Morgunblaðið - 28.08.1914, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1914, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 1371 líppboð varéur fíaíéié vié 6œjarBryggjuna 23. ág. fíí. ó síéé. á sfíeméum fíaríofíum tit sfíapnufóéurs. Mynd þessi sýnir austuriska herforingja á leið yfir Dóná. Ca DAGBÓFflN. n= Afmæli í ðag: Erlendína Jónsdóttir, húsfrá. Ólöf Þorsteinsdóttir, húsfrú. Vald. Fiseher Norðfjörð, verzlunarm. Goethe fæddur 1749. Tungl f. kv. kl. 3.52 f. m. Sólarupprás kl. 4.58. S ó 1 a r 1 a g — 8.1. Háf 1Ó5 kl. 10.21. og — 11.3. Veðrið í gær: Vm. a. sn. vindur, regn, hiti 8,8. Rv. a.s.a. sn. vindur, regn, hiti 9,7. íf. s.a. st. kaldi, hiti 10,6. Ak. a.n.a. kaldi, regn, hiti 7,5. Gr. s. st. gola, hiti 9,5. Sf. logn, þoka, hiti 17,6. Þh. F. v.s.v. gola, hiti 10,3. Austur í sveitir fóru í fyrrakvöld SigurSur Briem, póstmeistari, Eggert Briem, skrifstofustjóri, GuSjón Sig- urSsson, úrsmiSur, GarSar Gíslason, kaupmaður meS frú sinni og margir fleiri. í gær fóru og margir í sumar- ferSalag. B o t n i a kom til Hafnar í gær- morgun kl. 8. N j ö r ð u r fór með fiskfarm til Bretlandis 1 gær. Th. Kjarval fór með nokkrum öðrum á hollenzkum botnvörpung áleið- is til Eldeyjar í fyrradag. Ætluðu þeir í súluuugadráp, eu urSu frá að hverfa vegna óveSurs. £r þaS í annað sinn sem leiðangurinn mishepnast. La France, norskt kolaskip, kom til Timbur og kolaverzlunar Reykjavik í fyrradag, síðdegis. Með því komu blöð frá 21. þ. m., og eru fregnir úr þeim í Morgunblaðinu í dag. Ólafur ritstjóri Björns- s o n er væntanlegur heim næstkom- andi mánudag. S t e r 1 i n g kom frá Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Kom ekki við 1 Skotlandi. P. J. Thorsteinsson kaupm. var við Ulfljótsvatn s.l. laugardag, en fór burtu þfiðan næsta dag til Þing- valla, mest vegna mýbits, sem var al- veg óþolandi. OlafurEyvindssonogGísli Gíslason, verzlunarm. hjá Geir Zoega, komu austan frá Sogi síðastl. miðvikudagskvöld. HöfSu verið sex daga við veiðar, en fengu lítiS fyrstu tvo dagana. Fjóra seinni dagana veiddu þeir mjög mikið eða, 400 pd. samtals. Flestir silungarnir voru 3 pd. að þyngd. Þeir komu með klyfjaðan hest af silungi til bæjarins, og var það tveggja daga veiði. Þeir fengu ágætis veBur, en mývargur var svo mikill, að þeir hóldust ekki við og voru illa útleiknir á höndum, einkum Gísli. Ofriðarsmælki. Þing Rússa hefir sent parlament- inu brezka svohljóðandi skeyti: Rússland tekur með þökkum hjálp Breta. Guð blessi vopn hinna sam- einuðu þjóða þríveldasambandsins og gefi þeim sigur. — Þau berjast fyrir réttlæti. — Samskonar skeyti var og sent þingum Frakka, Belgiu, Serbíu og Montenegro. Bankavextir. Englandsbanki hækk- aði forvexti upp í io°/0 i. ág. Nú hefir hann aftur lækkað forvexti nið- ur i 5%. Kvenfrelsiskonur enskar, sem hafa verið dæmdar í fangelsi fyrir spell- virki, eru nú látnar lausar meðan á ófriðnum stendur. Dagblaðið danska Politiken segir þessa sögu frá Khöfn: Maður sat fyrir framan veitinga- húsið Bristol i Khöfn. Kom þá drengur til hans og biður hann lána sér 50 