Morgunblaðið - 26.09.1914, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1914, Blaðsíða 2
1502 MORGUNBLAÐIÐ Lögin verða staðfest. Frumvarpið um heimastjórn ír- lands var samþykt í þriðja sinn í neðri deild enska þingsins í sumar. Þarf það því ekki að fara til efri málstofunnar til að fá staðfestingu konungs. Asquithstjórnin lagði í sumarfyrir efri málstofuna viðbótarfrumvarp (Amending Bill) við heimastjórnar- arfrumvarpið, og voru í því ýms ákvæði er miðuðu til þess að friða Ulsterbúa. Efri málstofan breytti viðbótarfrumvarpi þessu svo mjög, að meirihlutanum í neðri deildinni þótti það alveg óaðgengilegt. Var byrjað að ræða málið þar þegar ófrið- urinn hófst. Bretar feldu þá niður allar flokka- deilur, setr kunnugt er. En Asquith hét þvi, að frumvarp þetta skyldi rætt síðar áður en heimastjórnarlög- in yrðu staðfest af konungi. Til þess að heimastjórnarfrum- varpið geti orðið að lögum, verður það að öðlast staðfestingu konungs áður en kjörtímabil þingsins er út- runnið. Nú stendur svo á að kjörtimabil- ið er næstum á enda og þess vegna lýsti Asquith yfir því áður þingi var slitið um daginn, að stjórnin mundi leita konungsstaðfestingar á heima- stjórnarlögunum. Jafnframt lagði hann fyrir þingið frumvarp til laga um frestun á framkvæmd heima- stjórnarlaganna (og laganna um skiln- að rikis og kirkju i Welsh). Var þar ákveðið að framkvæmd laganna skyldi frestað um 12 mánuði eða meðan ófriðurinn stæði yfir. Enn- fremur lýsti Asquith yfir því, að stjórnin mundi leggja nýtt viðbótar- frumvarp (Amending Bill) fyrir næsta þing, sem koma ætti til umræðu áður en heimastjórnarlögin kæmu til framkvæmda. Minnihlutinn, íhaldsmenn, tóku þessum ummælum Asquiths mjög illa. Bonar Law hélt allsvæsna ræðu í garð stjórnarinnar og kvað hana hafa gengið á bak orða sinna um að geta þinginu færi á að ræða við- bótarfrumvarpið áður en heimastjórn- arlögin yrðu staðfest. Kvað hann stjórnina of mjög færa sér það í nyt að andstæðingar hennar hefðu lagt af allar flokkadeilur. Yrði stjórn- in að bera ábyrgð á þessum gerð- um, en andstæðingar hennar mundu ganga af þingi. íhaldsmenn gengu síðan af fundi, en frestunarlögin voru sámþykt. Hlutleysi Danmerkur. The Scotsman 15. þ. m. flutti svohljóðandi klausu, þýdda úr Ham- burger Fremdenblatt: »Vér getum líka sagt það um Danmörku, að hún gerir alt til að Hammalisíar og Gardinusfengur fæst bezt og ódýrast i c£rasmíéavinnusíofunni JSaugavagi J. JTlijndir innrammaðar fíjóff og vef. Jfvergi eins ódtjrf. vera hlutlaus, hvort sem það er af ótta við oss eða að það er henni áhugamál. Hún lætur ekki sitja við orðin tóm, heldur hefir gert her- varnarráðstafanir á Jótlandi og hefir líka lokað (að voru samþykki) belt- unum með tundurduflum. Sést á því að Danmörk ívilnar ekkert Eng- landi, jafnvel þó að það hafi rokið til og boðið henni Slesvig-Holstein*. 1=3 DAGÖÓfflN. =3 Afmæli í dag: Kristín Bernhöft húsfrú. Páll Steingrímsson bókb. Stefán Gunnarsson skósm. Stefán Ólafsson verzlm. Kristján X konungur íslands og Danmerkur 44 ára. Tungl f. kv. kl. 11.3 f. m. Sólarupprás kl. 6.22. Sóiarlag — 6.19. Háf lóð kl. 10.17 f. m. og 11.1 e. h. P ó s t a r í dag: Kjósarpóstur fer. Keflavíkurpóstur fer. Á m o r g u n : Ingólfur til Borgarness. Kjósarpóstur kemur. Kong Helgi á að koma frá útl. V e ð r i ð í gær: Ym. nv. st. gola, hiti 6.5. Rvk. v. gola, hiti 6.4. ísf. v. gola, hiti 4.2. Ak. logn, hiti 6.0. Gr. n. kul, hiti 3.4. Sf. logn, hiti 7.6. Þh. F. ssv. stormur, hiti 10.2. M e s s a ð á morgun: í Fríkirkjunni í Hafnarf. kl. 6. e. m. síra Ólafur Ólafsson. E k k e r t skeyti hefir hingað borist enn um Hermod, að hann væri lagður af stað frá New York. En fráleitt verður þess langt að bíða að eitthvað fróttist til ferða hans. Egill Gunnlaugsson frá Ara- bæ, lózt í gærmorgun. Var hann lengi sunnanpóstur og þótti dugandi maður mjög. Var hann fjörmaður og skemt- inn og vel gefinn. í t i 1 e f n i af afmæli konungs vors verður