Morgunblaðið - 28.08.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.08.1914, Blaðsíða 4
1372 MORGUNBLAÐIÐ Skyldi vera nokkur maður í Reykjavík, sem ekki hefir reykf Special Sunripe Cig’arettur? Frá R. & J. Hill Ltd. <Jlé gofnu tilofni augtýsist Rir með aé Bifreiðaféí. Heyhjavíkur Ratéur qfram Jöstum Jaréum milli *JCqfnarf jaréar og %3ZayRjavíRur á sama fíátt og fíingaé tit Asætt saltkét á 20 aura pundið. J. P. T. Brydes verzl. Nordmænd paa Island bör holde Tidens Tegn, alsidig, letlæst og underholdende. ■ Pris 3 6 Kr. pr. Aar — tilsendt to gange ukentlig. Laura Nielsen (Joh. Hansens Enke). Austurstræti 1. Lampar og lampaáhöld. Ateiknaðnr ísaumur (Broderi). Silki, broderisilki og garn. Allskonar smávörur fyrir kvenfölk. DÖGMENN Sveinn Bjðrnsson yfird.lögm. Hafnarstræti 22. Simi 202. Skrifstoíutimi kl. io—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—6. VÁTIjYGGINGArj Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. Eggert Claessen, yfirréttarmála- fiutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16. Carl Finsen Austurstr. 5, Rvík. Brunatryggingar. Heima 6 x/4—7 Talsími 331. Bogi Brynjólfsson, yfirréttar málaflutn.m. Hótel Island. (Aðalstr. 5). » Venjulega heima 12—1 og 4—6. Talsími 250. JEgT* ELDUR! -yjn Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. THORODDSEN Frikirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsim) 227. Landakotsskélinn byrjar 1. september kl. 10 f. h. Neðanmáls-sögur Morgunblaðsins eru langbeztar! Suörænt blóð. 2i Saga eftir H. S. Merriman. Framh. — Auðvitað til þess að þér ráð- leggið mér — hjálpið mér! Eg hefi verið einmana alla mína ævi — enginn hefir hjálpað mér, enginn skilið mig. Og enginn veit, hvern- ig eg hefi þjáðst — maðurinn nr'nn --------var einhver bezti og þolinmóðasti maður, sem til hefir verið. Hann er nú vafalaust í himnaríki, og'®'þar vona eg að til séu að minsta kosti tvö herbergi, sem ætluð eru eingöngu karlmönn- um. Frú Barenna andvarpaði sáran, eins og henni var eiginlegt. Þetta var ekki annað en það, sem hún mátti búast við! — Þér hafið eytt ævinni í iðju- leysi og munaði, sagði hinn andlegi ráðgjafi hennar. Maðurinn yðar neitaði yður aldrei um neitt. Og dauðinn hefir aldrei svift yður nokkru barni, og það er — eftir mínum skilningi — sú þyngsta sorg, sem konu getur hent. Þér eruð van- þakklát manneskja. Frú Barenna setti á sig þann svip, sem vel hefði hæft pislarvottum hinnar fyrstu kristni. Hún sat með krosslagðar hendur, og beið þess að ófviðrinu slotaði. — Viljið þér að eg talivið Júlíu? spurði Pater Coucha afundinn. — Já — æ já! Reynið þér að telja hana á að láta borgarstjóranum í té einhverja skýring — sama hver hún er. — Það skiftir ekki svo miklu að hún sé alveg sannleikan- um samkvæm. Eg vildi óska við losnuðum við þessa manngarma úr húsinu ! Herhergisstúlkan mín, hún María, er svo laus í rásinni — ó, enn sá ungdómur! O, en þær þrautir, kæri Pater — en þær þján- ingar I — Já, auðvitað, mælti Pater Coucha. En gætið þó þess hve leiðinlegt mundi verða hér í heim- inum ef náungi vor væri einfær um það að sjá um sig. Eigum við að koma inn til Júlíu? Frúin var i svo mikilli geðshrær- ingu að hún vildi heldur að prest- urinn færi einsamall. Maður nokkur í hvítum buxum og dökkgrænum frakka var á verði fyrir framan dyrnar á herbergi Júlíu. — Jæja, mælti Pater Coucha og lét sér hvergi bregða þótt maðurinn væri með alvæpni. — Ert það þú Manuel? Konan þín sagði mér að þú vildir ekki láta skíra yngsta drenginn þinn, númer fimm, ef eg man rétt. Komdu með númer fimm til kirkjunnar á sunnudaginn og gleymdu því ekki að koma með of- urlitið fé til fátækra. Nú skulum við samt ekki tala um trúarbrögð — skilurðu það Manuel? Presturinn ógnaði honum með vísifingrinum og hélt áfram leiðar sinnar. — Má eg koma inn, mælti hann og knúði hurðina. — Já, gerið svo vell svaraði Júlía. Pater Coucha gekk inn í herberg- ið, lokaði dyrunum vandlega á eftir sér og lagði hattinn sinn á stól. Svo neri hann hendur sínar og leit gletnislega til Júlíu. — Eg hafði hér ástarbréf með- ferðis, mælti hann og leitaði í vös- um sinum. — Það var víst frá Don Carlos? En eg hefi víst týnt því. Hann hló, signdi ,sig og lagði blessun sina yfir Júlíu. Og meðan hann hafði yfir hin hátiðlegu latn- esku bænarorð kom einkennilega alvarlegur svipur á andlit hans. Svo fékk hann sér sæti. Júlía var þreytuleg og henni var augsýnilega gramt i geði. Hún leit til hans eins og hún byggist við að hann hefði einhverjar fréttir að flytja. — Heyrið nú barnið mitt, mælti Pater Coucha. Mér er ant um framtið yðar af ýmsum ástæðum, sem enginn þekkir. Yður svipar til konu, sem eg eitt sinn mat meira en sjálfan mig. Það er langt síðan — nú hugsa eg um sjálfan mig fyrst og fremst, eins og hverjum hygnum manni samir. Samt sem áður er eg vinur yðar, Júlia, og eg er auk þess alt of gamall til þess að láta mig ekki máli skifta það er náunga minn varðar. Eg er hrædd- ur um yður, barnið mitt. Hann hristi höfuðið og klappaði með fingurgómunum á borðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.