. s.v. kul, hiti 10,8. Ák. s. andvari, hiti 11,0 Gr. kul, hiti 10,8. Sf. logn, hiti 10,3. Þh., F. logn, hiti 10,3. Nora kom af síldarveiðum í gær og hafði aflað um 100 tunnur af síld. V öruvagn Sveins Oddsonar er nú tekinn til starfa og fer austur yfir fjall í hverri viku, oft annan hvern dag, stundum daglega. Ennfremur fer vagninn til Þingvalla og Hafnarfjarð ar. Þeir, sem þurfa að nota v a g n • i n n, eiga að snúa sér til Sveins Oddssonar. Pótur Hjaltested, aðstoðarmaður í stjórnarráðinu og frú hans, Pálmi Páls- Bon, yfirkennari og frú hans og síra Bjarni Hjaltested fóru öll til Þing- valla og dvelja þar nokkra daga. Unnusta Hjartar Hjartarsonar lög- manns heitir Jóhanna Pótursdóttir, en ekki Ingibjörg eins og misprentast hafði í blaðinu í gær. M a r z kom af fiskveiðum í gær með um 1000 körfu afla. Pótur A. Ólafsson, ræðis- maður Norðmanna, á Patreksfirði, er hór staddur. KaupmaðurM. Riis ogfrú h a n s , frá Hellerup, eru hér stödd. Þau hafa verið á ísafirði í sumar en eru nú á heimlelð með Botníu. H e r m o d , skip það, sem stjórnin hefir leigt til vesturferðar, leggur af stað hóðan um 25. þ. m. beina leið til New York. Kaupmenn og aðrir, sem einhverjar vörur hafa, geta fengið pláss undir þær í skipinu, með þv/ að finna Johnson & Kaaber. Þetta er ágætt tækifæri til að reyna fyrir sór um markað á islenzkum afurðum í New York, og ættu kaupmenn að hafa samtök um að nota það. Björn Þórðarsson, cand. juris er settur sýslumaður f Mýra- og Borgarfarðar sýslu. Hann er hór í bænum þessa dagana. Einar Jónasson, cand. juris er settur til að gegna starfi þvf f stjórnarráðinu, sem Björn Þórðarson hafði áður. P 0 11 u x var á Akureyri í gær, og ætlaði þaðan til Siglufjarðar, hafði ekki komið þar við á norðurleið, en verður þar nú tvo daga og tekur síldarfarm. S í 1 d er mikil á Siglufirði, en deyfð þó yfir öllum viðskiftum og lítið um peninga manna í milli. Ritstjórn Morgunblaðs- i n s er til viðtals að eins frá 10—lU/a f. h. og 5—6 e. h. S t e r 1 i n g fer frá K.höfn í dag, áleiðis hingað. Sklpið kemur ekki við í Leith. ---- --------------------- Kvikmyndaleikhúsin. Nýja Bíó. »Miðdegisverður- inn* er gamanleikur um prófessor, sem bragðar ekki annað en jurta- fæðu, og um vandræðin, sem hlot- ist geta af, ef þvottakonunni þykir sér misboðið, einkum þegar eins er ástatt og hér, að húsmóðirin er ný- gift og viðvaningur i húsmóðurstörf- um. — »Leyndarmálið í Svaneyc segir frá æfiferli góðrar konu, sem verður fyrir því óláni i æsku, að trúa fagurgala og fögrum orðum léttúðugs spjátrungs. Löngu síðar, þegar hún er gift góðum manni, sem hún ann af alhug, verður þessi spjátrungur aftur á vegi hennar og sparar ekki að minna hana á forn- an kunningsskap þeirra. Hún vísar ástaratlotum hans á bug með mesta viðbjóði, en af þessum fundum hlýst það, að maður hennar kemst að leyndarmálinu. í reiði sinni rekur hann konuna frá sér, iðrast þess reyndar siðar, en þá er það um seinan. — Báðar myndirnar eru skemtilegar, skýrar og vel leiknar. Z. Smávegis. Svíar í Kaupiuannahöfn. í lok fyrramánaðar komu 1500 sænskir söng- menn til Kaupmannahafnar. Hóldu þeir þar samsöng í Kongsgarðlnum fyrir fjölda áheyrenda. Var þaS hinn fjölmennasti söngflokkur, sem sungiS hefir í Danmörku. Ferð Poincarés. L&voisier, frakkneska herskipiS sem hór dvaldi í sumar, slóst í förina meS herskipum þeim er fylgdu Poincaró Frakkafor- seta í heimsóknarför hans til Póturs- borgar og Stokkhólms. Sjálfur ferSaS- ist forsetinn á nýjasta herskipi Frakk- lands, sem »La France« heitir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.