flugeldum Bkotið frá Islands Falk í kvöld kl. Ql/V Á hádegi verða skotin nokkur fallbyssuskot og skipið verður flöggum skreytt. Skallagrímur kom hingað í gær frá Eyjafirði. Flutti hann lík Jóns heitins Þórðarsonar skipstjóra. D á i n n : Gísli Jónsson, Skólavörðu- stíg 45, 72 ára gamall. D r e s d e n flutningaskip G. Gísla- son & Hay, kom hingað í fyrradag frá Vestfjörðum. Skipið tekur fiskfarm hóðan til Bretlands. G e i r Z o e ga rektor flytur þessa dagana í rektorsbústaðinn í Menta- skólanum. En þar hefir Jóhannes Sig- fússon búið undanfarin ár. Hús rektorsins við Tjarnargötu hefir Carl Olsen kaupm. tekið á leigu. Páll Sveinsson kennari er ný- kominn til bæjarins austan úr Skaft- ártungu. N j ö r ð u r seldi afla sinn í Fleet- wood í gær á 760 sterlingspund. For- maður útgerðarfólagsins hefir vátrygt skipið gegn stríðshættu fyrir 100 þús. kr. En þaö er rúmur helmingur af andvirði skipsins. Hafskip sekkur. 350 manns í voða. í tniðjum þessum mánuði var haf- skipið Runo, eign Wilson-línunnar í Hull, á leið frá Bretlandi til Ar- changel í Hvítahafinu með um 300 farþega. Voru það mest Rússar, sem kallaðir höfðu verið frá Vestur- heimi til herþjónustu í Rússlandi, og margar konur og börn. Er skipið var komið lítið eitt frá brezku ströndinni rakst það á þýzkt tundurdufl og sökk á örskömmum tíma. Til allrar hamingju voru mörg fiskiskip þar í nánd, sem undir eins komu Runo til hjálpar og björguðu nær öllum farþegum og skipverjum. Blöðin brezku kveða um 20 manns hafa farist, flest háseta, sem að lík- indum hafa rotast við sprenginguna. Loftnjósnir. Flugmaður lendir i tuttugu minútna kúlnaéli. Loftförin eru nú aðallega notuð til þess að fara á þeim í njósnar- farir og hafa á þann hátt verið ófriðarþjóðunum að ómetanlego gagni. Um franskan flugmann, M. Poiret, sem er nú í rússneskri herþjónustu, er sögð þessi saga: Meðan orustan milli Þjóðverja og Rússa var skæðust við landamæri Póllands, fór hann, ásamt kapteini úr herforingjaráði Rússa, í njósnar- för. Flugu þeir yfir hersveitir Þjóð- verja f 1200 stikna hæð. En varm- ar fengu þeir kveðjur þaðan og dundi á þeim skothríð í 20 mínútur. Tíu kúlur og tvær sprengikúluflisar hittu flugvélina, en samt sem áður kom- ust þeir félagar undan. Ein kúlan kom neðan í il kapteinsins og kom út ofarlega í kálfanum, en að öðru leyti sluppu þeir óskaddir. t Reuterskeytið í dag Skýringar. Madras er borg á austurströnd Indlands (Koromandelströndinni) óg er þriðja stærsta borg landsins. í- búar */a miljón. Af þeim eru 4/,y Hindúar, x/8 múhameðsmenn og l/ía kristnir menn. Af Evrópumönnum eru þar tæp 2000. Loftslag er þar óheilnæmt, einkum á sumrin og geysa þar þá ýmsar hættulegar far- sóttir, en heilsufræðin er á mjög lágu stigi. Áin Kuvam skiftir borg- inni í tvo hluta, og búa landsmenn norðan við ána en Evrópumenn að sunnan, og þar býr landsstjórnin. Þar er St. Georgs-kastalinn reistur árið 1639. Þar er allmikið setulið. Verzlun er þar mikil og þar er geymdur skipaforði, svo sem kol, steinolia og fl. Dysseldorý er i Rínfylkjunum og stendur við ána Dtlssel þar sem hún fellur i Rin. íbúar 225 þús. Czentochojj eða Czenstochova er borg í pólsk-rússneska héraðinu Pjotrkov við ána Warta. íbúar 45 þús, sem lifa mikið á þvi að smíða helgimyndir. Þar er klaustur á fjalli rétt við bæinn og er þar geymd mynd af Mariu mey, hin svo nefnda »svarta Madonna* sem þjóðsagnir segja að Lúkas postuli hafi málað. A hún að geta gert kraftaverk. Er því þangað sífeldur straumur pila- gríma frá Rússlandi, Prússlandi og Austurríki. Kalich (eða Kalisz) er hérað i rúss- neska Póllandi 'milli Prússlands og pólsku héraðanna Varshav og Petro- kov. Er þar láglendi og mýrar, — voru áður skógar en hafa verið höggnir mjög. Höfuðborgin dregur nafn af héraðinu og eru þar 24,500 íbúar. Makoff (Makov) er borg í hérað- inu Lomska í rússneska Póllandi. íbúar 6100, flest gyðingar. Auglfsið í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.