aura. Maðurinn þekti ekki piltinn, en spurði hann samt til hvers hann ætlaði að brúka pening- ana. »Eg ætla að kaupa aukablaðið með nýjustu stríðsfréttunum i, sem koma kl. 6. En mig vantar rekst- ursfé«. Manninum þótti stráksi duglegur á að sjá, lánaði honum 50 aura. Litlu síðar kom pilturinn aftur, borg- aði peningana, en hafði þá grætt 4 kr. á blaðasölu. Heims8ýningunni verður að fresta. Evrópustyrjöldin hefir þær afleiðing- ar í för með sér að heimssýning- unni miklu í San Francisco verður að fresta um eitt ár, að minsta kosti. Hefir nú verið kölluð saman nefnd mætra manna um þvera og endi- langa Ameríku, og situr hún á rök- stólum í San Francisco um þessar mundir. Það er mælt að hún komi með tillögu um það að sýningin verði opnuð árið 1916. Þessi dráttur hefir þó þann kost í för með sér, að þá verður sýning- in fullgerð áður en hún opnuð. Munar ekkert um Japana! Þýzka blaðið »Vossische Zeitung* ritar um afstöðu Japana i stríðinu: Jafn- vel þótt að féndum vorum fjölgi við það að Japan segir oss stríð á hend- ur, þá er það samt augljóst að þetta hefir enga þýðingu fyrir rás ófriðar- viðburðana í Evrópu. Vér verðum ekki uppnæmir fyrir því þótt ein þjóð- in enn rjúfi frið við oss, því vér treystum því fullkomlega að vér munum sigra og þeyta í smátætlur þeim lygavef, sem óvinir vorir reyna að breiða yfir sannleikann. Varnarlausir gegn álygum. Þýzka blaðið »Norddeutsche Allgemeine Zeitung« getur þess þ. 19. mán., að forstjóri ameríksku fréttastofnunarinn- ar »Associted Press* hafi farið þess á leit við ríkiskanzlarann að frétta- stofnun þessi fengi þýzkar fregnir af ófriðnnm eins og hún fengi fregn- ir þær er enskastjórnin léti útganga. Ríkiskanzlarinn svaraði: »Þýzka- land er einangrað frá alþjóða síma- sambandi og stendur því varnarlaust gegn þeim lygum sem á það eru bornar. En vér treystum því að það geti sýnt það i verkinu hvað óvinir þess eru óvandaöir. Þýzkaland þakkar hverjum þeim sem reynir til þess að sannar fregn- ir séu sagðar af ófriðnum. Beauvais Leverpostej er bezt. Nýja verzlunin — Hverfisgötn 4 D. — Flestalt (utast og inst) til kvenfatnaðar og barna og margt fleira. GóBar vörur! — Odýrar vörur! Kjúlasaumastofa byrjar 1. sept. Ensku kenni eg frá 1. september, Sigurbj. Svemsson. Niðursoðið kjöt frá Beauvais þykir bezt á ferðalagi. Srœnar Baunir trá Beauvais eru ljúffeugastarl <3apaé ^ Tapast hefir stór svartur kött- ur, átti að vera með bláu bandi um hálsinn. Fundarlaunum heitið. Uppl. á afgr. Mbl. ^inna Stúlka óskast í vist um skemri eða lengri tima. R. v. á. Ungur maður sem er vel að sér í allskonar verzU unar- og kontórstörfum, kann þýzku, ensku, frönsku og dönsku, óskar eftir atvinnu við kontór- eða verzl- unarstörf nú þegar. Tilboð, mert: 300 sendist á afgr Morgunbl. ^ JEfeiga SÓlrík stofa, svefnherbergi við hlið, innangengt milli; upphitun fylgir; til leigu fyrir einhleypa (i eða 2) frá i. sept. (eða síðar) í »Garðshorni«, Baldursgötu 7 (fáa faðma frá Laufásvegi 39). Jón Olaýsson, rithöf., Laugavegi 2 uppi. Kanpið Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.